Grein / Article
Dino Ðula
Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir
Nýtt líf í nýju landi A New Life in a New Country Allt fólk er á hreyfingu, breytist, reikar, flytur … Þrátt fyrir að hafa gert það frá upphafi mannkyns, hefur hrað skreiður heimur nútímans ýtt undir leit fólks að hamingjunni sem aldrei fyrr. Við leitum öll að okkar samastað á þessari jörðu og finnum hann oft fyrir utan þægindarammann okkar, í fjarlægu landi. Þegar þetta gerist göngum við í gegnum svipað aðlögunarferli sem almennt reynist erfitt. Hér eftir koma ráð til þess að auðvelda þetta sársaukafulla ferli, skref fyrir skref. Til að byrja með er vert að nefna að flutningar milli staða eru meðal mest streituvaldandi atburða í lífinu. Ekki einungis með tilliti til skipulags og praktísku atriðanna heldur er líka krefjandi að byrja á núlli, sérstaklega ef man hefur ekkert stuðningsnet ennþá. Þetta leiðir okkur þægilega að fyrsta heilræðinu. SAMBÖND Sambönd eru mikilvæg, hvort sem þau eru rómantísk eða vinasam bönd, því þau mynda grunn að tengslaneti fólks sem hvetja okkur til að þrífast og dafna en mynda líka öryggisnet sem er til staðar þegar við ráðum ekki við eitthvað á eigin spýtur. Ekki geta öll sambönd verið náin og persónuleg en það er mikilvægt að halda áfram að leita. Til að byggja upp sambönd þarf að gefa sér tíma og hlúa vel að þeim. Ef þú kynnist einhverjum nýjum þá skaltu ekki gleyma að gefa aðeins af þér; fara saman í kaffi, í bíó eða gönguferð, veita hjálparhönd eða huggun þegar við á, verja gæðastundum saman og þroskast í sameiningu í gegnum og meðfram sambandinu. Ef sambandið rennur svo sitt skeið, þá skaltu muna að ekki allt fólk sem tekur þátt í lífi þínu endist þar að eilífu. Sumt fólk kemur inn í líf manns til að veita (eða þiggja) hjálp, en það gæti líka alltaf farið þaðan aftur. FÉLAGSLEGT TENGSLANET Það er ekki óalgengt að þetta fyrsta skref reynist erfitt, enda vaxa vinir eða makar ekki á trjám. Einföld leið til að takast á við þann vanda er að kynnast sjálfu sér betur fyrst – hver eru þín áhugamál og draumar, hvernig slakar þú á, hvaða tónlist hlustar þú á, hver er uppáhalds ísinn þinn? Þegar þú hefur kynnst þér aðeins betur þá geturðu fundið samkomur og viðburði þar sem þú gætir kynnst fólki með lík áhugamál. Spila verslanir í Reykjavík bjóða upp á ókeypis spila kvöld, barir og skemmtistaðir standa fyrir spurningakeppnum, uppistandi og jafnvel dansleikjum. Nemendafélög skipuleggja líka ferðir til ýmissa áhugaverðra staða um allan bæ. THE STUDENT PAPER
All people move, change, wander, migrate … Even though we have been doing that since the beginning of human existence, the fast-paced modern world has pushed the people’s search for happiness the furthest it has ever been. We are all looking for our own place under the sun, and quite often we end up finding it outside of our comfort zones, in a faraway country. Once that happens, we are all bound to go through a similar process of assimilation that everyone will tell you is universally difficult. So here is how to make that painful transition slightly easier, one step at a time. To start with, it is worth noting that moving places is one of the most stressful things a person can do in their life. Not only from the sheer organizational and practical side of things, but starting from the bottom can be quite challenging, especially if you find yourself in a place where you have no support system in place, which conveniently leads us to our first step. RELATIONSHIPS Relationships are important, be them romantic or friendly, because they form the foundations of a network of people who encourage us to thrive but also act as a safety net when we encounter a problem too hard to overcome on our own. However, not every relationship we make will become a close, personal one – but it is important we keep on looking. Relationships need time, effort and nurturing, so if you make a new friend or get to meet that special someone, don’t forget to give; share a coffee with them, go to the movies or for a walk, be a helping hand or a shoulder to cry on, spend some quality time with them and grow together through and alongside the relationship. And if it doesn’t work – remember that not everyone in your life is meant to stay there forever, some people are there to help (or be helped) and just like that, they may leave. SOCIAL CIRCLES It is not uncommon for people to struggle with the first step, after all, there are no “friend-trees” or “partner-stores”. An easy way to overcome this obstacle is to first better understand yourself – what are your hobbies and dreams, how do you unwind, what music do you listen to and what is your favorite ice-cream? Once you have learnt more about yourself, seek out gatherings and events where you are more likely to find like-minded people. Local game stores
28