Stúdentablaðið - desember 2021

Page 66

Grein / Article

Birta Björnsdóttir Kjerúlf

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Bestu útiklefarnir á höfuðborgarsvæðinu The Best Outdoor Lockers in the Capital Area Desember er genginn í garð og með honum myrkustu dagar ársins. Þessi árstími getur verið strembinn og það getur verið erfitt takast á við stressið sem honum fylgir. Ég býð ykkur hér, kæru lesendur, áhrifamikla leið til að slaka á yfir jólin. Sundferð ein og sér getur gert gríðarlega mikið fyrir geðið en sundferð með viðkomu í útiklefanum er eitthvað allt, allt annað. Þú stendur í köldu lofti og leyfir því að leika um þig. Andar út og horfir á gufuna leysast upp í myrkrinu. Klæðir þig úr, finnur kuldann læðast upp hrygginn og vefur hand­ klæðinu fast um þig. Stígur inn í sturtuklefann, undir berum himni, leyfir vatninu að ylja þér. Tiplar síðan á tánum yfir í heita pottinn, lætur þig sökkva ofan í heitt vatnið. Spennan í vöðvunum og um­fram­hugsanir í hausnum líða úr þér, leka ofan í vatnið og hverfa. Í stutta stund ert þú einungis til í þessu samhengi. Myrkrið, gufan, kalt loftið og þú. Útiklefar eru alltaf góð hugmynd, sama hvert þú ferð í sund, en hér mæli ég sérstaklega með þremur klefum. Þeir hafa allir sína styrkleika og sína galla en eiga það sameiginlegt að vera í sérstöku uppáhaldi hjá mér. ÁRBÆJARLAUG Árbæjarlaug ætti að vera flokkuð sem þjóðargersemi. Hún er falin djúpt í Árbænum (þó ekki mjög vel, strætóleið 5 stoppar stutt hjá) og byggingin sjálf er næg ástæða til að gera sér ferð þangað. Þegar gengið er inn mætti halda að stigið væri inn í hliðstæða veröld gerða úr gleri, vatni og plöntum. Sömu sögu er að segja um útiklefanum, sem er hringlaga og opið er upp í himininn. Í miðju rýminu hefur trjám og runnum verið komið fyrir bak við tvo litla bekki sem hægt er að tylla sér á og leyfa hreinu loftinu að leika um sig. Langur bekkur liggur meðfram endilöngum veggnum á annarri hlið klefans og and­spænis honum er glerveggur sem vísar í inniklefann. Því miður eru engar útisturtur í Árbæjarlaug og því er er nauðsynlegt að ganga í gegnum inniklefann í átt til laugar. Andrúmsloftið í útiklefanum bætir þó margfalt upp fyrir þann galla og ég get því fundið það í mér að fyrirgefa það. Þetta fyrirkomulag býður einnig upp á gott tækifæri fyrir byrjendur eða kuldaskræfur að prófa útiklefa þar sem hlýr inni­klefinn er ekki langt undan ef kuldinn reynist ykkur um megn.

Myndir / Photos

December has stepped in and with it have come the darkest days of the year. This time can be tough, and it can be difficult to deal with all the stress that follows. I invite you here, dear readers, to a survey of effective ways to relax during this Christmas season. A trip to a swimming pool alone can do wonders for the mind, but a trip with a stop in an outdoor locker is something very different. You’re standing in the cold air and allowing it to swirl around you. Breathe out and look at the steam dissolving in the darkness. Un­dress, feel the cold creeping up your spine, and wrap your towel tightly around you. Step inside the shower cabin, under the open sky, allow the water to warm you up. Then tiptoe to the hot tub, let yourself sink in the hot water. The tension in your muscles and thoughts are leaving you, leaking into the water, and disappearing. You’re only in this moment for a brief time. The darkness, the steam, the cold air, and you. Outdoor lockers are always a good idea, no matter where you go swimming, but in this article, I rec­ommend three lockers. They all have their strengths and flaws but what they have in common is that they are very special to me. ÁRBÆJARLAUG Árbæjarlaug should be classified as a national treasure. It is hidden deep in the Árbær district (though not very well, Bus route 5 stops close to it) and the building itself is a reason enough to make a trip there. When you enter, you might think the stairs are the entrance into a parallel world made of glass, water, and plants. The same goes for the outdoor locker which is round and opens up into the sky. It has trees and bushes in the center that have been placed behind the two small benches where one can perch on and allow the pure air to swirl around oneself. A long bench is located along­side walls on one side of the locker and facing it is a glass wall that points into the indoor locker. Unfortunately, there are no outdoor showers in Árbæjarlaug and it is necessary to walk through the in­door locker in the direction of the pool. However, the atmosphere in the outdoor locker vastly compensates for this shortcoming and I can forgive it. This arrangement also offers a good oppor­ tunity for beginners or those sensitive to cold to test out an out­door locker that is next to the warm indoor locker in case the cold is too much for you to handle.

Mandana Emad

THE STUDENT PAPER

66


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Áhyggjur ungs fólks á Norðurslóðum

10min
pages 79-80

ٹھنڈی ہواؤں میں لہر تا ہوا دوپٹہ

12min
pages 76-77

Gulleggið: Stökkpallur fyrir frumkvöðla

3min
page 78

Staromod(er)no Prjónað af ást

12min
pages 69-71

Heimildarmyndir til að horfa á í jólafríinu

7min
pages 74-75

Bestu útiklefarnir á höfuðborgarsvæðinu

10min
pages 66-68

Anna og Snædís kynna leikárið 2021 2022

9min
pages 64-65

Hjarta í miðju háskólasamfélagsins

13min
pages 60-63

Українське Різдво. Православний Геловін

17min
pages 56-59

Er viðtal í gangi?

15min
pages 48-51

Ο «Ελληνικός» Άι Βασίλης

8min
pages 52-53

Íslenska jólabókaflóðið er einstakt

9min
pages 43-45

Að vera utanaðkomandi

6min
pages 41-42

Bókmenntahorn ritstjórnar

8min
pages 46-47

Babelbókasafn Borges

9min
pages 37-38

Útópía MC Myasnoi

8min
pages 30-31

Að lifa íslenska veturinn af

7min
pages 12-13

Sókrates var fyrsti áhrifavaldurinn

11min
pages 10-11

Nýtt líf í nýju landi

8min
pages 28-29

Ávarp ritstýru

11min
pages 5-7

Ávarp alþjóðafulltrúa LÍS

4min
pages 26-27

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn

4min
page 21

Uppáhalds orð erlendra nema á íslensku

4min
pages 8-9

Þýðingamikil alþjóðareynsla

8min
pages 19-20
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.