Stúdentablaðið - desember 2021

Page 8

Grein / Article

Mahdya Malik

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Uppáhalds orð erlendra nema á Íslensku Við Háskóla Íslands stundar nám fjölbreyttur hópur nemenda sem margir hverjir hafa ekki íslensku að móðurmáli. Þó að íslenska sé talin sérstaklega erfið að tileinka sér, verður þetta auðveldara eftir því sem man umgengst tungumálið meira. Hér að neðan má sjá nokkur uppáhalds orð eða orðatiltæki þeirra sem hafa íslensku ekki að móðurmáli.

Mér þykir vænt um, væri jafnvel hægt að segja að ég sé heillað, af orðinu LEIÐINLEGT vegna þess að það getur þýtt bæði „boring, tedious, dull“ en líka sorglegt. Mér fannst þetta skrítin sam­setning, að tengja sama orðið við það þegar þér leiðist einhver saga og þú nennir ekki að hlusta á hana við það að eitthvað slæmt eða sorglegt hafi gerst; að svarið í báðum aðstæðum gæti verið „ÞETTA ER LEIÐINLEGT.“

DALALÆÐA, það er þoku­foss sem er bara svo töff.

Ég elska orðið MJÚK vegna þess að áður en ég vissi hvað það þýddi fékk ég bara á tilfinninguna að það hefði eitthvað með mýkt að gera miðað við hvernig kennarinn bar það fram.

SKEIÐ þýðir skeið, en SKÆÐ þýðir eitthvað sem er skætt. Skeiðar eru skæðar, passið ykkur!

GLUGGAVEÐUR! Þetta er svo einstaklega íslenskt hugtak.

NESTI. Með fyrstu íslensku orðum sem ég lærði, það er stutt og auðvelt að muna fyrir útlendinga og hljómar miklu betur en „packed lunch.“

HJÚKRUNARFRÆÐINGUR var fyrsti tungu­brjótur sem ég lærði og hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan þá.

THE STUDENT PAPER

Sumir nemendur lögðu áherslu á hvernig íslenska orðið hafði áhrif á skynfæri þeirra, hvort sem það var hvernig það hljómaði eða hvernig það veltur á tungunni. Aðrir höfðu meiri áhuga á merkingu orðanna og hvað tilvera þeirra væri einstök, sérstaklega ef það vantaði á þeirra móðurmáli. Tungumál er heillandi hluti tilverunnar og við höfum öll okkar sérstaka samband við það.

Uppáhalds orðið mitt er KÚRA af því að það er svo huggulegt að bera það fram og ég elska að kúra.

YRÐLINGUR, sem er ungur refur. Það er erfitt að bera það fram, sérstaklega R-Ð-L brúin, en þetta er orðið sem hljómar fallegast fyrir mér.

Fyrsta orðið sem mér dettur í hug er ÁSTFANGINN, vegna þess að ást er í raun fangavist – ef hún er ekki gagn­ kvæm þá býrðu eitt í einangrun.

KJÚKLINGUR, það hljómar krúttlega og er fyndið.

SÓLSTAFIR, af því að það er ekki til á frönsku og mér finnst það hreyfa við mér.

Uppáhalds bókstafurinn minn er Þ af því að mér finnst svo gaman að skrifa hann. Uppáhalds staðurinn minn á Íslandi er Látrabjarg vegna þess að þar eru lundar en það er erfitt að velja uppáhalds orð. Kannski NÓTT af því að það er fallegt millinafn eða RÓS af sömu ástæðu. Kannski líka ÚTVARP vegna þess að hljómar ekkert eins og „radio.“ Mér finnst það frábært við íslensku.

SKRIÐDREKI. Þetta er eins og eitthvað í Íslendingasögunum, skringilega krútt­legt en líka hrikalegt.

8


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Áhyggjur ungs fólks á Norðurslóðum

10min
pages 79-80

ٹھنڈی ہواؤں میں لہر تا ہوا دوپٹہ

12min
pages 76-77

Gulleggið: Stökkpallur fyrir frumkvöðla

3min
page 78

Staromod(er)no Prjónað af ást

12min
pages 69-71

Heimildarmyndir til að horfa á í jólafríinu

7min
pages 74-75

Bestu útiklefarnir á höfuðborgarsvæðinu

10min
pages 66-68

Anna og Snædís kynna leikárið 2021 2022

9min
pages 64-65

Hjarta í miðju háskólasamfélagsins

13min
pages 60-63

Українське Різдво. Православний Геловін

17min
pages 56-59

Er viðtal í gangi?

15min
pages 48-51

Ο «Ελληνικός» Άι Βασίλης

8min
pages 52-53

Íslenska jólabókaflóðið er einstakt

9min
pages 43-45

Að vera utanaðkomandi

6min
pages 41-42

Bókmenntahorn ritstjórnar

8min
pages 46-47

Babelbókasafn Borges

9min
pages 37-38

Útópía MC Myasnoi

8min
pages 30-31

Að lifa íslenska veturinn af

7min
pages 12-13

Sókrates var fyrsti áhrifavaldurinn

11min
pages 10-11

Nýtt líf í nýju landi

8min
pages 28-29

Ávarp ritstýru

11min
pages 5-7

Ávarp alþjóðafulltrúa LÍS

4min
pages 26-27

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn

4min
page 21

Uppáhalds orð erlendra nema á íslensku

4min
pages 8-9

Þýðingamikil alþjóðareynsla

8min
pages 19-20
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.