6 minute read

Hvaða lyfjaflokkur ert þú?

Next Article
Allt er

Allt er

Hvaða lyfjaflokkur ert þú? Persónuleikapróf

Hversu ákveðinn/in/ið varstu að hefja nám í læknisfræði? a) Mjög, veistu hvað það er hægt að koma með marga kúkabrandara á dag? b) Frekar ákveðinn/in/ið, hef svo mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum c) Það kom ekkert annað til greina, nú get ég lært að eilífu því læknisfræðin er eilíf uppspretta nýrra upplýsinga d) Frekar ákveðinn/in/ið, í læknisfræðinni lærir maður hvernig best er að bregðast við í hinum ýmsu aðstæðum e) Veit ekki sko, pabbi er læknir og þetta er svo gott á Tinder prófílinn f) Mjög óviss, satt best að segja hafa jurtirnar kallað meira á mig því náttúran hefur ótrúlegan lækningamátt g) Ég veit ekki hvernig ég endaði hérna

Advertisement

Hefur þú valið þér sérgrein? a) Ég hallast að meltingarlækningum b) Ég sækist eftir mannlegum samskiptum svo ég held að heimilis-, geð- eða öldrunarlækningar gætu hentað mér c) Lyflæknisfræðin heillar en svo hef ég líka verið að daðra við þá hugmynd að lækna krabbamein d) Bráðalækningar eða óbyggðalækningar, ekkert annað jafnast á við það e) Bæklunarlækningar f) Ég er enn óviss hvort ég muni klára, hef verið að hugsa mér að skipta yfir í grasalækningar eða að verða jógakennari g) Ég hef ekki hugmynd, sé til hvar ég enda

Áttu þér áhugamál utan læknisfræðinnar? a) Grindarbotnsæfingar b) HAM c) Nei takk. Læknisfræði er mitt hobbý d) Útivera e) Líkamsrækt f) Kundalini jóga g) Bara lifa og njóta Horfirðu á læknadrama? a) Nei mér finnst best að horfa á ristilspeglanir b) Gray’s klikkar ekki c) Ég horfi bara á alvöru tilfelli á youtube sem ég get raunverulega lært af. d) Bráðavaktin (ER) er mitt efni e) Nei takk, ég á mér líf utan læknisfræðinnar f) Mér finnst best að horfa á heimildarmyndir um spillingu innan læknavísindanna g) Scrubs.

Áttu þér fyrirmynd/ir í læknisfræði? a) Ken Heaton, án hans væri ekkert Bristol stool chart b) Engilbert og Palli Matt eru mínir menn, þeir kunna að tala elskurnar c) Hippókrates, faðir læknisfræðinnar d) Það er engin hetja í óbyggðunum nema sá sem þekkir eigin mörk e) Raggi og Maggi eru KINGS f) Andrew Wakefield, maður sem þorir að spyrja erfiðra spurninga g) Kannski Jenner eða Pasteur en svo er alltaf best að vera með Sigurði Guðmunds

Hvað ertu hræddastur við að fá? a) Hægðatregðu, klárt mál b) Finna ekki tengingu við manneskjuna sem þú ert að reyna að eiga innihaldsríkt samtal við c) Fara í óráð og geta ekki nýtt gáfur mínar d) Verkir e) Að mjaðmargrindarbrotna og geta ekki dead-að lengur f) Slæm aura eða að fá bóluefni sem ég vil ekki fá, veit ekki hvort er verra g) Ólæknandi sjúkdómur

Hvernig endar föstudagskvöldið? a) Á klósettinu b) Með ljúfri hugleiðslu c) Lesa Harrison með félögunum d) Í svefnpoka undir berum himni e) Flöskuborð á Bankastræti club f) Kakóseremóníu eða sweat g) Bara þangað sem stemmningin leiðir mig Hvaða hugbreytandi efni notar þú? a) Engin, það er vont fyrir ristilinn b) Ég geng fyrir SSRI c) KAFFI!!! d) Ég neyti aðeins þess sem ég finn út í óbyggðum og það eru oftast sveppir e) Do you even LYFT bro? f) Ayahuasca er málið g) Mér finnst mest næs að fá mér bara bjór

Fjölskylda eða frami? a) Fjölskylda, óþrjótandi tækifæri til að meðhöndla hægðatregðu b) Fjölskylda, ekkert er fallegra en góð tengslamyndun við barnið sitt c) Frami, hef ekki tíma fyrir svona vitleysu, ég verð í vinnunni d) Fjölskylda, ég mun kenna börnunum að lifa á landinu e) Frami, of mikið álag að eiga börn f) Fjölskylda, en aðeins fyrir upplifunina sem fæðing er g) Örugglega fjölskylda, sjáum til hvort getnaðarvörnin klikki einhvern tímann

Hver er upplifun þín af þessum árgangi Læknanemans? a) Það var algjörlega litið framhjá mikilvægi góðrar hægðaheilsu b) Ég elskaði hugvekjuna ,,Allt er’’ c) Þetta er náttúrulega ritrýnt og ég les allt sem er ritrýnt d) Nú kann ég að bregðast við heilablóðfalli, takk fyrir það! e) Gott að sjá árlegu bæklunagreinina, hef ekki lesið rest f) Ég hef mínar efasemdir g) Bara skítsæmilegt, kíki kannski á helstu punkta fyrir viðeigandi próf

Ef þú varst með flest:

a) Hægðalyf: Ef aðeins þú gætir hugsað um námið eins og þú hugsar um hægðirnar þínar. Í raun er þér ekki treystandi fyrir mannlegum samskiptum þar sem fátt annað kemst fyrir í huga þínum en Bristol hægðaskemað. Spurningin sem þú gleymir aldrei á stofugangi er ,,hvernig eru hægðirnar í dag”. Það brennir fátt eins mikið í augun og einstaklingur á morfínskyldum lyfjum án hægðalyfs samhliða.

b) Geðlyf: Þú ert mögulega svolítið sveiflukenndur persónuleiki. Getur verið uppi en líka niðri. Þér finnst geðlæknisfræði geggjuð en þú verður smá geggjaður af henni. Það hafa komið tímabil þar sem SSRI hefur verið lausn á þínum vandamálum. Þú ert stundum svo illa haldin/inn/ið að það jaðrar við að þú sért með ranghugmyndir. Þú hefur hins vegar þann göfuga hæfileika að hlusta og ert það sem Engilbert deildarforseti myndi líklega kalla næmur persónuleiki.

c) Líftæknilyf: Þú ert draumur medisinska yfirlæknisins. Þú lærðir Handbókina utanbókar fyrir verklega medisin prófið og komst alltaf undirbúin/inn/ið í tíma. Þér fannst ótrúlega gagnlegt að læra sameindalíffræðina í preklíník og þér finnst essential að þekkja Krebs hringinn og öll helstu jónagöngin enda mikilvægt fyrir grunnskilning í lyfjafræði. Það að fara yfir gömul próf gefur þér óæskilegt forskot en þú þarft það hvort sem er ekki. Þú ert alltaf búin/inn/ið að lesa bókina sem mælt er með á kúrsinum. Það má með sanni segja að þú sért framtíð læknisfræðinnar. d) Verkjalyf: Einu sinni skáti ávallt skáti. Þú veist aldrei hvað bíður þín úti í hinum óreiðukennda heimi en þú veist að þú kemst aðeins lengra ef þú átt íbúfen. Höfuðverkur? Túrverkur? Stoðkerfisverkir? Say no more, þú ert með stuffið. Bekkjarsystkini þín vita að þú ert alltaf með lager af NSAID og Cox lyfjum. Það aflar þér sérstakra vinsælda daginn eftir bekkjardjammið. Þú óttast líka alls ekki lyf. Mundu samt að hægðalyfjavinir þínir líta þig stundum hornauga, sérstaklega ef þú lumar á einni parkódín.

e) Anabólískir sterar: Þú ert alltaf í ræktinni. Fyrsta máltíð dagsins er protein shake, mögulega líka önnur og þriðja. Kaffi hvað? Þú drekkur bara amino. Þú ætlar klárlega í bæklun af því þú sérð deildarlæknaherbergi bæklunar í hyllingum. Þar er allur búnaðurinn sem þú þarft fyrir vinstri og hægri byssuna. Þú hefur aldrei sýnt jafn mikinn áhuga í tíma og þegar Raggi og Maggi kenndu líffærafræði útlima, nema jú kannski þar til þú komst í bæklunarfyrirlestur á 4. ári. „Ég gæti spengt á þér bakið, elskan“ er pickup línan sem þú notar í bænum og þú ferð aldrei ein/einn/eitt heim.

f) Náttúrulyf: Þú ert ekki mikið fyrir nútíma læknavísindi. Þú ert í raun ekki alveg viss af hverju þú valdir læknisfræði en hefur samt haft alla burði til að vera hér. Þú ert ekkert viss um að Wakefield hafi verið að ljúga. Þú ert heldur ekki alveg sammála heilbrigðisyfirvöldum um COVID-19. Fólk lýgur alveg og þetta er nú bara eins og hvert annað kvef. Þú fórst í bólusetningu en varst samt mjög á móti því. En Jóhannesarjurtin! Hún er sko allra meina bót! g) Sýklalyf: Þú ert eins og köttur sem lendir alltaf á fótunum. Próf í næstu viku og þú ert ekki búinn að læra neitt allan kúrsinn? Einn allnighter á þig og málunum er reddað. Eins og frammistaða penicillins í lágu CURB65 skori. Passaðu þig samt. Kennarinn getur séð í gegnum þetta með heiftarlegum viðbrögðum, sérstaklega ef þú lest rangar glósur. Auk þess er ekki gott að taka inn svona mikið af upplýsingum á skömmum tíma. Þú getur orðið hægari í hugsun og ónæmari fyrir nýjum upplýsingum.

This article is from: