1 minute read

Kennsluverðlaun 2021

Kennsluverðlaun FL

Árlega veitir Félag læknanema viðurkenningar til þeirra sem hafa staðið sig sérstaklega vel við kennslu, leiðsögn og móttöku læknanema. Skólaárið 2020–2021 hlutu eftirfarandi einstaklingar verðlaun:

Advertisement

Kennsluverðlaun hlaut Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum, fyrir framúrskarandi metnað og jákvæðni við kennslu læknanema. Martin hefur staðið einstaklega vel að skipulagi námskeiðsins og á mikið hrós skilið. Sérstaklega hafa nemendur verið ánægðir með færnimiðaða kennslu og gott námsumhverfi.

Deildarlæknaverðlaun hlaut Berglind Bergmann, sérnámslæknir í lyflækningum, fyrir einstaka kennslugleði og hlýhug í garð læknanema. Berglind hefur tekið sérlega vel á móti nemum í verknámi og veitt góða leiðsögn. Einlægur áhugi og ástríða hennar fyrir faginu smitar út frá sér og hrífur fólk með.

Heiðursverðlaun hlaut Engilbert Sigurðsson, forseti Læknadeildar og prófessor í geðlækningum, fyrir einstaka hjálpsemi og velvild í garð læknanema. Engilbert hefur lagt áherslu á að vinna mál í samráði við nemendur sem við kunnum mjög að meta. Einnig þökkum við framúrskarandi metnað og áhuga við kennslu í geðlæknisfræði.

Ljósmyndari: Jökull Sigurðarson

This article is from: