
9 minute read
Íslenska jólabókaflóðið er einstakt
The Unique Icelandic Christmas Book Flood Interview with Páll Valsson

Advertisement
Myndir / Photos Mandana Emad
Íslendingar hafa margir hverjir þann sérstaka og góða sið að gefa bók í jólagjöf, sið sem lengi vel hefur haldið lífinu í íslenskri bókaútgáfu. Höfundar fara að birtast á skjánum níu nóttum fyrir jól með gilda bók í hendi og nú er sú tíðin gengin í garð. Því er tilvalið að fá að forvitnast um þessa hefð okkar Íslendinga út frá sjónarhorni útgefenda. Páll Valsson á langan feril að baki við bókaútgáfustörf og hefur verið útgáfustjóri hjá Bjarti & Veröld frá árinu 2016. Hann segir íslenska jólabókaútgáfu vera alveg einstaka í alþjóðlegu samhengi. „Það er engin önnur þjóð sem getur mátað sig við okkur hvað þetta tímabil varðar, að hjá svona fámennri þjóð komi út svona margir titlar á okkar eigin tungu,“ segir hann í samtali við blaðamann Stúdentablaðsins. „Þetta er án hliðstæðu.“
„ÞAÐ ER BETRA AÐ LIFA EN AÐ DEYJA“ Þetta árlega tímabil í bókaútgáfu er gjarnan kallað jólabókaflóð en Páll segist ekki vera hrifinn af því orði. „Þegar við tölum um flóð, þá er það eitthvað neikvætt. En hvað er neikvætt við það að út streymi fjöldi titla af öllu tagi?“ Að hans mati sé eini neikvæði þátturinn kannski að titlarnir séu of margir. „Þetta flóð er ekki skemmtileg líking, við þurfum að finna eitthvað annað.“ Páll segir að svo lengi sem hinn góði jólasiður, að gefa bók í jólagjöf, sé við lýði muni íslensk bókaútgáfa lifa og því hugsi hann ávallt mjög jákvætt til jólatarnarinnar. „Við bókaútgefendur höfum þó lengi reynt að komast út úr þessu,“ segir Páll, því fylgi mikið stress að leggja allt undir á jólamarkaðinum. Þó svo að sala á kiljum og bókum fyrir ferðamenn hafi aukist og sé allt árið um kring séu jólin engu að síður algjör kjölfesta í bókaútgáfu. „Jólin halda okkur á floti. Það er stressandi en það er betra að lifa en að deyja,“ segir Páll. Þrátt fyrir að þessi árstíð sé kvíðavaldandi fyrir útgefendur sé hún alltaf ákaflega skemmtileg og uppskeran ríkuleg. „Það er svo gaman að gefa út bækur, við erum alltaf í smá vímu á þessum árstíma. Og það heldur okkur við efnið, þetta er rosalega gefandi og skapandi vinna.“
VERIÐ VIÐBÚIN, ÞETTA ER SLAGUR En hvers konar bækur fá að taka þátt í þessu merka fyrirbæri? Páll segir það fara bæði eftir höfundi og eðli bókarinnar. „Þetta er mjög Many Icelanders traditionally give each other books for Christmas, a custom that has kept book publishing enterprises afloat for decades. Authors seem to appear during advent with books to fill up stockings and now this season has come. It is therefore ideal to investigate this Icelandic phenomenon from a publisher’s perspective.
Páll Valsson has had a long career in book publishing and has been head of publishing at Bjartur & Veröld since 2016. He claims the Icelandic book publication schedule arranged to be in time for Christmas is unique internationally. “No other nation is a match for us at this time of year” he mentioned to the journalist from the Student Paper. “That so many titles come out in our own language in such a small nation is unparalleled.”
“BETTER TO LIVE THAN DIE” This yearly period is often called the Christmas book flood in the book publishing industry but Páll is not very fond of the term. “When we talk of a flood it has negative connotations. But what could be negative about an outpouring of all kinds of titles?” In his view the only negative factor might be that the titles are too numerous. “This flood is not a great metaphor, we should find something else.”
Páll says that the Icelandic publishing industry stays alive as long as the tradition of gifting books for Christmas remains so he looks fondly to the holiday season. “We book publishers have nonetheless tried to get away from this mentality for a long time,” Páll explains that it is very stressful to place all bets on the holiday market. Despite the rise of year round sales of paperbacks and books aimed at travellers, Christmas is a true staple of book publishing industry. “Christmas keeps us afloat. It’s stressful but it’s better to live than die,” says Páll. Though it’s nerve wracking season for publishers it is always immensely enjoyable too and the yield is plentiful. “It’s so much fun to publish books, we are always on a bit of a high around this time of year. It also keeps us on track, it is very creative and rewarding work.”
íhaldssamur markaður,“ segir hann. Kiljur ná til dæmis ekki inn í jólapakkana og ekki þýðingar heldur. Íslendingar gefa íslenskar bækur. „Það er mjög mikilvægt fyrir forlög að vera með fjölbreytta útgáfu,“ segir Páll og leggur áherslu á að vera með bækur í öllum deildum. „En við gerum gæðakröfur,“ bætir hann við. „Þetta þarf að vera gott.“ Páll segir að ef verk hreyfi við honum eða hans lesurum séu miklar líkur á það hreyfi við einhverjum öðrum. „Það er sá mælikvarði sem við höfum. En ég get ekki bara hugsað um minn prívatsmekk, það virkar ekki.“ Þau sem ætla að vera í almennri bókaútgáfu verði að gefa út bækur sem nái til almennings. Nýir höfundar eiga erfiðara uppdráttar en hinir þekktari en Páll segir að mál hafi þróast þannig að fólk þurfi nánast að hafa skrifað nokkrar bækur til þess að geta haslað sér völl í flóðinu. „En líka á hinn bóginn, þetta er sá árstími sem fólk er að hugsa um bækur og kaupa bækur og þá er ofboðslega leiðinlegt að hugsa: Má þessi ekki vera með líka?“ Þess vegna reyni útgefendur að undirbúa nýja höfunda fyrir að þetta sé slagur og stilla væntingum þeirra í hóf.
EKKI Á VÍSAN AÐ RÓA Að gefa út bók getur verið langt og strangt ferli og stundum gerist það að fresta þurfi útgáfu verka um ár og jafnvel lengur. Páll segir höfunda taka misjafnlega vel í það og suma þurfi að sannfæra að bókin hafi gott af því að bíða. „En oftast tekst þetta því okkar sameiginlega markmið er að bókin verði eins góð og hún getur orðið.“ Vandamálið er þó auðvitað fjárhagslegt, því þá sé höfundur að horfa fram á að þær tekjur sem hann hefði hugsanlega haft komi ekki fyrr en eftir ár. Annar möguleiki sé að gefa bókina út í kilju að vori en það á mest við um glæpasögur eða sumarfrísbækur. „Það sem hefur breyst í þessum bransa á síðustu tíu árum er að það er miklu meiri agi í skilum,“ segir Páll. „Hér áður fyrr voru menn að skrifa alveg fram í október, það er eiginlega alveg búið.“ Nú reyni höfundar að vera sæmilega klárir með handrit að vori og oft miklu fyrr. „Draumastaðan er sú að á vorin sé búið að ná samstöðu um að bókin sé nokkurn veginn komin.“ Þá hafi ritstjórar allt sumarið til þess að snurfusa og laga, velta vöngum yfir einstaka setningum, en að verkið sé í stórum dráttum klárt. „Það er líka bara skemmtilegra, þá er hægt að gefa sér meiri tíma í að fægja og slípa, sem er það sem mér og fleirum þykir einna skemmtilegast í þessum bransa.“
FAGNAÐAREFNI ÞEGAR EINHVER ANNAR GEFUR ÚT GÓÐA BÓK Með tilkomu smærri forlaga eykst fjöldi titla í jólabókaflóðinu og Páll gleðst yfir góðum bókum frá öðrum útgefendum, enda fara gæði innsendra handrita hækkandi. „Ég tengi þá þróun kannski meðal annars við ritlistina, við erum að fá miklu fleiri góð handrit. Það var einfaldara áður fyrr að flokka handritin í þau sem þú hafnaðir og hin sem þú vildir skoða betur. Nú verður síðari flokkurinn sífellt stærri – sem er auðvitað frábært en skapar á móti þann vanda að við getum ekki gefið út nema lítið brot af innsendum handritum, því miður.“ Það sé því eðlileg þróun að minni forlög komi fram á sjónarsviðið og telur Páll það vera hið besta mál. „Þau eru að gefa út margar mjög fínar bækur, til dæmis Una og Lesstofan,“ og það sé mjög nauðsynlegt í þessa flóru.
BE PREPARED, IT’S A BATTLE But what kind of books get the chance to participate in this phenomenon? Páll says that depends both on the author and the nature of the work. “It’s a very conservative market,” he says. Paperbacks don’t make it into Christmas presents and neither do translated works. Icelanders gift each other Icelandic books. “It is important for publishing houses to have variety,” says Páll who emphasises having books in every field. “But we have requirements,” he adds. “It has to be good.” Páll says that if a work moves him or his readers it is very likely to be moving to someone else. “That’s the measure we have. But I cannot only think of my own taste, that won’t do.” Those who are going to work in general book publishing need to publish books that appeal to the public.
New authors have a tougher time than the others and Páll explains that the business has evolved in such a way that writers essentially have to have written a few books before even being eligible to take part in the flood. “On the other hand this is the season when people are thinking about books and buying books so it is regrettable to think: why can’t this one take part too?” That’s why publishers try to prepare new authors for it to be a battle and temper expectations.
NOTHING IS CERTAIN Publishing a book can be a long and arduous process and sometimes publication dates need to be postponed for a year or even longer. Páll says authors have various reactions to this and sometimes need some convincing that they’re better off waiting. “Most of the time however we are successful because our shared goal is that the book is as good as it can be.” Of course it is also a financial issue because authors see that their potential income gets postponed by a year. Another option is to publish the book as a paperback in the spring but that mostly applies to crime novels and summer vacation books.
“What’s changed in this business over the past decade is that there is much more discipline in submissions,” says Páll “In the past people were writing well into October, but that doesn’t happen much anymore.” Now authors try to be practically finished with their work in the spring and often finish a lot earlier than that. “The ideal situation is to reach an agreement so that the work is pretty much finished in the spring.” That way editors have the entire summer to fix and perfect, ruminate over specific sentences, but in the grand scheme of things the work is finished. “It is also just more fun, that way we can have more time to polish and amend which is what me and others in the business find to be the most enjoyable.”
A CAUSE FOR CELEBRATION WHEN SOMEONE ELSE
PUBLISHES A GOOD BOOK With the emergence of smaller publishing houses, titles in the bookflood have increased and Páll rejoices in the good books from other publishers as the quality of submitted manuscript is on the rise. “I can maybe attribute this trend to the writing, we are getting a lot more good manuscripts. It used to be easier to group the manuscripts into those to be rejected and those to take a better look at. Now the latter pile becomes increasingly large – which is great of course but it creates the issue of us only publishing a fraction of the submitted material unfortunately.” It’s a natural progression for smaller publishers to come into the limelight and Páll sees this as a positive thing. “They are publishing a lot of very good works, for instance Una and Lesstofan,” and they are very necessary for the flourishing of the business.