14 minute read

Sýklalyf fyrir byrjendur

Jón Magnús Jóhannesson Sérnámslæknir í lyflækningum breiða þekkingu á sýklalyfjum, eiginleikum þeirra og tinktúrum. Fyrir þá sem eru að byrja í klíník, hvort sem það er innan eða utan spítala, er þessi þekking ómetanleg. Því verður hér farið stuttlega yfir almenn atriði varðandi sýklalyf og praktískar ráðleggingar þeim tengdum.

Sýklalyf beinast þannig einvörðungu að bakteríum, með því markmiði að hefta vöxt þeirra (bakteríuhemjandi, bacteriostatic) eða drepa þær (bakteríudrepandi, bactericidal). Til þess nýtum við okkur þá staðreynd að eiginleikar bakteríufrumna eru gjörólíkir því sem sést hjá heilkjörnungum.

Advertisement

Rifjum aðeins upp hvernig bakteríufrumur eru byggðar upp (mynd 1). Bakteríur

Pólýmyxín - Pólýmyxín B - Kólistín Sýklalyf fyrir byrjendur Lípópeptíð - Daptómýsín Ríbósóm 30S undireining - Amínóglýkósíð - Tetrasýklín 50S undireining eru dreifjörnungar (- Makrólíðar prokaryotes) og eru því einfrumungar án kjarna. Erfðaefni - Linkósamíð baktería má finna í umfrymi frumunnar, - Klóramfenikól á svokölluðu kjarnasvæði (nucleoid region). - Oxasólidínón Þannig eiga öll skref í myndun prótína úr kjarnsýrum sér stað í umfryminu. Ríbósóm Efnaskiptaferlar baktería (70S) eru öðruvísi að gerð m.v. Myndun fólínsýru ríbósóm okkar (80S), sem skiptir máli þegar - Súlfónamíð kemur að vissum sýklalyfjum. Utan um - Súlfón umfrymið hafa allar bakteríur frumuhimnu - Trímetóprím sem er keimlík okkar frumuhimnu. Síðan Myndun mýkólik sýru Sýklalyf eru ótrúlega fjölbreyttur og eru flestar bakteríur (en ekki allar) með - Ísóníasíð flókinn flokkur lyfja. Meira að segja flokkun frumuvegg utan um frumuhimnuna. Þessi sýklalyfja getur verið ruglingsleg. Þegar við DNA myndun veggur mótar form bakteríunnar og tryggir notum orðið sýklalyf (antibiotics) erum við Flúorókínólón stöðugleika hennar gagnvart ýmsum ytri að vísa í lyf sem að beinast sérstaklega gegn - Síprófloxasín öflum - án veggsins geta flestar bakteríur bakteríum, þrátt fyrir að sýklar geti verið af - Levófloxasín ekki verið. öðrum gerðum. Þá er orðið sýkingalyf (anti-- Moxífloxasín Margir heilkjörnungar (t.d. plöntufrumur infectives) regnhlífarhugtak sem nær yfir RNA myndun og sveppafrumur) hafa einnig frumuvegg, öll lyf sem beinast gegn sýklum í hinu víða Rífamýsín en byggingarefnin eru þar mismunandi. samhengi. - Rífampin Frumuveggur baktería er samansettur úr

Það eru fá lyf sem eru eins víða notuð slímpeptíðum sem kallast peptídóglýkan. og sýklalyf. Það má með sanni segja að Peptídóglýkan er keðja af sykrum sem er allir læknar muni oftar en einu sinni ávísa krosstengd við aðrar keðjur með aðstoð sýklalyfjum á sínum starfstíma, langflestir peptíða - þetta leiðir til myndunar á þéttu mun oftar. Því skiptir gífurlegu máli að hafa neti sem umlykur bakteríufrumuna. Til

Umfrymi Frumuveggur Beta-laktam sýklalyf - Penisillín - Kefalósporín - Mónóbaktam - Karbapenem Glýkópeptíð - Vankómýsín Basitrasin

Klóramfeníkól, makrólíðar og linkósamíð - Bindast við 50S undireiningu ríbósóma - Hindra myndun peptíðtengja - Stöðva prótínmyndun

50S stór undireining Amínósýrur

Vaxandi fjölpeptíð

tRNA

mRNA

30S lítil undireining

Amínóglýkósíð - Bindast við 30S undireiningu ríbósóma - Trufla villuleit, sem leiðir til myndunar á gölluðum prótínum Tetrasýklín - Bindast við 30S undireiningu ríbósóma - Hindra bindingu tRNA sameinda, sem hindrar prótínmyndun

Mynd 1: Helstu flokkar sýklalyfja sem hindra prótínmyndun. Mynd endurgerð af Martha Smith-CaldasChristopher Herren, General Microbiology BIOL 455. OpenStax CNX. Apr 30, 2018. Mynd sótt af https://cnx.org/contents/kxd8RhSc@1.9:M7QMeAxP@1/Mechanisms-ofAntibacterial-Drugs?fbclid=IwAR0Qoab2OPxzuwlEgh0_bQcQEm5UMFsUr8Uoi8nRRx2YPNeam7-7V2Juk8Q

að flækja málin eru bakteríur með mismikið af peptídóglýkani og mismunandi uppbyggingu frumuveggs; þessu má skipta í tvennt eftir því hvernig þær litast í svokallaðri Gram-litun: • Gram-jákvæðar (Gram-positive, GP) bakteríur hafa hnausþykkan frumuvegg sem heldur í fjólubláan lit við Gram-litun.

Bakteríurnar verða þannig fjólubláar að lit í smásjá eftir Gram-litun. • Gram-neikvæðar (Gram-negative, GN) bakteríur hafa örþunnan frumuvegg sem er samlokaður á milli tveggja frumuhimna: innri frumuhimnunnar og ytri frumuhimnunnar. Fjólublái liturinn við

Gram-litun hverfur við skolun þannig að þessar bakteríur verða að lokum bleikar eftir Gram-litun. Ytri himnan getur stöðvað innkomu ýmissa sýklalyfja og m.a.s. dælt þeim út með aðstoð vissra pumpa.

Hægt er að flokka bakteríur niður í aðra flokka, til dæmis eftir byggingu (staflaga, kúlulaga o.s.frv.) eða efnaskiptum (t.d. loftháðar (aerobic) eða loftfirrtar (anaerobic)).

Nú höfum við grunnatriðin á hreinu til að skilja betur hvernig sýklalyf virka. Fyrst ber að nefna virknisvið sýklalyfja, sem nær yfir þær bakteríur sem sýklalyf hafa áhrif á. Sýklalyf geta verið með breitt virknisvið (breiðvirk, broad-spectrum) eða þröngt virknisvið (þröngvirk, narrow-spectrum). Sum sýklalyf hafa m.a.s. áhrif á aðeins eina bakteríutegund!

Virknisvið sýklalyfja fer að miklu leyti eftir því hvaða kerfi þau trufla innan baktería (mynd 2). Þau sýklalyf sem við notum reglulega í klíník beinast í raun að mjög fáum eiginleikum baktería. Mikilvægasti eiginleikinn er nokkuð augljós: frumuveggurinn. Hindrun á myndun og krosstengingu frumuveggsins er algengasta aðferð okkar til að sporna við bakteríum, og flest lyf sem hafa hér áhrif eru bakteríudrepandi. Glýkópeptíð sýklalyf, þar fremst í flokki vankómýsín, koma í veg fyrir uppbyggingu frumuveggjar en hefur einungis áhrif á GP bakteríur. Mest notuðu sýklalyf heims, beta-laktam lyfin, hindra hins vegar krosstengingu frumuveggjar með því að bindast við og hindra penisillín-bindiprótín á ytra borði baktería. Beta-laktam lyfjum má skipta niður í nokkra flokka en þeir mikilvægustu eru penisillín, kefalósporín, karbapenem og beta-laktamasa hindrar. Fyrstu beta-laktam lyfin virkuðu best gegn GP bakteríum vegna þess að ytri himna GN baktería virkaði vel í að hindra inngöngu eða bakteríur voru með annars konar varnarkerfi. Þetta leiddi til þróunar á seinni kynslóðum beta-laktam lyfja sem virkuðu betur á GN bakteríur (þar á meðal illvígu bakteríuna Pseudomonas aeruginosa).

Ótalmargar bakteríur búa yfir varnarkerfum sem koma í veg fyrir virkni beta-laktam lyfja. Þar fremst í flokki eru beta-laktamasar, ensím sem bakteríur geta notað til að brjóta niður beta-laktam lyf og trufla virkni þeirra. Með aukinni notkun beta-laktam lyfja hefur orðið samhliða þrýstingur á þróun baktería sem mynda beta-laktamasa. Til að sporna gegn þessari þróun voru búin til lyf sem hindra virkni beta-laktamasa: beta-laktamasa hindrar. Hérlendis notum við tvo slíka reglulega: klavúlanik sýra (oftast með amoxisillíni) og tazóbaktam (með piperasillíni). Því miður er virkni þessara hindra ekki fullkomin fyrir allar gerðir beta-laktamasa.

Frumuveggur Beta-laktam sýklalyf - Penisillín - Kefalósporín - Mónóbaktam - Karbapenem Glýkópeptíð - Vankómýsín Basitrasin

DNA myndun Flúorókínólón - Síprófloxasín - Levófloxasín - Moxífloxasín RNA myndun Rífamýsín - Rífampin Frumuhimna Pólýmyxín - Pólýmyxín B - Kólistín Lípópeptíð - Daptómýsín Ríbósóm 30S undireining Umfrymi - Amínóglýkósíð - Tetrasýklín 50S undireining - Makrólíðar - Linkósamíð - Klóramfenikól - Oxasólidínón

Efnaskiptaferlar Myndun fólínsýru - Súlfónamíð - Súlfón - Trímetóprím Myndun mýkólik sýru - Ísóníasíð

Mynd 2: Helstu verkunarstaðir sýklalyfja innan bakteríu. Mynd endurgerð af Martha Smith-CaldasChristopher Herren, General Microbiology BIOL 455. OpenStax CNX. Apr 30, 2018. Mynd sótt af https://cnx.org/contents/kxd8RhSc@1.9:M7QMeAxP@1/Mechanisms-of-Antibacterial-Dr ugs?fbclid=IwAR0Qoab2OPxzuwlEgh0_bQcQEm5UMFsUr8Uoi8nRRx2YPNeam7-7V2Juk8Q

Aðrar leiðir til að komast undan áhrifum beta-laktam lyfja eru til, og enn fremur hafa sumar bakteríur ekki frumuvegg (t.d. Mycoplasma pneumoniae, sem getur valdið ódæmigerðri lungnabólgu). Þess vegna þurfum við önnur sýklalyf til að ráða niðurlögum þessara baktería (þó ónæmi geti þróast gegn öllum sýklalyfjum sem fyrirfinnast, ekki aðeins beta-laktam lyfjum).

Mjög stór hópur sýklalyfja truflar myndun prótína með því að hindra virkni ríbósóma. Þessi lyf eru gjarnan bakteríuhemjandi, þó það séu undantekningar á þessu. Helstu flokkarnir eru: • Amínóglýkósíð: hér ber helst að nefna lyfið gentamísín, sem má aðeins gefa í æð og virkar aðeins á GN bakteríur. • Tetrasýklín: algengasta lyfið hérlendis er doxýsíklín. • Makrólíðar: hérlendis er aðallega notast við asítrómýsín og klarítrómýsín. • Linkósamíð: aðallyfið hér er klindamýsín.

Nokkur sýklalyf hafa áhrif á myndun og fjölföldun erfðaefnis, en hér ber helst að nefna fólathindrana (hindra efnaskipti fólats) og kínólón (hindra aðgengi að erfðaefni). Fólathindrarnir eru tveir: trímetóprím og súlfametoxazól. Ein sér virka þessi lyf aðallega sem bakteríuhemjandi en saman eru þau bakteríudrepandi. Margar gerðir kínólóna eru til en hér á landi notum við aðallega síprófloxasín (levófloxasín er til á formi augndropa). Þessi lyf eru aðallega bakteríudrepandi. Síðan eru nokkur sýklalyf sem hafa flóknari verkunarmáta, til að mynda metrónídasól sem hefur bein skemmandi áhrif á erfðaefni loftfirrtra baktería. Almennt gildir að ekkert eitt sýklalyf er alltaf rétta valið fyrir tiltekna bakteríu eða bakteríusýkingu. Hins vegar eru nokkur grunnatriði sem gilda í flestum tilfellum: • Nokkur beta-laktam sýklalyf eru algengari í klínískri vinnu - helstu dæmin eru bensýl- og fenoxýmetýlpenisillín (þröngvirk penisillín sem eru gefin í æð eða um munn, hvort um sig), amoxisillín/ ampisillín (gefið stundum með betalaktamasa hindranum klavúlanik sýru), díkloxasillín/kloxasillín (gefið við sýkingum vegna Staphylococcus aureus), sefasólín (þröngvirkt kefalósporín sem virkar best gegn Streptococcus pyogenes og S. aureus), seftríaxón (gefið í æð gegn margvíslegum GN bakteríum ásamt

Streptococcus pneumoniae) og pivmesillinam (gefið um munn við GN stöfum sem valda blöðrubólgu). • Önnur beta-laktam lyf eru notuð hérlendis gegn sérlega þolnum bakteríum (t.d.

P. aeruginosa) eða þegar þörf er á mjög breiðvirkri meðferð. Þar ber helst að nefna seftazidím, piperasillín (alltaf gefið með

beta-laktamasa hindranum tazóbaktam), merópenem og ertapenem (síðastnefnda lyfið virkar ekki gegn P. aeruginosa). • Makrólíðar eru aðallega gefnir samhliða seftríaxón við alvarlegri bakteríulungnabólgu en má einnig nota við endurteknum öndunarfærasýkingum meðal einstaklinga með teppusjúkdóma í lungum. • Amínóglýkósíð (t.d. gentamísín) og glýkópeptíð (t.d. vankómýsín) eru nær einvörðungu gefin í æð og því aðallega gefin við alvarlegri sýkingum inni á spítala. Amínóglýkósíð virka einungis gegn GN bakteríum meðan að glýkópeptíð virka einungis gegn GP bakteríum. • Doxýsýklín gagnast aðallega sem meðferð við bakteríum sem halda sér innan frumna okkar - þar má t.d. nefna M. pneumoniae og

Chlamydia trachomatis. • Trímetóprím og súlfametoxazól eru gjarnan gefin saman (þá skammstafað sem TMP-SMX) og hefur notkun þeirra minnkað undanfarið. Hins vegar er lyfið gagnlegt til meðferðar við flóknari þvagfærasýkingum ásamt því að vera kjörlyf til fyrirbyggingar á vissum sýkingum meðal ónæmisbældra einstaklinga (sýkingar með Toxoplasma gondii og Pneumocystis jirovecii). • Síprófloxasín hefur einnig minnkað í vinsældum, m.a. vegna sjaldgæfra aukaverkana (óráð, hásinaslit, fjöltaugakvilli) og tengsla við myndun æðagúla. Hins vegar virkar lyfið gjarnan vel gegn vissum GN bakteríum sem eru annars ónæmar gegn öðrum sýklalyfjum (t.d. P. aeruginosa). • Metrónídasól er gefið við sýkingum vegna loftfirrðra baktería. Hérlendis er þetta m.a. kjörlyfið við sýkingum vegna Clostridioides difficile, sem getur valdið alvarlegum ristilbólgum í kjölfar sýklalyfjameðferðar. Klindamýsín virkar einnig vel gegn loftfirrðum bakteríum en hefur takmarkaða gagnsemi í samanburði við metrónídasól.

Þetta er ógrynni af lyfjum, flokkum og nöfnum - því er ekkert skrítið að fáir lyfjaflokkar reynast eins flóknir að skilja og sýklalyf. Til einföldunar má styðjast við nokkrar spurningar varðandi notkun sýklalyfja:

Hvaða bakteríur gætu verið orsakavaldar? Ef þið eruð með sjúkling með mögulega bakteríusýkingu skiptir gífurlegu máli að átta sig á hvaða bakteríur gætu verið orsakavaldar. Í næstum öllum tilfellum veit maður þetta ekki með vissu fyrst um sinn, og sýklalyfjameðferð er gefin sem samræmist líklegustu sýkingarvöldunum. Slík sýklalyfjameðferð er kölluð empirísk (empiric), og þar sem að margar bakteríur geta oftast verið orsakavaldar byrjum við gjarnan á breiðvirkri sýklalyfjameðferð. Það er einnig af þessari ástæðu sem ekkert eitt sýklalyf er alltaf rétt fyrir tiltekna sýkingu, því að ótrúlega margar breytur geta haft áhrif á hvaða sýkingarvaldar eru undirliggjandi.

Hafa öll viðeigandi sýni verið tekin? Stundum eru líklegir orsakavaldar það algengir, og sýking það væg, að empirísk meðferð dugar ef sjúklingurinn svarar meðferðinni vel og örugglega. Þetta á hins vegar síður við í alvarlegri sýkingum og almennt innan spítala. Þá skiptir miklu máli að taka nauðsynleg sýni til að geta betur ákvarðað orsakavald sýkingar (ef baktería er yfirhöfuð orsakavaldur). Þá eru viðeigandi sýni tekin og send í frekari rannsóknir: smásjárskoðun, Gram-litun, ræktun, næmispróf og önnur sérpróf. Ef sýni eru tekin eftir upphaf sýklalyfjameðferðar fara heimtur hratt minnkandi, sem endar með því að líkur á að finna orsakavaldinn minnka um leið.

Þarf að gefa sýklalyf? Ekki allar sýkingar eru vegna baktería - margar veirusýkingar (og vissulega sýkingar af völdum annarra sýkla) geta líkst birtingarmynd bakteríusýkinga. Því þarf hverju sinni að átta sig á hvort einkenni sjúklings og teikn séu þess eðlis að þurfa sýklalyfjameðferð. Þetta er alls ekki auðvelt verk og stundum er svarið ekki einhlítt. Ef vafi er til staðar og einkenni sjúklings væg má oft bíða og endurmeta stöðuna eftir nokkra daga. Í vissum tilfellum er hægt að styðjast við klínískar leiðbeiningar um þetta efni. Mikilvægt er að komast hjá óþarfa sýklalyfjameðferð eins og hægt er.

Þarf að nota bakteríuhemjandi eða bakteríudrepandi sýklalyf? Sum sýklalyf eru einungis bakteríuhemjandi, á meðan önnur eru einungis bakteríudrepandi; enn önnur geta verið annað hvort eftir því um hvaða bakteríu eða sýkingu ræðir. Bakteríuhemjandi sýklalyf leiða oftast til dauða baktería, en þau gera það með aðeins öðrum hætti m.v. bakteríudrepandi sýklalyf. Margar bakteríur eru háðar því að geta fjölgað sér hratt og örugglega - ef þetta tekst ekki ná bakteríurnar ekki að viðhalda sér á sýkingarstað. Gegn slíkum bakteríum virka bakteríuhemjandi sýklalyf sérstaklega vel. Einnig aðstoðar ónæmiskerfið okkar við baráttuna gegn bakteríum, hvort sem við notum sýklalyf eða ekki. Ónæmiskerfið spilar líklegast stærri þátt í niðurlagi sýkingar við notkun bakteríuhemjandi sýklalyfja m.v. bakteríudrepandi sýklalyf.

Þannig eru bakteríudrepandi sýklalyf sérstaklega mikilvæg ef verið er að glíma við hægvaxandi bakteríur (t.d. flestir orsakavaldar hjartaþelsbólgu) eða ef sjúklingur er verulega ónæmisbældur.

Eru komnar niðurstöður úr ræktunum og næmisprófum? Þegar við komumst að því hver orsaka valdurinn er getum við strax klæðskerasniðið meðferðina betur. Oftast vitum við sirka hvaða sýklalyf virka best gegn tiltekinni bakteríu við tilteknar aðstæður. Ef ræktun gefur orsakavaldinn er síðan hægt að prófa nánar fyrir sýklalyfjanæmi bakteríunnar: hvaða sýklalyf ættu að virka gegn bakteríunni við ákveðnar aðstæður? Með þessari þekkingu getum við valið meðferð sem er þröngvirkari, sem um leið minnkar líkur á þróun sýklalyfjaónæmis.

Er sjúklingur að svara meðferðinni? Þegar sýklalyfjameðferð hefur verið hafin þarf síðan að fylgjast með meðferðarsvörun. Vanalega fara einkenni batnandi á viðeigandi sýklalyfjameðferð á fyrstu 1-2 dögunum. Ef þetta er ekki raunin gæti það verið af nokkrum ástæðum: bakterían er ónæm fyrir sýklalyfinu; sýklalyfið hentar ekki fyrir ákveðna sýkingu; eða vandamálið er ekki vegna bakteríusýkingar til að byrja með. Þá skiptir miklu máli að viðeigandi sýni voru tekin áður en sýklalyfjameðferð var hafin.

Hafa komið fram aukaverkanir sýklalyfjameðferðar? Þessi mikilvæga spurning á það til að gleymast - aukaverkanir tengdar sýklalyfjameðferð eru algengar, þó þær séu sjaldnast alvarlegar. Algengustu aukaverkanirnar, óháð flokki sýklalyfja, eru einkenni frá meltingarvegi: ógleði, uppköst, kviðverkir og niðurgangur. Hér ber sérstaklega að nefna að niðurgangur í kjölfar sýklalyfjameðferðar er vanalega vægur og þarfnast ekki frekari inngripa. Sýklalyf eru einnig algengustu orsakavaldar lyfjaofnæmis - algengast er að sjá dreifð flöt/upphleypt, rauð útbrot sem koma seint fram á sýklalyfjameðferð, þó þinur (urticaria) geti einnig komið fram. Ofnæmislost og aðrar alvarlegar birtingarmyndir ofnæmis eru sjaldgæfar en lífshættulegar. Viss sýklalyf hafa síðan sérstæðar aukaverkanir - síprófloxasín og önnur kínólón valda til dæmis gjarnan höfuðverkjum, svima og svefntruflunum; svipuð einkenni geta komið fram á meðferð með metrónídasól. TMP-SMX, auk þess að vera algengur ofnæmisvaldur, getur valdið bæði falskri hækkun á kreatiníni og bráðum nýrnaskaða, stundum með hækkun á kalíum í blóði. Klindamýsín er það sýklalyf sem veldur hlutfallslega oftast ristilbólgu vegna C. difficile. Bæði gentamísín og vankómýsín geta valdið skaða á heyrn og nýrnastarfsemi - því þarf að mæla styrk beggja þessara lyfja í blóði þegar meðferð varir lengur en í örfáa daga.

Hversu lengi á að hafa sýklalyfjameðferðina? Lengd sýklalyfjameðferðar getur verið flókin að ákveða, og furðulega fá gögn liggja gjarnan að baki núverandi ráðleggingum. Þannig getur verið gagnlegt að muna sérstaklega hvaða sýkingar þurfa lengri meðferð en ella, t.d. liðsýkingar, beinsýkingar og sýkingar í blöðruhálskirtli. Annars gildir að því styttra, því betra, svo lengi sem það er innan skynsemismarka. Til dæmis eru sterk gögn sem styðja 5-daga meðferð við hefðbundinni bakteríulungnabólgu, og mögulega er hægt að stytta meðferðina enn frekar.

Tökum dæmi þar sem þessar spurningar koma að notum. Ung kona leitar til læknis með sviða við þvaglát og væga verki yfir þvagblöðru. Hún hefur ekki fyrri sögu um slík einkenni, hefur engin kerfisbundin einkenni sýkinga og er hitalaus. Hún hefur enga markverða fyrri heilsufarssögu og önnur kerfakönnun var neikvæð. Saga hennar gefur sterklega til kynna að um sé að ræða einfalda blöðrubólgu, sem er næstum alltaf vegna baktería við þessar aðstæður. Algengasti orsakavaldurinn er GN stafurinn Escherichia coli. Annar algengur orsakavaldur, sérstaklega í ungum konum, er GP bakterían Staphylococcus saprophyticus. Aðrir orsakavaldar geta verið aðrir GN stafir og síðan bakteríur af ættkvíslinni Enterococcus, þó það sjáist frekar hjá eldri einstaklingum.

Ef ung, hraust manneskja er að greinast með einfalda blöðrubólgu og hefur ekki nýlega sögu um fyrri blöðrubólgur er greining möguleg út frá einkennum einvörðungu. Einnig þarf ekki að taka þvagsýni. Þó flestar einfaldar blöðrubólgur gangi að lokum til baka án meðferðar er þetta ekki algilt og sýklalyfjameðferð styttir marktækt batatíma. Því er ráðlegt að hefja hér empiríska sýklalyfjameðferð. Við höfum aðallega tvo kosti: beta-laktam sýklalyfið pivmesillinam eða sértæka sýklalyfið nítrófúrantóin. Bæði lyfin ná einungis marktækri þéttni í þvagblöðru; pivmesillinam virkar frábærlega gegn GN stöfum á borð við E. coli en nítrófúrantóin hefur breiðara virknisvið, með virkni gegn S. saprophyticus og enterókokkum ásamt margvíslegum GN stöfum. Bæði lyfin valda sjaldnast aukaverkunum og hafa frábært öryggi í skammvirkri meðferð við blöðrubólgum. Þannig væri nítrófúrantóin ákjósanlegasti kosturinn. Meðferð er samtals í 5 daga - ef okkar sjúklingur svarar ekki meðferðinni á næstu 2 dögum er hins vegar ástæða til að taka þvagsýni og senda í ræktun til að kortleggja nánar orsakavalda.

Þó sýklalyf haldi áfram að vera flókinn lyfjaflokkur ættu ofangreindar upplýsingar að nýtast til að hafa ákveðið skipulag utan um þessi stórmerkilegu lyf. Síðan má ekki gleyma nokkrum frábærum, aðgengilegum heimildum til að aðstoða við mat á sýkingum og val á sýklalyfjum. Þær helstu eru: • „Ráðleggingar um meðferð algengra sýkinga utan spítala”, gefið út af

Heilsugæslunni og Embætti Landlæknis, og unnið úr leiðbeiningum Strama.

Þessar leiðbeiningar fara sérstaklega vel yfir greiningu algengra sýkinga ásamt uppvinnslu og meðferð þeirra, með áherslu á þjónustu á heilsugæslustigi. • „Sýklalyfjaleiðbeiningar LSH” innihalda klínískar leiðbeiningar frá Landspítala um sýklalyfjameðferð fullorðinna einstaklinga sem greinast með bakteríusýkingar inn á spítala. Þar má einnig finna margvíslegan fróðleik um sýklalyf.

Heimildir 1. Jónsson JS, Blöndal AB, editors.

Strama - Skynsamleg ávísun sýklalyfja.

Strama. Sótt 4. september 2021: https://throunarmidstod.is/svid-thih/ gaedathroun/strama/ 2. Jóhannsson B, Helgason KO. Fullorðnir -

Sýklalyfjaleiðbeiningar LSH. Microguide viewer - web viewer. Sótt 4. September 2021: https://viewer.microguide.global/

LUH/ADULT7 3. Parker N, Schneegurt M, Tu A-HT, Forster

BM, Lister P. Microbiology. Houston, TX:

OpenStax; 2018.

This article is from: