4 minute read

Uppáhalds orð erlendra nema á íslensku

Við Háskóla Íslands stundar nám fjölbreyttur hópur nemenda sem margir hverjir hafa ekki íslensku að móðurmáli. Þó að íslenska sé talin sérstaklega erfið að tileinka sér, verður þetta auðveldara eftir því sem man umgengst tungumálið meira. Hér að neðan má sjá nokkur uppáhalds orð eða orðatiltæki þeirra sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Sumir nemendur lögðu áherslu á hvernig íslenska orðið hafði áhrif á skynfæri þeirra, hvort sem það var hvernig það hljómaði eða hvernig það veltur á tungunni. Aðrir höfðu meiri áhuga á merkingu orðanna og hvað tilvera þeirra væri einstök, sérstaklega ef það vantaði á þeirra móðurmáli. Tungumál er heillandi hluti tilverunnar og við höfum öll okkar sérstaka samband við það.

Mér þykir vænt um, væri jafnvel hægt að segja að ég sé heillað, af orðinu LEIÐINLEGT vegna þess að það getur þýtt bæði „boring, tedious, dull“ en líka sorglegt. Mér fannst þetta skrítin samsetning, að tengja sama orðið við það þegar þér leiðist einhver saga og þú nennir ekki að hlusta á hana við það að eitthvað slæmt eða sorglegt hafi gerst; að svarið í báðum aðstæðum gæti verið „ÞETTA ER LEIÐINLEGT.“

Advertisement

DALALÆÐA, það er þokufoss sem er bara svo töff. Uppáhalds orðið mitt er KÚRA af því að það er svo huggulegt að bera það fram og ég elska að kúra.

YRÐLINGUR, sem er ungur refur. Það er erfitt að bera það fram, sérstaklega R-Ð-L brúin, en þetta er orðið sem hljómar fallegast fyrir mér.

Fyrsta orðið sem mér dettur í hug er ÁSTFANGINN, vegna þess að ást er í raun fangavist – ef hún er ekki gagnkvæm þá býrðu eitt í einangrun.

Ég elska orðið MJÚK vegna þess að áður en ég vissi hvað það þýddi fékk ég bara á tilfinninguna að það hefði eitthvað með mýkt að gera miðað við hvernig kennarinn bar það fram.

SKEIÐ þýðir skeið, en SKÆÐ þýðir eitthvað sem er skætt. Skeiðar eru skæðar, passið ykkur!

GLUGGAVEÐUR! Þetta er svo einstaklega íslenskt hugtak.

NESTI. Með fyrstu íslensku orðum sem ég lærði, það er stutt og auðvelt að muna fyrir útlendinga og hljómar miklu betur en „packed lunch.“

HJÚKRUNARFRÆÐINGUR var fyrsti tungubrjótur sem ég lærði og hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan þá. KJÚKLINGUR, það hljómar krúttlega og er fyndið.

SÓLSTAFIR, af því að það er ekki til á frönsku og mér finnst það hreyfa við mér.

Uppáhalds bókstafurinn minn er Þ af því að mér finnst svo gaman að skrifa hann. Uppáhalds staðurinn minn á Íslandi er Látrabjarg vegna þess að þar eru lundar en það er erfitt að velja uppáhalds orð. Kannski NÓTT af því að það er fallegt millinafn eða RÓS af sömu ástæðu. Kannski líka ÚTVARP vegna þess að hljómar ekkert eins og „radio.“ Mér finnst það frábært við íslensku.

SKRIÐDREKI. Þetta er eins og eitthvað í Íslendingasögunum, skringilega krúttlegt en líka hrikalegt.

The University of Iceland has a diverse student body of which many do not have Icelandic as their mother tongue. Although Icelandic is thought to be a notoriously difficult language for foreigners to master, it does become easier on the ears the more you are exposed to it. Here are some favourite words from students who do not have Icelandic as their first language. Some students loved how an Icelandic word impacted one of their senses, whether it was how it sounded to their ear or how it rolled off their tongue. Others were more drawn to the meaning of a word and the uniqueness of its existence, which they found was missing in their own mother tongue. Language is a fascinating aspect of our existence and we all have a special relationship to it.

I really like, you could say that I was fascinated by, the word LEIÐINLEGUR because it means both boring, tedious, dull, but also sad. I found it a strange combination, to associate the same word to when some story is boring you and you can’t be bothered to hear it and when someone is telling you about something bad/sad that happened; to that the answer would in both cases be “ÞETTA ER LEIÐINLEGT.” My favourite word is KÚRA because it feels cozy when you pronounce it and I love to snuggle.

YRÐLINGUR, which is a fox cub. It’s hard to pronounce, specifically the R-Ð-L bridge, but it’s the most beautifully sounding word to me.

DALALÆÐA, it’s a fog waterfall which is just so cool.

I love the word MJÚK because before I even knew what it meant I got this feeling that it had something to do with softness just from how it was pronounced by my teacher.

SKEIÐ means spoon, but SKÆÐ means damage. Spoons are dangerous, watch out!

GLUGGAVEÐUR! It’s such a distinctly Icelandic sentiment.

NESTI. One of my first Icelandic words, it’s short and easy to remember for foreigners and the sound is much nicer than „packed lunch“.

HJÚKRUNARFRÆÐINGUR was the first tongue twister I learned and since then it has become my favourite word. The first word that comes to mind is ÁSTFANGINN. ÁSTFANGINN because love is actually a prison, if love is not mutual, you live alone in solitary confinement.

KJÚKLINGUR, it sounds very cute and funny.

SÓLSTAFIR, because it does not exist in French and I find it very moving.

My favourite letter is Þ because I really enjoy writing it. My favourite place in Iceland is Látrabjarg because of puffins but my favourite word is kind of hard to think of. Maybe NÓTT because I like it as a second name or RÓS for the same reason. Maybe ÚTVARP because it sounds nothing like radio. I find that amazing about the Icelandic language.

SKRIÐDREKI. It’s like something out of the sagas, weirdly cute but also terrifying.

This article is from: