Víkurfréttir 10. tbl. 44. árg.

Page 8

Nýsköpun og sjálfbærni í nýrri framtíðarsýn við Keflavíkurflugvöll

Ný heilsugæslustöð tekur til starfa í haust

Fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins. Samningur til fimm ára með möguleika á framlengingu.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest nýgerðan samning Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslunnar Höfða ehf. um rekstur nýrrar heilsugæslustöðvar við Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ.

Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að hún taki til starfa 1. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

við að gæta jafnræðis milli rekstraraðila. Tilgangur fjármögnunarlíkansins er jafnframt að auka gæði og skilvirkni með það að markmiði að grunnheilbrigðisþjónusta sé í meira mæli veitt á heilsugæslustöðvum.

Það voru u.þ.b. 1100 ungir og efnilegir körfuknattleikskrakkar, sem létu gamminn geysa í öllum íþróttahúsum Reykjanesbæjar um síðustu helgi en þá var Nettómótið haldið. Mótslokum var svo fagnað á sunnudag og öll börn leyst út með verðlaunapening og körfubolta frá Nettó. Nánar er fjallað um mótið á íþróttasíðu blaðsins.

Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán.

Opnun nýrrar heilsugæslustöðvar í Reykjanesbæ er í samræmi við áherslur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar er kveðið á um að heilsugæslan verði styrkt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður notenda, þjónustan aukin og heilsugæslustöðvum fjölgað. Í stjórnarsáttmála er einnig lögð áhersla á þverfaglega teymisvinnu og er sérstaklega kveðið á um það í samningnum með það að markmiði að efla einstaklingsmiðaða þjónustu.

Gert er ráð fyrir að þeir sem kjósa að nýta sér þjónustu nýju heilsugæslustöðvarinnar skrái sig

þar sjálfir og veiti samþykki fyrir flutningi sjúkraskrárgagna eftir því sem það á við. Samhliða verður viðkomandi skráður af þeirri heilsugæslustöð sem hann tilheyrði áður. Samningur Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslunnar Höfða ehf. er til fimm ára með mögu leika á framlengingu. Ríkið leggur til húsnæðið undir starfsemina. Rekstur heilsugæslustöðvarinnar verður fjármagnaður á grund velli fjármögnunarlíkans heilsu gæslu á landsbyggðinni. Í fjár mögnunarlíkaninu eru gerðar skýrar og samræmdar kröfur til

Opnun stöðvarinnar mætir aukinni þörf á heilbrigðisþjónustu við bæjarbúa og hefur verkefnið verið unnið í samráði við HSS. Í undirbúningi er einnig bygging nýrrar heilsugæslustöðvar í Innri Njarðvík. Deiliskipulag vegna

Kom til Íslands 1987 í kreppu á Írlandi

Karen Halldórsson ílengdist á Íslandi og segist líklega komna til að vera

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar Afsláttur formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign.
FRIDAYS VÖRUM Í MARS 30% IÐ SKOÐUN - SÝNUM ALLAR EIGNIR - 56 2 fm, einbýli æðir, auka íbú bílskúrs Eign með mik möguleika! 85.000.00 Hringbraut 48, Rnb Elín Frímannsd elin@allt is | 560 hlíð 11, RAÐHÚS svefnherb ar og van tingar og 900.0 Þorbjörns lt is | 560 Lyngmói 17, Rnb 220 fm, mikið endurnýjað og vel við haldið, 5 herb einbýli á vinsælum stað í Njarðvík 92.000.000 Ásta María Jónasdóttir asta@allt is | 560-5507
30% APPSLÁTTUR AF TGI
Heilsugæslustöðin verður til húsa að Aðalgötu 60 í Keflavík. VF/Hilmar Bragi
— sjá viðtal í miðopnu
Miðvikudagur 8. Mars 2023 // 10. tbl. // 44. árg.

Álversbyggingu breytt í grænan iðngarð

Nýverið var gengið frá kaupum Reykjanesklasans ehf. á byggingum Norðuráls í Helguvík. Húsnæðið sem er um 25 þúsund fermetrar að grunnfleti hefur staðið autt um árabil. Ætlunin er að húsnæðið verði um 35 þúsund fermetrar þegar umbreytingu þess er lokið. Reykjanesklasinn fyrirhugar að koma þar upp „Græna iðngarðinum“ sem hýst getur innlend og erlend fyrirtæki sem þurfa rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt. Stofnendur Reykjanesklasans eru Keflvíkingurinn Kjartan Eiríksson og Þór Sigfússon.

„Með grænum iðngarði skapast tækifæri fyrir fjölda fyrirtækja að nýta sér einstaka aðstöðu og auðlindir Reykjaness. Staðsetning garðsins við alþjóðaflugvöll og höfn skapar líka mikil tækifæri. Við vonum að þessi nýja starfsemi geti einnig eflt enn frekar allt samfélagið í kringum Græna iðngarðinn, aukið fjölbreytni starfa og tækifæra fyrir fólk með ólíka menntun, bakgrunn og þekkingu,“ segir Kjartan Eiríksson en hann var framkvæmdastjóri Kadeco,

Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar

í mörg ár en félagið var stofnað fljótlega eftir brottför Varnarliðsins. Í fréttatilkynningu frá Græna iðngarðinum kemur fram að húsnæði hans bjóði upp á fjölbreytta möguleika og aðstöðu sem hægt er að skipta upp í misstórar einingar sem henta hverju verkefni. Enska heiti hans er Iceland Eco-Business Park. Grænir iðngarðar eru klasar

eiginlegu svæði. Markmið garðanna er að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í hringrásarhagkerfinu. Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að koma á fót starfsemi í græna iðngarðinum leitast við að haga starfsemi sinni á þann hátt að minnka úrgang eins og kostur er. Hvers konar úrgangur frá starfsemi fyrirtækjanna er endurnýttur eða nýttur sem auðlind fyrir önnur fyrirtæki í garðinum. Í samstarfi fyrirtækjanna er einnig lagt kapp á að búa starfsfólki aðlaðandi og spennandi umhverfi. „Klasar og iðngarðar eiga margt sameiginlegt en bæði þessi samfélög hafa orðið til í þeim tilgangi

Innan Græna iðngarðsins verður

starfræktur hópur sem samanstendur af fulltrúum fyrirtækja

í garðinum. Markmið hópsins er að skapa aukin verðmæti með samstarfi fyrirtækjanna tengt nýsköpun og hringrásarmálum.

Græni iðngarðurinn og Auðlindagarðurinn á Reykjanesi hyggjast efla samstarf sín í milli. Auðlindagarðurinn á Reykjanesi hefur þótt í mörgu fyrirmynd um uppbyggingu umhverfisvæns atvinnusvæðis.

Auðlindagarðurinn nýtir nálægð við jarðvarmaver HS Orku.

Með samstarfi Græna iðngarðsins og Auðlindagarðsins skapast tækifæri til að búa fyrir-

Með samstarfi við sveitarfélög á svæðinu, Reykjaneshöfn og aðra hagaðila er stefnt að því að starfsemi Græna iðngarðsins stuðli að aukinni verðmæta- og atvinnusköpun. Markmiðið er að gera allt svæðið áhugavert fyrir fyrirtæki og frumkvöðla sem vilja byggja upp umhverfisvæna starfsemi, á svæði þar sem finna má öflug samfélög, hreinar auðlindir og góðar tengingar við útlönd,“ segir í tilkynningunni.

„Hús Sjávarklasans sem er um 3000 fermetrar að stærð, hefur í röskan áratug boðið frumkvöðlum skrifstofuaðstöðu. Með þessari rösklega tíföldun á aðstöðu opnast

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Reykjanesbær hefur skrifað undir samstarfssamning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu, ráðgjöf og stuðning til handa nemendum og starfsfólki sveitarfélagsins sem starfa með börnum og ungmennum í sínu daglega skóla,- íþrótta- og tómstundastarfi.

„Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og samkvæmt hagsmunasamtökum hinsegin fólks hefur áreitni, hatursorðræða og ofbeldi í garð hinsegin fólks á Íslandi aukist undanfarin misseri. Mikilvægt er að bregðast við þessu með aukinni fræðslu og þar vill Reykjanesbær stíga nauðsynleg skref í takt við meginstef grunnstefnu og menntastefnu Reykjanesbæjar – Í krafti fjölbreytileikans, með því að efla

arsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78 skrifuðu undir samninginn í Fjörheimum í Reykjanesbæ. Viðstödd voru einnig Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, Eyjólfur Gíslason varabæjarfulltrúi, Hámundur Helgason framkvæmda- og íþróttastjóri Njarðvíkur, Sólrún Sigvaldadóttir yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
2 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Byggingar Reykjanesklasans ehf. við Bergvík. VF/Hilmar Bragi

Framtalið þitt er opið til staðfestingar

Skilafrestur er til 14. mars

Símaþjónusta í 442-1414

Mán.-fim. 9:00-15:30

Fös. 9:00-14:00

Pantaðu símtal

Hægt er að panta símtal í 442-1414 og við hringjum til baka

Sendu okkur tölvupóst

Þú getur líka sent okkur tölvupóst á póstfangið framtal@skatturinn.is

Ekki er unnt að veita framtalsaðstoð á starfsstöðvum Skattsins

Áríðandi er að yfirfara upplýsingarnar á framtalinu

1414
framtal@skatturinn.is 442
skattur.is
á
Starfsfólk Skattsins veitir aðstoð

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, REYNIR GUNNÞÓRSSON frá Borgarfirði Eystri Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi, þriðjudaginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 14. mars klukkan 13. Gunnar Þór Reynisson Skúli Rúnar Reynisson Katharina Kirchhoff Sjöfn Lena Jóhannesdóttir og barnabörn.

Kristján Gunnarsson nýr formaður FEB

Kristján Gunnarsson hefur tekið við formennsku í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum. Hann tók við hlutverkinu á aðalfundi félagsins sl. föstudag og tekur við keflinu af Guðrúnu Eyjólfsdóttur, sem verið hefur formaður síðustu ár.

Félag eldri borgara á Suðurnesjum er eitt stærsta félag á Suðurnesjum með um 2.500 félagsmenn og þeir fjölmenntu líka á aðalfundinn. Rétt um 160 manns tóku þátt í formannskosningunni en auk Kristjáns var Guðný Adolfsdóttir í framboði til formanns. Kristján fékk um 2/3 hluta atkvæða í kjörinu. Starf Félags eldri borgara á Suðurnesjum er viðamikið og Kristján tekur við góðu búi.

Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!

Áratuga reynsla Sjónmælingar

Góð þjónusta Linsumælingar

Falleg vara Sjónþjálfun

Nýjungar í sjónglerjum og tækjum

Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is

Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is

FIMMTUDAG KL. 19:30

HRINGBRAUT OG VF.IS

og Guðrún Eyjólfsdóttir og nokkrir eldri borgarar sem nota þjónustu Selsins, fyrir framan nýja sjónvarpið.

Fengu spjaldtölvur og nýtt sjónvarp

Aðalfundur Samkaupa hf.

Selið í Njarðvík, dagdvöl aldr aðra, fékk góðar gjafir í síðustu viku þegar Félag eldri borgara og Rafmennt komu færandi hendi sjónvarpi og færðu Selinu. Þá kom Hjörleifur Stefánsson, rafvirki og formaður Rafmennts með fimmtán spjaldtölvur. Rafmennt er endurmenntunar stofnun fyrir fagfólk í rafiðn- og tæknigreinum og hinsvegar fram haldsskóli sem býður upp á nám í faggreinum Meistaraskóla raf iðngreina og í rafiðn- og tækni greinum. Rafmennt hefur gefið nemendum sem hefja grunnnám rafiðngreina spjaldtölvu til eigna og hafa þeir gefið á fjórða þúsund spjaldtölvur síðan 2016.

Stjórn Samkaupa hf. boðar hér með til aðalfundar félagsins fyrir rekstrarárið 2022.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 15. mars 2023 kl. 15:00 á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4a, 5. hæð, 260 Reykjanesbæ

Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins.

Hjörleifur Stefánsson frá Rafmennt og Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunarþjónustu Reykjanesbæjar. VF-myndir/pket.

Kiwanis og Lions í Suðurnesjabæ styrkt um fasteignagjöld

Bæjarráð Suðurnesjabæjar

hefur samþykkt styrki til tveggja

líknarfélaga og félagasamtaka í

Suðurnesjabæ vegna fasteigna

gjalda árið 2023. Erindin eru frá

Kiwanisklúbbnum Hof í Garði og

Lionsklúbbi Sandgerðis.

Samþykkt var samhljóða að

veita Kiwanisklúbbnum Hof styrk

að fjárhæð kr. 520.905 og Lions

klúbbi Sandgerðis styrk að fjárhæð kr. 34.440 til greiðslu fasteigna

skatts. Fjárheimild er í fjárhagsá ætlun 2023.

SKIL Á AÐSENDU EFNI

Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is

Fulltrúar FEB, þau Kristján Gunnarsson
w
Kristján Gunnarsson og Guðrún Eyjólfsdóttir sem var að skila af sér formennsku FEB. Efra-Sandgerði er félagsheimili Lionsmanna í Sandgerði.
4 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M

Allt fyrir helgina!

Safnaðu inneign og fáðu betra
á matvöru með Samkaupa-
Tilboð gilda 9.–12. mars
verð
appinu
978kr/kg 1.719 kr/kg Lambalærissneiðar Apptilboð - afsláttur í formi inneignar 1.719 Naggalínan, 400 g Lambasneiðar 43%
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Kvennaknattspyrna 2. deild: Keflavík í 1. deild eftir 10:0 sigur á ÍR

Markaregn í miklu vatnsflóði á mölinni

Keflavíkurliðin æfðu og léku keppnisleiki á malarvellinum í Keflavík í mörg ár. Aðstæður voru misjafnar, oft leikið í snjó og rigningu. Stundum var völlurinn á floti eins og sjá má hér árið 1984.

GAMLA MYNDIN OG FRÉTTIN

Allt á kafi í kvikmynda-snjó

Bæjarbúar í Vogum hafa eflaust orðið varir við mikið tilstand kvikmyndagerðarmanna í bæjarfélaginu en nú stendur yfir undirbúningur að tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina True Detective sem bandaríska kvikmyndafyrirtækið HBO stendur fyrir hér á landi. Þrátt fyrir vor í lofti er nú allt á kafi í snjó í kringum Hótel Voga þar sem tökur fara fram í vikunni og mikið umstang víða um bæinn.

Tökur áttu að fara fram í byrjun þessarar viku með tilheyrandi lokunum á vegum. Allir eiga þó að komast leiðar sinnar þrátt fyrir að búa tímabundið í miðri leikmynd með öllu því sem slíku fylgir.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tökur fyrir þættina fara fram í sveitarfélaginu því tökuliðið var á Vatnsleysuströnd í október sl.

Þá eiga tökur einnig eftir að fara fram á Þórustíg og Brekkustíg í Njarðvík en þeim varð að fresta í desember sl. vegna Covid-veikinda í leikarahópnum.

FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984

Það er óhætt að segja að stelpurnar í Keflavík hafi tekið 2. deildina með trompi nú í sumar. Það var fyrst í fyrra sem tekið var til við að æfa knattspyrnu af kappi í kvennaflokki ÍBK. Í sumar hefur svo verið æft stíft og árangurinn ekki látið á sér standa.

Stelpurnar sem flestar eru ungar að aldri, hafa ekki tapað leik í sumar og einungis einn leikur hefur endað með jafntefli. Í síðasta leik sínum, sem háður var í liðinni viku, sigruðu stelpurnar ÍR með 10 mörkum gegn engu. Leikurinn fór fram í miklu vatnsflóði, en stelpurnar létu það lítt á sig fá og léku af öryggi. Mörkin skoruðu Guðlaug Sveins 4, Anna Gunnars 2, Björg Hafsteins 2, Íris Ástþórs 1 úr víti og María Guðmunda Jónasdóttir 1. Sem sagt markaregn í grenjandi rigningu. Stelpurnar tryggðu sér með þessum sigri þátttökurétt í 1. deild á næsta ári. Þar mun róðurinn eflaust verða erfiður, en ef áfram er haldið af sama kappi og hingað til mun árangurinn ekki láta á sér standa. Hér eru Íslandsmeistaraefni á ferðinni, svo mikið

alla virk a daga

Vogus opnar í Vogum

Íbúar Voga fá loksins matvörubúð.

„Þessar búðir bjóða upp á pólskar matvörur en við ætlum að hafa 30% íslenskt vöruúrval hér í Vogum,“ segir Mary Weryszko en Grocery Store ehf. opnaði nýlega matvöruverslun í sveitarfélaginu.

Vogabúar sem hafa verið án matvörubúðar í nokkur tíma, gátu tekið gleði sína á ný laugardaginn 4. mars en þá opnaði búð sem kennd er við og er í eigu Pólverja.

Mary Weryszko sagði að boðið væri upp á pólskar matvörur en vöruúrvalið yrði 30% íslenskt í Vogum. „Fyrsta búðin var opnuð

á Akranesi árið 2014 og svo eru fjórar búðir í Reykjavík. Það eru

sambærilegar búðir í Póllandi og eigendum datt í hug að sniðugt yrði að opna svona búðir hér á Íslandi, það búa auðvitað fjölmargir Pól verjar á Íslandi en Íslendingar hafa líka tekið búðinni vel. Við vonum að Vogabúar muni taka okkur vel en við gáfum íbúum kost á að taka þátt í nafnasamkeppni og bárust 300 hugmyndir, við vorum mjög

Það var Alexandra Chernyshova sem hefur getið sér gott orð sem söngkona, sem átti bestu hugmyndina að nafni á verslunina. VF/Sigurbjörn Daði Mary Weryszko.

ánægð með þátttökuna og hlökkum til samstarfs við Vogafólk,“ sagði Mary. Það var Alexandra Chernyshova sem hefur getið sér gott orð sem söngkona, sem átti bestu hugmyndina. „Ég var að kenna söng í Vogum og tók ástfóstri við samfélagið. Þegar ég sá auglýsinguna í Víkurfréttum um nafnasam -

keppnina ákvað ég að slá til, við fjölskyldan hentum nokkrum hugmyndum inn og mín hugmynd, Vogus, varð fyrir valinu. Mér datt nafnið í hug út frá Bónus, gaman að mín hugmynd hafi orðið fyrir valinu,“ sagði Alexandra að lokum.

Rétturinn
heimilismatur
Ljú engur
í hádeginu Opið: 11-13:30
Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF
umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS
Heyrðu
Hótel Vogar á kafi í snjó í upphafi vikunnar. VF/Sigurbjörn Daði VOGAR Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
6 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M

Ekki eitt einasta gramm af loðnu

með 111 tonn í einum, báðir á línu.

Auður Vésteins SU kom að austan og landaði í Grindavík 89 tonnum

í átta róðrum. Vésteinn GK með 87

Þar sem að febrúar mánuður er búinn er rétt að líta yfir og sjá hvernig gekk í höfnunum á Suðurnesjunum. Samtals komu á land 3197 tonn í 212 löndunum í Grindavík, Sandgerði og Keflavík/ Njarðvík.

Rétt er að hafa í huga að afli frystitogaranna er ekki með í þessum tölum og eins og við vitum þá er ekki eitt einasta gramm af loðnu sem kemur á land í þessar hafnir þrátt fyrir að loðnan sé að veiðast rétt fyrir utan Grindavík og Sandgerði.

Lítum á hafnirnar og byrjum í Reykjaneshöfnum. Þær eru Keflavík og Njarðvík. Í raun má skipta aflanum á tvær hafnir þar. Í Keflavík komu á land alls 36,4 tonn, landað af Halldóri Afa GK á netum og Líf NS á færum.

Í Njarðvík komu á land alls 351,1 tonn í 43 löndunum, og var það allt frá þremur bátum, Maroni GK, Grímsnesi GK og Erlingi KE sem var með 182 tonn í sautján róðrum.

Sandgerði sem var með flestar landanir komu á land alls 892 tonn í 79 löndunum og þar var Margrét GK aflahæst á línu með 184 tonn í tólf róðrum. Siggi

Bjarna GK var með 130 tonn í sjö, Benni Sæm GK með 123 tonn í átta róðrum. Sigurfari GK með 84 tonn í fimm og Maggý VE 71 tonn í sex róðrum, allir á dragnót. Hópsnes

GK var með 69 tonn í átta róðrum, Geirfugl GK með 65 tonn í sex, Óli á Stað GK 52 tonn í fimm og Daðey GK með 37 tonn í þremur róðrum, allir á línu.

Mestur afli kom á land í

Grindavík eða 1918 tonn í 72 róðrum og þar af landaði Sturla GK mest eða 383 tonnum í sjö löndunum á trolli. Sighvatur GK með 278 tonn í tveimur róðrum

á línu, Áskell ÞH með 217 tonn í þremur róðrum og Vörður ÞH með 199 tonn í þremur, báðir á trolli.

Páll Jónsson GK var með 155 tonn í einum túr og Fjölnir GK

SKILAFRESTUR VEGNA STJÓRNARKJÖRS 2023

Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja, auglýsir uppstillinganefnd félagsins frest til að skila inn tillögum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 18.apríl 2023.

Í kjöri er formaður í stjórn kosinn til tveggja ára einnig tveir aðalmenn í stjórn kosnir til tveggja ára og tveir varamenn kosnir til eins árs.

Tillögum skal skila til Uppstillinganefndar STFS, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ, eigi síðar en 15. mars 2023. Tillögum skal fylgja: nafn, kennitala, starfsheiti, heimilisfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um.

tonn í sjö róðrum, Sævík GK með 79 tonn í sex róðrum. Óli á Stað

GK með 63 tonn í sex róðrum.

Ef við berum þennan febrúar

mánuð árið 2023 við febrúar mánuð árið 1993, eða fyrir 30 árum síðan þá er ansi athyglisvert að sjá muninn. Þá komu á land samtals

5952 tonn í 986 löndunum og inn í þessari tölu er enginn loðna eða síld en árið 1993 var loðnu líka landað í Grindavík og Sandgerði. Í Keflavík/Njarðvík komu á land alls 1359 tonn í 172 róðrum eða um 1000 tonnum meiri afli en árið 2023. Þar var Stafnes KE hæstur með 178 tonn í sextán róðrum. Særún KE með 137 tonn í fjórum, Erling KE 137 með tonn í sextán og

Albert Ólafsson KE með 131 tonn í fjórum. Stafnes KE og Erling KE voru á netum, hinir á línu, á eftir þeim kom svo Happasæll KE með 118 tonn í nítján róðrum.

Í Sandgerði sem þá var langstærsta löndunarhöfn landsins, komu á land alls 2119 tonn í 530 löndunum og bátarnir voru ansi margir eða alls 92 sem lönduðu þar. Þar var hæstur Arney KE með 126 tonn í þremur róðrum, Freyja

GK með 81 tonn í 10, Sigþór ÞH með 76 tonn í níu og Björgvin á

Háteig GK sem var á dragnót með 73 tonn í 11. Auk þess var togarinn

Ólafur Jónsson GK með 242 tonn í þremur löndunum í Sandgerði í febrúar 1993. Í Grindavík komu á land alls 2476 tonn í 284 löndunum og þar var Kópur GK hæstur með 243 tonn í fimm róðrum á línu. Gaukur

GK var með 235 tonn í 16, Geirfugl

GK 198 tonn í 16 róðrum, báðir á netum. Hrungnir GK var með 168 tonn og Skarfur GK með 155 tonn, báðir í þremur róðrum og báðir á línu með beitningavél.

Eins og sést þá geta hafnirnar á Suðurnesjunum núna árið 2023 nokkuð vel við unað þrátt fyrir mjög slæma tíð en munurinn aftur á móti við árið 1993 er ansi mikill.

Óska eftir einbýlishúsi

í Keflavík

Er að leita eftir einbýlishúsi í góðu standi með að a.m.k. 4-5 svefnherbergjum.

Vinsamlega hafið samband í síma 777 5656 eða sendið upplýsingar um eignina á gunnlaugur@fastko.is

Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um.

Uppstillingarnefnd

Hafnargötu 29. Reykjanesbæ

40 50 60 70

% % % %

afsláttur afsláttur afsláttur afsláttur

LAGERSALA

Skrifstofuhúsnæði

óskast á Suðurnesjum. Allt kemur til greina. Endilega hafið samband á mradambaldvins@outlook.com

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg átimarit.is

É á suður NEs J u M
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 7

Kadeco kynnir framsækna þróunaráætlun til ársins 2050

Nýsköpun og sjálfbærni í nýrri framtíðarsýn við Keflavíkurflugvöll

n Fimm þúsund ný og fjölbreytt störf.

„Það er ekkert annað svæði á Íslandi sem er að vinna á sama hátt og við erum að gera hérna með reykjanesbæ, suðurnesjabæ og flugvellinum. Nálægðin við keflavíkurflugvöll gefur gríðar mikla möguleika á uppbyggingu þróunarsvæðis sem myndar saman vistkerfi sem einkennist af samvinnu og samspili iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar. Þúsundir nýrra og fjölbreyttra starfa verða til í verkefni sem mun kosta 130 milljarða króna og gera svæði landsins á næstu árum,“ segir Pálmi Freyr en þróunaráætlun félagsins til ársins 2050 verður kynnt í vikunni

Kynning á þróunaráætlun hefur verið mikil vinna hjá ykkur. Hvað getur þú sagt okkur um niðurstöður?

„Við erum búin að vera í nokkur mörg ár að undirbúa þetta og það hefur verið aðdragandi áður þar sem koma þurfti á samkomulagi milli þessara aðila sem stýra hér skipulagi og öðru á svæðinu. Við höfum verið að vinna að þessu með hönnuðum, sem unnu hug myndasamkeppnina hjá okkur, allt síðasta ár. Við höfum verið að hitta hagsmunaaðila, fyrir tæki, íbúa og fleiri. Þetta er núna komið á þann stað að við viljum sýna lokaafurðina, þar sem við erum að sýna þau þróunarsvæði sem við teljum vera álitlegust í kringum Keflavíkurflugvöll.“

Hvað er það helsta sem þið eruð að fara að gera? Eruð þið að fara að laða að fjárfesta og hvað er á þessum svæðum sem er svona spennandi að ykkar mati?

„Það sem er spennandi er nálægðin við risastóran alþjóðaflugvöll. Sömuleiðis erum við með stórskipahöfn í nágrenni við flugvöllinn. Við erum með frábært samfélag sem við erum að byggja á og erum með nálægð við annað frábært samfélag sem er höfuðborgarsvæðið. Við erum með fullt af landi og þú finnur þetta ekki víða við flugvallarsvæði. Það eru

fjárfesta og við erum líka að fara að laða að íbúa. Á sama tíma erum við að fara að stilla af hvað þarf til í samfélaginu ef þetta verður að veruleika, ef flugvöllurinn heldur áfram að stækka og ef þetta tekst hjá okkur, þá eru frábærir tímar framundan. Samfélagið verður líka að vera tilbúið.“

Hvað sjáið þið fyrir ykkur gerast?

„Við höfum líka verið að máta inn atvinnutækifæri sem við teljum að eigi heima á þessu

hvað sem tengist framtíð flugs, grænir iðngarðar og svo framvegis. Okkur langar að markaðssetja það svæði sem risastóran grænan iðngarð, þar sem hringrásarhagkefið stýrir ákvarðanatöku um hvaða fyrirtæki koma inn, þannig að þau séu að vinna með afurðir hvers annars. Þá erum við komin með þannig svæði sem er á mörkum flugvallar og hafnar og hefur þannig forskot umfram önnur svæði. Við viljum láta umheiminn vita af því. Sömuleiðis erum við að tefla fram svæðum fyrir íbúðabyggð á Ásbrú. Við erum einnig að vinna með svæði eins og í kringum Aðaltorg í Reykjanesbæ þar sem farin er af stað mikil þróun. Við erum að leggja til annað sem gæti átt heima á þeim stað samhliða þeirri þróun sem þegar er að eiga sér stað.“

Hvað er markmiðið með þessu? „Upphaflega markmiðið var að ná utan um skipulagsmál og þróunarmál sem eru á höndum margra aðila. Það var ekki verið að fullnýta þau tækifæri sem við sáum fyrir okkur að gætu verið hér á svæðinu. Þróunarsvæði voru ekki að njóta þess að vera þéttir kjarnar og við erum að ná utan um það. Samstaða sveitarfélaga og skilaboðin til þeirra sem við ætlum að reyna að laða að eru gríðarlega mikilvæg, að það séu allir saman á bakvið þetta verk-

eru spennandi tækifæri.“

Þróunaráætlunin nær til ársins 2050 en fyrstu skrefin verða tekin strax. Má þar nefna þróun grænna iðngarða við Helguvíkurhöfn, bættar almenningssamgöngur á milli flugvallar og höfuðborgar, tilraunir með eftirspurnardrifnar almenningssamgöngur og uppbygging íbúða á Ásbrú svo fátt sé nefnt. Þróunaráætlunin var unnin í afar umfangsmiklu samráði með hagaðilum á svæðinu og víðar sem skilar afurð sem er í takti við væntingar samfélagsins.

„Næsti fasi í okkar tilveru er að láta vita að þessu. Við erum með skipulagðar kynninar innanlands og þá erum við að fara á alþjóðlegar ráðstefnur, þar sem við erum á sviði og básum að tala við fjárfesta og tala við önnur flugvallarsvæði til að láta vita af tækifærunum hér.

Það er okkar hlutverk núna að markaðssetja svæðið, að nota þau gögn sem við höfum verið að vinna. Við erum með mjög skýrar hugmyndir um hvað getur verið hérna og nú ætlum við að láta vita

Hvað er það helst sem þið erum spennt fyrir að sjá koma?

„Við erum spennt fyrir því sem snýr að matvælaframleiðslu, innflutningi og útflutningi. Stilla betur af hvað hægt er að gera með Helguvíkurhöfn og Keflavíkurflugvöll. Við erum með mjög spennandi þróunarsvæði á Ásbrú þar sem gert er ráð fyrir íbúðabyggð og höfum teiknað upp það svæði. Við erum einnig að horfa á starfsemi á Ásbrú sem er að njóta góðs af því að vera nálægt flughlaði á austurhlaði flugvallarins. Á svæðinu milli Ásbrúar og flugvallarins sjáum við fyrir okkur að þróa byggð á sama tíma og verið

vita af því að hér
n Ótrúlega margir kostir við Keflavíkurflugvallarsvæðið.
Páll Ketilsson pket@vf.is Í Helguvík og Bergvík er gert ráð fyrir þróun grænna iðngarða.
8 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
viðtal við Pálma Frey verður í suðurnesjamagasíni og aðgengilegt hér frá 9. mars.

Í kynning unni á sínum tíma nefnduð þið dróna af stærri gerðinni sem þróast hratt. Er það eitthvað sem þið sjáið fyrir ykkur hér á Keflavíkurflugvelli?

„Drónaflug er eitthvað sem er að stækka í heiminum og möguleikar til flutninga á varningi og fólki með þeim. Við sjáum fyrir okkur lóðir á Ásbrú með aðgengi að flughlaði. Einnig varðandi flugvélaíhluti og framtíðar orkugjafa. Hér gæti verið frábært þekkingarsamfélag um framtíð flugs.“

Hvað með starfsemi bílaleiga við flugvallarsvæðið. Var hún skoðuð

leigubíla og taka stöðuna á þeim á svæðinu. Eins og við þekkjum er þeim dreift víða um Suðurnes. Við erum með áætlanir hvar best er að sjá þessa starfsemi fyrir sér stækka og dafna á sjálfbærari hátt frekar en að hver fyrir sig sé að finna sér einhver bílastæði við fyrirtæki eða í sveitarfélögunum. Við erum með grunnpælingar sem hægt er að nota.“

Hvað með samgöngur og hvernig koma þær inn í þessa áætlun?

„Samgöngur eru eitt af stóru málunum. Við höfum verið að skoða tengingar við höfuðborgarsvæðið með almenningssamgöngum. Eins höfum við verið að skoða tengingar hér á svæðinu við sveitarfélögin frá flugvellinum. Einnig aðra samgöngumáta. Það er mikil bílaumferð. Það þarf að bæta öryggi og flæði

v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 9

Á tölvugerðri myndinni má sjá þessi þrjú svæði sem eru í aðalhlutverki í nýrri þróunaráætlun í nágrenni Keflavíkurflugvallar.

„Þetta eru um 5.000 störf sem verða til og við erum að horfa til langs tíma eða til ársins 2050. Þá erum við að horfa á 700 störf í uppbyggingu í gegnum allt ferlið. Þetta eru risastórar tölur. Kostnaðurinn við þessa heildar uppbyggingu sem við áætlum er rúmlega 130 milljarðar króna.“

Ef hraðlest verður eitthverntíman niðurstaðan, þá verðum við aldrei fyrir henni í því sem við erum að leggja til. Við erum að leggja til ákveðnar úrbætur í fjöldasamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. Það er hægt að fara í mjög aðgengilegar lausnir eins og legg frá flugstöð á Reykjanesbraut og svo tvöföldu kerfi til höfuðborgarsvæðisins sem myndi gjörbreyta upplifun og þjónustu með almenningssamgöngum. Við erum ekki að tefla fram lest í okkar vinnu. Við erum að sjá raunhæfar lausnir til skemmri tíma án þess að vera fyrir.“

Hvað með samgöngur frá sveitarfélögunum á Suðurnesjum og að flugstöðinni?

„Við erum að sjá fyrir okkur nýjan kjarna þróast utanum Aðaltorg og við Reykjanesbrautina þar. Við erum líka að leggja til leiðir til að breyta og bæta almennings samgönguþjónustu innan svæðisins með t.d. rútum sem þú getur hringt í ef þú ert í strjálli byggðum. Við erum líka að leggja til þétt þróunarsvæði utanum Aðaltorg sem gerir það að flugvöllurinn fær betri tengingu við byggðina. Þar ertu kominn með beina leið inn í Reykjanesbæ og líka stóra stoppistöð almenningssamgangna, hvort sem þú ert að koma frá Suðurnesjabæ eða annarsstaðar frá. Það þróunarsvæði hefur gríðarlega möguleika.“

Hvaða þýðingu mun þetta hafa fyrir nærsamfélagið?

„Þetta mun hafa þá þýðingu að við erum komin með eitthvað í hendurnar sem við getum látið vita af. Við á þessu svæði stöndum saman á bak við þetta. Við höfum forskot á aðra og getum sýnt fram á að samfélögin hérna vilja þessa þróun og getum farið með þetta út í umheiminn á þann hátt. Á sama tíma er eitt af okkar hlutverkum að fjölga körfunum fyrir eggin á svæðinu og fjölga atvinnutækifærum. Auðvitað er flugvöllurinn langstærsti atvinnuveitandinn og það sem tengist flugvellinum. Okkur langar að fá meira út úr flugvellinum og margþætta þjónustu. Við viljum líka sjá fjölbreyttari störf, þannig að ef einhver skakkaföll verða að þau hafi ekki jafn dramatísk áhrif

vallarins. Samfélagið er fyrst og fremst að fá fjölbreyttari atvinnutækifæri og tímastillta áætlun miðað við hvað samfélagið þarf að koma með á sama tíma. Ef þessi fjölgun verður á atvinnutækifærum og íbúum á þessu svæði, þurfa sveitarfélögin, ríkið og fleiri að vera tilbúin með að veita þá þjónustu sem þarf, eins og skóla, heilsugæslu og svo framvegis.“

Getur þú nefnt einhverjar tölur? Þetta er viðamikil áætlun.

„Hún er það og það þarf að stilla hana af miðað við uppbyggingaráætlanir flugvallarins. Það sem við sjáum fyrir okkur er að hér geti orðið til hérna um 400.000 fermetrar sem munu byggjast hér upp. Þetta eru um 5.000 störf sem verða til og við erum að horfa til langs tíma eða til ársins 2050. Þá erum við að horfa á 700 störf í uppbyggingu í gegnum allt ferlið. Þetta eru risastórar tölur. Kostnaðurinn við þessa heildar uppbyggingu sem við áætlum er rúmlega 130 milljarðar króna.“

Hvaðan munu þeir peningar koma?

„Þeir koma frá fjárfestum. Ef að opinberir aðilar ætla að fjárfesta í því sem að þarf til hérna kemur það frá ríkinu eða sveitarfélögum.

Þetta eru allra helst fjárfestar sem við viljum fá á svæðið, bæði innlendir og erlendir.“

Þetta er veruleg áskorun fyrir sveitarfélögin að taka á móti þessu. Það er ekki ólíklegt að íbúafjölgun, sem hefur verið fordæmalaus, haldi áfram. Þessi áætlun kallar á fleira fólk.

„Það er afskaplega líklegt. Það er líka það sem við höfum verið að reyna að komast að, hvað sveitarfélögin þurfa að vera tilbúin með.

Flugvöllurinn skapar gríðarlega mörg störf ár frá ári og tengist fjölda ferðamanna sem koma til landsins og þetta er viðbót við það. Á sama tíma er þetta mikil fjölbreytni og ný tækifæri.“

Það hefur oft verið talað um mikla einhæfni starfa á svæðinu.

„Það er það sem við viljum fara eftir er meiri fjölbreytni, þekking og sköpun sem tengist þessari uppbyggingu.“

„Sjálfbærni er grunnstefið í allri okkar áætlun. Það er hugmyndafræðin á bak við þessa uppbyggingu, hvað varðar umhverfismálin og iðngarðinn sem er verið að leggja til. Helguvíkurhöfn byggir á sjálfbærninni. Einnig sjálfbær vöxtur til framtíðar við uppbygginguna sem er verið að leggja til, að það sé ekki alltaf verið að elta skottið á sér.“

Þið hafið kynnt þetta sem samstarf margra aðila, sveitarfélaga, KADECO og ríkisins, auk fleiri aðila. Hvernig hefur það gengið?

„Það hefur gengið heilt yfir vel. Það hefur auðvitað verið tekist á um ýmsa hluti. Það eru allskonar hagsmunir undir í þessu ferli. Það er algjör samstaða um það sem við erum að tefla fram. Það er mjög hollt að fara í gegnum þessi samtöl og samstarfið er einstakt. Það er ekkert annað svæði á Íslandi sem er að vinna á sama hátt og við erum að gera hérna með þessum tveimur sveitarfélögum og flugvellinum.“

Ertu bjartsýnn á viðbrögð og að ykkur verði ágengt?

„Við erum mjög bjartsýn, sérstaklega í ljósi þess að við erum að finna fyrir áhuga nú þegar, bæði frá aðilum sem vilja þróa svæði fyrir íbúabyggð á Ásbrú, aðilum sem leita að lóðum til að byggja hótel. Við erum í samtölum við allskonar fyrirtæki, fjárfestingarsjóði og einkafyrirtæki sem eru að sýna þessu svæði mikinn áhuga. Í beinu framhaldi af þessari kynningu hér heima erum við að fara á alþjóðlegar ráðstefnur og láta vita af þessu og höfum enga trú á öðru en þessu verði sýndur mikill áhugi.“

Þið metið það svo að hnattstaða Keflavíkurflugvallar sé gríðarlega sterkur punktur?

„Já og tengingar frá Keflavíkurflugvelli í austur og vestur. Auðnin og svæðið í kringum flugvöllinn er gríðarlega spennandi og höfnin þar rétt við. Græn orka og Ísland í fararbroddi þar. Það eru hugmyndir varðandi rafeldsneyti fyrir flugvélar og við getum verið í fararbroddi í svo mörgu. Það eru ofsalega spennandi tímar framundan.“

Miðhús í Garðinum og Brekkukot í Reykjavík í sagnastund á Garðskaga

Sumarið 1972 var kvikmyndin Brekkukotsannáll gerð. Myndin er eftir samnefndri bók Halldórs Lax ness. Brekkukoti var valinn staður í landi Miðhúsa og varð Krókssíkið látið tákna Tjörnina í Reykjavík. Vatnagarður, sem stóð við Útskálasíkið varð að Hringjarabænum. Þetta sumar var mikið um að vera í Miðhúsum, stundum tugir manna við gerð leikmyndar og myndatökur.

menn. Björn kemur á sagnastundina á Garðskaga og koman er í veitingahúsinu Röstinni á Garðskaga kl.15.

Fagna grænum

í febrúarmánuði. Þá var húsfyllir eins og á öllum fyrri sagnastundum.

Auglýsing um afgreiðslu og umsögn Suðurnesjabæjar um athugasemdir við auglýsta tillögu.

Á fundi bæjarstjórnar 1. febrúar 2023 var tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2023 samþykkt. Jafnframt var samþykkt að senda, þeim aðilum sem gerðu athugasemdir, afgreiðslu og umsögn bæjarstjórnar um athugasemdir og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar.

Samþykkt bæjarstjórnar ásamt afgreiðslu og umsögn um athugasemdir er hægt að nálgast á vef Suðurnesjabæjar www.sudurnesjabaer.is

Suðurnesjabær býður Reykjanesklasann velkominn í Suðurnesjabæ, þar sem byggingar klasans eru staðsettar á iðnaðarsvæði innan sveitarfélagamarka Suðurnesjabæjar sem í skipulagi hefur fengið nafnið Bergvík.

„Undirbúningur verkefnisins hefur verið í fullu samstarfi við

Suðurnesjabæ undanfarnar vikur og það er mjög ánægjulegt að þessum áfanga sé náð. Þau mannvirki sem byggð voru upp fyrir

álbræðslu hafa staðið ókláruð og ónotuð árum saman. Nú er unnið að því að í stað álbræðslu verði þar starfræktur Grænn iðngarður, sem samkvæmt markmiðum Reykjanesklasans verður stórt og mikið nýsköpunar- og frumkvöðlasetur.

Fyrirmyndin er Sjávarklasinn á Granda í Reykjavík og sú hug

iðnaði í Bergvík Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Þá segir einnig: „Það eru sannarlega spennandi tímar framundan. Um er að ræða mjög metnaðarfullt verkefni sem byggir á hugmyndafræði um klasastarfsemi, sem hefur sannað sig hjá Sjávarklasanum. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi málsins og Suðurnesjabær óskar Reykjanesklasanum og þeirri starfsemi sem þar mun verða velgengni í komandi framtíð.“

Sumarstörf hjá Umhverfisog framkvæmdasviði

• Garðyrkjudeild - Flokkstjóri

• Garðyrkjudeild – Sumarstörf

Sumarstörf hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar

• Yfirflokkstjórar

• Flokkstjórar

• Flokkstjórar (ungmenni með sértækar stuðningsþarfir)

• Skrifstofa

Sumarstörf hjá Ævintýrasmiðjunni

• Umsjónarmenn

• Leiðbeinendur

Störf hjá Reykjanesbæ

• Akurskóli - Sérfræðingur í námsúrræði, Lindin

• Leikskólinn Holt - Sérkennari

• Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna

• Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

• Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Fjórða sagnastundin á Garðskaga laugardaginn 11. mars. Frá sagnastund sem haldin var á Garðskaga Reykjanesklasinn verður í þessu húsnæði við Bergvík í landi Suðurnesjabæjar. Sviðsmyndin við Krókssíkið í Garði sumarið 1972. Myndina tók Björn G. Björnsson.
10 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M

Grindavíkurdætur syngja lög eftir Kristínu

Matthíasdóttur

„Við munum flytja þessi nýju lög Kristínar, við höfum mikla trú á þeim og ekki síst textunum,“ segir Berta Dröfn Ómarsdóttir, kórstjóri kvennakórsins Grindavíkurdætra en þær halda tónleika í Grindavíkurkirkju og syngja frumsamin lög eftir Kristínu Matthíasdóttur 12. mars.

Kvennakórinn Grindavíkurdætur, var stofnaður í árslok 2018 af þeim Bertu Dröfn Ómarsdóttur, Sigurlaugu Pétursdóttur og Rósu Ragnarsdóttur, Berta er kórstjórinn. Kórinn var ekki búinn að vera lengi starfandi þegar COVID skall á og eðlilega var ekki mikið hægt að koma fram en andinn í kringum starfið hefur verið það góður að kórinn hélt velli í gegnum heimsfaraldurinn. Hingað til hefur hann flutt þekkt lög en kona að nafni Kristín Matthíasdóttir frá Grindavík, gaf sig á tal við Bertu Dröfn og spurði hvort hún mætti semja lög og texta sem Grindavíkurdætur myndu svo flytja. Þetta kom Bertu talsvert á óvart þar sem Kristín hafði ekki verið þekkt fyrir sína tónlistarsköpun en hún ákvað að hlusta á það sem Kristín hafði samið og hingað eru þær komnar. Berta segir að það hafi verið öðruvísi að æfa upp frumsamin lög en gengið vel og dætur Grindavíkur tilbúnar fyrir tónleikana.

„Kórinn byrjaði að æfa lögin á fullum krafti í september og hafa æfingar gengið vel. Við höfum hingað til flutt þekkta slagara, inn á milli tekið eitthvað lag sem var heitt á þeim tímapunkti, eins og lagið sem hafði unnið Eurovision. Svo það var öðruvísi að fara æfa ný og óþekkt lög en þetta hefur gengið betur en ég þorði að vona fyrirfram. Þessi lög hennar Kristínar eru svo melódísk með flottum laglínum, mjög aðgengilegt. Kórinn er kominn í ótrúlega góða æfingu, við höfum gert ótal hluti og því er reynslan til staðar, þess vegna gekk m.a. svona vel að æfa upp þessi nýju lög.“

Miðasalan fyrir tónleikana fer fram á Tix.is og hefur gengið vel segir Berta. „Við ákváðum að hafa miðasöluna á Tix og hún fór strax vel af stað og ég hef mikla trú á það verði uppselt. Grindavíkurkirkja tekur 240 manns í sæti svo ég hvet alla til að tryggja sér miða sem fyrst. Við munum bara flytja

Bjartmar og Bergrisarnir

í Gígnum í Grindavík

„Það væri glapræði að taka ekki vinsælustu lögin,“ segir Júlíus Freyr Guðmundsson, bassaleikari Bergrisanna.

Bjartmar Guðlaugsson, tónlistarmaður og hljómsveit hans, Bergrisarnir, munu halda tónleika laugardagskvöldið 11. mars í tónleikasal veitingastaðarins Fish house, Gígnum.

Bjartmar þarf væntanlega ekki að kynna fyrir neinum en hann hefur verið afkastamikill laga- og textahöfundur síðan 1977. Einn Suðurnesjamaður er í Bergrisunum, Júlíus Freyr Guðmundsson.

„Pabbi heitinn og Bjartmar voru miklir vinir og ég hef þekkt Bjartmar síðan ég man eftir mér. Árið 2010 fæddist þessi hugmynd með að stofna hljómsveit og Bergrisarnir urðu til. Bjartmar þekkti gítarleikarann Birki Rafn Gíslason og hann þekkti trommarann Egil Rafnsson. Daði Birgisson kom síðan inn í dæmið sem hljómborðsleikari en Arnar Gíslason er tekinn við kjuðunum af Agli. Við gáfum út eina plötu og stefnum á að gefa

út aðra á þessu ári, við erum búnir að gefa út fjögur lög og fleiri eru á leiðinni. Við höfum verið duglegir að spila að undanförnu og það er eitthvað framundan, vorum á Sviðinu á Selfossi um daginn og hlökkum til að koma á þennan frábæra tónleikastað Kára á Fish

house, Gíginn. Mjög skemmtilegur staður með frábæran hljómburð. Við munum væntanlega flytja öll þessi nýju lög en að sjálfsögðu rennum við í gömlu góðu lögin, Sumarliða o.fl, það væri glapræði að sleppa þeim. Þá yrðu líklega uppþot, það viljum við ekki,“ sagði Júlíus að lokum.

þessi nýju lög Kristínar, við höfum mikla trú á þessum lögum hennar og ekki síst textum. Hún semur um lífið og tilveruna vítt og breytt, mikil jákvæðni en kemur líka inn á sorg og missi og eins og ég segi, ofboðslega fallegt hjá henni. Boðskapurinn er mjög fallegur, hann talar í raun til okkar allra. Við Grindavíkurdætur hlökkum mikið til að halda þessa tónleika,“ sagði Berta Dröfn að lokum.

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

„Við munum bara flytja þessi nýju lög Kristínar, við höfum mikla trú á þessum lögum hennar og ekki síst textum,“ segir Berta Dröfn Ómarsdóttir, kórstjóri kvennakórsins Grindavíkurdætra.

Deiliskipulagsbreyting

íþróttasvæðis í Grindavík Kynning á vinnslutillögu

Í fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2023 samþykkti bæjarstjórn að halda áfram með vinnu við breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis. Deiliskipulagsvinnan hefur farið fram á vettvangi bæjarráðs, skipulagsnefndar og frístunda- og menningarnefndar. Vinnslutillaga skipulagsins var kynnt á íbúafundi þann 14. febrúar sl. Íbúum hefur verið gefinn kostur á að senda inn ábendingar við vinnslutillöguna í gegnum heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Deiliskipulagssvæðið nær til íþróttasvæðis Grindavíkurbæjar og er unnið með það að leiðarljósi að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í bænum. Stærð svæðisins er 10,8 ha. Markmið með skipulagsbreytingunni er þríþætt:

n Endurbæta fótboltavelli og aðstöðu um þá með nýrri lýsingu keppnis- og æfingarvallar og tilfærslu vallanna. Keppnisvöllur er færður austar og æfingarvelli er snúið um 90 gráður, svo hægt sé að samnýta ljósamöstur milli valla.

n Endurskipuleggja byggingareiti bygginga á svæðinu, þannig að lögun og hæð þeirra skapi sem minnst skugga á svæðinu og séu aðlagandi í heildarásýnd svæðisins og heimila niðurrif eldri bygginga.

n Auka útivistagildi svæðisins með nýjum göngustígum og útivistasvæðum austast á svæðinu.

Þeir sem vilja gera formlegar athugasemdir og/eða ábendingar varðandi vinnslutillögu deiliskipulagsins skulu senda þær skriflega til skipulagsfulltrúa Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavíkurbæ eða í tölvupósti á atligeir@grindavik.is. Athugasemdir og ábendingar skulu berast í síðasta lagi 19. mars 2023.

Vinnslutillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar á 2. hæð Víkurbrautar 62, 240 Grindavík ásamt því að vera aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Atli Geir Júlíusson, skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar

Kristín Matthíasdóttir. Ingunn Hildur Hauksdóttir. Berta Dröfn Ómarsdóttir.
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 11

KOM TIL ÍSLANDS 1987 Í KREPPU Á ÍR LANDI

Karen Halldórsson ílengdist á Íslandi og segist líklega komna til að vera

„Ég hefði hugsanlega vilja flytja aftur til Írlands ef við værum bara tvö, ég og Jóhann en ég myndi ekki vilja ala börnin mín upp þar, það er margfalt öruggara að ala upp börn á Íslandi og frábært hér í Reykjanesbæ,“ segir Karen Halldórsson sem áður hét Karen Ward en breytti nafni sínu til siðs við það sem hún þekkir frá heima högunum á Írlandi, tók upp eftirnafn mannsins síns en hún er gift Jóhanni Halldórssyni, vélstjóra.

VIÐTALIÐ

Karen er fædd og uppalin í Dublin. „Ég er fædd árið 1968 í Dublin, bjó stutt frá miðbænum og þurfti alveg að hafa fyrir mínu, maður þurfti að geta varið sig má segja. Þegar ég labbaði til og frá skóla þá horfði ég stundum upp á sprautu fíkla svo maður þurfti að passa sig. Pabbi var kolamaður, vann ekki í námunum en vann við uppskipun á kolum, ekki með há laun svo við þurftum að hafa fyrir okkar. Ég var unglingur þegar hljómsveitin U2 var að stíga sín fyrstu spor, þeir spiluðu mjög oft á bar sem er rétt hjá þar sem ég bjó. Það var auð vitað gaman að fylgjast með fram gangi þessara sveitunga okkar og ég þekki t.d. allar stelpurnar sem léku í myndbandinu við lagið

Frá hægri eru Kristófer Snær(16), Jóhann, Rakel Jóhanna (20)

Eva Mjöll (3), Tara Rós (25), Karen, Stefán Karl (29), Hugrún Alda (5). Á myndina vantar tengdasoninn Eyþór Guðjónsson.

í göngu um æskuslóðirnar sem endaði á heimsókn til mömmu. Ég held ađ hópurinn hafi haft gaman af að sjá eitthvað annað en þessa helstu túristastaði og þeim fannst

Karen ákvað að sækja um starf á Íslandi en það lengdist í heimsókn inni. „Ég var að læra hárgreiðslu í Írlandi en það var skollin á kreppa árið 1987 og ég komst hvergi á samning, ég svaraði því auglýs ingu frá Icejob þar sem óskað var eftir starfsfólki til Íslands. Ég sótti um á mánudegi, mætti í viðtal á fimmtudegi og var komin til Ís lands á laugardegi. Ég vissi ekkert í hvernig vinnu ég myndi ráðast og hóf störf á lagernum hjá Hag kaupum í Skeifunni. Okkur var sköffuð gisting, ég gisti á gisti heimilinu Berg í Hafnarfirði og þar kynntist ég Jóhanni og við höfum verið gift síðan 1992. Hann er Njarðvíkingur, var í Vélskól anum og vann með skólanum á þessu gistiheimili. Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn en við fluttum fljótlega til Njarðvíkur eins og bærinn hét

Ég hefði hugsanlega vilja flytja aftur til Írlands ef við værum bara tvö, ég og Jóhann en ég myndi ekki vilja ala börnin mín upp þar, það er margfalt öruggara að ala upp börn á Íslandi og frábært hér í Reykjanesbæ. Allt þetta frelsi, mikið íþróttaúrval og vel staðið að málum, sérstaklega upp að sextán ára aldri.

Finnst gaman að syngja í karaoke

Karen á ýmis áhugamál. „Ég hef mjög gaman af gönguferðum og að ganga á fjöll er sérstaklega gaman, við reynum að gera mikið af því. Ég hef gaman af söng og tók lengi þátt í starfi Kvennakórs Suðurnesja. Annars er aðaláhugamálið í raun bara fjölskyldan og fylgjast með börnunum okkar og barnabörnum. Sonur okkar sem býr ennþá hjá okkur er t.d. á fullu í fótboltanum og stefnir hátt. Hann er sextán ára, byrjaður að spila með meistaraflokki Njarðvíkur og var á reynslu hjá liði úti í Noregi. Ætli við munum ekki fylgja honum út ef hann nær að láta þann draum sinn rætast en fyrst verður hann að taka út nauðsynlegan þroska. Strákar eru oft of ungir held ég þegar þeir

að ala þau upp á Íslandi en í Dublin t.d. Eins og ég sagði þurfti maður að geta staðið fyrir sínu á yngri árum og auðvitað eymdi af stjórnmálaástandinu milli Írlands og Bretlands en Írar vildu alltaf brjótast undan stjórn Breta. Þess vegna var IRA [Irish Republican army] stofnaður árið 1916. Bretar skiluðu Írum tuttugu og sex af þrjátíu og tveimur sýslum til baka en þessar sex sýslur heyra þá undir Norður Írland í dag sem er hluti af Stóra Bretlandi, Írland er sjálfstæð þjóð. Það vita ekki allir hvernig þessi mál eru, flestir vita af IRA en vita ekki ástæðu þess að samtökin voru stofnuð. Írland þótti gott land að búa í, nægur matur fyrir alla en breska ríkið tók í raun bara landið af okkur og svelti heila þjóð, þetta vita mjög fáir. Ég hvet alla til að kynna sér þessa sögu því

Gloria, það var tekið rétt hjá þar sem ég bjó. Magnús Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Karen og Magnús Þórisson á Réttinum.
12 // v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M
Karen og Jóhann í Dublin.

FS-ingur vikunnar:

Lofthrædd, jákvæð og alltaf í stuði

Nafn: Hekla Sól Harðardóttir

Aldur: 16 ára

Námsbraut: Raunvísindabraut

Áhugamál: Mála/teikna

Hekla Sól er 16 ára gömul og á raunvísindabraut í FS. Hekla er jákvæð og félagslind og er alltaf í stuði. Áhugamál Heklu eru að mála og teikna og er hennar draumur að verða rík listakona. Hekla er FS-ingur vikunnar.

Hvað ert þú gömul? Ég er 16 ár.a

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Listkennarans míns.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í Fs? Ég komst ekki í fyrsta skólann sem ég valdi.

Hver er helsti kosturinn við Fs?

Félagslífið.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Frábært.

Hvaða Fs-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég veit það ekki.

Hver er fyndnastur í skólanum? Ég.

Hvað hræðist þú mest? Ég er lofthrædd.

Ungmenni vikunnar:

Hvers vegna Kiwanis?

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Ég fylgist ekki mikið með því.

Hvert er uppáhalds lagið þitt? The morning með The Weeknd.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er félagslynd.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Spotify og solitaire.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég bara hef enga hugmynd.

Hver er þinn stærsti draumur? Að verða rík listakona.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Jákvæð, því ég er alltaf í stuði.

Komast langt í körfunni

Nafn: Hólmfríður Eyja Jónsdóttir

Aldur: 14 að verða 15 í október

Skóli: Njarðvíkurskóli

Bekkur: 9. bekkur

Áhugamál: Körfubolti og bakstur.

Hólmfríður Eyja er 14 ára körfu boltamær sem er fædd og uppalin Njarðvíkingur. Hólmfríður er dugleg og jákvæð og stefnir á að fara í snyrtifræði eða ná langt í körfunni í framtíðinni. Hólmfríður er ung menni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið?

heimilisfræði

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? lega Patrik Joe útaf því hann myndi verða frægur fyrir körfu og komast örugglega i NBA.

skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar við fórum á Úlfljótsvatn í 7. bekk, það fylgja margar góðar minningar frá því.

Hver er fyndnastur í skólanum? Sara Björk vinkona mín er alltaf eitthvað að flippa í okkur.

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Ég er eiginlega ekki með neitt uppáhalds lag. Ég hlusta alveg á allskonar lög .

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er sushi og humar.

Hverjir eru uppáhalds þættir þín? Uppáhalds þættirnir mínir a Netflix eru Ginny and Georgia og OBX.

Hver er þinn helsti kostur? Ég myndi örugglega segja fyndin og góð vinkona.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Ég myndi velja að geta telliportast, svo ég gæti farið hvert sem er

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er kurteis og jákvætt.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Eg myndi vilja læra snyrtifræði eða komast langt í körfunni og fara í skóla í útlöndum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Dugleg.

þessa fólks. Ég fullyrði að Kiwanishreyfingin hefur haft veruleg áhrif til þess að bæta stöðu geðfatlaðra og opnað umræðuna um þetta mikilvæga málefni. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur hóf að gefa ungum börnum reiðhjólahjálma árið 1991, það varð síðan að landsverkefni árið 2004 og nú hafa öll 6 ára börn frá árinu 2004 fengið reiðhjólahjálma frá Kiwanis eða í 18 ár. Að vinna þjónustuverkefni og hjálpa öðrum er mikilvægt fyrir samfélagið. Kiwanisfélagar sem taka þátt í þjónusta samfélagið öðlast betri sýn og skilning á þörfum þess. Það er nauðsynlegt fyrir alla og gerir okkur að betri samfélagsþegnum. Konur og karlar eiga samleið í Kiwanis og ekki síst í þjónustustarfi hreyfingarinnar, verkefnin eru unnin af meiri skilning og alúð þegar bæði kynin koma að verki.

„Þjónum börnum heims“ er kjörorð hreyfingarinnar, þessi orð skýra fullkomlega hver er megintil

Eftir rúmlega eitt ár, nánar tiltekið 14. janúar 2024, fagnar Kiwanis 60 ára starfi hér á Íslandi og Alþjóðahreyfing okkar samtaka, Kiwanis International verður 110 ára ári seinna eða þann 1. nóvember árið 2025. Stofnfundur fyrsta Kiwanisklúbbsins á Íslandi, sem er Kiwanisklúbburinn Hekla var haldinn 14. janúar 1964, frá þeim degi hófst formlegt Kiwanis starf á Íslandi. Kiwanisklúbbum fjölgaði hratt á Íslandi og þegar best lét, en það var árið 1983 voru starfandi 39 Kiwanisklúbbar á Íslandi og í Færeyjum og félagatalan var þá 1239. Frá fyrsta degi hefur krafturinn í Kiwanisstarfinu verið mikill og má eiginlega segja að strax frá upp hafi hreyfingarinnar á Íslandi hafi verið farið í að skipuleggja þjónustuverkefni. Kiwanis er og verður öflug þjónustuhreyfing, við förum sjálfir í verkin og höfum til dæmis hjálpað öldruðum, aðstoðað fatlað fólk með ýmsum hætti, unnið við skógrækt og svo mætti lengi telja. Árið 1972 var ákveðið að fara í sameiginlegt verkefni allra klúbba á landinu og hafa sérstakan K-dag. Fyrsti K-dagurinn var árið 1974, landssöfnun þar sem safnað er fé með sölu á K lykli og andvirði sölunnar notað til að styðja geðsjúka. Ákveðið að gera það undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum‘‘, það kjörorð hefur haldist hefur fram á þennan dag. Kiwanishreyfingin ákvað að verða rödd

gangur okkar starfs og þarf ekki frekari skýringa við.

Á Suðurnesjum eru starfandi þrír Kiwanisklúbbar, Keilir og Varða í Reykjanesbæ og Hof í Garði.Varða er kvenna Kiwanisklúbbur, þær funda tvisvar í mánuði og er næsti fundur þeirra 4. apríl kl.19:00 í Kiwanishúsinu Iðavöllum 3c og eru allar konur velkomnar. Keilir er karla Kiwanisklúbbur sem fundar líka tvisvar í mánuði, þeir eru næst með fund þann 16. mars kl.19:30 í Kiwanishúsinu Iðavöllum 3c. Ég vil vekja sérstaka athygli á að Hof í Garði verður með kynningarfund á starfsemi sinni þann 15. mars kl.19:30 Heiðaúni 4 í Garði og eru allir velkomnir.

Í Kiwanis myndast vinskapur á milli félaga sem endist alla ævina. Það er nefninlega þannig að Í Kiwanis er félagslegi þátturinn í starfinu mjög mikilvægur, það má segja að kiwanis sé félagsskapur þar sem enginn verður útundan. Þess vegna átt þú að ganga í Kiwanis og vil ég bjóða öllum þeim sem vilja ganga til liðs við okkur velkomna í Kiwanis.

Eiður Ævarsson Formaður kynningar- og markaðsnefndar Kiwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar

Sigrún og Samúel til Kadeco Kadeco hefur ráðið þau Sigrúnu Ingu Ævarsdóttur og Samúel Torfa Pétursson og hafa þau þegar hafið störf.

Sigrún Inga stýrir viðskipta- og markaðsmálum hjá Kadeco. Hún kemur frá Isavia þar sem hún starfaði sem deildarstjóri samgöngu- og fasteignatekna á Keflavíkurflugvelli og þar áður sem lögfræðingur viðskiptasviðs og sér-

fræðingur í viðskiptaþróun. Sigrún er með BA og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og situr í núverandi stjórnum Aw arego og Samtökum atvinnurek enda á Reykjanesi. Samúel Torfi hefur u.þ.b. 20 ára reynslu af fjölbreyttum verkefnum á sviði umhverfis- og skipulags mála. Hann er nýr þróunarstjóri Kadeco en starfaði áður sem ráð gjafi á umhverfis- og skipulagssviði hjá VSÓ ráðgjöf. Samúel hefur sömuleiðis starfað við fasteigna þróun hjá Klasa og hjá Þyrpingu og við verkfræðiráðgjöf í skipu lagi og samgöngum hjá Ramböll í Danmörku og hjá Línuhönnun, nú Eflu. Samúel er með M.Sc. í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku.

ORLOFSHÚS

Einar til Sólar

er með BSc gráðu í iðnaðartækni fræði og MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Sólar eru eitt af stærstu ræstingarfyrirtækjum landsins með um 450 starfsmenn.

Stjórnendafélags Suðurnesja

Sumarúthlutun 2023

Orlofshús félagsins eru á eftirfarandi stöðum:

Furulundur á Akureyri

Álfasteinssund í Hraunborgum í Grímsnesi

Öldubyggð við Svínavatn í Grímsnesi

Sumarútleiga er frá 2. júní til 15. september.

Sótt er um orlofshús á orlofsvefnum: www.orlof.is/vssi

Innskráning á vefinn er með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Umsóknarfrestur er frá 15. mars til 28. mars 2023. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.

Umsækjendum verður tilkynnt um úthlutun með tölvupósti.

v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 13

KEFLVÍSKIR TAEKWONDO KEPPENDUR Á MÓTI Í BELGÍU

Um helgina fór fram mótið Open Challenge Cup í taekwondo. Mótið var haldið í Tongeren í Belgíu og voru keppendur um eitt þúsund, flestir frá Evrópu. Á mótinu kepptu sautján keppendur frá Keflavík og fimmtán aðrir frá mismunandi félögum á höfuðborgarsvæðinu. Á laugardeginum var keppt í poomsae (formum) og þar voru 12 keppendur frá Keflavík. Ár -

SUMARSTARF

Bílanaust leitar að sumarstarfsfólki og námsmönnum í vinnu með skóla í verslun okkar við Hafnargötu 52.

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Friðrik í síma 699-3432. Áhugasamir sendi umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið kjartan@bilanaust.is

Hafnargata 52, Keflavík Sími 421 7510 www.bilanaust.is

Skólamatur óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður:

BÍLSTJÓRI

REYJANESBÆR-REYKJAVÍK

Vegna aukinna verkefna getum við bætt við okkur bílstjóra.

Fjölskylduvænn vinnutími, frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka daga.

Starfið felst í útkeyrslu á skólamáltíðum frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur. Starfið fellst einnig í vöruflutningum, frágangi í lok dags og öðrum tilfallandi verkefnum á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Hæfniskröfur:

• Reynsla sem nýtist í starfi

• Ökuréttindi C

• Íslenskukunnátta er skilyrði

• Jákvæðni og snyrtimennska skilyrði

• Frumkvæði er mikilvægt

• Sveigjanleiki er mikilvægur

Til greina kemur að ráða inn aðila sem ekki er með meiraprófið og kosta viðkomandi í meiraprófið ef hann fellur inn í Skólamatar-fjölskylduna.

SENDILL

angurinn þar var með ágætum. Magnús Máni Guðmundsson, Ragnar Zihan Liu og Snorri Páll Sigurbergsson unnu til bronsverðlauna í hópaformum. Aníta Rán Hertevig og Mikael Snær Pétursson unnu til bronsverðlauna í paratækni og Julia Marta Bator og Kacper Einar Kotowski unnu til silfurverðlauna í sama flokki í paratækni. Þá vann Kacper einnig til bronsverðlauna í einstaklingstækni og Jón Ágúst Jónsson sem keppti með Aþenu Rán úr Aftureldingu í paratækni, kom heim með bronsverðlaun úr þeim flokki eftir harða baráttu.

Á sunnudeginum var keppt í bardaga. Pakkfullt var í höllinni og mikill erill á þeim u.þ.b. 600 keppendum frá meira en 50 félögum víðsvegar um Evrópu. Þar unnu til gullverðlauna Jón Ágúst Jónsson, Ylfa Vár Jóhannsdóttir, Andri Sævar Arnarsson, Þorsteinn Helgi Atlason og Lára Karítas Stefánsdóttir. Silfuverðlaun fengu Ragnar Ziahan Liu, Magnús Máni Guðmundsson og Kristján Pétur Ástþórsson. Bronsverðlaun fengu Viktor Berg Stefánsson og Daníel Arnar Ragnarsson.

Samtals fengu Keflvíkingar 5 gull, 4 silfur og 6 brons á mótinu. Þetta er fyrsta mótið eftir Covid sem stór hópur Keflvíkinga fer á taekwondo mót erlendis og góður fyrirboði fyrir næstu verkefni deildarinnar.

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Við óskum eftir að ráða sendil til starfa. Fjölskylduvænn vinnutími, frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka daga.

Starfið felst í að keyra starfsfólk frá Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðið og tilbaka í lok vinnudags Starfið felst einnig í útkeyrslu á vörum og að ferja mat á milli staða.

Hæfniskröfur:

• Reynsla sem nýtist í starfi

• Meiraprófið eða gamlaprófið kostur.

• Íslenskukunnátta er skilyrði

• Jákvæðni og snyrtimennska skilyrði

• Frumkvæði er mikilvægt

• Sveigjanleiki er mikilvægur

Umsækjendur eru beðnir að skila inn ferilskrá með upp lýsingum um reynslu og fyrri störf.

Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið. Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist í gegnum ráðingakerfi Alfreðs.

Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðsfulltrúi Skólamatar á sara@skolamatur.is

Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
HJÁ MAGGA
KJARTANS sport

1100 börn á vel heppnuðu Nettómóti í körfuknattleik

Það voru u.þ.b. 1100 ungir og efnilegir körfuknattleikskrakkar, sem létu gamminn geysa í öllum íþróttahúsum Reykjanesbæjar um síðustu helgi en þá var Nettómótið haldið.

„Ég held að það sé hægt að halda því fram að mótið hafi gengið vel og allir krakkarnir voru ánægðir held ég og vona. Þetta mót hófst má segja í kringum 1990, hét þá Kókó mjólkur-mótið, svo óx það jafnt og þétt og breyttist í Samkaupsmótið. Þegar Samkaup fór svo að leggja meiri áherslu á Nettó-vöru merkið í kringum 2010 breyttist nafn mótsins í Nettómótið. Það er mikið fjör hjá krökkunum en nokkuð stíf dagskrá er frá morgni til kvölds, ekki bara inni á körfu boltavellinum. Krakkarnir fara t.d.

flottum hoppukastala fyrir í Nettóhöllinni og ég er nokkuð viss um að það var ekki mikið bensín eftir á tanki krakkanna þegar lagst var á koddann um níuleytið á kvöldin.

Þetta mót er fyrir 1.-5. bekk og allir eru sigurvegarar. Það er oft gaman að fylgjast með krökkunum, þau eru mismiklir keppnismenn og sumir segjast hafa talið stigin og halda því fram að sitt lið hafi unnið,“ segir Jón Ben Einarsson, mótsstjóri Nettómótsins.

Það eru grannafélögin Keflavík og Njarðvík sem halda mótið sameiginlega. Jón Ben tók þátt í stofnun félags sem heldur utan um mótið, Karfan, hagsmunafélag en

Kristinn að gera það gott í Hollandi

„Takmarkið lokin úrslitakeppni allra liðanna. Okkur var spáð í sjöunda sæti og hefðum þá farið í Silfurdeildina en við náðum fjórða sætinu og erum ánægðir með það. Þessi deild er ansi sterk, það voru fjögur lið úr hollensku deildinni í Champions league eða Eurocup í fyrra og fimm lið frá Belgíu, það segir nokkuð. Belgíska deildin var metin

sameina deildirnar. Það eru engin takmörk á útlendingum og í mínu liði er Ástrali, Kanadamaður og tveir Bandaríkjamenn. Ég er eini Evrópumaðurinn utan Hollands. Þessi deild er sterkari en sú íslenska en allt öðruvísi, hér er lítið um að einhver einn leikmaður sé að skora mjög mikið og menn eru í mesta lagi að spila rúmar tuttugu

félaganna.

„Félögin hafa alltaf haldið þetta mót saman en við stofnuðum sérstakt félag utan um mótið árið 2011, það er betra að halda utan um það þannig. Það er mjög gaman að taka þátt í þessu og þarna snúa erkifjendurnir bökum saman má segja þessa helgi. Ég vil koma á framfæri kærum þökkum til allra

á plóg um helgina,“ sagði Jón Ben í lokin.

Rekstraraðilar hinna ýmsu fyrirtækja, bakaría, veitingastaða og verslana njóta góðs af því þegar þúsundir ungmenna og foreldra mæta í Reykjanesbæ. Iðulega var fullt úr úr dyrum á mörgum stöðum.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
v Í kur F r É ttir á suður NEs J u M // 15

á Keflavíkurflugvelli

Kotvogur splundraðist í óveðri

Á 19. öld var Kotvogur í Höfnum eitt stærsta býli landsins. Þar bjuggu m.a. þrír forríkir útvegsbændur mann fram af manni, þeir hétu allir Ketill og eru oftast nefndir Katlarnir þrír. Nú má segja að Kotvogur sé rústir einar eftir að ein af byggingum gamla eyðibýlisins splundraðist í óveðri á dögunum. Brakið er engum til yndisauka og þyrfti að fergja áður en næsta óveðurs -

lægð grípur járnið og þeytir því yfir þorpið í Höfnum. Kotvogur er menningarminjar sem þyrfti að endurbyggja með tíð og tíma en þar mætti halda á lofti sögu Hafna sem er svo löng að þar höfðu menn komið sér upp útstöð löngu fyrir eiginlegt landnám Íslands. Myndin er af brakinu eins og það blasti við ljósmyndara blaðsins um liðna helgi. VF/Hilmar Bragi

Sameinast í

Suðurnesjabæ

Boeing E-6B Mercury þota bandaríska sjóhersins var á Keflavíkurflugvelli nýverið en áhöfn vélarinnar hitti Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og fleiri. Vélin gengur undir nafninu „Dómsdagsvélin“ eða „Doomsday-plane“ og er fljúgandi stjórnstöð. Vélin var í verkefnum í Evrópu. Vélin stundar einnig oft æfingar á norðurslóðum með bandalagsþjóðum í NATO. Mynd af vélinni á Keflavíkurflugvelli var birt á fésbókarsíðu U.S. European Command (EUCOM).

Mundi

Verður þá aftur rigning á 17. júní?

17. júní í fyrra horf

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Rak augun í frétt þar sem bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að ráðist verði í vinnu við framtíðarsýn íþróttamála. Verkefnið er gott og göfugt en óskandi væri að Suðurnesjabær tæki bara að sér að leiða framtíðarsýn fyrir Suðurnesin eins og þau leggja sig. Ekki bara íþróttamál í eigin sveitarfélagi. Ég tel nokkuð ljóst að eina vitræna framtíðarsýnin sé sú að sveit-

arfélögin á Suðurnesjum sameinist undir nafni Suðurnesjabæjar. Það er löngu orðið ljóst að ekkert við nafn Reykjanesbæjar heillar enda komin næstum 30 ára reynsla á nafnið og það virkar ekki. Keflavík fengi heldur aldrei brautargengi sem nafn. Við sjáum nú fram á framtíðaruppbyggingu í húsnæði sem einu sinni átti að vera álver á mörkum þessara sveitarfélaga. Það væri nú gaman í framhjáhlaupi að

vita hvað bestu vinir aðal þurftu að borga út sem hrakvirði fyrir tugamilljarða framkvæmd sem fór í þrot. Spennandi dæmi. En framtíðarsýn. Vitræna. Án kísilvers. En með grænum iðnaði og ferðaþjónustu. Í sameinuðum Suðurnesjabæ. Sem nær alveg til Grindavíkur og að sameinuðu sveitarfélagi Voga og Hafnarfjarðar.

Menningarfulltrúi Reykjanesbæjar kynnti framkvæmd 17. júní hátíðarhalda fyrir Menningar- og atvinnuráði Reykjanesbæjar á síðasta fundi. Á tímum heimsfaraldurs var sú leið farin að brjóta hátíðarhöldin upp og færa út í hverfi bæjarins. Ljóst er að slíkar aðgerðir eru bæði dýrari og flóknari í framkvæmd en að vera með dagskrá á einum stað.

Í ljósi fjárhagsramma hátíðarinnar og til að nýta megi fjármagn með sem bestum hætti leggur ráðið til að framkvæmd hátíðarhaldanna fari aftur í fyrra horf og fari fram í skrúðgarðinum við Tjarnargötu.

Menningar- og atvinnuráð hvetur jafnframt aðrar deildir og stofnanir til þess að koma að 17. júní dagskrá Reykjanesbæjar með beinum hætti.

„Dómsdagsvélin“

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.