Grein / Article
Lísa Margrét Gunnarsdóttir
Þýðing / Translation Lísa Margrét Gunnarsdóttir
Mynd / Photo
Hildur Örlygsdóttir
Að lifa íslenska veturinn af Surviving the Icelandic Winter
Kæru samnemendur, nú er veturinn skollinn á. Dagarnir verða æ styttri, rigning verður að slabbi og lokaprófin færast sífellt nær. Skammdegisþunglyndið er áþreifanlegt fyrir mörg okkar, og til þess að takast á við þær krefjandi aðstæður sem einkenna litla skerið okkar að vetrarlagi, og huga að geðheilsunni í gegnum prófatíðina, geta viss atriði skipt sköpum. Hér að neðan eru nokkur ráð til þess að lifa af veturinn:
Fellow students, winter is upon us. Darkness is closing in, rain is turning into sludge, and finals are drawing ever nearer. Seasonal affective disorder is becoming very real, and in order to survive the harrowing weather conditions on our little North-Atlantic rock and maintain our sanity throughout our examinations, certain measures can be of great help. Below are some tips and tricks to help you survive the Icelandic winter:
LAGSKIPTUR FATNAÐUR Ef þú átt ekki föðurland, þarf það að breytast. Grunnlag úr ull einangrar hita og skiptir sköpum yfir vetrartímann. Ofan á það er gott að vera í ytra lagi sem er vatnshelt og vindhelt. Vetur á Íslandi er ekki sá kaldasti í gráðum talið, en vegna áreksturs ískaldra heimsskauts vinda og hlýrri Atlantshafsvinda einkennast veturnir okkar af ófyrirsjáanlegu veðri, endalausum vindi og svo gott sem láréttri snjókomu, sem gerir veturinn erfiðari en ella. Góð vetraryfirhöfn getur kostað sitt, en það er hægt að finna fínar yfirhafnir í hringrásarverslunum eins og Hringekjunni og Extra-loppunni.
LAYER UP If you don’t have Föðurland (woolen long johns and long sleeves), that needs to change. A woolen base layer works wonders to insulate heat. Also, make sure that your outer layer is waterproof, but more importantly: wind-resistant. Icelandic temperatures don’t drop that low, but the collision of Atlantic and Arctic air causes stormy weather, ceaseless winds and horizontal snow, which can get quite intense in the bleak midwinter. Decent winter coats can be expensive, but you can find cheaper ones in second-hand stores such as Hringekjan and Extra-loppan.
NÝTTU ÞÉR SUNDLAUGARNAR Að fara í sund er íslenska útgáfan af því að flatmaga á sólarströnd. Hlýtt knús frá jarðvarmavatni er mikill gleðigjafi sem mun fleyta þér rakleiðis í gegnum veturinn. Gufuböð og sauna eru frábær leið til þess að slaka á og auka svefngæði, og til þess að heiðra finnskar hefðir mæli ég með að dýfa sér beint í kalda pottinn eftir á. Að halda á sér hita með því að dýfa sér í kalt vatn gæti virkað eins og þversögn, en það er bæði hressandi og hjálpar líkamanum að hita sig sjálfur upp, svo lengi sem kaldi potturinn er um 6°- 10°C Celsíus og ekki er dvalið of lengi í pottinum. Ég mæli með að byrja á nokkrum sekúndum í kalda pottinum, með hendurnar upp úr vatninu, og að ganga svo um eða setjast niður til að leyfa líkamanum að hita sig
FREQUENT THE SWIMMING POOLS Swimming pools are the closest thing Icelanders have to a sunny beach. Getting a warm hug from geothermal water will lift your mood and float you right through the winter. A sauna session is a great way to wind down and improve sleep quality, and for the full Finnish experience, I recommend hitting the cold pot afterwards. It may seem like a contradiction to dunk in cold water to stay warm, but it’s refreshing and helps the body warm itself up as long as the cold pot is 6°- 10° Celsius and you don’t dwell too long in it. I recommend starting with a few seconds only, keeping your hands out of the water, and then walking around or sitting down after getting out of the cold water, so that your body has a chance to warm up
THE STUDENT PAPER
12