8 minute read

Nýtt líf í nýju landi

A New Life in a New Country

Allt fólk er á hreyfingu, breytist, reikar, flytur … All people move, change, wander, migrate …

Advertisement

Þrátt fyrir að hafa gert það frá upphafi mannkyns, hefur hraðskreiður heimur nútímans ýtt undir leit fólks að hamingjunni sem aldrei fyrr. Við leitum öll að okkar samastað á þessari jörðu og finnum hann oft fyrir utan þægindarammann okkar, í fjarlægu landi. Þegar þetta gerist göngum við í gegnum svipað aðlögunarferli sem almennt reynist erfitt. Hér eftir koma ráð til þess að auðvelda þetta sársaukafulla ferli, skref fyrir skref. Til að byrja með er vert að nefna að flutningar milli staða eru meðal mest streituvaldandi atburða í lífinu. Ekki einungis með tilliti til skipulags og praktísku atriðanna heldur er líka krefjandi að byrja á núlli, sérstaklega ef man hefur ekkert stuðningsnet ennþá. Þetta leiðir okkur þægilega að fyrsta heilræðinu.

SAMBÖND Sambönd eru mikilvæg, hvort sem þau eru rómantísk eða vinasambönd, því þau mynda grunn að tengslaneti fólks sem hvetja okkur til að þrífast og dafna en mynda líka öryggisnet sem er til staðar þegar við ráðum ekki við eitthvað á eigin spýtur. Ekki geta öll sambönd verið náin og persónuleg en það er mikilvægt að halda áfram að leita. Til að byggja upp sambönd þarf að gefa sér tíma og hlúa vel að þeim. Ef þú kynnist einhverjum nýjum þá skaltu ekki gleyma að gefa aðeins af þér; fara saman í kaffi, í bíó eða gönguferð, veita hjálparhönd eða huggun þegar við á, verja gæðastundum saman og þroskast í sameiningu í gegnum og meðfram sambandinu. Ef sambandið rennur svo sitt skeið, þá skaltu muna að ekki allt fólk sem tekur þátt í lífi þínu endist þar að eilífu. Sumt fólk kemur inn í líf manns til að veita (eða þiggja) hjálp, en það gæti líka alltaf farið þaðan aftur.

FÉLAGSLEGT TENGSLANET Það er ekki óalgengt að þetta fyrsta skref reynist erfitt, enda vaxa vinir eða makar ekki á trjám. Einföld leið til að takast á við þann vanda er að kynnast sjálfu sér betur fyrst – hver eru þín áhugamál og draumar, hvernig slakar þú á, hvaða tónlist hlustar þú á, hver er uppáhalds ísinn þinn? Þegar þú hefur kynnst þér aðeins betur þá geturðu fundið samkomur og viðburði þar sem þú gætir kynnst fólki með lík áhugamál. Spila verslanir í Reykjavík bjóða upp á ókeypis spila kvöld, barir og skemmtistaðir standa fyrir spurningakeppnum, uppistandi og jafnvel dansleikjum. Nemendafélög skipuleggja líka ferðir til ýmissa áhugaverðra staða um allan bæ. Even though we have been doing that since the beginning of human existence, the fast-paced modern world has pushed the people’s search for happiness the furthest it has ever been. We are all looking for our own place under the sun, and quite often we end up finding it outside of our comfort zones, in a faraway country. Once that happens, we are all bound to go through a similar process of assimilation that everyone will tell you is universally difficult. So here is how to make that painful transition slightly easier, one step at a time.

To start with, it is worth noting that moving places is one of the most stressful things a person can do in their life. Not only from the sheer organizational and practical side of things, but starting from the bottom can be quite challenging, especially if you find yourself in a place where you have no support system in place, which conveniently leads us to our first step.

RELATIONSHIPS Relationships are important, be them romantic or friendly, because they form the foundations of a network of people who encourage us to thrive but also act as a safety net when we encounter a problem too hard to overcome on our own. However, not every relationship we make will become a close, personal one – but it is important we keep on looking. Relationships need time, effort and nurturing, so if you make a new friend or get to meet that special someone, don’t forget to give; share a coffee with them, go to the movies or for a walk, be a helping hand or a shoulder to cry on, spend some quality time with them and grow together through and alongside the relationship. And if it doesn’t work – remember that not everyone in your life is meant to stay there forever, some people are there to help (or be helped) and just like that, they may leave.

SOCIAL CIRCLES It is not uncommon for people to struggle with the first step, after all, there are no “friend-trees” or “partner-stores”. An easy way to overcome this obstacle is to first better understand yourself – what are your hobbies and dreams, how do you unwind, what music do you listen to and what is your favorite ice-cream? Once you have learnt more about yourself, seek out gatherings and events where you are more likely to find like-minded people. Local game stores

Ef þetta virðist yfirþyrmandi skref skaltu byrja á einhverju einföldu eins og samtali við samstarfsmann eða ferð í næstu sundlaug fyrir ekta upplifun og rabb við næsta mann.

ÝTTU ÞÉR ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMANN Allt sem þú ert einmitt núna er þökk sé persónulegum áskorunum sem þú hefur tekist á við í lífinu og þátttaka þín í lífum þinna nánustu. Raunar væri nákvæmara að segja að þessi reynsla sért þú og þegar þú skilur það, áttarðu þig á því að það ert aðeins þú sem takmarkar eigin möguleika. Það er engin leið að vita hvort man hafi hæfileika í einhverri íþrótt eða tónlist nema með fyrri reynslu. Ef þú finnur eitthvað sem þú getur tekið þátt í sem þú hefur ekki prófað áður – láttu á það reyna! Bjóddu sjálfum þér fínt út að borða, spilaðu með hljómsveit á hljóðfæri sem þú hefur aldrei spilað á áður, taktu þátt í sjálfboðastarfi fyrir félag sem skiptir þig máli eða skrifaðu bók. Það er svo litlu að tapa og til svo mikils að vinna, þetta gæti verið það sem þú gerir einstaklega vel.

MARKMIÐ Að lokum skaltu setja þér raunhæf skammtíma og langtíma markmið sem hjálpa þér að halda þínu striki þegar þér finnst þig vanta áhuga og hvatningu. Lykillinn er að vera ekki of strangur við sjálfan sig og fylgja þinni eigin samvisku en ekki áætlunum annarra. Þú þarft ekki að geta hlaupið maraþon á minna en ári eða prjónað á þig heilan galla úr íslenskum lopa. Það er nóg að vera bara sjálfum sér góður með jákvæðri sjálfsstyrkingu enda ert þú eina manneskjan sem þú þarft að verja allri ævinni með. Þessi skref eru öll samofin og þau er hægt að takast á við hvor í sínu lagi eða í hvaða samsetningu sem er. Ef þér finnst þér ekki miða áfram og eiga erfitt, reyndu þá að einblína á það sem hentar þér og haltu þínu striki þar til þú nærð markmiðunum smátt og smátt. Allt sem er þess virði að taka sér fyrir hendur er þess vert að gera illa því jafnvel pínulítið er betra en ekkert. Ef þú ert að lesa þessa grein er mjög líklegt að hún sé skrifuð sérstaklega fyrir þig og ef svo vil ég þakka fyrir að þú hafir veitt henni athygli. Þó að ég viti ekkert um þitt einstaka ferðalag þá er greinilegt að þú ert að vinna í því að bæta þig með því að taka þetta fyrsta erfiða skref. Þegar í harðbakkann slær skaltu muna að þú ert aldrei eitt.

Allt fólk er á hreyfingu, breytist, reikar, flytur … Við erum öll í þessu saman.

Myndir / Photos Dino Ðula

in Reykjavík offer free game nights, bars promote pub quizzes, stand-up comedy nights and even social dances. Even your own student networks readily organize trips to various places of interest all around town.

If this step still sounds too hard, start small and enter a conversation with your colleague, or head over to the nearest swimming pool for an authentic experience and conversation with a local person sitting right next to you.

PUSH THROUGH YOUR COMFORT ZONE Everything you are right now is thanks to the personal challenges you’ve encountered in life and second-hand involvement in lives of your closest friends. Or rather it’s even more accurate to say that you ARE those experiences and once you understand that, you realize that your potential is only limited by yourself. We can’t possibly know if we have a talent in some sport or knack for music unless we’ve tried it in the past. So if you spot an experience you can take part in that you haven’t tried yet – go for it!

Have that fancy dinner in a restaurant all by yourself, join a band playing an instrument you’ve never played before, volunteer for an organization you feel strongly about or start writing a novel. There is so little to lose and so much to potentially gain, as this might be that one thing you are extremely good at.

GOALS Finally, set yourself realistic short-term and long-term goals that will help you stay on the right path in times when you find it hard to find encouragement or motivation. The key here is to not to be too harsh on yourself and understand that you are not following anyone else’s schedule but your own. You don’t have to run a marathon in less than a year, or knit yourself a complete outfit using Icelandic wool. You can simply be a good friend to yourself through positive reinforcement. After all, the only person you have to spend the rest of your life with – is yourself.

All these steps intertwine with each other. They can be accomplished separately or together and in any combination. So, if you find yourself struggling and not feeling ready to advance, just stick to that one thing that works for you and keep at it slowly to reach that goal you had set for yourself. Everything that’s worth doing, is worth doing poorly – because even a little bit is better than nothing.

If you are reading this article, there is a high chance it has been written specifically for you and if that is the case, I am happy to have had your attention for this long. While the nature of your own journey is irrelevant, in this case, the fact you have taken that hard, first step speaks volumes of your commitment towards becoming a better you. And when the times get hard, always remember that you are never alone.

All people move, change, wander, migrate … We are all in this together.

This article is from: