7 minute read

Að lifa íslenska veturinn af

Hildur Örlygsdóttir

Mynd / Photo

Advertisement

Kæru samnemendur, nú er veturinn skollinn á. Dagarnir verða æ styttri, rigning verður að slabbi og lokaprófin færast sífellt nær. Skammdegisþunglyndið er áþreifanlegt fyrir mörg okkar, og til þess að takast á við þær krefjandi aðstæður sem einkenna litla skerið okkar að vetrarlagi, og huga að geðheilsunni í gegnum prófatíðina, geta viss atriði skipt sköpum. Hér að neðan eru nokkur ráð til þess að lifa af veturinn:

LAGSKIPTUR FATNAÐUR Ef þú átt ekki föðurland, þarf það að breytast. Grunnlag úr ull einangrar hita og skiptir sköpum yfir vetrartímann. Ofan á það er gott að vera í ytra lagi sem er vatnshelt og vindhelt. Vetur á Íslandi er ekki sá kaldasti í gráðum talið, en vegna áreksturs ískaldra heimsskautsvinda og hlýrri Atlantshafsvinda einkennast veturnir okkar af ófyrirsjáanlegu veðri, endalausum vindi og svo gott sem láréttri snjókomu, sem gerir veturinn erfiðari en ella. Góð vetraryfirhöfn getur kostað sitt, en það er hægt að finna fínar yfirhafnir í hringrásarverslunum eins og Hringekjunni og Extra-loppunni.

NÝTTU ÞÉR SUNDLAUGARNAR Að fara í sund er íslenska útgáfan af því að flatmaga á sólarströnd. Hlýtt knús frá jarðvarmavatni er mikill gleðigjafi sem mun fleyta þér rakleiðis í gegnum veturinn. Gufuböð og sauna eru frábær leið til þess að slaka á og auka svefngæði, og til þess að heiðra finnskar hefðir mæli ég með að dýfa sér beint í kalda pottinn eftir á. Að halda á sér hita með því að dýfa sér í kalt vatn gæti virkað eins og þversögn, en það er bæði hressandi og hjálpar líkamanum að hita sig sjálfur upp, svo lengi sem kaldi potturinn er um 6°- 10°C Celsíus og ekki er dvalið of lengi í pottinum. Ég mæli með að byrja á nokkrum sekúndum í kalda pottinum, með hendurnar upp úr vatninu, og að ganga svo um eða setjast niður til að leyfa líkamanum að hita sig Fellow students, winter is upon us. Darkness is closing in, rain is turning into sludge, and finals are drawing ever nearer. Seasonal affective disorder is becoming very real, and in order to survive the harrowing weather conditions on our little North-Atlantic rock and maintain our sanity throughout our examinations, certain measures can be of great help. Below are some tips and tricks to help you survive the Icelandic winter:

LAYER UP If you don’t have Föðurland (woolen long johns and long sleeves), that needs to change. A woolen base layer works wonders to insulate heat. Also, make sure that your outer layer is waterproof, but more importantly: wind-resistant. Icelandic temperatures don’t drop that low, but the collision of Atlantic and Arctic air causes stormy weather, ceaseless winds and horizontal snow, which can get quite intense in the bleak midwinter. Decent winter coats can be expensive, but you can find cheaper ones in second-hand stores such as Hringekjan and Extra-loppan.

FREQUENT THE SWIMMING POOLS Swimming pools are the closest thing Icelanders have to a sunny beach. Getting a warm hug from geothermal water will lift your mood and float you right through the winter. A sauna session is a great way to wind down and improve sleep quality, and for the full Finnish experience, I recommend hitting the cold pot afterwards. It may seem like a contradiction to dunk in cold water to stay warm, but it’s refreshing and helps the body warm itself up as long as the cold pot is 6°- 10° Celsius and you don’t dwell too long in it. I recommend starting with a few seconds only, keeping your hands out of the water, and then walking around or sitting down after getting out of the cold water, so that your body has a chance to warm up

upp náttúrulega (í stað þess að fara beint aftur í heita pottinn). Það er hægt að byggja upp þol gegn kuldanum, en ekki er mælt með því að vera lengur en 5 mínútur í ísköldu vatni.

LIFÐU Í LJÓSINU & MUNDU EFTIR D-VÍTAMÍNINU Skortur á náttúrulegri birtu að vetrarlagi er einn helsti valdur skammdegisþunglyndis á Íslandi. Við eyðum gjarnan fágætum klukkustundum vetrarbirtunnar innandyra, og vegna skorts á sólarljósi þjáumst við mörg af D-vítamínskorti. Lýsi á morgnana eða D-vítamíntöflur stuðla að jafnvægi í líkamanum og bæta líðan. Þar að auki getur dagsbirtulampi sem líkir eftir náttúrulegri birtu skipt sköpum við að skríða fram úr á dimmum morgnum. Ef þú tímir ekki að fjárfesta í einum slíkum, mæli ég eindregið með að nota dagsbirtulampana í klefum Vesturbæjarlaugar (ekki aðalbúningsklefunum heldur minni sauna-klefunum).

SÆKTU ÞÉR MENNINGU Tónlistarsenan í Reykjavík vermir inn að beini allt árið um kring. Kíktu á lifandi jazztónleika Skuggabaldurs eða farðu á tónleika á KEX, Mál og menningu og Húrra. Ef þig langar ekki á tónleika gætirðu gripið þér hljóðfæri og nýtt myrku vetrarmánuðina til að skapa þína eigin tónlist. Ef þig vantar furðulegt hljóðfæri mæli ég með að heimsækja Sangitamiyu á Grettisgötu.

FINNDU BESTA KAFFIBOLLANN Í BÆNUM Heyrst hefur að besta kaffibollann á háskólasvæðinu megi finna í Odda. Þar fyrir utan er miðbær Reykjavíkur sneisafullur af kaffihúsum þar sem gott er að læra og panta sér heita drykki. Ég mæli með Reykjavík Roasters, sérstaklega í Ásmundarsal – oftar en ekki er listasýning í gangi sem hægt er að hafa gaman að í leiðinni.

HREYFÐU ÞIG Nýja World Class stöðin í Grósku sem er staðsett aðeins örfáum mínútur frá háskólanum býður upp á nemaafslátt. Þar er að finna saunu, bæði hefðbundna og infrarauða, og heitan og kaldan pott. Ef þú vilt spara er einnig mjög ódýrt að kaupa áskrift að Háskólaræktinni.

NJÓTTU ÁRSTÍÐARINNAR Íslenskir vetur er fullir af fegurð, sérstaklega á þeim dögum þar sem vindurinn víkur fyrir örlítilli stillu. Það jafnast fátt á við að dást að litríkum vetrarhimni á meðal snæviþakinna trjáa í Öskjuhlíð eða fara í göngutúr um Vesturbæinn (ég mæli með ísbúð Vesturbæjar um hávetur). Ekki missa af skautasvellinu á Ingólfstorgi sem Reykjavíkurborg heldur úti á hverju ári – heyrst hefur að fjórtándi jólasveinninn, Grímusníkir, verði á svæðinu. naturally (instead of plunging straight back into the hot tub). You can build up a certain tolerance to the low temperatures, but it’s not recommended to stay longer than 5 minutes in such cold water.

GET SOME LIGHT & DON’T FORGET YOUR VITAMIN D The lack of natural daylight in the winter is one of the main reasons behind seasonal depression. Our few precious hours of daylight in the winter are often spent indoors, and the absence of sunlight causes a vitamin D deficiency. Taking some cod liver oil or soft gel tablets in the morning helps your body stay balanced. It can also be very beneficial to invest in a daylight lamp that mimics natural daylight in the darkest morning hours and makes it easier to get out of bed. If you can’t afford to splurge on a daylight lamp, Vesturbæjarlaug has daylight lamps in their changing rooms (not the main changing rooms, but the smaller changing rooms where the sauna is).

SEEK OUT CULTURE Reykjavík’s music scene warms the heart throughout the year. Check out Skuggabaldur’s live jazz events, and live music at KEX Hostel, Mál og menning and Húrra. Or you could grab an instrument and use the dark winter months as inspiration to create music of your own. If you’re in need of a strange instrument, check out Sangitamiya on Grettisgata.

FIND THE BEST COFFEE IN TOWN Rumor has it that out of all university buildings, Oddi has the best coffee. Outside of the university area, downtown Reykjavík is brimming with coffee shops and warm drinks, which are essential as you work on your studies. I recommend Reykjavík Roasters, especially the one in Ásmundarsalur – most of the time, there’s an ongoing art exhibition you can check out as well.

GET SOME EXERCISE The new World Class gym in Gróska, right next to the university, offers student discounts. Their facilities include saunas, both classic and infrared, a hot tub and a cold pot. The University gym is also available if you’re on a budget.

ENJOY THE SEASON Winter in Iceland is beautiful, especially on those precious still days when the wind lets down a little. Enjoy the beautiful winter skies while hiking amidst snow-covered trees in Öskjuhlíð or walk through the west side of Reykjavík (I recommend getting ice cream from Ísbúð Vesturbæjar, or Vesturbæjarís as Icelanders call it, in the dead of winter). Make sure to go ice skating in Ingólfstorg, where the City of Reykjavík opens their ice skating rink every year – according to their website, the fourteenth Yule Lad, Grímusníkir (which translates to face mask hoarder), will reportedly be making an appearance.

This article is from: