Golf á Íslandi - 1. tbl. 2019

Page 1

GOLF Á ÍSLANDI // 1. TBL. 2019

„Læt mig dreyma um að komast á risamótin“


ALICANTE GOLF

VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐUR ÍSLENDINGA Á ALICANTE SVÆÐINU UNDANFARIN 17 ÁR HÓTEL Staðsett á golfvellinum, rúmgóð herbergi með svölum eða verönd. Á hótelinu er stór móttaka, setustofur, bar, veitingastaður, heilsulind með sauna, blautgufu (steambath) og innisundlaug með nuddstútum. Góður sundlaugargarður er við hótelið. Golfbílar bíða kylfinga inni á hótelinu hvern dag. 18 HOLU GOLFVÖLLUR Hannaður af snillingnum Severiano Ballesteros. Einstaklega skemmtileg uppsetning með jafnmörgum par 3, par 4 og par 5 holum. Hentar öllum kylfingum. STAÐURINN Við hliðina á hótelinu er torg með úrvali veitingastaða og apóteki. Í göngufæri er að auki fjöldi veitingastaða, verslanir og falleg baðströnd. Miðbær Alicante er í 10 mín. fjarlægð og flugvöllurinn í 20 mín. fjarlægð. VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐURINN Það er ekki að ástæðulausu að Alicante Golf hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga á Alicante svæðinu undanfarin 17 ár.

GOLFSKÓLI ALICANTE GOLF Við bjóðum upp á golfskóla á Alicante Golf. Golfskólinn er fyrir byrjendur og lengra komna.

KENNSLAN Ingibergur Jóhannsson, PGA golfkennari, er skólastjóri golfskólans. Kennslan fer fram fyrir hádegi og svo spila þeir nemendur sem vilja golf eftir hádegi. Okkar reglur eru að ekki séu fleiri en 6-8 nemendur á kennara svo nemendurnir fái alla þá athygli og aðstoð sem þeir þurfa. AÐSTAÐAN Aðstaðan til golfkennslu er mjög góð á Alicante Golf. Sér púttflöt, vippflöt og glompuflöt og lengri högg slegin af grasi. HAUSTFERÐIRNAR 15. – 22. október – 7 nætur 22. – 31. október – 9 nætur

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is

GOLFGLEÐI GOLFSKÁLANS ALICANTE GOLF Golfgleði Golfskálans nýtur mikilla vinsælda hjá okkur. Þetta er ferð fyrir þá sem vilja fleiri mót og eru óhræddir við að láta hrista aðeins upp í röðun í hollum. Nokkur fjölbreytileg golfmót eru í ferðinni og markmiðið er að hafa mótin á léttu nótunum og þannig aðgengileg og spennandi fyrir sem flesta. Golfgleði Golfskálans er 31. okt. – 12. nóv. – 12 nætur.


Myndin er frá 2. flöt í áttina að 3. braut á Alicante Golf

HELDRI KYLFINGAR 65+ ALICANTE GOLF Alicante Golf nýtur mikilla vinsælda meðal heldri kylfinga. Aðbúnaður verður einfaldlega ekki mikið þægilegri, stutt frá flugvelli, golfbílarnir inn á hótelinu, veitingastaðir, apótek, verslanir og falleg baðströnd í stuttu göngufæri frá hótelinu.

EKKERT ALDURSTAKMARK Það er ekkert aldurstakmark í þessar ferðir en flestir eru 65+. Það er aðeins rólegra “tempó”. Margir farþegar í þessum ferðum sjá þetta ekki bara sem golfferð heldur líka sem almennt frí og taka því 1-3 frídaga frá golfi inn á milli sem kemur til lækkunar á verði ferðanna. Þessar ferðir njóta vinsælda hjá mökum sem leika ekki golf þar sem verð ferða tekur mið af því auk fjölbreytileika svæðisins. HAUSTFERÐIRNAR 19. sept. – 03. okt. –14 nætur 24. sept. – 03. okt. –9 nætur

GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • travel@golfskalinn.is • golfskalinn.is




Meðal efnis:

32

46

Guðmundur Ágúst Kristjánsson atvinnukylfingur úr GR ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Landaði sínum fyrsta sigri á atvinnumóti í febrúar og lætur sig dreyma um risamótin.

60 Ný og glæsileg Frístundamiðstöð á Akranesi breytir öllu í starfssemi Golfklúbbsins Leynis.

22 Guðrún Brá Björgvinsdóttir dúxaði í golfreglunum hjá LET Evrópumótaröðinni og R&A.

GOLF Á ÍSLANDI

68 Fréttaskýring frá dómaranefnd GSÍ varðandi golfreglubreytingarnar sem tóku gildi 1. janúar. 2019.

6

GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit

Ingi Rúnar Gíslason PGA-kennari með góð ráð til kylfinga.

Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Haraldur Jónasson tók forsíðumyndina, Sigurður Elvar Þórólfsson, Kristján Ágústsson, erlendar myndir golfsupport.nl, GR og fleiri Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í júní 2019.


E: þ: ::::: ::::: : ::::::::::::: : :::ff:::::: ::::::: ::::::::::: :::::: :::::::::::::::0:

Ky:::: þé: ::::::: :::::::::::: ::::: :: :::::: ::::::: :: :::::: :::: R:::::: ::tt :::::::::: ::::::::: P:::::::: :::: :: :0:::: 3 ::::: 0 3900000000000000 00000000000000000000000000004655555555555555 55555555555555555555555555555299999999999999 99999999999999999999999999996555555555555555 5555555555555555555555555555819

Innifalið í öllum pökkum: ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::

:0:::::::: :: :::::: :00:ý::::::: :::::::0::0::@:::::::::::0:


Tími breytinga Ágætu kylfingar. Í fyrrasumar fór golftímabilið hægt af stað, að minnsta kosti á suðvesturhorninu. Rok og rigning hreiðruðu um sig á vormánuðum og yfirgáfu ekki hreiðrið fyrr en um miðjan júlí. Afleiðingin var sú að kylfingar léku mun minna golf en þeir yfirleitt gera og golfvellirnir iðuðu ekki af sama lífi og undanfarin ár. Í byrjun apríl kom í ljós að ástand golfvalla var gott og grasið iðjagrænt. Eftir að hafa krosslagt fingur í fjórar vikur gátu vallarstjórar opnað vellina sína og hleypt hjörð kylfinga út að leika. Ég man ekki til þess að golfvellirnir hafi opnað svona fljótt áður og það er frábært að hugsa til þess að við fáum vikurnar til baka sem við fórum á mis við síðasta sumar. Við áttum það svo sannarlega inni. Það er óhætt að segja að golfíþróttin taki hægum breytingum. Íþróttin byggir á ævafornum gildum og breytingar eru ekki gerðar nema að vel ígrunduðu máli. Það verður því að teljast frekar óvanalegt að íþróttin skuli standa á þeim tímamótum sem hún gerir í dag. Í sögulegu samhengi má segja að bylting sé að eiga sér stað. Í byrjun árs tóku golfreglurnar miklum breytingum og það verður spennandi að sjá hvernig sumarið þróast. Í byrjun næsta árs munu nýjar forgjafarreglur taka gildi þegar núverandi forgjafarkerfi Evrópska golfsambandsins verður sameinað öðrum forgjafarkerfum heimsins í eitt alþjóðlegt forgjafarkerfi, World Handicap System. Þessar tvær breytingar eru umtalsverðar og munu hafa mikil og góð áhrif á íþróttina. Þessu til viðbótar er nú að hefjast vinna við breytingar á reglum um áhugamennskuréttindi en óhætt er að segja að kominn sé tími til að nútímavæða þær reglur. Hér á landi látum við ekki nægja að taka við breytingum frá útlöndum, heldur standa einnig merkilegar breytingar fyrir dyrum af okkar eigin völdum. Má þar helst nefna fyrirhugaðar breytingar á tölvukerfi hreyfingarinnar. Á aukaþingi Golfsambands Íslands þann 11. maí sl. var samþykkt einróma af fulltrúum golfklúbbanna að semja við danska hugbúnaðarfyrirtækið Golfbox um rekstur á hugbúnaðarkerfi sambandsins til næstu fimm ára. Allir íslenskir kylfingar þekkja núverandi kerfi sem við, í daglegu tali, köllum golf.is. Kerfið hefur verið hannað og rekið af golfsambandinu, í nánu samstarfi við IOS hugbúnað, síðastliðin 20 ár og hefur kerfið þjónað sambandinu, golfklúbbunum og kylfingum afar vel. Að loknu fjögurra ára rannsóknarferli, sem að kom fjöldi sérfræðinga, var það niðurstaða stjórnar golfsambandsins að hætta þróun okkar eigin kerfis og taka þess í stað upp alþjóðlega og leiðandi hugbúnaðarlausn sem notuð hefur verið af milljónum kylfinga og tugum golfsambanda

8

GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands

undanfarin ár. Um allan heim eru þúsundir hugbúnaðaraðila í stöðugri þróun á nýju viðmóti og tæknimöguleikum, sem golfsambandið mun aldrei getað fylgt eftir í sínu sérsmíðaða kerfi. Golfsamband Íslands er ekki hugbúnaðarfyrirtæki og óhjákvæmilegt er að GSÍ lendi undir í þeirri þróun sem fram undan er, með núverandi kerfi. Af þeim sökum var samþykkt einróma að taka í notkun hið nýja kerfi frá og með næsta ári. Kynning og kennsla á nýja kerfinu mun hefjast þegar nær dregur. Ég óska ykkur gleðilegs sumars með hraðri forgjafarlækkun. Haldið áfram að sveifla. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands


Sterkur á öllum sviðum. Hinn stórglæsilegi GLE jeppi hefur nú verið endurhannaður að utan sem innan. Hann er því snjallari, stærri og glæsilegri en áður. GLE er fáanlegur í sjö manna útgáfu, búinn MBUX margmiðlunarkerfi og hinu háþróaða 4MATIC fjórhjóladrifi. Komdu í heimsókn og búðu þig undir það besta.

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur Mercedes-Benz Íslandi á Facebook og Instagram


OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is


22. júní 2019 – Leirdalsvöllur – Golfklúbbur GKG Tveggja manna Betri Bolti 1. VERÐLAUN

Lúxus golfferð fyrir 2 með GB ferðum

Glæsilegar teiggjafir / Dregið úr skorkortum Kvöldskemmtun og verðlaunaafhending í skálanum að móti loknu um kl. 22.00

Allir velkomnir í fjörið eftir mót. Léttar veitingar og auðvitað Stella Artois!


Gregor Brodie nýr afreksstjóri Golfsambands Íslands:

„Ég tek við góðu búi“ Hann hefur þjálfað atvinnukylfinga á Evrópumótaröð karla, Áskorendamótaröð karla, LET Evrópumótaröð kvenna auk áhugakylfinga í fremstu röð á heimsvísu.

„Mér er sýndur mikill heiður að fá tækifæri til að takast á við þetta áhugaverða starf. Ég er gríðarlega spenntur að hefja þessa vegferð og byggja upp eitthvað sérstakt á komandi árum,“ segir Gregor Brodie nýr afreksstjóri Golfsambands Íslands. Gengið var frá ráðningu Brodie í byrjun mars á þessu ári og hóf hann störf skömmu eftir það. Brodie er fæddur í Skotlandi en hann er 44 ára og er með mikla reynslu og menntun á mörgum sviðum golfíþróttarinnar. Mikill áhugi var á starfinu. Um 40 sóttu um afreksstjórastöðuna, þar af bárust 32 umsóknir frá erlendum aðilum. Brodie tekur við af Jussi Pitkänen sem tók við sem afreksstjóri GSÍ í byrjun árs 2017. Pitkänen lét af störfum nýverið en hann var ráðinn þjálfari hjá Golfsambandi Finnlands. Gregor Brodie er með meistaragráðu í þjálffræði frá íþróttaháskólanum í Birmingham á Englandi. Hann hefur frá árinu 2010 starfað sem PGA-kennari og þjálfari. Brodie hefur frá þeim tíma bætt menntun sína á því sviði með margvíslegum hætti. Þar má nefna að hann er í fámennum hópi PGA-kennara/þjálfara sem eru með ASQ 4-þjálfararéttindi og hann er einnig með Bull3D-réttindi. Á undanförnum misserum hefur Gregory Brodie verið í þjálfarateymi golfsambandsins

12

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ég tek við góðu búi“

í Wales. Hann vann m.a. að afreksstefnu golfsambands Wales fyrir árin 2015–2025. Wales fagnaði Evrópumeistarartitli árið 2017 með Brodie í þjálfarateyminu. Samhliða starfinu í Wales stýrði hann þjálfun afrekskylfinga í Surrey-sýslu og hefur einnig starfað sem PGA-kennari á þekktum golfvallasvæðum á borð við Foxhill Resort og Penny Hill. Eins og áður segir hefur Gregory Brodie mikla reynslu af þjálfun afrekskylfinga. Hann hefur þjálfað atvinnukylfinga á Evrópumótaröð karla, Áskorendamótaröð karla, LET Evrópumótaröð kvenna auk áhugakylfinga í fremstu röð á heimsvísu. Árið 2012 var Gregory Brodie á lista yfir 100 bestu golfþjálfara Bretlandseyja í tímaritinu Golf World. „Ég hef unnið með kylfingum sem koma frá fámennum þjóðum og tekið þátt í því að ná með þeim framúrskarandi árangri. Slík samvinna hefur skilað af sér Evróputitli. Eitt af stóru verkefnunum fyrir mig er að byggja ofan á það góða starf sem

forverar mínir hafa unnið á undanförnum árum. Við eigum að tileinka okkur hugarfar sigurvegarans enn frekar, þora að vera framúrskarandi og takast á við krefjandi verkefni með opnum huga. Ég tek við góðu búi af forvera mínum, Jussi Pitkänen, sem skilaði frábæru starfi. Ég mun ekki breyta miklu. Þess í stað mun ég nýta þann grunn sem er til staðar og þróa starfið enn frekar – og ég er með margar hugmyndir um hvernig við getum gert það. Fyrst um sinn mun ég afla mér upplýsinga um hvernig staðan er og meta síðan hvernig forgangsröðunin verður og á hvað ég mun leggja mesta áherslu. Eins og áður segir er ég glaður og ánægður að fá þetta tækifæri. Verkefni mitt er að aðstoða alla þá sem koma að afreksstarfinu og að Ísland nái enn lengra í golfíþróttinni á komandi árum,“ segir Gregor Brodie nýr afreksstjóri Golfsambands Íslands.


SAGAN, KRAFTURINN OG NÝSKÖPUN. Við veitum betri árangur og gæði hvar og hvenær sem er.

Club Car Tempo 2 manna gol�íll. Vel�búr með þaki, rafdrifinn, CE-merktur, framleiddur í USA. Comfort Grip stýrishjól og Premium sæ�. USB hleðsluinnstunga, hleðslumælir ásamt USB. Hlíf a�an á bílinn fyrir gol�ylfur og poka. Tvískipt lituð framrúða. Verð frá: 1.217.000.- m. vsk og vörugjöldum.

Nýr umboðsaðili Club Car á Íslandi VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is


Nýr veðurvefur blika.is

Besta vorveður á Íslandi í 30–40 ár

14

GOLF.IS - Golf á Íslandi Besta vorveður á Íslandi í 30–40 ár

„Við erum að upplifa besta vorveður hér á Íslandi í 30–40 ár. Það er án efa gleðiefni fyrir kylfinga landsins. Kylfingar fylgjast mikið með veðri og við ætlum að reyna að þjónusta þann hóp á veðurvefnum blika.is,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Nýverið setti Einar nýjan veðurvef í loftið sem heitir blika.is en að verkefninu kemur sonur Einars, Sveinn Gauti. Vefurinn er opinn fyrir alla og þar er hægt að slá inn nöfn á golfvöllum landsins til þess að fá nákvæma veðurspá fyrir golfhringinn. „Við erum með mjög þétt net á mælingunum eða með 3 km millibili. Til samanburðar er yr.no sem margir kannast við með mælingar sem byggjast á upplýsingum með 12 km millibili,“ segir Einar í samtali við golf.is. Eins og áður segir er vefurinn blika.is opinn fyrir alla. Einfalt er að slá inn nafn á viðkomandi golfvelli í leitargluggann á blika.is til þess að fá upplýsingar um veðrið á golfvellinum.


AUKINN HRAÐI OG LENGD MEÐ

Með byltingarkenndri hönnun, loftfræði og CG. SPEEDBACK™ tækni hefur Cobra þróað Aerofficient™ golfhaus sem skilar auknum hraða og lengri höggum. Með CNC Precision milled áferð á höggfleti og Aerofficient™ haus er komin raunveruleg formúla fyrir hámarks hraða.


Apríl var „sjóðheitur“ Golfvellir landsins koma vel undan vetri

Golfvellir landsins koma vel undan vetrinum og lofar það góðu fyrir golfsumarið 2019.

16

GOLF.IS - Golf á Íslandi Apríl var „sjóðheitur“

Aprílmánuður var sá hlýjasti frá upphafi mælinga að Austur- og Suðausturlandi undanskyldu. Meðalhitinn í apríl í Reykjavík var 6,5 gráður en eldra metið var 6,4 gráður (1926 og 1974). Mælingar ná allt aftur til ársins 1870. Sömu sögu er að segja frá Stykkishólmi en þar var meðalhitinn 5,8 gráður í apríl, eldra metið var frá árinu 1974 (5,4 gráður). Mælingar í Stykkishólmi hafa staðið yfir allt frá árinu 1845. Á Akureyri var meðalhitinn 6,8 gráður sem er jöfnun á hitameti í apríl frá árinu 1974. Mælingar hafa staðið yfir á Akureyri allt frá árinu 1880. Golfvellirnir á landinu nutu góðs af þessu hlýja veðri. Í lok apríl og byrjun maí var búið að opna inn á sumarflatir á flestum völlum landsins.

Up og ww


„Vellíðan leikmanna skiptir höfuðmáli því höfum við valið EVY bæði við æfingar og keppni. Í sterkri sól er mikilvægt að vera með sólarvörn sem við getum treyst fullkomlega. Þess vegna er EVY opinber sólarvörn golflandsliðsins“. Jussi Pikanen landsliðsþjálfari

Upplýsingar og sölustaðir www.evy.is

NA

ME

EVY er opinber sólarvörn golflandsliðs Íslands

LI

H

Ú

ÐMÆ

Ð LÆ K


Aukaþing GSÍ 2019

Golfbox samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Tillaga tölvunefndar Golfsambands Íslands þess efnis að GSÍ taki í notkun hugbúnaðarkerfið Golfbox var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á aukaþingi GSÍ sem fram fór laugardaginn 11. maí sl. Stjórn GSÍ fjallaði um málið á síðasta stjórnarfundi sínum þann 28. mars 2019. Á þeim fundi var samningur við Golfbox til fimm ára undirritaður með fyrirvara um samþykki aukagolfþings. Niðurstaða aukagolfþingsins var afgerandi. Gert er ráð fyrir að Golfbox verði komið í gagnið og aðgengilegt fyrir kylfinga á golf.is í byrjun árs 2020. Golfbox hefur frá árinu 2003 rekið og þróað hugbúnaðarkerfi fyrir golfklúbba, golfsambönd og mótshaldara. Kerfið hefur verið í notkun í tugum landa með góðum árangri og er leiðandi lausn á markaði Kerfið býr yfir fullkomnu mótakerfi, nýju forgjafarkerfi (WHS), rástímakerfi og ýmsum öðrum möguleikum sem styðja við starfsemi golfklúbba. „Upplýsingatæknimálin hafa verið ofarlega í umræðunni innan golfhreyfingarinnar árum saman. Við erum stolt af því að hafa í samstarfi við Idega þróað okkar eigið kerfi síðustu tuttugu árin. Við vorum langt á undan öðrum golfsamböndum í þessari þróun og náðum að þjóna okkar golf-

18

GOLF.IS - Golf á Íslandi Aukaþing GSÍ 2019

klúbbum vel. Nú er hins vegar komið að ákveðnum tímamótum. Golfsamband Íslands er ekki hugbúnaðarfyrirtæki og það er mat okkar að við munum aldrei getað elt þær tæknikröfur sem klúbbar og kylfingar munu gera í framtíðinni. Við teljum því tímabært að kaupa þessa þjónustu af Golfbox, sem starfar á alþjóðlegum markaði og þjónustar margar milljónir kylfinga. Idega á mikið hrós skilið fyrir samstarfið undanfarna áratugi og ég vona að kylfingar

okkar kunni að meta það frábæra starf sem unnið hefur verið til þessa,“ sagði Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ. Á aukaþinginu var einnig greint frá því hvernig stefnumótunarvinnu GSÍ fyrir árin 2020–2027 hefur miðað. Nefndir GSÍ hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu í undirbúa stefnumótunarvinnuna. Á aukaþinginu voru helstu niðurstöður kynntar en nánar verður greint frá stöðu mála þegar nær dregur næsta golfþingi.


Vertu framúrskarandi Til að bera af þarf að horfa fram á við og nýta þau tækifæri sem bjóðast hverju sinni. Við aðstoðum og búum þig undir framtíðina með ráðgjöf sem hentar þér. Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt að vera lipur til að aðlaga sig að nýjum aðstæðum. Þekking á atvinnulífinu, víðsýni og alþjóðleg tenging gerir ráðgjafana okkar að réttum samstarfsaðilum.

Kynntu þér þjónustu okkar á kpmg.is eða hafðu samband í síma 545 6000.

kpmg.is


Special Olympics

Frábær árangur hjá Íslendingunum Heimsleikar Special Olympics fóru fram miðjan mars í Abu Dhabi. Alls tóku 192 þjóðir þátt og um 150 Íslendingar voru í Abu Dhabi í tengslum við heimsleikana, keppendur og aðstandendur þeirra. Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í golfkeppninni á Special Olympics og stóðu þeir sig gríðarlega vel. Elín Fanney Ólafsdóttir, Ásmundur Þór Ásmundsson og Pálmi Þór Pálmason kepptu fyrir Íslands hönd og stóðu sig með prýði eins og áður segir. Ásmundur Þór gerði sér lítið fyrir og nældi í silfurverðlaun. Elín Fanney og Pálmi Þór voru hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall. Sannarlega glæsilegur árangur.

20

GOLF.IS - Golf á Íslandi Special Olympics

Elín og Pálmi kepptu í hópi 5 þar sem leiknir voru fjórir 18 holu keppnishringir. Ásmundur Þór keppti í hópi 6 þar sem leiknar voru 9 holur á fjórum keppnisdögum. Aðstæður voru krefjandi þrátt fyrir að hitastigið væri á bilinu 25–27 gráður. Vindurinn lék stórt hlutverk á keppnisvellinum og sandfok var annað slagið í mestu hviðunum Pálmi Þór sýndi miklar framfarir á mótinu og bætti sig verulega á þremur síðustu

hringjunum. Pálmi endaði í 4. sæti en hann lék hringina fjóra á (90-86-81-87) höggum. Elín Fanney varð fyrir því óláni að snúa sig illa á ökkla eftir þriðja hringinn. Hún sýndi því mikla hörku á lokahringnum þar sem hún lét meiðslin ekki hafa áhrif á sig. Elín endaði í fjórða sæti en hún lék hringina fjóra á (100-117-118-109) höggum. Ásmundur Þór gerði sér lítið fyrir og fékk silfurverðlaun í sínum flokki. Hann lék hringina fjóra á (55-65-65-61) höggum.


Gæða golfvörur og gott verð Troðfull búð. Komdu til okkar í Ármúla 40.

Af hverju Golfstream Vision? • Létt og meðfærileg. • Vegur rúm 9 kg m/rafhlöðu. • Einföld samsetning. Eitt handtak. • Mjög stöðug með hljóðlátan mótor.

Callaway og Lynx golfkylfur fyrir alla getuhópa.

• Mjúk dekk sem drífa betur.

Vortilboð kr. 107.500

Golffatnaður frá Callaway, Proquip, Nike, Stromberg og fl.

Barnagolf Vönduð barnagolfsett og stakar kylfur frá Lynx.

Laser fjarlægðarmælar. Verð frá kr. 19.900

Byrjendasett 1/1 og ½ með grafít- og stálsköftum. ½ sett í poka frá kr. 29.900. 1/1 sett í poka frá kr. 49.900.

Opið: ga Virka da 8 10–1 aga Laugard 5 1 – 11

Golfpokar frá Callaway, Lynx ofl. Lynx Waterproof kr. 34.900. Callaway Chev kr. 22.700.

Rovic frá Callaway kr. 33.400. Mikið úrval af 3 – 4 hjóla kerrum. Ármúla 40 • Sími 553 9800 • www.golfbrautin.is


dúxaði í golfreglunum Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2018, er nýliði á LET Evrópumótaröðinni. Keiliskonan náði bestum árangri allra nýliða á golfregluprófi sem LET og R&A lögðu fyrir alls 41 nýliða á LET Evrópumótaröðinni. Þetta er fimmta árið í röð sem þessi háttur er hafður á hjá nýliðum á LET Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hafa báðar þreytt slíkt golfreglupróf. Prófið er tekið á vefsíðu R&A og þar er farið yfir helstu golfreglurnar. Allir nýliðar á LET verða að þreyta þetta próf. Mike Round, þróunarstjóri hjá LET, segir að prófið sé nauðsynlegt fyrir alla kylfinga og sérstaklega atvinnukylfinga. „Hvert högg í keppni hjá atvinnukylfingum skiptir máli. Þeir sem eru vel að sér í golfreglunum geta komið í veg fyrir að tapa höggi eða höggum vegna vankunnáttu í golfreglunum. Góð þekking á reglunum gerir

22

GOLF.IS // Guðrún Brá dúxaði í golfreglunum

það að verkum að kylfingar verða síður taugaóstyrkir þegar þeir þurfa að taka ákvarðanir úti á vellinum sem tengjast golfreglunum. Við viljum að kylfingum gangi vel úti á vellinum og þeim sem ná að halda ró sinni og líður vel gengur oftast betur,“ segir Round m.a. í fréttatilkynningu frá LET. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ afhenti Guðrúnu Brá verðlaunagrip og skjal fyrir árangurinn á golfprófinu hjá LET og R&A. Athöfnin fór fram á aukaþingi GSÍ sem fram fór í Laugardalshöll þann 11. maí.


LÆKKAÐU VERÐIÐ MEÐ VILDARPUNKTUM

Hvað átt þú marga punkta? Nýttu þér Punkta og peninga og láttu Vildarpunktana þína ganga upp í golfferðina. Kannaðu stöðuna. Verðið gæti komið þér ánægjulega á óvart. + icelandair.is Skemmtileg staðreynd: Þú safnar líka punktum þegar þú bókar flug með punktum

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 89266 08/18

Punktar og peningar


Golf er heilsubót Eins og allir kylfingar vita reynir golf bæði á hug og líkama. Vera kann að golf sé ekki almennt talið mjög krefjandi líkamlega. Það felur eigi að síður í sér útivist og röska göngu, þar sem hraðinn er um 6–7 km á klst, í nokkrar klukkustundir í senn. Hugurinn verður fyrir stöðugri örvun svo takast megi á við hinar margvíslegu áskoranir sem við mætum á vellinum. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um heilsufarslegan ávinning af golfiðkun án þess að á hann hafi verið lögð mikil áhersla. Því er vert að spyrja: Hversu hollt er golf í raun fyrir líkama og sál?

24

GOLF.IS // Golf er heilsubót


dobia.is

ecco er stoltur styrktaraðili Ólafíu Þórunnar.

„Ég vel ecco því þeir eru einfaldlega þægilegastir“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur.

DÖMUR

BIOM HYBRID 3 24.995 KR.

ÚTSÖLUSTAÐIR

HERRAR

ECCO GOLF SOFT 19.995 KR.

BIOM HYBRID 3 24.995 KR.

BIOM HYBRID 3 BOA 28.995 KR.

BIOM HYBRID 3 26.995 KR.

BIOM HYBRID 3 BOA 28.995 KR.

Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík · Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík · Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi · Axel Ó. - Vestmannaeyjum · Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík


1. Hjartaheill – Hreyfing kemur blóðinu af stað. Það að ganga og sveifla kylfunni ásamt því að bera golfpokann eða draga kerruna eykur hjartsláttartíðni og blóðflæði. Líkur á kvillum á borð við heilablóðfall og sykursýki minnka auk þess sem til mikils er að vinna með því að lækka blóðþrýsting og skaðlegt kólesteról, sérstaklega ef mataræði er hollt og lífsstíll heilbrigður. Samkvæmt norska golfsambandinu er hjartsláttartíðni kylfings við golfiðkun að jafnaði um 100 slög á mínútu í tvær til fimm klukkustundir í senn.

Heilsufarsávinningur af golfiðkun er mun meiri en við flest gerum okkur grein fyrir. Golfiðkun hefur mun meiri og víðtækari áhrif á líðan okkar en við höfum til þessa gert okkur í hugarlund. Með tilliti til þess hve ólíkar kröfur hver golfvöllur gerir til fólks á öllum aldri, þá er golf ákaflega góð leið til að hvetja fólk til heilsubótar og gera því kleift að hreyfa sig.

2. Örvar heilann – reglubundin, dagleg ganga vinnur gegn minnistapi. Clive Ballard, sem stýrir rannsóknum hjá Alzheimer‘s Society, segir: „Hvort sem um er að ræða skokk eða göngu á golfvellinum er hreyfing fyrirtaks leið til að halda hjarta og heila heilbrigðum. Reglubundin hreyfing tryggir gott blóðflæði til heilans, sem er nauðsynlegt svo hann starfi betur til lengri og skemmri tíma.“ 3. Aukakílóin burt – Oft er talað um að leiðin til að léttast sé að ganga tíu þúsund skref á dag. Til samanburðar er því marki auðveldlega náð á átján holum, þ.e. ef leikið er golf á tveimur jafnfljótum fremur en að nota golfbíl. Norska golfsambandið hefur tekið saman nýlegar rannsóknarniðurstöður frá Japan, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð auk þarlendra aðila, en þær sýna að karlkyns kylfingur brennir um 2.500 hitaeiningum á átján holum. Konur brenna um 1.500 hitaeiningum. 4. Minnkar streitu – Ánægjan sem við fáum af því að ganga utandyra, í fersku lofti og góðum félagsskap ásamt því að leysa krefjandi þrautir framkallar endorfín, sem stuðlar að bættri andlegri líðan, gerir okkur glaðlyndari og hjálpar okkur að slaka á. 5. Betri svefn – Hreyfing og ferskt loft stuðla að bættum svefni. Regluleg hreyfing getur hjálpað fólki að sofna fyrr og ná lengri tíma í djúpum svefni. Svefn liðkar fyrir endurheimt í vöðvum eftir áreynslu og meiðsli. 6. Lág slysatíðni – Golf er örugg íþrótt eða tómstundaiðja í þeim skilningi að kylfingur gengur á mjúku og hæfilega ósléttu undirlagi. Margir þeirra sem e.t.v. eru komnir af léttasta skeiði kjósa því að leggja stund á golf, m.a. til að brenna hitaeiningum án mikillar hættu á meiðslum. 7. Lengir lífið – Oft er talað um að hláturinn lengi lífið. Hið sama má segja um golf, ef marka má afar áhugaverða rannsókn sem stýrt var af Anders Ahlbom, prófessor hjá hinni virtu Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Þar kom í ljós að dánartíðni meðal sænskra kylfinga var 40% lægri en meðal Svía almennt. Þetta segja vísindamennirnir að megi umreikna yfir í fimm ára viðbótarlíftíma

26

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf er heilsubót

ö


ERT ÞÚ MEÐ ÞREYTTA FÆTUR?

Ef þú finnur fyrir óþægindum í baki, mjöðmum, hnjám eða fótum væri gott fyrir þig að koma í göngugreiningu. Bókanir á www.gongugreining.is og í síma: 55 77 100

Foot Joy golfskórnir Bæði til með skrúfuðum og föstum stöðugum tökkum. TIl í breiddum og öllum stærðum karla og kvenna. Henta frábærlega fyrir sérsmíðuð innlegg

Feetures sokkarnir Frábærir í golfið, stuðningur undir ilina, höggdempun undir hælum og tábergi. Það er sér saumur fyrir hægri og vinstri fót. Sokkarnir koma í þykktum og lengdum. Einnig til þrýstisokkar og sér sokkar fyrir iljarfellsbolgu (plantar faciiitis).

OOFOS® Heilsusandalarnir veita stuðning undir iljarnar sem hjálpar að dreyfa álaginu á hæla, iljar og táberg eins vel og hægt er. Þess vegna mæla sjúkraþjálfarar og fótaaðgerðafræðingar með OOFOS®.

S: 55 77 100 www.gongugreining.is


Í júlí 2015 birtist grein í New York Times þar sem fjallað var um niðurstöður tveggja rannsókna sem auðveldlega má heimfæra á golfiðkun. Þar kom fram að „ganga í almenningsgarði rói hugann og breyti um leið starfsemi heilans í átt til bættrar andlegrar heilsu“.

Golfbílar eru ekki sjálfsagðir Notkun golfbíla er útbreidd víða um heim og það getur því verið mjög auðvelt að

Hvaða hlutverki gegna hönnuðir í þágu lýðheilsu? Við sem hönnum golfvelli þurfum að halda vöku okkar og leita allra leiða til að draga úr þörf á golfbílum. Skylda okkar er að gera kylfingum eins auðvelt og kostur er að ganga vellina, því umrædd heilsufarsleg áhrif eru og verða líklega meðal þýðingarmestu eiginleika golfleiksins á komandi áratugum. Aukin áhersla á auðgengna velli er þannig mikilvæg til að tryggja að golfíþróttin hafi áfram þýðingarmiklu hlutverki að gegna í samfélaginu og eigi jafnframt bjarta framtíð?. Eftir Edwin Roald

stökkva um borð í einn slíkan, fremur en að ganga. Þótt golfbílar gegni vissulega ákveðnu hlutverki, m.a. til að gera golf aðgengilegt eldra fólki og öðrum sem glíma við fötlun eða veikindi. Kylfingar ættu að reyna eftir fremsta megni að segja nei við golfbílnum og leika golf á tveimur jafnfljótum, eins og það er og hefur alltaf verið stundað í sinni hreinustu mynd, og njóta þannig hins margþætta heilsufarslega ávinnings sem hér hefur verið nefndur.

Motocaddy er málið Tekur lítið pláss samanbrotin

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar 28

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf er heilsubót

lilja@vegaljos.is

www.vegaljos.is


UPPLIFÐU FRELSIÐ MEÐ BERUM AUGUM

EKKI MISSA AF DRAUMAHÖGGINU Vissir þú?

ÁTTA AF HVERJUM TÍU SEM KOMA Í FORSKOÐUN GETA LOSNAÐ VIÐ GLERAUGUN

PANTAÐU TÍMA Í FORSKOÐUN

s. 577 1001 sjonlag.is eða heilsuvera.is

Það er ekki bara ein leið í boði til að losna við gleraugun. Sjónlag er í fararbroddi á landinu hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. AUGNSKOÐUN | AUGNLÆKNINGAR | LASERAÐGERÐIR | AUGNSTEINASKIPTI GLÆSIBÆR – ÁLFHEIMAR 74 – 5. HÆÐ - 104 REYKJAVÍK

SJÁÐU BETUR


Íslensk getspá styður Einherjaklúbbinn

„Hola í höggi er ekki bara heppni“ Draumahöggið í golfi er að sjálfsögðu að fara holu í höggi. Á hverju ári ná vel á annað hundrað kylfingar á Íslandi að slá draumahöggið. Íslensk getspá hefur á undanförnum árum verið í samstarfi við Einherjaklúbbinn og GSÍ. Einherjaklúbburinn er án efa vinsælasti golfklúbbur landsins. Hið farsæla samstarf mun halda áfram en samningur þess efnis var undirritaður nýverið. Halldóra María Einarsdóttir markaðsstjóri Íslenskrar getspár og Stefán Garðarsson markaðsstjóri GSÍ skrifuðu undir samninginn. Kylfingar sem slá draumahöggið á árinu 2019 skrá afrekið inn á vefsíðuna einherjaklubburinn.net. Að lokinni skráningu fá kylfingarnir pokamerki og viðurkenningarskjal í boði Íslenskrar getspár. DRAUMAHÖGGIÐ Á hverju ári eru um 150.000 draumahögg slegin á heimsvísu. Allir kylfingar hafa látið sig dreyma um að fara holu í höggi en hverjar eru líkurnar á því að slíkt gerist? 12.500 – Meðalkylfingur þarf 12.500 tilraunir til þess að ná því að fara holu í höggi. 5.000 – Lágforgjafarkylfingur þarf um 5.000 tilraunir til þess að slá boltann ofan í holuna í teighögginu. 2.500 – Atvinnukylfingar þurfa aðeins færri tilraunir, eða um 2.500, til þess að sjá boltann detta ofan í holuna eftir upphafshöggið. 51 – Oftast allra – heimsmet: Bandaríkjamaðurinn Mancil Davis er sá kylfingur sem hefur oftast farið holu í höggi. Davis er PGAkennari og hefur slegið draumahöggið í 51 skipti á ferlinum.

30

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Hola í höggi er ekki bara heppni“

200 ára biðtími – Meðalkylfingur þarf 200 ár til þess að ná draumahögginu en þeir kylfingar sem leika 75 hringi að meðaltali á ári þurfa aðeins að bíða í 30 ár eftir að ná því að fara holu í höggi. Þriðjudagar – Á hvaða vikudegi eru mestar líkur á því að fara holu í höggi? Jú, það er á þriðjudögum, samkvæmt tölfræðisamantekt á heimsvísu. Lengsta færið: Mike Crean dúndraði boltanum ofan í holuna af 472 metra færi á par 5 holu á golfvelli í Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Hann gat reyndar stytt sér leið með því að slá yfir skóg, sem hann gerði, og niðurstaðan var fullkomin.

1% KYLFINGA Á ÍSLANDI Samkvæmt tölfræði sem birt er á vef Einherjaklúbbsins á Íslandi fara 1% kylfinga landsins holu í höggi árlega. Rétt tæplega þó, því 130–140 draumahögg eru slegin árlega af íslenskum kylfingum. Ragnar Einarsson er yngsti íslenski kylfingurinn sem hefur farið holu í höggi. Hann var sex ára árið 1994 þegar hann fór holu í höggi. Arnar T. Sigþórsson er elsti íslenski kylfingurinn sem hefur afrekað að fara holu í höggi. Hann var 98 ára gamall árið 1985 þegar hann sló draumahöggið.

ww

Skú


GARÐVERKFÆRIN FÁST Í SINDRA

www.sindri.is / sími 575 0000 Skútuvogi 1 - Reykjavík I Viðarhöfða 6 - Reykjavík I Bæjarhrauni 12 - Hafnarfjörður


Guðmundur Ágúst Kristjánsson stefnir hátt í atvinnumennskunni

„Læt mig dreyma um að komast á risamótin“ Í febrúar á þessu ári sigraði Guðmundur Ágúst Kristjánsson á sínu fyrsta atvinnumóti. GR-ingurinn, sem er fæddur árið 1992, hefur lengi verið í fremstu röð kylfinga á Íslandi. Guðmundur er í fámennum hópi íslenskra kylfinga sem hafa náð að landa sigri á atvinnumóti. Þórður Rafn Gissurarson, Axel Bóasson, Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst eru þeir einu sem hafa náð slíkum áfanga. Golf á Íslandi settist niður með Guðmundi á dögunum þar sem við ræddum um allt á milli himins og jarðar. „Ég byrjaði mjög ungur að slá golfbolta og leika mér. Óli B. Jónsson, langafi minn og fyrrum knattspyrnumaður og þjálfari, var sá sem kom með golfið inn í fjölskylduna. Golfið hefur því alltaf verið í kringum mig þar sem margir úr fjölskyldunni spila golf. Þegar ég fór til Flórída fjögurra ára gamall fékk ég mínar fyrstu golfkylfur. Þær smellpössuðu fyrir mig og áhuginn var mikill. Ég fór að æfa hjá Golfklúbbi Reykjavíkur þegar ég var 7 ára,“ segir Guðmundur þegar hann var inntur eftir því hvernig hann byrjaði í golfi.

32

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Læt mig dreyma um að komast á risamótin“

„Ég á margar minningarnar frá golfvellinum þegar ég var að byrja. Oftast var ég bara að þvælast með mömmu og pabba í golfi. Ég man eftir atviki á Korpunni á gömlu 15. brautinni sem var alltaf kölluð Skeifan. Þar var einhver á eftir okkur og fannst við vera lengi að spila. Hann fór bara fram úr okkur án þess að spyrja. Ég man að pabbi var ekkert sérstaklega ánægður með það. Líklega hef ég verið 6–7 ára á þessum tíma. Það eru einnig margar minningar tengdar golfæfingum hjá GR. Reglukvöldin hjá Hinriki Gunnarssyni voru áhugaverð. Já, við sátum á skólabekk hvað reglurnar varðaði og þar stjórnaði Hinni með sínum hætti. Hann var oft með mjög skrítnar spurningar sem

mér þótti fyndnar. Krakkarnir í GR voru því vel að sér í reglunum, þökk sé Hinna blessuðum. Haraldur Þórðarson var fyrsti golfkennarinn sem ég æfði hjá. Síðar tók Derrick Moore við og fleiri. Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson voru byrjaðir að æfa á þessum tíma. Guðni Fannar Carrico, vinur minn úr Seljahverfinu, var einnig að æfa og það hjálpaði mikið. Minningin frá fyrsta meistaramótinu er að ég náði að leika 18 holur undir 130 höggum. Mér fannst það geggjað á þeim tíma. Í dag hef ég náð að leika 36 holur undir 130 höggum og viðmiðin hafa aðeins breyst.“

Markaskorari í fótbolta sem valdi golf „Mér fannst ég ekkert sérstaklega góður þegar ég byrjaði. Með æfingunni varð ég betri. Ég var líka í fótbolta á yngri árum. Ég fór snemma heima úr 5. flokks mótinu á Akureyri, sem heitir í dag N1-mótið, til þess að keppa á stigamóti unglinga. Ég endaði þar í 2. sæti í mínum aldursflokki. Á þeim tíma áttaði ég mig á því að ég væri betri í golfi en fótbolta. Mér fannst gaman í fótbolta, byrjaði fyrst í Val en fór síðan yfir í mitt félag, ÍR. Ég var að sjálfsögðu framherji þegar ég spilaði. Vildi bara skora mörk.


BIG MAX

AQUA HYBRID Burðarpoki með frábærri vatnsvörn og passar líka vel á kerrur

Valin kerra ársins tvö ár í röð hjá Golf Digest

29.900 kr.

BIG MAX BLADE IP Einnig til í svörtu.

Aðeins 6,5 kg og samanpökkuð 12,5 x 62 x 88 cm.

VERÐ AÐEINS 39.800 kr.

BIG MAX AQUA V-4 Nýi AQUA V-4 er einn allra best skipulagði og vatnsheldi kerrupokinn á markaðnum í dag. Ekki skemmir frábær hönnun og útlit og mikið úrval af litum.

VERÐ AÐEINS 39.900 kr. Við kappkostum ávallt að eiga gott úrval af pokum, kerrum og aukahlutum.

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is

Bakrunnsmynd er frá Bonalba

Ótrúleg hönnun og er einhver allra þægilegasta kerra sem hefur komið á markað. Þú pakkar henni á nokkrum sekúndum þar sem hjólin leggjast sjálfkrafa út þegar kerran er lögð saman.


Guðmundur ólst upp í Seljahverfinu þar sem hann býr enn. Hann þakkar foreldrum sínum fyrir allt skutlið upp á golfvöll.

Ættartréð:

Guðný María Guðmundsdóttir móðir Guðmundar er oft aðstoðarmaður hans á golfmótum

Foreldrar Guðmundar eru Kristján Ágústsson og Guðný María Guðmundsdóttir. Systur hans eru Karen Ósk (1997) og Katrín Lind (2004). Afi og amma í föðurætt eru Ágúst Ögmundsson og Elínborg Kristjánsdóttir. Afi og amma í móðurætt eru Guðmundur Hallvarðsson og Hólmfríður María Óladóttir. Handboltinn kom einnig við sögu, líklega í kringum árið 2004 þegar Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Patrekur Jóhannesson voru aðalkallarnir.“

PIN CODE

ALARM

Sláttu-

Guðmundur ólst upp í Seljahverfinu þar sem hann býr enn. Hann þakkar foreldrum sínum fyrir allt skutlið upp á golfvöll.

Vinna og skemmtun á golfvellinum „Það var góður andi hjá afrekskylfingunum á mínum aldri þegar ég var að byrja að vinna sem unglingur. Margeir Vilhjálmsson, sem var framkvæmdastjóri GR á þeim tíma, reddaði okkur öllum vinnu frá 7–11. Síðan var hádegismatur og eftir það var farið að æfa og spila fram á kvöld. Svona voru virku dagarnir. Mér fannst þetta skemmtileg

34

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Læt mig dreyma um að komast á risamótin“

rútína og gott að fá smá pening fyrir að vinna.“ „Líklega höfum við verið um fimmtán manna hópur fæddir 1989–1993. Við vorum meira í Grafarholtinu að vinna og þegar leið á tvístraðist hópurinn aðeins. Ég á margar góðar minningar frá tímanum þegar við sáum um golfvöllinn í Hvammsvík í Kjós. Þar vorum við saman, ég, Guðni Fannar Carrico, Magnús Sigurðsson, Snorri Páll Ólafsson og Haraldur Franklín Magnús. Eftir að Snorri Páll hætti var ég sá eini sem kunni að slá flatirnar með handsláttuvélinni. Haraldur og Magnús fóru í ýmis sérverkefni sem voru ekki alltaf vel heppnuð. Haraldur flaggaði KR-fánanum einu sinni á planinu við klúbbhúsið. Það var ekki vel liðið og við fengum skammir fyrir.“

Mikilvægt að unglingar eigi athvarf í klúbbhúsinu „Ég hef ekki sterkar skoðanir á því hvernig á að fjölga yngri kylfingum. Það sem ég veit er það þarf að sinna þeim sem sýna þessu áhuga. Það voru margir strákar í kringum mig sem spiluðu mikið og kepptu - án þess að ætla sér eitthvað með þetta. Þeir vildu bara vera með og hafa gaman. Þessar týpur


eru nauðsynlegar til þess að búa til góðan hóp. Stundum fór maður bara upp í Grafarholt og gerði nánast ekki neitt eins og unglingar gera. Kjallarinn í klúbbhúsinu var okkar svæði, undir hringstiganum, og þar eyddum við oft miklum tíma. Eins og unglingar gera. Ég held að það sé mikilvægt fyrir unga kylfinga að eiga „sitt svæði“ í klúbbhúsinu. Eins og ég sagði áðan þá gera unglingar mikið af því að gera ekki neitt. Af hverju ekki að leyfa þeim að gera það uppi á golfvelli?“

Eðlisfræði og golf í Bandaríkjunum

Eitt mest vaxandi golfmerki í heiminum

Guðmundur lauk stúdentsprófi frá MS og hafði úr nokkrum skólum að velja þegar hann hóf nám í bandaríska háskólanum East Tennessee State. „Pabbi á stóran þátt í því að ég fór í bandarískan háskóla. Hann dró vagninn með umsóknarferlið og allar pælingarnar sem þarf fyrir slíkt. Þetta er stórt ferli. Ég var í Menntaskólanum við Sund. Haustið 2010 var ég lítið í skólanum og tók sénsinn á að keppa á sterkum áhugamótum víðsvegar um heiminn. Markmiðið var að bæta stöðuna á heimslistanum og opna fleiri möguleika varðandi háskólalið. Ég fór á Duke of York mótið og sigraði þar og fór á mörg mót í Bandaríkjunum. Málið er að þjálfarar í Bandaríkjunum taka mest mark á mótum í þeirra eigin landi. Þeir þekkja styrkleika mótanna og taka frekar eftir manni. Ég hafði úr nokkrum möguleikum að velja þegar upp var staðið. Augusta State, Charlotte og Stanford komu til greina. Ég sé kannski mest eftir því að hafa ekki lagt mig meira fram við að komast í Stanford. En það er önnur saga. Ég fór að lokum í East Tennessee State og það var góður skóli fyrir mig á þeim tíma.“

Þjálfarar sem öskra Guðmundur segir að það hafi oft verið erfitt að tækla lífið einn í fjarlægu landi. „Það voru mikil viðbrigði fyrir mig að fara einn út og tækla lífið. Þjálfarar í háskólanum eru ekki eins og þjálfarar og hér heima. Þeir eru meira í ætt við liðsþjálfara. Það er öskrað á þig ef þú stendur þig ekki. Líkt og í körfuboltaleik eða slíkt. Það var

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

GOLF.IS

35


lærdómsríkt fyrir mig að læra að standa mig í þessum aðstæðum. Stundum langaði mig bara að pakka saman og segja þjálfaranum það sem ég var að hugsa. Ég barðist bara í gegnum þetta og reyndi að læra af þessu. Það sem ég lærði mest af var að starfa með fólki sem er stundum mjög erfitt í samskiptum. Námið í eðlisfræðinnni gekk vel og smátt og smátt fór mér að líða betur. Eftir á að hyggja þá þurfti ég á þessari reynslu að halda. Slæmu hringirnir mínir eru mun betri en áður - og það telur mikið þegar upp er staðið. Í fyrra var lélegasti hringurinn minn 75 högg, sem er lélegt sem atvinnumaður, en er samt langt frá því sem ég gerði áður þegar ég átti slæman dag.“ Fyrsti sigurinn í háskólagolfinu mikilvægur Eins og áður segir stundaði Guðmundur Ágúst nám á eðlisfræðibraut í MS og einnig í East Tennessee State. „Ég fékk alveg nóg af náminu seint á þriðja árinu mínu. Á þeim tíma sigraði ég á tveimur háskólamótum og komst í lokaúrslit NCAA. Á þeim tíma fann ég að golfið yrði nr. 1 hjá mér, eðlisfræðin mátti bíða betri tíma.“ Guðmundur Ágúst komst inn í einstaklingskeppnina á meistaramóti National Collegiate Athletic Association eða NCAA árið 2015. Aðeins tveir íslenskir kylfingar hafa náð þeim árangri. Guðmundur Ágúst og Úlfar Jónsson, sexfaldur Íslandsmeistari og núverandi íþróttastjóri GKG. „Liðið mitt komst ekki inn í lokamótið en ég komst inn vegna góðs árangurs í einstaklingskeppninni. Þarna mæta til leiks allir bestu háskókakylfingar Bandaríkjanna. Vellirnir sem notaðir eru á þessu móti eru gríðarlega langir og erfiðir. Skorin eru því ekki lág og allt annað golf í gangi en t.d. á PGA atvinnumóti. Aðstæður hjá East Tennessee State til æfinga og keppni voru fyrsta flokks. Við spiluðum marga geggjaða velli á svæðum sem fáir komast inn á. Æfingasvæðið á háskólasvæðinu var magnað, ProV1 æfingaboltar, Trackcman, myndavélakerfi, risapúttflöt og vippæfingaaðstaða. Allt þetta var á háskólalóðinni. Ég átti ekki bíl og gekk bara á æfingasvæðið frá heimili mínu. Það tók tíma að átta sig á samfélaginu í kringum East Tennessee State. Þar sem háskólar eru í Bandaríkjunum verður samfélagið öðruvísi. Meira frjálslyndi og umburðarlyndi. Í liðinu mínu voru margir Evrópubúar. Ég bjó í íbúð með Pólverja, Adrian Meronk, sem leikur í dag á Áskorendamótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu. Ég fylgist því vel með honum.“

Árið 2015 var gott ár „Fyrsti sigurinn í háskólagolfinu er einn af hápunktunum á ferlinum fram til þessa og eitt af því mikilvægasta sem ég hef náð sem kylfingur. Ég lék einn hring á -9 og samtals á -17 og sigraði. Þarna var ég að leika á mjög lágu skori. Skor sem gæti dugað til sigurs á Evrópumótaröðinni. Til samanburðar sigraði ég á Duke of York á +4 samtals í hífandi roki. Ég náði að sigra á tveimur mótum á háskólaferlinum, reyndar deildi ég efsta sætinu á öðru þeirra en það er skráð sem sigur. Árið 2015 var gott ár, ég náði 3. sætinu í höggleiknum á Opna áhugamannamótinu og náði á topp 30 á Evrópumóti einstaklinga í Slóvakíu um haustið. Og ég náði að spila á 29 höggum á 9 holum á Evrópumóti einstaklinga. Það var eitthvað sem mig langaði að gera og ná.“

Æfingaferð á Sea Island og nýtt upphaf „Árin 2013 og 2014 voru erfið. Þar náði ég botninum á mínum ferli í háskólanum. Mér fannst erfitt að fara út í janúar eftir að hafa verið heima yfir jólin. Það var ekkert sérstaklega hlýtt í janúar og það var skelfilegur mánuður fyrir mig. Um haustið 2014 sagði þjálfarinn við mig að ég þyrfti að laga minn leik og tækni - annars yrði ég settur út. Hann sendi mig til Sea Island þar sem ég fékk yfirhalningu frá tveimur frábærum þjálfurum. Mike Shannon tók púttin hjá mér en hann þjálfaði m.a. Tiger Woods þegar hann var uppi á sitt besta.

36

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Læt mig dreyma um að komast á risamótin“

Todd Anderson tók síðan sveifluna hjá mér í gegn en hann hefur m.a. þjálfað Billy Horschel. Ég trúði því í rúm 2 ár að ég gæti „hjakkað“ mig sjálfur út úr þessu. Það var allt lélegt sem ég gerði og sjálfstraustið ekkert. Hinn venjulegi kylfingur getur ekki ímyndað sér hversu léleg golfhögg maður getur slegið. Skorið gefur ekki alltaf réttu myndina af því hvernig við erum að slá frá teig að flöt. Stutta spilið og púttin eru oftast í lagi og það bjargar skorinu. Þessi æfingaferð breytti öllu og hjálpaði mér mikið.“

Markvissari æfingar og meiri högglengd Arnar Már Ólafsson er þjálfari Guðmundar í dag en þeir hafa starfað saman allt frá árinu 2016. „Arnar Már er í dag hjá GKG en ég flaug mikið út til Berlínar þegar hann var þar að kenna. Við náum vel saman og það skiptir öllu máli. Við hittumst ekki oft en tökum tarnir þegar tími gefst. Hann



Ég ætlaði mér alltaf í atvinnumennsku. Það var engin spurning eftir háskólanámið. Ég er með BS-gráðu í eðlisfræði en það bíður betri tíma. veturinn.

Helstu titlar á ferli Guðmundar Alþjóðlegt áhugamannamót Duke of York 2010 Háskólamót í Bandaríkjunum Seminole Intercollegiate 2015 The Greenbrier Collegiate Invitational 2015 Stigamótaröð GSÍ: Íslandsmótið í holukeppni 2013 Securitasmótið - GR bikarinn 2018 Klúbbmeistari GR 2010 og 2017 Unglingamótaröð GSÍ: Íslandsmeistari: 2005, 2006, 2008, 2010 Íslandsmeistari í holukeppni: 2005, 2007, 2008, 2009 Atvinnumót: Nordic Tour, Mediter Real Estate Masters 2019 hefur hjálpað mér mikið og sérstaklega í að bæta högglengdina. Ég hef markvisst unnið að því að bæta högglengdina. Líkamsræktin er stór þáttur í því en Vilhjálmur Steinarsson hefur aðstoðað mig mikið og bætt mig. Arnar Már lætur mig bara slá eins langt og ég get á æfingum. „Lúðraðu þessu eins langt og þú getur í 50 skipti,“ eru skilaboðin frá honum. Og síðan aftur og aftur. Árangurinn er töluverður. Kylfuhraðinn var 109 mílur á klukkustund en ég náði að komast upp í 121 mílu á klukkustund um síðustu jól. Venjulegur kylfuhraði er í dag um 112 hjá mér. Upphafshöggin hafa lengst mikið, úr um 240 metrum í 270 metra. Það breytir öllu til að eiga meiri möguleika á að koma boltanum nálægt holu. Meðalskorið í fyrra var 70,8 og ég finn að ég get bætt það töluvert. Ég ætlaði mér alltaf í atvinnumennsku. Það var engin spurning eftir háskólanámið. Ég er með BS-gráðu í eðlisfræði en það bíður betri tíma. Að ná árangri og ná langt í golfinu er það eina sem ég hugsa um og ætla að gera þessa stundina. Á síðustu árum hef ég breyst sem persóna. Þá á ég við að mér er alveg sama hvað öðrum finnst og hvað aðrir eru að gera. Það eina sem ég hugsa er hvernig næ ég árangri. Ég er eigingjarnari á þann tíma sem ég þarf til að gera það sem þarf til að ná langt. Í stuttu máli þá vel ég að gera það sem gerir mig betri í golfi. Allt annað er aukaatriði.

Svefn og endurheimt Það kostar peninga að ná langt og taka þátt í öllum þessum mótum. Peningavitundin hefur breyst mikið hjá Guðmundi að hans sögn. „Ég get ekki verið með samviskubit yfir því að hlutirnir kosta stundum mikið. Svona er þetta bara. Við strákarnir á Nordic Tour reynum að spara með því að leigja okkur íbúðir saman og elda heima. Það einfaldar lífið. Það er bara geggjað þegar við eldum saman strákarnir. Fajitas kjúklingavefja er minn réttur og góður morgunmatur er lykilatriði. Réttur matur er hluti af því að ná árangri. Svefninn er einnig mikilvægur og ég hef áttað mig betur á því eftir því sem árin líða. Ég er með betri rútínu í svefninum. Reyni alltaf að ná 8 tíma svefni og sofa ekki mikið lengur en 10 tíma ef maður kemst upp með það. Ef ég er ekki með nein plön að morgni til þá vakna ég samt og held rútínunni. Ég hlustaði um daginn á Podcast með LeBron James körfuboltamanni í NBA-deildinni. Svefn og endurheimt var nánast það eina sem hann talaði um. Ef maður er ekki ferskur á æfingasvæðinu þá er lítið gagn í æfingunni. Ég hef minnkað æfingamagnið á undanförnum árum en aukið gæðin í æfingunum í staðinn. Það eru ýmsar leiðir í atvinnumennskunni til að komast inn á mót og nýta þau tækifæri til að komast enn lengra. Haraldur Franklín sýndi það þegar hann kom inn á Opna breska í fyrra í gegnum úrtökumót. Ég fór inn á Evrópumótaröðina í Svíþjóð í fyrra í gegnum úrtökumót.

Íslenskir sigurvegarar á atvinnumóti 2014: Þórður Rafn Gissurarson, GR, Jamega mótaröðin, England. 2017: Axel Bóasson, GK, Nordic Tour. 2017: Axel Bóasson, GK, Nordic Tour. 2017: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Challenge Tour, Evrópumótaröðin. 2019: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Nordic Tour.

38

J

Guðmundur Ágúst lék á sínu öðru móti á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, í lok maí. Frumraunina þreytti hann á Nordea Masters í Svíþjóð árið 2017. Þar komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. „Ég er þakklátur fyrir reynsluna sem ég fékk í Svíþjóð. Í dag er ég betur í stakk búinn til að ná betri árangri. Tæknin er betri, meiri högglengd og sjálfstraustið meira. Ég læt mig dreyma um að komast á risamótin en í augnablikinu er að best að vera í núinu. Klára verkefnið Nordic Tour, koma sér á stærri mótaröð og sjá síðan til hver staðan er eftir það. Nordic Tour er krefjandi verkefni, margir góðir leikmenn að berjast um fimm efstu sætin sem gefa tækifæri á Áskorendamótaröðinni.

Birgir Leifur og Tiger Woods „Birgir Leifur Hafþórsson er sá kylfingur sem hefur haft mest áhrif á mig og ég lít mest upp til. Tiger Woods var að sjálfsögðu aðalmaðurinn þegar ég var yngri og ég fylgist mikið með honum. Birgir Leifur hefur reynst mér vel í gegnum landsliðsverkefnin á liðnum árum. Biggi er ekki bara geggjaður í golfi. Hann er einnig frábær manneskja og það er gott að vera í kringum hann. Biggi er alltaf tilbúinn að gefa góð ráð og ég leitaði ráða hjá honum fyrir 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Í landsliðsverkefnum er hann flinkur að fá það besta út úr öllum í liðakeppni. Hann skilur hlutina og hefur reynsluna til að nálgast hlutina þannig að sem flestir nái sínum besta árangri.“ Forskot afrekssjóður er ómetanlegur „Forskot er grunnurinn að því að ég get verið atvinnukylfingur og gert áætlanir. Stuðningur þeirra fyrirtækja sem standa að afrekssjóðnum er ómetanlegur. Það er undir mér komið að ná árangri og þegar það tekst koma fleiri og vilja styðja mann. Ég legg þetta þannig upp að ég spyr sjálfan mig hvort ég myndi leggja sjálfur pening í að styðja mig. Ég þarf einfaldlega að ná betri árangri til að ná enn lengra og ég hef trú á sjálfum mér í því verkefni. Tekjuhliðin í atvinnumennsku er einföld. Þú þarft að komast í gegnum niðurskurðinn til að fá verðlaunafé og eftir því sem þú ert ofar því hærri laun færðu. Þetta er því allt undir mér komið.“

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Læt mig dreyma um að komast á risamótin“

ICE_T


Rickie Fowler Charley Hoffman

Jordan Spieth

Francesco Molinari Jordan Spieth

Adam Scott

Ian Poulter

Ariya Jutanugarn

Justin Thomas

Tommy Fleetwood

Henrik Stenson

Justin Thomas

Webb Simpson

TRAUST SKILAR SIGRUM.

#1 Í FJÖLDA SIGRA

#1 Í FJÖLDA LEIKMANNA

25,473 Næsti samkeppnisaðili

203

3 ,474

Næsti samkeppnisaðili

33

Bernhard Langer

Rafa Cabrera Bello David Toms

Paul Casey

Bubba Watson

Cameron Smith

Georgia Hall

Kevin Kisner

Darrell Survey, Sports Marketing Surveys Inc. Northmountain International. Based upon results through 12/11/2018 on the U.S.PGA, U.S. LPGA, Champions, Web.com, South African, Asian, Korean, OneAsia, Australasian, Japan, Canadian PGA and PGA European Tours.

ICE_TitleistWWWrap2018_Page.indd 1

14/11/2018 15:05


Landsliðshópar 2019 Eftirfarandi kylfingar eru í landsliðshóp Íslands fyrir árið 2019 (Team Iceland 2019). Greint var frá valinu á þessum hópum í lok ársins 2018 þegar Jussi Pitkänen var enn afreksstjóri GSÍ. Kylfingarnir sem eru í þessum hóp eru líklegir til þess að verða valdir í verkefni á vegum GSÍ á árinu 2019. Kylfingar sem eru ekki á þessum lista geta með góðum árangri komið sér í þá aðstöðu að vera valdir. Landsliðshópurinn er því ekki endanlegur og breytingar geta orðið á listanum.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Konur (WAGR 2000 stig eða betra):

Karlar (WAGR 1500 stig eða betra):

Stúlkur:

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR Helga Kristín Einarsdóttir, GK Saga Traustadóttir, GR Berglind Björnsdóttir, GR Anna Sólveig Snorradóttir, GK Andrea Bergsdóttir, GKG

Gísli Sveinbergsson, GK Aron Snær Júlíusson, GKG Bjarki Pétursson, GKB Birgir Björn Magnússon, GK Rúnar Arnórsson, GK Hlynur Bergsson, GKG Ingvar Andri Magnússon, GKG Björn Óskar Guðjónsson, GM

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (2004) Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (2002) Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (2002) Eva María Gestsdóttir, GKG (2003) Ásdís Valtýsdóttir, GR (2002) Kinga Korpak, GS (2003) Árný Eik Dagsdóttir, GKG (2001) Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (2002)

WAGR 1500 eða Talent:

Piltar:

Kristján Einarsson, GM Vikar Jónasson, GK Henning Darri Þórðarson, GK Egill Ragnar Gunnarsson, GKG Viktor Ingi Einarsson, GR Sverrir Haraldsson, GM

Dagur Fannar Ólafsson, GKG (2004) Sveinn Andri Sigurpálsson, GS (2003) Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (2002) Lárus Ingi Antonsson, GA (2002) Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (2002) Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (2001) Kristófer Karl Karlsson, GM (2001) Aron Emil Gunnarsson, GOS (2001) Jón Gunnarsson, GKG (2001) Bjarni Þór Lúðvíksson, GR (2004)

WAGR 2000 + Talent: Eva Karen Björnsdóttir, GR Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS

40

GOLF.IS - Golf á Íslandi Landsliðshópar 2019


OKKAR BJÓR


„Stærsta endurkoma íþróttasögunnar“

42

GOLF.IS // „Stærsta endurkoma íþróttasögunnar“


„Það voru alls konar tilfinningar sem brutust í gegn við það að horfa á kallinn koma til baka. Það er varla hægt að lýsa þessu með orðum og þetta er að mínu mati stærsta endurkoma íþróttasögunnar,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson þegar hann lýsti mögnuðum endaspretti á Masters-mótinu á Augusta-vellinum 2019. Þar var Tiger Woods í aðalhlutverki eftir langa þrautagöngu á undanförnum árum sem hafa einkennst af meiðslum og ýmsum öðrum vandamálum. Það er óhætt að segja að Tiger Woods hafi lyfti golfíþróttinni á enn hærri stall þegar hann fagnaði sigri á Masters-mótinu á Augusta-vellinum 14. apríl 2019. Ellefu ára bið bandaríska kylfingsins eftir risatitli var þar með á enda og hann fagnaði sínum fimmta sigri á þessu risamóti. Woods er 43 ára gamall og hefur hann sigrað á fimmtán risamótum á ferlinum. Aðeins Jack Nicklaus hefur sigraði á fleiri risamótum, eða átján sinnum. Woods er næstsigursælasti kylfingurinn á Masters með fimm sigra. Nicklaus á metið, hann landaði sínum sjötta titli á Masters þegar hann var 46 ára gamall árið 1986. Tiger Woods er mættur til leiks á ný og við fylgjumst öll spennt með því hvort hann geri atlögu að metinu hans Jacks Nicklaus.

SIGRAR TIGER WOODS Á RISAMÓTUNUM FJÓRUM:

Masters-mótið / Masters: 1997, 2001, 2002, 2005, 2019. Opna bandaríska meistaramótið / US Open: 2000, 2002, 2008. Opna mótið á Bretlandseyjum / The Open: 2000, 2005, 2006. PGA meistaramótið / PGA Championship: 1999, 2000, 2006, 2007.

SIGURSÆLUSTU KYLFINGAR ALLRA TÍMA Á RISAMÓTUNUM FJÓRUM:

1. Jack Nicklaus (Bandaríkin) 18 titlar á árunum 1962–1986. 2. Tiger Woods (Bandaríkin) 15 titlar á árunum 1997–2019. 3. Walter Hagen (Bandaríkin) 11 titlar á árunum 1914–1929. 4.–5. Ben Hogan (Bandaríkin) 9 titlar á árunum 1946–1953. 4.–5. Gary Player (Suður-Afríka) 9 titlar á árunum 1959–1978. 6. Tom Watson (Bandaríkin) 8 titlar á árunum 1975–1983.

GOLF.IS

43


PGA-kennari ársins 2019

„Þvílíkur heiður“

David George Barnwell er PGA-kennari ársins 2018 en hann er PGA-kennari hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. PGA-samtökin á Íslandi standa fyrir kosningunni og komu sjö kennarar til greina að þessu sinni David Barnwell hefur starfað sem yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Reykjavíkur í fjölda ára og gert góða hluti með nokkrum af efnilegustu kylfingum landsins. „Þvílíkur heiður að vera ykkar kennari ársins,“ sagði Barnwell á Facebook-síðu sinni. „Mig langar bara að þakka öllum PGAkennurunum sem kusu mig sem kennara ársins 2018 og á sama tíma óska hinum sjö kennurunum til hamingju með tilnefninguna. Að sjálfsögðu eiga Snorri Páll Ólafsson og Ingi Rúnar Gíslason viðurkenninguna jafn mikið skilið. Þvílíkt teymi sem þetta var.“

PGA-KENNARAR ÁRSINS FRÁ UPPHAFI: 2007: Árni Jónsson 2008: Staffan Johannsson 2009: Arnar Már Ólafsson 2010: Brynjar Eldon Geirsson 2011: Derrick Moore 2012: Sigurpáll Geir Sveinsson

44

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-kennari ársins

2013: Magnús Birgisson 2014: Heiðar Davíð Bragason 2015: Derrick Moore 2016: Derrick Moore 2017: Derrick Moore 2018: David George Barnwell


Dömu golfbolur 9.990 Herra golfbolur 9.990

Herra golfpeysa 13.490

Dömu golfpeysa 13.490

Golfskór stærðir: 36-46 verð: 22.990

NIKE GOLFVÖRURNAR FÁST Í H VERSLUN OG INN Á WWW.HVERSLUN.IS


Grunnatriði í vippum Ingi Rúnar Gíslason PGA-kennari

Það er mikilvægt fyrir alla kylfinga, á hvaða getustigi sem er, að huga að grundvallarþáttum golfíþróttarinnar með reglulegu millibili. Golf á Íslandi fékk Inga Rúnar Gíslason, PGA-kennara, til að rifja upp nokkur mikilvæg atriði. „Það er sama hversu góður þú telur þig vera í golfi – það er alltaf nauðsynlegt að rifja upp grundvallaratriðin í golfinu. Ef þau eru ekki rétt þá verður árangurinn í takt við það. Það er mun skemmtilegri upplifun sem fylgir því að leika golf þegar grunnurinn hefur verið lagður,“ segir Ingi Rúnar „Það kemur of oft fyrir að ég sé kylfinga fara í skrýtnar stöður þegar kemur að því að vippa. Þeim var bent á að þunginn eigi að vera á vinstri fæti og skjóta þar af leiðandi mjöðminni fram og hafa jafnvel ekkert bil á milli fóta sem gerir öllum erfiðara fyrir að halda jafnvægi.“

46

GOLF.IS // PGA-golfkennsla


DYNAMICS NAV Áreiðanlegri ákvarðanataka, aukin þjónusta við viðskiptavini og betri yfirsýn yfir reksturinn.

Borgartúni 37, Reykjavík

origo.is


Hvort ertu betri í að vippa eða pútta? Flestir eru mun betri í að pútta. Af hverju ekki að vippa þá með svipaðri aðferð og að pútta? Farðu í púttstöðuna þína og í staðinn fyrir að setja mjöðmina til hliðar skaltu lækka vinstri öxlina (rétthentir), þá ætti þunginn hvíla meira á vinstri fæti.

48

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsla


„Tækifærið er núna.“

Registered trademark licensed by Bioiberica

Alfreð Finnbogason Landsliðsmaður í knattspyrnu

Með þér í liði Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® inniheldur: Hyaluronsýru sem gegnir mikilvægu hlutverki í að smyrja og viðhalda mýkt í liðamótum. Kondróitínsúlfat er algengt byggingarefni í liðbrjóski og er talið hamla bólgumyndun og vinna gegn slitgigt. Omega-3 inniheldur fitusýrurnar EPA og DHA sem talið er að geti dregið úr stirðleika á morgnana og verkjum. C-vítamín tekur þátt í framleiðslu líkamans á kollagen próteini sem er meginuppistaðan í ýmsum tengivefjum líkamans.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR


Ekki nota úlnliði Of mikil hreyfing á úlnliðum í vipphreyfingunni skapar of mikinn hraða á kylfunni sem gerir lengdarstjórnun erfiða og við eigum það til að hitta boltann mun verr.

50

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsla



Taktu eftir lokastöðunni Sveiflum kylfunni aftur með því að nota eins litla úlnliðshreyfingu og við getum og síðan það sama þegar við förum á eftir boltanum. Takið eftir lokastöðu kylfunnar og handanna eftir vippið. Reynið að komast í þessa stöðu.

52

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsla


EXCEL GPS GPS úr með 35.000 golfvöllum og bluetooth tengingu við snjallsíma fyrir golfvallauppfærslur og snjallforrit með endalausa möguleika.

34.900 kr.

T Í U P U N K TA R

Með í ferð á vegum Golfskálans. Jonni og Grétar á Bonalba.

NX7, NX7PRO og NX9HD NX7 er fjarlægðarmælir með (TAG) Target Acquisition tækni.

HYBRID

TOUR V4

NX7 PRO er eins og NX7 með en að auki Adaptive Slope tækni og „Pulse Vibration“ tækni.

Hentar fullkomlega vegna stærðar, hraða og nákvæmni. Er með JOLT tækni sem nemur flaggið á svipstundu.

37.900 kr.

48.800 kr.

29.900 kr.

NX9 HD er með meiri stækkun, 20% bjartari og helmingi hraðari.

44.900 kr.

Fjarlægðarmælir

PRO X2

Fjarlægðarmælir fyrir kröfuhörðustu golfarana. Byggir á laser tækni. Er með JOLT tækni sem nemur flaggið á svipstundu. Slope-Switch sem leyfir mælingu með tilliti til hæðarmismunar eða án hans.

+ GPS

Tvö tæki í einu! Sýnir fjarlægðir með áður óþekktum hætti. Byggir á laser tækni. Er með JOLT tækni sem nemur flaggið á svipstundu. Með GPS tækninni færðu svo fleiri tölur á skjáinn við mælingu.

68.800 kr.

58.800 kr.

GHOST GPS

GPS „Easy-to-use“, með yfir 33.000 golfvöllummeð öflugri segulfestingu fyrir t.d. poka, kerru eða belti.

19.900 kr.

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is


Kylfuhausinn á jörðinni Mikilvægt er að halda kylfuhausnum lengur meðfram jörðinni. Gott er að ímynda sér að það séu tveir til þrír boltar sem kylfan þarf að geta komist undir eftir að þú hefur hitt fremsta boltann. Ekki vera of fljót með kylfuna upp.

54

GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsla


@islandsbanki

Þú finnur Kort frá Íslandsbanka í App Store og Google Play Store

islandsbanki.is

Þú getur sparað í appinu

440 4000

Stafræn þjónusta Íslandsbanka


Boltinn fer í holu Veldu þér stað til að vippa frá og ekki hætta fyrr en þú hefur vippað í holu. Svo einfalt er það.

56

GOLF.IS // PGA-golfkennsla


Aðeins

3.990 kr./mán.

Öll stærstu og skemmtilegustu golfmót heims eru á Stöð 2 Golf. Yfir 450 beinar útsendingar á ári ásamt vandaðri umfjöllun.

TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT

stod2.is 1817


Allir þrípútta Áhugaverð tölfræði um þrípútt

Fátt fer meira í taugarnar á kylfingum en þrípútt. Allir kylfingar lenda í því að þrípútta en það er áhugavert að skoða tölfræði á þessu sviði. Áhugakylfingar geta með bætt leik sinn töluvert með því að æfa púttin meira en aðra hluti leiksins. Bandaríski atvinnukylfingurinn Brian Gay náði þeim árangri að leika 1.188 holur eða 66 keppnishringi og þrípúttaði hann aðeins í fjórtán skipti á þessu tímabili. Til samanburðar þrípúttaði Boo Weekley alls 64 sinnum á 69 keppnishringjum á þessu sama tímabili. Margir kylfingar nota tölfræðiforritið Arccos til þess að halda utan um upplýsingar um golfhöggin. Í samantekt frá Arccos þar sem tölfræði um 75 milljónir högga var skoðuð komu áhugaverðar niðurstöður í ljós um púttin.

58

3-PÚTT AÐ MEÐALTALI Á 18 HOLU GOLFHRING: Brian Gay

0,2

PGA-leikmaður meðaltal

0,55

Boo Weekley

0,93

Forgjöf 1-5

1,6

Forgjöf 6-10

2,0

Forgjöf 11-15

2,4

Forgjöf +15

3,2

GOLF.IS // Allir þrípútta

Brizo


Ertu alltaf í spreng? ™

gegn tíðum þvaglátum

Brizo er sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af

einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Kannast þú við þetta vandamál?

• Lítil eða slöpp þvagbuna • Tíð þvaglát • Næturþvaglát • Skyndileg þvaglátarþörf • Erfitt að hefja þvaglát • Þvagleki eða erfitt að stöðva þvaglát • Þörf fyrir þvaglát skömmu eftir það síðasta • Sviði eða sársauki við þvaglát Fæst í öllum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Brizo A-4.indd 1

10/05/2019 18:36:46


Ný og glæsileg aðstaða hjá Leyni á Akranesi

„Frístundamiðstöðin breytir öllu“ „Frístundamiðstöðin breytir allri upplifun af því að spila golf hér á Garðavelli. Það er okkar verk að gera þetta að hlýlegri félagsaðstöðu til lengri tíma litið. Það er hvergi betra að vera en á 19. holu á golfvellinum. Stór partur af því að spila golf er að líða vel í umhverfinu þegar komið er á staðinn og þegar hann er kvaddur,“ segir Þórður Emil Ólafsson formaður Golfklúbbsins Leynis við Golf á Íslandi við opnunarathöfnina.

60

GOLF.IS // „Frístundamiðstöðin breytir öllu“


E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Víkurhvarf 8 - 203 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is


Formleg opnun á frístundamiðstöðinni við Garðavöll á Akranesi var 11. maí sl. Nýja aðstaðan gjörbreytir starfi Leynis en húsið er rúmlega 1.000 fermetrar, 700 fermetrar á jarðhæð og 300 fermetra kjallari þar sem inniæfingaaðstaða er til staðar. „Við erum með frábæran golfvöll og Garðavöllur hefur verið í fremstu röð á landsvísu í mörg ár. Aðstaðan sem var til staðar hamlaði frekari vexti varðandi það að taka á móti hópum og í mótahaldi. Nú getum við tekið við hópum sem áður sögðu nei af því að aðstaðan var slæm. Með tilkomu frístundamiðstöðvarinnar breytist þetta allt. Rekstrargrundvöllur Leynis breytist til hins betra og við getum haldið áfram að byggja upp Garðavöll sem einn af bestu golfvöllum landsins. Fyrsta skóflustungan að mannvirkinu var tekin þann 19. janúar 2018. Vel hefur því tekist til við framkvæmdina sem tók rétt um fimmtán mánuði. „Bæði Akraneskaupstaður og Golfklúbburinn Leynir geta borið höfuðið hátt með þessa framkvæmd. Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis á hrós skilið fyrir að stýra þessu verkefni og ljúka því á aðeins fimmtán mánuðum.“ Akraneskaupstaður á frístundamiðstöðina en Leynir er rekstraraðili. Yfir vetrartímann er markmiðið að húsið verði nýtt fyrir ýmsa starfsemi. Nýverið gerði Akraneskaupstaður nýjan rekstrarsamning við Leyni hvað varðar umhirðu Garðavallar. Töluverð hækkun er á framlagi Akraneskaupstaðar í nýja samningum. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sagði á opnunarhátíðinni að framlagið hækki í tæplega 15 milljónir kr. á ári en rekstrarkostnaðurinn á vellinum er um 26 milljónir kr. á ári. Sævar Freyr sagði að bæjaryfirvöld litu á Garðavöll sem íþróttamannvirki.

62

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Frístundamiðstöðin breytir öllu“


bæjarfulltrúa sem viðurkenna golfíþróttina með þessum hætti. Önnur bæjarfélög fylgja vonandi í kjölfarið enda er golfíþróttin stór þáttur í lýðheilsu þeirra sem hana stunda.“

Þórður er bjartsýnn á golfsumarið 2019 - sem byrjar sannarlega vel.

Þórður Emil segir að ný hugsun hjá bæjaryfirvöldum sé lyftistöng fyrir Leyni. „ Akraneskaupstaður mun koma meira að því að styðja við bakið á Leyni með rekstur golfvallarins. Það er í raun ný hugsun

hjá bæjaryfirvöldum að koma að rekstri golfvallar sem íþróttamannvirkis. Bærinn viðurkennir að þetta er eitt af íþróttamannvirkum kaupstaðarins. Og hingað á Akranes koma á bilinu 12–14 þúsund manns til þess eins að spila golf. Það er gott að vera með

„Mér líður að sjálfsögðu gríðarlega vel. Ég er mjög stoltur af þessu verkefni. Ekki skemmir fyrir að golfvöllurinn er fjórum til fimm vikum á undan áætlun. Það er gaman að geta boðið félagsmönnum Leynis og öðrum gestum upp á slíka aðstöðu. Þegar þetta tvennt fer saman getum við borið höfuðið hátt.“ Það var margt í boði fyrir gesti við opnun frístundamiðstöðvarinnar og mikið líf og fjör. Gestir gátu spreytt sig í ýmsum golfþrautum, andlitsmálun var í boði og að sjálfsögðu var boðið upp á pylsur og hoppukastala.

Bíllinn yngist allur upp

GOLF.IS

63


Veitingastaður í hæsta gæðaflokki Glæsilegur veitingastaður er í nýju frístundamiðstöðinni á Akranesi. Rekstraraðilarnar eru þaulreyndir í þessu fagi og hafa rekið veitingahúsið Galito með frábærum árangri í mörg ár. Galito Bistro Cafe er nafnið á veitingastaðnum í frístundamiðstöðinni. Þar verður margt í boði fyrir kylfinga og aðra gesti. Fjöldi spennandi rétta í hæsta gæðaflokki og úrvalið gott. Eitthvað fyrir alla – á öllum aldri.

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

64

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Frístundamiðstöðin breytir öllu“


GRILLAÐU EFTIR GOLFIÐ ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI FYRIR AGA GAS Á GAS.IS

Smellt eða skrúfað? Það skiptir ekki máli, við eigum bæði!

GAS FYRIR GRILLIÐ

IÐNAÐARGASIÐ FÆST HJÁ ÍSAGA ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI OG UMBOÐ Á AGA.IS

ÍSAGA | BREIÐHÖFÐA 11 | 110 REYKJAVÍK | 577 3000


ÞEKKIR ÞÚ

VÖLLINN?

Það eru rúmlega 60 golfvellir á Íslandi. Þessi mynd er frá skemmtilegum golfvelli sem margir hafa leikið. Spurningin er: Frá hvaða velli er þessi mynd?

66

GOLF.IS - Golf á Íslandi Þekkir þú völlinn?


RÉTT SVAR: KATLAVÖLLUR, GOLFKLÚBBUR HÚSAVÍKUR.

ALARM PIN CODE

GOLF.IS

67

Sláttu-


Golfreglur 2019

Leikmannaútgáfu dreift á Íslandi „Leikmannaútgáfa golfreglnanna“ er stytt útgáfa reglnanna þar sem lögð er áhersla á þig, kylfinginn.

GSÍ og Tryggingafélagið Vörður eru í samstarfi í þessu verkefni en ritinu var dreift til allra kylfinga á Íslandi innan raða GSÍ í byrjun ársins 2019. Markmiðið með leikmannaútgáfunni er að kynna reglurnar á auðskildari hátt og með áherslu á það sem þú, kylfingurinn, þarft að vita til að leika samkvæmt reglunum. Eftirfarandi eru nokkur aðalatriði leikmanna­ útgáfunnar: Hún er gild reglubók. Hún lítur út eins og aðalreglubókin og er með sambærilegri uppbyggingu. Þótt texti hennar sé styttur veitir hún sömu svör og aðalreglubókin. Í leikmannaútgáfunni er lögð áhersla á þær reglur sem skipta þig mestu sem leikmann. Þar á meðal eru reglurnar sem lýsa grunnatriðum golfs – til dæmis að leika samkvæmt reglunum og í anda leiksins, ólíkir hlutar vallarins og útbúnaðurinn sem þú mátt nota – auk þeirra reglna sem oftast þarf að nota. Þótt útgáfan nái ekki til sumra aðstæðna sem koma sjaldan við sögu í golfleiknum vísar hún til nánari upplýsinga um aðstæðurnar í aðalreglubókinni með tilvísun. Leikmannaútgáfan er skrifuð þannig að hún vísar til „þín“ kylfingsins. Þessi stíll, að setja kylfinginn í forgrunn, er annað lykilskref í að gera reglurnar aðgengilegri. Útgáfan inniheldur skýringamyndir og töflur til að útskýra reglurnar á sjónrænan hátt. Á næstu blaðsíðum eru nokkur fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ sem tengjast þeim breytingum sem gerðar voru á golfreglunum þann 1. janúar 2019. Alls eru fréttaskotin 45 og er hægt að lesa þau öll á golf.is í fréttaflokknum golfreglur.

68

GOLF.IS


Taktu Sjónvarp Símans Premium með í fríið Fáðu 4K myndlykill sem tengist þráðlaust á farsímaneti Símans og horfðu á Sjónvarp Símans Premium þegar þér hentar. Þú getur meira með Símanum


Golfreglur 2019

Púttað með flaggstöngina í holunni

Nú máttu pútta með flaggstöngina í holunni, jafnvel þótt boltinn sé á flötinni. Áður en þú púttar þarftu samt að ákveða hvort þú viljir fjarlægja flaggstöngina, láta standa við hana eða hafa flaggstöngina í holunni. Sömu reglur gilda því alltaf um flaggstöngina, hvort sem boltinn er á flötinni eða utan hennar. Vonast er til að þessi breyting flýti leik, einkum þegar leikmenn hafa ekki kylfubera. SJÁ REGLU 13.2

GOLF.IS // Golfreglur 2019

©2018 Garmin Ltd. or its subsidiaries

70


MUNURINN Á ÞVÍ AÐ GISKA OG VITA.

APPROACH® Z80 ©2018 Garmin Ltd. or its subsidiaries

TVÍVÍÐ FLATAR-YFIRSÝN

FJARLÆGÐIR FRAM OG TIL BAKA FRÁ FLÖT

TVÍVÍÐ KORTLAGNING FLATA

Ögurhvarf 2 | 577 6000 | garmin.is

41,000 VELLIR FYLGJA

GOLF FJARLÆGÐARMÆLIR MEÐ GPS NÁKVÆMNI INNAN 25 CM.


Golfreglur 2019

Boltamerki

Ef þú notar boltamerki til að merkja legu bolta verður þú að fjarlægja boltamerkið áður en boltanum er leikið. Þrengri skorður eru nú settar við því hvað megi nota sem boltamerki. Nota verður kylfu eða einhvern annan manngerðan hlut. Ekki má lengur t.d. nota lausung eða að skrapa línu í flötina. SJÁ REGLU 14.1A OG SKILGREININGU Á BOLTAMERKI

72

GOLF.IS // Golfreglur 2019



Golfreglur 2019

ENNEMM / SÍA /

NM93901 Jaguar iPace almenn A4

Nú er boðið upp á nýtt leikform, hámarksskor.

Hámarksskor er afbrigði höggleiks þar sem hámark er sett á skor hverrar holu. Mótsstjórn ákveður hámarkið fyrir hverja holu, það getur t.d. verið skrambi eða tvöfalt par. Ef þú leikur á fleiri höggum en hámarkið er á viðkomandi holu skráist hámarkið sem skor þitt á holunni. Leikmenn eru hvattir til að taka boltann upp á holu þegar fyrirsjáanlegt er að þeir muni fá hámarksskor á holunni. Leikmaður í hámarksskori þarf ekki að ljúka hverri holu. Ljúki hann ekki einhverri holu er hámarksskorið einfaldlega skráð á þá holu. Auk þessa viðurkenna golfreglurnar nú önnur leikform sem reglurnar náðu ekki til, svo sem Texas Scramble og Greensome. SJÁ REGLUR 21.2 OG 21.5

74

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019


HAT-TRICK

VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR EIGUM BÍLA TIL AFGREIÐSLU STRAX! Rafbíllinn Jaguar I-Pace vann nýverið til þrennra gullverðlauna á hinni virtu uppskeruhátíð bílaframleiðenda World Car Of The Year. I-Pace varð þar með fyrsti bíllinn í heiminum til að vinna þrjá flokka á sama árinu. Vertu með þeim fyrstu sem upplifa nýjan fjórhjóladrifinn Jaguar I-PACE, 470 km drægi*, 400 hestöfl, 4,8 sek. í 100 km. Verð frá 9.790.000 kr. jaguarisland.is

JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500

*Uppgefnin tala um drægi samkvæmt samræmdum mælingum WTPL staðalsins

ENNEMM / SÍA /

NM93901 Jaguar iPace almenn A4

HEIMSBÍLL ÁRSINS HÖNNUN ÁRSINS RAFBÍLL ÁRSINS


Golfreglur 2019

Vítalaust þótt boltinn hreyfist óvart við leit

Nú er vítalaust þótt þú hreyfir bolta þinn óvart við leit að honum. Þú leggur boltann einfaldlega á fyrri stað. Oft muntu ekki vita nákvæmlega hvar boltinn var og þá áætlarðu staðinn og leggur boltann þar. Ef boltinn lá ofan á, undir eða upp að einhverju þarf að leggja boltann aftur í sömu aðstæður. Ef boltinn var í sandi þarf að endurgera legu boltans í sandinum. Einn tilgangur þessarar breytingar er að flýta leik á þann hátt að leikmaður og kylfuberi hans geti óhræddir leitað að bolta leikmannsins. Í fyrri reglum hlaut leikmaðurinn eitt vítahögg ef hann eða kylfuberi hans ollu því að boltinn hreyfðist við leit. Leiddi það oft á tíðum til þess að leikmaðurinn og kylfuberinn héldu sig til hlés ef aðrir voru tiltækir við leitina. SJÁ REGLU 7.4 76

GOLF.IS // Golfreglur 2019


Wizar

Fyrir lífsins ljúfu stundir.

360° snúningur | Innbyggður fótaskemill Hallanlegt bak | Stillanlegur höfuðpúði

Hægindastóllinn sem kylfingar elska.

Verð frá 199.900 Litir Efni: Leður/tau

Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504


Golfreglur 2019

Leitartíminn er nú þrjár mínútur

Nú hefurðu þrjár mínútur til að leita að bolta þínum. Ef boltinn hefur ekki fundist innan þriggja mínútna frá því þú eða kylfuberi þinn hófuð leit að honum er boltinn týndur og þú verður að taka fjarlægðarvíti. Ef boltinn finnst eftir að þriggja mínútna leitartíminn er liðinn telst boltinn samt týndur og þú mátt alls ekki leika honum. Mikilvægt er að kylfingar temji sér að taka tímann þegar leit hefst. Tilgangur þessarar breytingar er fyrst og fremst að flýta leik. Reynslan sýnir að flestir boltar sem finnast á annað borð finnast innan þriggja mínútna. Þótt týndum boltum muni fjölga eitthvað við breytinguna er talið að leikhraði muni almennt aukast. Kylfingar ættu almennt að temja sér að leika varabolta ef upphaflegi bolti kann að vera út af eða týndur utan vítasvæðis. SJÁ REGLU 18.2

78

GOLF.IS // Golfreglur 2019


Bakrunnsmynd er frá Alicante Golf

INFINITY

X1 LITHIUM Sterk og létt rafmagnskerra.

VERÐ AÐEINS 79.900 kr.

INFINITY

DHC LITHIUM Hefur fram yfir X1: Bremsukerfi, DHC kerfi (Down Hill Control), stærri skjár með klukku, tímamælir hringinn, sýnir hleðsluna á rafhlöðunni, og mælir þá vegalengd sem gengin er.

VERÐ AÐEINS

99.900 kr.

Með allt sem góðar rafmagnskerrur bjóða upp á. Þær eru sterkar og léttar með mjög lágri bilanatíðni. Heildarþyngd með geymi er aðeins um 9,5 kg. Við bjóðum báðar kerrurnar í hvítu og svörtu.

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is


Golfreglur 2019

Að standa klofvega yfir leiklínunni

Lengi hefur verið bannað að standa vísvitandi klofvega yfir leiklínunni eða framlengingu hennar aftan við boltann þegar högg er slegið á flötinni. Nú nær þetta bann til allra högga, jafnt á flötinni og utan hennar. Undantekning er að standa má svona ef þess þarf t.d. til að standa ekki í leiklínu annars leikmanns. Þetta þýðir að ef boltinn er t.d. skorðaður á milli steina máttu ekki lengur standa klofvega yfir leiklínunni og slá boltann í gegnum klofið. SJÁ REGLU 10.1C 80

GOLF.IS // Golfreglur 2019


ENNEMM / SÍA / NM85689

HVAR SEM ÞÚ ERT Með Heimavörn+ stjórnar þú, stillir og fylgist með í appinu og getur bætt við skynjurum, snjalltengjum og aukabúnaði eins og þér hentar. Sólarhringsvakt Securitas og samstarf við Alarm.com tryggir þér fullkomið heimiliskerfi og öruggar lausnir sem þjóna milljónum heimila um víða veröld. Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI


Golfreglur 2019

Slóstu vindhögg á teignum?

Ef svo illa vill til að bolti þinn er enn innan teigsins eftir upphafshöggið gilda áfram sömu reglur og fyrir upphafshöggið. Þú mátt þá færa boltann innan teigsins, tía boltann upp og svo framvegis, án vítis. SJÁ REGLU 6.2

82

GOLF.IS // Golfreglur 2019



Golfreglur 2019

Það er vítalaust þótt þú tvísláir boltann óvart

Ef þú slærð boltann óvart tvisvar (eða oftar) í sama högginu er það vítalaust. Þú telur eitt högg og leikur boltanum þar sem hann stöðvast. Ef þú hins vegar tvíslærð boltann viljandi þarftu að telja eitt högg og bæta við tveimur vítahöggum fyrir að hafa áhrif á bolta á hreyfingu. Að tvíslá boltann gerist yfirleitt alltaf óvart. Hvar boltinn hafnar er ófyrirsjáanlegt og sjaldnast hagnast leikmaðurinn nokkuð á því. Þess vegna var talið sanngjarnt að fella þetta víti niður. SJÁ REGLU 10.1A

84

GOLF.IS // Golfreglur 2019



Golfreglur 2019

Leikhraði

Í nýjum golfreglum er sérstaklega hvatt til þess að leikið sé rösklega, t.d. með því að: (a) Leikmenn geri sér grein fyrir að leikhraði þeirra hefur áhrif á aðra leikmenn og allir leiki rösklega, t.d. með því að undirbúa högg sín tímanlega og að ganga rösklega á milli högga og á næsta teig. (b) Hvert högg taki ekki lengri tíma en 40 sekúndur og oftast styttri tíma, eftir að leikmaðurinn getur leikið vegna ráshópsins á undan eða annarra truflana. (c) Undirstrika að leikmenn í höggleik geta leikið í þeirri röð sem hentar hverju sinni, til að flýta leik. (d) Staðfesta að leikmönnum í holukeppni er heimilt að komast að samkomulagi um að leika í annarri röð en reglurnar kveða á um. (e) Hvetja mótsstjórnir til að setja reglur um leikhraða. SJÁ REGLU 5.6B

86

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019


Alrafmagnaður

Nýr Audi e-tron 55. Audi e-tron 55 hefur verið beðið með eftirvæntingu. Nú er hægt að ganga frá pöntun á þessum glæsilega alrafmagnaða jeppa sem væntanlegur er með vorinu. Audi e-tron 55 dregur 417 kílómetra (skv. WLTP staðlinum) á rafmagni og þú kemst allra þinna ferða á endurnýtanlegri íslenskri orku.

Væntanlegur

Það er góð upplifun að aka Audi e-tron 55.

Verð frá 9.390.000 kr.

HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is / 590 5000


Golfreglur 2019

Nú læturðu bolta falla úr hnéhæð

Ef þú þarft að láta bolta falla (t.d. við að taka víti eða við að taka lausn frá göngustíg) áttu að láta boltann falla úr hnéhæð. Miðað er við hnéhæð þegar þú stendur upprétt(ur) en þú mátt standa hvernig sem þú vilt þegar þú lætur boltann falla. Ef boltinn snertir þig eða útbúnað þinn áður en hann lendir á jörðinni þarftu að láta boltann falla aftur. Hins vegar er í lagi þótt boltinn skoppi óvart í þig eftir að hann hefur lent á jörðinni. Ef þú, af gömlum vana, lætur boltann óvart falla úr axlarhæð geturðu leiðrétt mistökin með því að láta boltann falla aftur og færð ekki víti ef þú leiðréttir mistökin áður en þú leikur boltanum. SJÁ REGLU 14.3B 88

GOLF.IS // Golfreglur 2019

Volta


Hreinar hendur með nýjum Voltaren Gel nuddhaus

NÝTT

1. RJÚFA

2. TOGA

3. BERA Á

Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Voltaren SmartTube A4 ICE.indd 1

01/10/2018 14:14


ÞEKKIR ÞÚ

VÖLLINN?

90

GOLF.IS // Þekkir þú völlinn?


Það eru rúmlega 60 golfvellir á Íslandi. Þessi mynd er frá skemmtilegum golfvelli sem margir hafa leikið. Spurningin er: Frá hvaða velli er þessi mynd?

RÉTT SVAR: KÁLFATJARNARVÖLLUR, GOLFKLÚBBUR VATNSLEYSUSTRANDAR.


Kylfingar ársins 2018

Valdís Þóra og Haraldur Franklín KYLFINGAR ÁRSINS FRÁ UPPHAFI:

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur fengu viðurkenningu sem kylfingar ársins í lok ársins 2018. Það er Golfsamband Íslands sem stendur að valinu.

Þetta er í 21. skipti sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl. Þetta er í annað sinn sem þau Valdís Þóra og Haraldur Franklín hljóta þessa útnefningu. Árið 1973 var kylfingur ársins fyrst kjörinn hjá GSÍ. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins í karlaflokki eða alls 11 sinnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er sú sem oftast hefur fengið þessa viðurkenningu hjá konunum eða alls sex sinnum.

92

GOLF.IS - Golf á Íslandi Kylfingar ársins 2018

1973

Björgvin Þorsteinsson

GA

1974

Sigurður Thorarensen

GK

1975

Ragnar Ólafsson

GR

1976

Þorbjörn Kjærbo

GS

1977

Björgvin Þorsteinsson

GA

1978

Gylfi Kristinsson

GS

1980

Hannes Eyvindsson

GR

1981

Ragnar Ólafsson

GR

1982

Sigurður Pétursson

GR

1983

Gylfi Kristinsson

GS

1984

Sigurður Pétursson

GR

1985

Sigurður Pétursson

GR

1986

Úlfar Jónsson

GK

1987

Úlfar Jónsson

GK

1988

Úlfar Jónsson

GK

1989

Úlfar Jónsson

GK

1990

Úlfar Jónsson

GK

1991

Karen Sævarsdóttir

GS

1992

Úlfar Jónsson

GK

1993

Þorsteinn Hallgrímsson

GV

1994

Sigurpáll Geir Sveinsson

GA

1995

Björgvin Sigurbergsson

GK

1996

Birgir Leifur Hafþórsson

GL

1997

Birgir Leifur Hafþórsson

GL

1998

Björgvin Sigurbergsson

GK

Ragnhildur Sigurðardóttir

GR

1999

Örn Ævar Hjartarson

GS

Ólöf María Jónsdóttir

GK

2000

Björgvin Sigurbergsson

GK

Ragnhildur Sigurðardóttir

GR

2001

Örn Ævar Hjartarson

GS

Herborg Arnarsdóttir

GR

2002

Sigurpáll Geir Sveinsson

GA

Ólöf María Jónsdóttir

GK

2003

Birgir Leifur Hafþórsson

GKG

Ragnhildur Sigurðardóttir

GR

2004

Birgir Leifur Hafþórsson

GKG

Ólöf María Jónsdóttir

GK

2005

Heiðar Davíð Bragason

GKj.

Ólöf María Jónsdóttir

GK

2006

Birgir Leifur Hafþórsson

GKG

Nína Björk Geirsdóttir

GKj.

2007

Birgir Leifur Hafþórsson

GKG

Nína Björk Geirsdóttir

GKj.

2008

Hlynur Geir Hjartarson

GOS

Ólöf María Jónsdóttir

GK

2009

Ólafur Björn Loftsson

2010

Birgir Leifur Hafþórsson

NK

Valdís Þóra Jónsdóttir

GL

GKG

Tinna Jóhannsdóttir

GK

2011

Ólafur Björn Loftsson

NK

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

GR

2012

Haraldur Franklín Magnús

GR

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

GR

2013

Birgir Leifur Hafþórsson

GKG

Sunna Víðisdóttir

GR

2014

Birgir Leifur Hafþórsson

GKG

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

GR

2015

Birgir Leifur Hafþórsson

GKG

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

GR

2016

Birgir Leifur Hafþórsson

GKG

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

GR

2017

Axel Bóasson

GK

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

GR

2018

Haraldur Franklín Magnús

GR

Valdís Þóra Jónsdóttir

GL


Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum. Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is


Nýr kafli í golfsöguna

Axel, Birgir, Ólafía og Valdís eru lið ársins

Axel Bóasson, Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir sem skipuðu landslið Íslands í golfi á Evrópumótinu í Glasgow sl. sumar voru efst í kjörinu á liði ársins 2018. Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu sem var lýst í lok desember.

94

GOLF.IS - Golf á Íslandi Axel, Birgir, Ólafía og Valdís eru lið ársins


www.umslag.is

UMSLÖG

BÆKLINGAR

NAFNSPJÖLD UMHVERFISVOTTAÐ FYRIRTÆKI

EINBLÖÐUNGAR

BRÉFPOKAR

PÖKKUN REIKNINGA

Lágmúli 5

108 Reykjavík

533 5252

umslag@umslag.is

facebook/Umslag


Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona, var kosin íþróttamaður ársins 2018. Landslið Íslands í golfi fékk 90 stig en alls fengu sjö lið atkvæði. Þetta er í fyrsta sinn sem lið úr golfíþróttinni er efst í þessu kjöri. LIÐ ÁRSINS, ÚRSLIT 2018: 1. Landslið Íslands golf, 90 stig 2. ÍBV kk handknattleikur, 83 stig 3. Kvennalandslið Íslands hópfimleikar, 40 stig 4. Breiðablik kvk knattspyrna, 35 stig 5. KR kk körfuknattleikur, 12 stig 6. Valur kk fótbolti, 6 stig 7. Karlalandslið Íslands knattspyrna, 4 stig Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á liði ársins.

Gjaldgeng eru lið, hvort sem er landslið eða félagslið, sem keppa í íþróttum sem eiga aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. LIÐ ÁRSINS FRÁ ÁRINU 2012: 2012: Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum. 2013: Karlalandslið Íslands, knattspyrna. 2014: Karlalandslið Íslands, körfuknattleikur. 2015: Karlalandslið Íslands, knattspyrna. 2016: Karlalandslið Íslands, knattspyrna. 2017: Karlalandslið Íslands, knattspyrna. 2018: Landslið Íslands, golf.

BÍLDSHÖFÐA 9

www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

96

GOLF.IS - Golf á Íslandi Axel, Birgir, Ólafía og Valdís eru lið ársins


GOLF.IS

97


ww

Haukadalsvöllur

Stefnt að opnun í lok sumars Unnið er að því að opna Haukadalsvöll við Geysi á ný. Vonir standa til að hann verði opnaður nú síðsumars 2019, en allt er það þó háð veðri, úrkomu og hitastigi. Völlurinn var ekki opnaður í fyrra. Mikið kal var í vellinum eftir veturinn og grasið á flestum flötum var illa farið. Eigendur og rekstraraðilar lögðust í endursáningar í fyrrasumar og munu halda því áfram en stefnt er að því að koma Haukadalsvelli í gott horf aftur sem allra fyrst. Unnið er að því að breikka brautir meðfram Almenningsánni. Völlurinn verður rekinn í samstarfi við eigendur Hótels Geysis og klúbbhúsið flyst aftur á þann stað þar sem það var þegar Haukadalsvöllur var opnaður. Vellinum verður breytt að því leyti að 1. brautin verður á sínum upphaflega stað við Geysissvæðið og 9. flötin verður einnig á því svæði. Eins og áður segir verður aðstaða klúbbsins flutt aftur í gamla golfskálann eða (Gistiheimilið Geysir), þar sem í dag er rekið hótelið Litli-Geysir.

98

GOLF.IS - Golf á Íslandi Haukadalsvöllur

n


facebook.com/enneinn

ENNEMM / SÍA / NM92994

www.n1.is

Forgjöf í Básum og Grafarkoti N1 kortið veitir þér 20% afslátt af boltakortum í Básum og sumarkortum á Grafarkotsvelli. Sæktu um N1 kortið og kynntu þér kostina á n1.is

20% afsláttur með N1 kortinu

n1.is

Alltaf til staðar


Forskot 2019

Sex atvinnukylfingar fá styrk Nýverið var úthlutað úr Forskoti, afrekssjóði kylfinga, en alls fá sex atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum á árinu 2019. Þetta er í áttunda sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012.

KYLFINGARNIR ERU: Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Golfklúbbi Reykjavíkur Haraldur Franklín Magnús, Golfklúbbi Reykjavíkur. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur. Valdís Þóra Jónsdóttir, Golfklúbbnum Leyni.

Að afrekssjóðnum standa Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group, Vörður tryggingar, Bláa lónið og Golfsamband Íslands. Aðstandendur sjóðsins eru ánægðir með að íslenskt afreksgolf hefur verið í stöðugri framför frá stofnun hans. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni. Valdís Þóra Jónsdóttir er fædd árið 1989 og leikur á sterkustu atvinnumótaröð í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Þetta er þriðja tímabil Valdísar á þessari mótaröð.

100

GOLF.IS - Golf á Íslandi Forskot 2019


Guðmundur Ágúst Kristjánsson er fæddur árið 1992. Hann gerðist atvinnukylfingur árið 2017 eftir að hafa náð góðum árangri í bandaríska háskólagolfinu. Haraldur Franklín Magnús er fæddur árið 1991. Hann gerðist atvinnukylfingur árið 2017 og náði m.a. að tryggja sér keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu í fyrra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fædd árið 1992. Hún er með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð veraldar, á þessu tímabili. Hún er með keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni í Bandaríkjunum sem er í næstefsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða þar í landi. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er fædd árið 1994. Hún er með keppnisrétt á LET Access mótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Þetta er annað tímabil Guðrúnar á þessari mótaröð. Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús leika allir á Nordic Tour atvinnumótaröðinni.

Axel Bóasson er fæddur árið 1990. Hann varð stigameistari á Nordic Tour árið 2017 sem tryggði honum keppnisrétt á Challenge Tour Evrópumótaröðinni á síðasta ári. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er fæddur árið 1992. Hann gerðist atvinnukylfingur árið 2017 eftir að hafa náð góðum árangri í bandaríska háskólagolfinu.

UM SJÓÐINN Forskot afrekssjóður var stofnaður um mitt ár 2012 og þann 14. júní sama ár var í fyrsta sinn úthlutað úr sjóðnum. Stofnendur voru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Vörður tryggingar bættist í hópinn árið 2016 og Bláa lónið árið 2017. Markmiðið með stofnun Forskots afrekssjóðs árið 2012 var að búa til reynslu og þekkingarbrunn sem skili sér til kylfinga framtíðarinnar og ungir kylfingar geti litið til í sínum framtíðaráætlunum. Sjóðurinn hefur frá upphafi beint sjónum sínum að fimm kylfingum á hverjum tíma og leitast við að gera þeim auðveldara að æfa og keppa við bestu skilyrði í samræmi við það sem gerist á alþjóðlegum vettvangi. Frá því Forskot afrekssjóður var settur á laggirnar hefur slagkrafturinn hjá íslenskum atvinnukylfingum verið enn meiri en áður og samtakamáttur þeirra aðila sem koma að sjóðnum fleytt okkar bestu kylfingum áfram inn á nýjar brautir. Ríkar kröfur eru gerðar til þessara íþróttamanna um ráðstöfun styrkjanna. Ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín auk þess sem gerðir eru sérstakir samningar við hvern kylfing um að hann virði reglur Íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar. Þeir kylfingar sem fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði eru sterkar fyrirmyndir. Það að eiga afreksmenn í íþróttum er stór og mikilvægur þáttur í því að fá börn og unglinga til að sinna íþróttum. Því er litið á sjóðinn sem mikilvægt skref til að efla íþróttir barna og unglinga og hvetja þau til dáða. Einn fulltrúi frá þeim sem aðild eiga að Forskoti er í stjórn sjóðsins og auk þess hefur stjórn sér til ráðgjafar fagteymi sem gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðnum. Nánari upplýsingar á forskot.is

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

GOLF.IS

101


Stigamótaröð GSÍ 2019 Helstu breytingarnar á stigamótaröð GSÍ eru þær að fimm mót telja í baráttunni um stigameistaratitilinn í karla- og kvennaflokki. Íslandsmótið í golfi verður jafnframt lokamótið á stigamótaröð GSÍ 2019.

s

MAÍ:

JÚLÍ:

16. maí: Golfsumarið kynnt - PRO-AM / Leirdalsvöllur / GKG 25.–26. maí: Stigamótaröðin (1) / Þorlákshafnarvöllur / GÞ

19.–21. júlí: Stigamótaröðin (4) / Hvaleyrarvöllur / GK

JÚNÍ:

8.–11. ágúst: Stigamótaröðin (5) / Íslandsmótið í höggleik / Grafarholtsvöllur / GR

8.–9. júní: Stigamótaröðin (2) / Hlíðavöllur / GM 21.–23. júní: Stigamótaröðin (3) / Íslandsmót í holukeppni / Garðavöllur, GL

102

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stigamótaröð GSÍ 2019

ÁGÚST:


Frá 1897

T Í U P U N K TA R

Glæsileg golfsett á góðu verði með pokum.

Fyrir 3-5 ára stelpur og stráka, 2 kylfur, pútter Fyrir 6-8 ára og burðarpoki stelpur og stráka, 19.900 kr. 3 kylfur, pútter Fyrir 9-12 ára og burðarpoki stelpur og stráka, 24.900 kr. 5 kylfur, pútter „Hálf“ golfsett, og burðarpoki fáanleg fyrir Golfsett, 29.900 kr. dömur og herra, fáanleg fyrir 5 kylfur, pútter og burðarpoki dömur og herra, 34.900 kr. 9 kylfur, pútter og kerrupoki Frá 1897 hefur MacGregor boðið hágæða búnað fyrir alla kylfinga frá byrjendum til sögufrægra meistara.

54.900 kr.

„Fullorðins“ golfsett fyrir dömur, 11 kylfur, pútter og kerrupoki

79.900 kr.

„Fullorðins“ golfsett fyrir herra, 11 kylfur, pútter og kerrupoki

79.900 kr.

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is


Börn og unglingar Íslandsbankamótaröðin: Áskorendamótaröð Íslandsbanka : Það verður nóg um að vera á Íslandsbanka­ mótaröðinni og Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Mótaraðirnar eru fyrir börn og unglinga í sumar. Að venju verður keppt í fjölmörgum aldursflokkum hjá báðum kynjum. Fyrstu mótin fara fram um miðjan maí og Íslandsmótið í golfi verður jafnframt lokamótið. Áskorendamótaröðin fer fram samhliða Íslandsbankamótaröðinni. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbanka­ mótaröðina: MAÍ: 17.–19. maí: Íslandsbankamótaröðin (1) /Garðavöllur / GL 18. maí: Áskorendamótaröð Íslandsbanka (1) / Vatnsleysa / GVS

JÚNÍ: 31. maí – 2. júní: Íslandsbankamótaröðin (2) / Strandarvöllur / GHR 1. júní: Áskorendamótaröð Íslandsbank (2) / Gufudalsvöllur / GHG 14.–16. júní: Íslandsbankamótaröðin (3) / Íslandsmótið í holukeppni / Húsatóftavöllur / GG 15. júní: Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3) / Bakkakotsvöllur / GM

JÚLÍ: 19.–21. júlí: Íslandsbankamótaröðin (4) / Jaðarsvöllur / GA 20. júlí: Áskorendamótaröð Íslandsbanka (4) / Arnarholtsvöllur / GHD

ÁGÚST: 16.–18. ágúst: Íslandsbankamótaröðin (5) / Íslandsmót í höggleik / Leirdalsvöllur / GKG 17. ágúst: Áskorendamótaröð Íslandsbanka (5) – lokamót / Setbergsvöllur / GSE

104

GOLF.IS - Golf á Íslandi

MX-V


Við sláum upp

Mót X ehf | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is MX-Viðsláumupp.indd 2

24.6.2015 15:23


Íslandsmótin 2019 Hvar og hvenær fara stóru mótin fram? Íslandsmót í golfi eru fjölmörg á hverju tímabili og er keppt í mörgum aldursflokkum og deildum. Íslandsmótið í golfi í flokki fullorðinna er stærsta einstaka mót ársins á vegum GSÍ. Það fer fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur dagana 8.–11. ágúst og verður það jafnframt lokamótið á stigamótaröð GSÍ.

HÉR FYRIR NEÐAN MÁ SJÁ HVAR OG HVENÆR ÍSLANDSMÓTIN FARA FRAM SUMARIÐ 2019. FULLORÐNIR:

UNGLINGAR:

ELDRI KYLFINGAR:

■■ 21.–23. júní: Íslandsmótið í holukeppni, Garðavöllur Akranes.

■■ 14.–16. júní: Íslandsmótið í holukeppni, Húsatóftavöllur, Grindavík.

■■ 18.–21. júlí: Íslandsmót eldri kylfinga, Vestmannaeyjavöllur.

■■ 26.–28. júlí: Íslandsmót golfklúbba, 1. deild karla og kvenna, GKG og GO.

■■ 27.–30. júní: Íslandsmót golfklúbba, 15 ára og yngri, Húsatóftavöllur, Grindavík.

■■ 16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 1. deild karla, Hólmsvöllur í Leiru.

■■ 26.–28. júlí: Íslandsmót golfklúbba, 2. deild kvenna, Akranes. ■■ 26.–28. júlí: Íslandsmót golfklúbba, 2. deild karla, Vestmannaeyjar. ■■ 8.–11. ágúst: Íslandsmótið í golfi, Golfklúbbur Reykjavíkur. ■■ 16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 3. deild karla, Húsatóftavöllur, Grindavík. ■■ 16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 4. deild karla, Bárarvöllur, Grundarfjörður.

106

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stiga- og áskorendamótaröð GSÍ

■■ 27.–30. júní: Íslandsmót golfklúbba, 18 ára og yngri, Þorlákshafnarvöllur, Þorlákshöfn. ■■ 22. júlí: Íslandsmót golfklúbba, 12 ára og yngri, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar. ■■ 16.–18. ágúst: Íslandsmótið í golfi, Leirdalsvöllur, GKG.

■■ 16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 2.–3. deild karla, Selsvöllur, Flúðir. ■■ 16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 4. deild karla, Kálfatjarnarvöllur, Vatnsleysuströnd. ■■ 16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba, 1.–2. deild kvenna, Öndverðarnesvöllur.



Keppnisdagskrá LEK 2019 Keppnisdagskrá LEK fyrir sumarið 2019 er fjölbreytt og verður mótahaldið víðsvegar um landið. Keppnistímabilið hefst í lok maí á Korpúlfsstaðavelli. Íslandsmót eldri kylfinga fer fram í Vestmannaeyjum 18.–20. júlí.

MAÍ: ■■ 25. maí: Vorgleði LEK / Korpúlfsstaðavöllur.

JÚNÍ: ■■ 2. júní: Öldungamótaröðin /Hvaleyrarvöllur. ■■ 8. júní: Öldungamótaröðin / Leirdalsvöllur. ■■ 9. júní: Öldungamótaröðin / Þorláksvöllur. ■■ 16. júní: Öldungamótaröðin / Garðavöllur.

JÚLÍ: ■■ 18.–20. júlí: Íslandsmót eldri kylfinga Vestmannaeyjar.

ÁGÚST: ■■ 11. ágúst: Öldungamótaröðin, sjá nánar á golf.is ■■ 16.–18. ágúst: Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga Öndverðarnes/Hólmsvöllur/Selsvöllur. ■■ 25. ágúst: Öldungamótaröðin / Grafarholtsvöllur.

108

GOLF.IS // Stiga- og áskorendamótaröð GSÍ


ÍSLENSK A SI A .IS ICE 90278 11/18

SLÁÐU Í GEGN Á GOLFVELLINUM

Aukin þægindi með Saga Premium Leyfðu okkur að sjá um golfsettið fyrir þig og njóttu ferðarinnar til fulls. Farþegar á Saga Premium mega hafa með sér tvær innritaðar töskur, allt að 32 kg hvora, og njóta enn fremur hágæðaþjónustu og einstakra þæginda.


Snorri nýr yfirþjálfari GR – Derrick snýr aftur á fornar slóðir Snorri Páll Ólafsson er nýr yfirþjálfari hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Gengið var frá ráðningu Snorra nýverið en hann tekur við af Inga Rúnari Gíslasyni. Samhliða ráðningu Snorra var Derrick Moore ráðinn í starf ungmennaleiðtoga GR en Snorri gegndi því starfi áður. Snorri hefur starfað lengi við þjálfun barna, unglinga og afrekskylfinga í Golfklúbbi Reykjavíkur.

110

GOLF.IS // Snorri nýr yfirþjálfari GR

Derrick Moore hefur um árabil verið einn af fremstu golfkennurum landsins en hann hefur fjórum sinnum hlotið titilinn PGAkennari ársins. Derrick þekkir vel til starfsins hjá GR en hann var kennari hjá GR á árunum 1999–2006. Derrick mun að mestu sinna þjálfun í barna- og unglingastarfinu ásamt David George Barnwell, yfirþjálfara barna og unglingastarfs GR og munu þeir félagar auk þess koma að þjálfun og ráðgjöf til afrekskylfinga GR.


NÁÐU FORSKOTI Forskot, afrekssjóður íslenskra kylfinga, var stofnaður með það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í golfíþróttinni. Sjóðurinn var settur á laggirnar árið 2012 og hefur síðan þá greitt götu fjölda kylfinga.

Styrkþegar 2019: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Valdís Þóra Jónsdóttir Guðrún Brá Björgvinsdóttir Axel Bóasson Haraldur Franklín Magnús Guðmundur Ágúst Kristjánsson

GOLF.IS

111


Ný golfvöllur

í náttúruperlu á Snæfellsnesi Stefnt er að því að gerður verði nýr golfvöllur í Rifi á Snæfellsnesi og leysi Fróðárvöll við Ólafsvík af hólmi innan fárra ára. Snæfellsbær hefur ákveðið að styðja tillögur Golfklúbbsins Jökuls um slíkt með því að leggja til land og fjármagn.

112

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ný golfvöllur í náttúruperlu á Snæfellsnesi

Umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar hefur samþykkt landnýtinguna með fyrirvara um athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi. Snæfellsbær leggur til fjármagn í verkefnið. Jón Bjarki Jónatansson formaður Golfklúbbsins Jökuls segir að hugmynd um nýjan golfvöll í Rifi sé ekki ný af nálinni. „Hjörtur Ragnarsson sem hefur starfað á Fróðarvelli í mörg ár hefur rætt um þessa lausn árum saman. Að hans mati var mun betri kostur að færa völlinn inn í Rif í stað þess að halda áfram að byggja Fróðárvöll upp. Við fórum saman í sumar að skoða hvaða möguleikar væru í stöðunni i Rifi. Hjörtur seldi mér þessa hugmynd á augabragði. Í framhaldinu höfðum við samband við Edwin Roald golfvallahönnuð. Við fengum Edwin til að skoða svæðið og meta hvort þar væri hægt að búa til 9 holu golfvöll. Edwin gaf svæðinu toppeinkunn en það er við hliðina á flugvellinum í Rifi, á fallegum stað undir Snæfellsjökli. Það er nóg af landi til að stækka völlinn í 18 holur ef það reynist þörf á því,“ segir Jón Bjarki. Að mati forsvarsmanna Gofklúbbsins Jökuls mun nýr golfvöllur í Rifi gjörbreyta starfi klúbbsins. Nýja vallarstæðið er á mun betri stað hvað varðar skjól í ríkjandi vindáttum á svæðinu. Nálægð við Snæfellsjökul leikur stórt hlutverk í því að gera vallarstæðið enn áhugaverðara. Það eru því spennandi tímar fram undan hjá Golfklúbbnum Jökli.


KYLFINGAR HAFA TALAÐ. „Ég er kylfu lengri með járnunum.“

„Breytir öllu.“

„Hann er mjög mjúkur.“

„Þessi guli sést svo vel.“

„Hentar mínum leik fullkomnlega.“

„Þessi bolti er málið!“

KYNNUM TIL LEIKS TITLEIST AVX.™ ÓTRÚLEGAR LENGDIR. EINSTAKLEGA MJÚKUR. FRÁBÆR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR.

Frekari upplýsingar á titleist.co.uk


Taktu 10. júní frá Það verður mikið um að vera á Golfdegi PGA 10. júní. PGA-samtökin á Íslandi og PGA-nemar sem stunda nám í PGA golfkennaraskólanum á Íslandi standa að þessu verkefni. Að sjálfsögðu eru fjölmargir golfklúbbar víðsvegar um landið sem taka einnig þátt og bjóða fram velli sína og aðstöðu fyrir þetta verkefni.

114

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfdagur PGA

Markmiðið með Golfdeginum er að kynna golfíþróttina með skemmtilegum hætti og með góðri samveru. Verkefnið er hluti af námi kennaranema PGA golfkennaraskólans. Dagskrá Golfdagsins verður auglýst nánar þegar nær dregur á samfélagsmiðlum og einnig á golf.is. Stelpugolfdagurinn fer einnig fram á þessum degi samhliða Golfdegi PGA. Markmiðið er að útvíkka verkefnið með því að bjóða öllum að vera með óháð kyni. Skammstöfunin „PGA“ stendur fyrir Professional Golfers Association eða Samtök atvinnukylfinga. Samtökin á Íslandi voru stofnuð veturinn 1988. PGA á Íslandi rekur Golfkennaraskólann sem stendur fyrir faglegu og krefjandi golfkennaranámi. Námið er byggt á því besta sem þekkist erlendis.


Vissir þú að… … allir bæklingar prentaðir hjá Odda eru úr umhverfisvænum pappír? Allur pappír er með FSC vottun (Forest Stewardship Council) og er til marks um að allur viður sem varan er unnin úr sé uppruninn úr skógum sem stjórnað er með sjálfbærum hætti. Þessi vottun tryggir ekki aðeins viðskiptavinum Odda traustari vöru, heldur styður það fyrirtækið einnig í að vinna að skýrum markmiðum sínum í umhverfismálum.

ÁRNASYNIR

Góður árangur í rekstri byggir á skynsamlegum ákvörðunum. Áratuga þekking okkar og reynsla tryggja þér fyrsta flokks ráðgjöf og aðstoð við greiningu á þínum þörfum. Hafðu samband og leyfðu okkur að aðstoða þig við að finna þá lausn sem hentar þínum rekstri best.

Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar - s. 515-5000

www.oddi.is


Ruth Einarsdóttir

„Skemmtilegast að vinna Boga“

„Foreldrar mínir hvöttu mig til þess að byrja í golfi um mitt sumar 2012. Þar sem ég hef verið mikið í íþróttum og náð ágætistökum á flestu sem ég hef tekið mér fyrir hendur þá taldi ég að ég myndi rúlla þessu upp,“ segir GRingurinn Ruth Einarsdóttir við Golf á Íslandi. „Ég byrjaði í Keili og hamaðist á Sveinskotsvellinum að ná forgjafartakmarkinu til þess að spila á Hvaleyrarvelli sem var 34,4. Ég náði því í ágúst 2012 en þá var ég með svo mikla millirifjagigt að ég var úr leik það sumar. Við tók sjúkraþjálfun og endurhæfing. Kærastinn minn, Bogi Pétursson, greip síðan í taumana og gaf mér golfnámskeið hjá Ragnhildi Sigurðardóttur í jólagjöf. Eftir það námskeið fékk ég meiri skilning á þessu öllu saman og hreyfingarnar hjá mér í golfsveiflunni urðu „heilbrigðari“. Ruth stundaði allar íþróttir af krafti á yngri árum og gekk vel í þeim flestum. Hún segir að golfíþróttin sé sú allra erfiðasta sem hún hafi tekist á við. „Ég ætla alltaf að tækla þetta upp í nára eins og í fótboltanum í gamla daga. Það þarf aga til þess að gera það ekki við þessa litlu kúlu sem þarf að koma áfram. Það þarf ekki alltaf mikla krafta til að slá langt. Verkefnið er enn til staðar og verður áfram, en þetta

116

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Skemmtilegast að vinna Boga“

sjúklega skemmtilegt. Það sem er mest ögrandi er að spila með þeim sem standa manni næst. Ég gleymi því ekki þegar mér gekk herfilega að pútta á Kiðjabergsvellinum. Ég púttaði fram og til baka á flötinni. Bogi minn sagði þá með rólegu preströddinni sinni. „Mundu bara Ruth mín að sópa.“ Ég tók kúluna upp og þrumaði henni í Boga. Golfið er íþrótt auðmýktar,“ segir Ruth í léttum tón. Eins og sagan hér að ofan gefur til kynna er helsti veikleiki Ruthar óþolinmæði. Hún slær langt sem er hennar styrkleiki í golfinu. „Það sem er skemmtilegast við golfið er að vinna Boga Pétursson og spila með stelpunum mínum í NalúK. Alicante golf er sá völlur sem er í mestu uppáhaldi og 10. holan á Hvaleyrarvelli er eftirlætisholan. Einfaldlega vegna þess að ég fór holu í höggi á henni. Golfsumarið 2019 verður frábært. Ég ætla að spila mikið golf. Ég er svo heppinn að tilheyra kvennahópi í GR sem heitir nalúK. Þar ríkir mikil keppni ásamt dásamlegri samkennd og samveru. Markmið sumarsins er að ná meiri stöðugleika og vinna hann Boga minn oftar,” segir Ruth að lokum en hún er með 16,2 í forgjöf.

F

g Þ S

4

F


ÖFLUGUR SUZUKI S-CROSS BEINSKIPTUR, SJÁLFSKIPTUR OG FJÓRHJÓLADRIFINN

Fjórhjóladrifinn Suzuki S-Cross - meiri veghæð, nýjar öflugar- og sparneytnar vélar gera frábæran bíl enn skemmtilegri og til í hvað sem er. Þú kemst alla leið! Suzuki S-Cross er með ríkulegan staðalbúnað.

KOMDU OG PRÓFAÐU HANN!

4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


Sigrún A. Þorsteinsdóttir

„Blótar bara á golfvellinum“

118

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Blótar bara á golfvellinum“

Þegar ég fer út á golfvöll næ ég að gleyma öllu öðru og vera í núinu. Það er ómetanlegt og að sjálfsögðu er félagsskapurinn og útiveran einnig stór þáttur í því hversu skemmtilegt það er að vera í golfi,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir við Golf á Íslandi. Sigrún ólst upp á Hömrum í Reykholti í Borgarfirði en hún hefur á undanförnum árum starfað sem sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sigrún segir að golfferð til Spánar hafi kveikt neistann hvað golfið varðar. „Maðurinn minn byrjaði í golfi áður en ég gaf mér tíma sjálf til að fara af stað. Ég byrjaði á því að fara í golfskóla á Costa Ballena á Spáni. Það var frábær leið til að byrja. Í hita og sól með frábæra kennara sem hvöttu okkur áfram. Framfarirnar voru miklar í upphafi og eftir þessa golfferð var ekki aftur snúið.“ Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið gott síðasta sumar náði Sigrún að leika yfir 60 hringi - sem er vel af sér vikið miðað við aðstæður. „Markmiðið er að lækka forgjöfina eitthvað í sumar en ég er með 28,5 í forgjöf. Ég var ekki alveg nógu sátt við framfarirnar á síðasta sumri. Ég er með keppnisskap og til að mynda þá heyra börnin mín mig aldrei blóta nema á golfvellinum. Það er alltaf einhver keppni í gangi á milli okkar í golfhópnum sem ég er hluti af, það gerir leikinn enn skemmtilegri að vera með keppni í gangi. Ég náði að sigra á golfmóti í golfferð núna í vor á El Rompido og það gefur mér byr undir báða vængi fyrir golfsumarið 2019.“ Félagsskapurinn er Sigrúnu mikilvægur en golfhópurinn hennar leikur ávallt á þriðjudögum. Sigrún er félagi í tveimur klúbbum, Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Kiðjabergs. „Ég er að fara inn í mitt þriðja ár sem félagi í golfklúbbi. Ég skrái mig stundum með kylfingum sem ég þekki ekki og það hefur aldrei verið neitt vandamál. Í upphafi hafði ég sjálf ímyndað mér að ég væri bara til trafala á golfvellinum. Og ég fór bara út á völl ef ég vissi að það væri nánast enginn á vellinum. Það er algjör óþarfi að nálgast golfið með því hugarfari. Það hafa allir verið byrjendur í golfi. Ég hef bara upplifað stuðning og velvilja frá þeim sem hafa tekið á móti mér á upphafsárum mínum í golfinu,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir.



Á Íslandi eru rúmlega 60 golfvellir. Þessi mynd er frá skemmtilegum golfvelli sem margir hafa leikið. Spurningin er: Frá hvaða velli er myndin?

120

GOLF.IS // Þekkir þú völlinn?


RÉTT SVAR: KIÐJABERGSVÖLLUR, SÉÐ YFIR 1. BRAUT FRÁ ÖFTUSTU TEIGUM HJÁ GOLFKLÚBBI KIÐJABERGS.

VÖLLINN?

ÞEKKIR ÞÚ


Golfvellir

El Plantio ı Alicante

El Plantio golfsvæðið hefur á undanförnum árum verið mikið sótt af íslenskum kylfingum. Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn býður upp á ferðir á El Plantio.

122

GOLF.IS - Golf á Íslandi


markhönnun ehf

VERSLANIR um land allt! Ferskir ávextir & grænmeti

Opið 24 tíma í Nettó Mjódd og Granda

Bakað á staðnum www.netto.is

Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss

www.netto.is


Golfvöllurinn er aðeins í um fimm mínútna akstursfjarlægð frá alþjóðlega flugvellinum í Alicante á Spáni. Ferðalagið á hótelið frá flugvellinum er því hentugt eftir um fjögurra klukkustunda flug frá Íslandi. El Plantio er skemmtilegur golfvöllur sem kylfingar á öllum getustigum ættu að kunna vel við sig á.

124

GOLF.IS // El Plantio ı Alicante

Flatlendi einkennir fyrri hluta vallarins og fyrir þá sem vilja ganga með golfkerru er El Plantio kjörin til þess.

Brautirnar eru flestar stórar og tilfinningin sem kylfingar fá á teig er í flestum tilvikum „já, ég get slegið með dræver hérna.“ Þrátt fyrir að brautirnar séu stórar og víðáttumiklar þarf leikskipulagið að vera í lagi. Tré eru víða staðsett með það að markmiði að vera hindrun fyrir kylfinga í innáhöggunum. Flatirnar á El Plantio vorið 2019 voru í háum gæðaflokki. Flatirnar eru flestar mjög stórar. Vanda þarf því til verka að velja rétta kylfu til að slá innáhöggið. Ef það er ekki gert geta kylfingar átt von á mjög löngum púttum. Glompur koma við sögu á El Plantio en það vakti athygli þess sem þetta skrifar er hve fáar þær eru miðað við marga aðra golfvelli. Glompurnar taka hins vegar við mörgum boltum frá gestum á hverjum degi - enda eru þær vel staðsettar sé tekið mið af hönnun og útsjónarsemi þess sem hannaði völlinn. Mikið af fallegum trjám eru á El Plantio vellinum. Réttara sagt eru trén vel á sjötta tug þúsunda. Pálma- og ólívutré setja skemmtilegan svip á völlinn. Vatnstorfærur eru á nokkrum stöðum á vellinum og tvö stór uppistöðulón setja svip sinn á svæðið.


13. brautin sérstök og falleg Stóri völlurinn er rétt um 6.000 metra langur af gulum teigum og rétt um 5.300 metrar af rauðum teigum. Víða hafa rauðu teigarnir verið færðir framar til þess að gera upplifun gesta enn skemmtilegri. Nokkrar holur skera sig úr fjöldanum og þar kemur 13. brautin fyrst upp í hugann. Mjög sérstök golfhola og falleg. Teighöggið er slegið upp brekku þar sem fallegur foss og lækur rennur þvert í gegnum brautina. Flötin er ein sú allra stærsta sem undirritaður hefur séð, alls 77 metra löng, Þessi braut er mjög sérstök og umhverfið er mjög fallegt. Við klúbbhúsið og veitingastaðinn er gott æfingasvæði og par 3 holu völlur. Sá völlur er mikið notaður af gestum og í raun frábært æfingasvæði fyrir alla sem vilja bæta leik sinn. Þar er einnig hægt að spila fótboltagolf sem nýtur töluverða vinsælda.

Þvottavélin kemur sterk inn Íbúðirnar á El Plantio eru ýmist með tveimur eða þremur svefnherbergjum. Fullbúnar lúxusíbúðir með tveimur baðherbergjum. Í öllum íbúðum er eldhús, ísskápur, uppþvottavél, þvottavél, þurrkari, öryggishólf, tvö sjónvörp og þráðlaus nettenging. Mikill kostur er að hafa aðgang að þvottavél fyrir þá sem dvelja í lengri tíma á svæðinu. El Plantio er mjög góður valkostur fyrir kylfinga á öllum stigum. Akstur er nánast enginn, stutt í allt. Flottir golfvellir og fín æfingaaðstaða. Íbúðirnar eru fyrsta flokks með rúmgóðum svölum. Nálægð við Alicante borgina er mikill kostur en þar er að finna skemmtilegan miðbæ með áhugaverðu mannlíf og menningu, verslunum, veitingahúsum og skemmtunum.

GOLF.IS

125


Björk Elíasdóttir

„Sameina göngutúrinn og útiveruna með því að leika golf“

126

GOLF.IS


ÚLFAR JÓNSSON ÍÞRÓTTASTJÓRI

AÐ STUNDA ÍÞRÓTTIR GERIR OKKUR BETRI Í HVERJU SEM ER. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR!

ÍSLENSK GETSPÁ

Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.


„Við hjónin ákváðum að fara saman í golfíþróttina fyrir sex árum. Þetta er því sjötta sumarið okkar í þessari frábæru íþrótt,“ segir Björk Elíasdóttir við Golf á Íslandi. Björk og Stefán Jónsson eru búsett í Vestmanneyjum og segir Björk að afar vel hafi verið tekið á móti henni þegar hún hóf að leika golf.

„Okkur vantaði eitthvað skemmtilegt að gera þar sem öll börnin voru farin að heiman. Ég hef alltaf verið mikil útivistarmanneskja og reynt að hreyfa mig mikið úti

í náttúrunni. Golfið hefur upp á allt þetta að bjóða og ég sameina göngutúrinn og útiveruna með því að leika golf,“ segir Björk en hún hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum þess banka alla sína starfsævi. „Ég sé fram á að láta vinnuna ekki trufla golfið mitt. Markmiðið er að minnka við mig vinnuna smátt og smátt þar til ég get bara einbeitt mér að barnabörnunum og golfinu,“ segir Björk í léttum tón. „Tvö af barnabörnunum okkar hafa sýnt golfinu áhuga. Ég ætla að reyna að styðja við þann áhuga með því að spila með þeim og leika við þau með þeim hætti.“

Vel tekið á móti nýliðum í Eyjum „Ég verð að hrósa Golfklúbbi Vestmannaeyja fyrir öflugt nýliðastarf sem kennarar klúbbsins hafa staðið fyrir á undanförnum árum. Einar Gunnarsson, PGA-kennari, tók á móti okkur á sínum tíma. Hann byggði upp öflugt nýliðastarf og ég held að við höfum verið um 40 sem komu inn á þessum tíma. Karl Haraldsson tók síðan við starfinu og byggir ofan á þann góða grunn sem Einar lagði á sínum tíma. Það sem stendur upp úr er hversu vel er tekið á móti nýliðum. Það eru allir hjálplegir og jákvæðir. Ég hafði ímyndað mér að ég

128

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Sameina göngutúrinn og útiveruna með því að leika golf


Þeir bestu velja

þyrfti að fara seint á daginn í golf til að þvælast ekki fyrir öðrum. Það reyndist ekki rétt.“ Björk lætur sig dreyma um að slá draumahöggið og fara holu í höggi. Líkt og allir aðrir kylfingar. „Ein af mínum uppáhaldskylfum er 8-járnið, mér hefur alltaf gengið vel að slá með því. 3-tréð hefur komið sterkt inn eftir að ég fékk mér slíkt verkfæri. Ég fékk fugl í síðustu golfferð á Spáni og það gladdi mig mikið.“ Eins og áður segir er Björk búsett í Vestmannaeyjum og sá völlur býður svo sannarlega upp á fallegt umhverfi. Þegar Björk er innt eftir uppáhaldsholunni kemur Vestmannaeyjavöllur þar mikið við sögu. „Við Stefán höfum leikið á nokkrum völlum á Íslandi sem og á Spáni. Margar brautir eru eftirminnilegar. En uppáhaldsholurnar mínar eru í Eyjum þar sem ég leik oftast. Það er mikil áskorun að slá yfir Kaplagjótuna á 17. brautinni í Vestmanneyjum. Það er sérstök tilfinning að slá það högg. Einnig finnst mér 12. brautin vera skemmtileg áskorun, par 3 hola líkt og sú 17., og þær eru báðar mjög skemmtilegar að mínu mati.“ Björk segir að lokum að markmið sumarsins 2019 sé að lækka forgjöfina, bæta sinn leik, fara sem oftast í golf í góðum félagsskap og njóta útiverunnar.

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

GOLF.IS

129


Sigurður Arnar Jónsson

„Golfskólinn var gríðarleg skemmtun“ „Ég og konan mín, Þórunn Óskarsdóttir, kynntumst árið 2011. Hún var á þeim tíma mikið að hreyfa sig og fara í líkamsrækt. Það var eitthvað sem heillaði mig ekki og ég hafði ekki áhuga á. Hún fór síðan að tala um að golfið væri eitthvað sem við gætum gert saman. Útivera, hreyfing og félagsskapur. Síðastliðið haust tók Þórunn Óskarsdóttir þá ákvörðun að við færum í golfskóla með vinkonum okkar,“ segir Sigurður Arnar Jónsson við Golf á Íslandi. Sigurður fór í vor í golfferð til Spánar með það að markmiði að byrja af krafti í golfíþróttinni. „Golfskólinn sem við fórum í var gríðarleg skemmtun. Markviss kennsla og mjög skemmtilegur tími. Þetta voru að meðaltali þrír tímar á dag. Það voru allir í góðu skapi með góðum kennurum. Ég mæli svo sannarlega með því að nýliðar eins og ég fari í golfskóla í heitu landi.“ Sigurður lék sér af og til í golfi sem krakki með vinum sínum en hann hefur aldrei verið skráður í golfklúbb eða leikið marga golfhringi á ári. „Þegar ég var krakki á Akranesi þá fór ég oft upp á golfvöll að leika mér með vinum mínum. Tína kúlur upp úr skurðinum var kannski aðalmálið á þeim tíma en við vorum líka að slá bolta af og til. Ég bjó ekki langt frá Garðavelli og fyrir okkur strákana var þetta bara leiksvæði. Ég náði samt aldrei að fara almennilega af stað í þessari frábæru íþrótt. Árin liðu en þessi draumur um að byrja spila golf fór aldrei frá mér. Ég flutti til Danmerkur árið 2003 og þar lék ég aðeins meira en ég hafði gert áður. Það voru nokkuð margir Íslendingar á svæðinu og við fórum af og til í golf. Þar keypti ég mér golfsett og hef notað það síðan.“ Sigurður sló eftirminnilegasta golfhöggið á ferlinum í ferðinni á Spáni. „Eftirminnilegasta golfhöggið sem ég hef slegið kom á á 17. braut á El Plantio á Spáni. Þar sló ég annað höggið ofan á brúargólfið á brúnni fyrir framan flötina. Boltinn fór beint ofan á gólfið á brúnni og skoppaði þar nokkrum sinnum að flötinni. Þetta högg var lykilhögg hjá liðinu mínu sem sigraði í fjögurra manna Texas Scramble móti sem var sett upp í ferðinni. Mjög skemmtileg reynsla fyrir mig.“ Sigurður vonast til þess að hann og Þórunn kona hans geti fundið tíma og næði til þess að slá enn fleiri skemmtileg golfhögg í sumar. „Við búum í Vesturbæ Reykjavíkur og það er næsta verkefni hjá okkur að finna einhvern stað til þess að byggja ofan á þá reynslu sem við fengum í þessum golfskóla. Hvar það verður veit ég ekki og golfklúbbarnir mættu að mínu mati auglýsa betur hvar byrjendur eins og við getum fundið okkur athvarf til þess að slá golfboltann og spila á æfingavöllum,“ sagði Sigurður Arnar Jónsson.

130

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Golfskólinn var gríðarleg skemmtun“



Golfsýningin 2019 – Aðsóknin fór langt fram úr væntingum Mörg þúsund gestir komu á Golfsýninguna 2019 sem fram fór í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi í lok mars sl. Þetta var í þriðja sinn sem sýningin er haldin en rúmlega áratugur er frá því slík vörusýning var síðast sett upp hér á landi.

132

GOLF.IS // Golfsýningin 2019

Óhætt er að segja að sýningin hafi gengið vel. Aðsóknin fór langt fram úr væntingum þeirra sem að henni stóðu. Golfsamband Íslands og PGA á Íslandi tóku þátt í verkefninu. Golfkennarar voru á svæðinu auk þess sem dómarar kynntu breyttar golfreglur og einnig var boðið upp á SNAG golf fyrir yngstu kynslóðina. Fyrirtækin sem kynntu vörur og þjónustu á Golfsýningunni 2019 voru úr ýmsum áttum. Og mátti heyra á mörgum þeirra að slíkur viðburður ætti að vera árlegur. Hér má sjá myndasyrpu frá heimsókn Golf á Íslandi á síðari sýningardeginum. Mun fleiri komu á sýninguna á laugardeginum. Þeir sem best þekkja til hafa skotið á að 8–12 þúsund hafi komið á sýninguna báða sýningadagana. „Golfíþróttin hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og hafa kylfingar aldrei verið fleiri. Samhliða fjölgun kylfinga hefur aðstaða til golfiðkunar orðið betri og völlum fjölgað. Það er markmið GSÍ og PGA að fjölga enn frekar iðkendum í golfi. Það er því fagnaðarefni að framtakssamir aðilar hafi efnt til golfsýningar svo kylfingar og almenningur geti kynnt sér enn frekar kosti þess að leika golf,“ sagði Stefán Garðarsson sölu- og markaðsstjóri GSÍ.


Rúnar Arnórsson, Íslandsmeistari í holukeppni 2018. Rúnar klæðist Öxi Primaloft jakkanum. 66north.is


134

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfsýningin 2019


GOLF.IS

135


Golfið er allra meina bót – Lávarðar Golfklúbbs Seyðisfjarðar neita að eldast Síminn hringir. Við erum í miðri morgunleikfiminni undir stjórn Halldóru Björns á RÚV. Við erum að æfa kviðvöðvana, sem hafa slaknað örlítið og hjá sumum myndað pláss fyrir „kviðpoka“ sem ekki er í miklu uppáhaldi. Við fylgjum henni eftir samviskusamir og af bestu getu. Þegar síminn hringir aftur svörum við ekki þar sem nú er æfing til að styrkja sitjandann. Við þurfum og viljum styrkja hann, svo við förum hvergi. Þegar síminn hringir í þriðja sinn er Halldóra með okkur í teygju- og jafnvægisæfingum sem við megum alls ekki missa af. Við látum hann bara hringja út. Eftir að morgunæfingunum lýkur tökum við loks upp símann. Þrjár hringingar frá Ingva Jóhanni (fæddur 1935) birtast á skjánum. Við hringjum til baka í númerið. „Hvar ertu?“ er spurt. „Við Jónsi Magg (fæddur 1930) og Jói Hansa erum búnir að fara í sund og búnir með morgunverkin. Við bíðum eftir þér á teig á Hagavelli.“ Ættfræðitíminn hjá Palla Gústa og Jóa fellur niður. Palli fór í róður. Bogi Laxdal þarf að passa hundinn fyrir Jón Hilmar og Veru og Diddi Tollu skrapp í Egilsstaði að sækja rafhlöðu í hjartastuðtækið. „Hvaða læti eru þetta, tíminn okkar er ekki kominn,“ segjum við. „Já heyrðu Valdi við bíðum sko ekki. Ég þarf að flýta mér með Huldu á Norðfjörð til að passa,“ segir Ingvi og skellir á. Já, þeir eru ákveðnir og skemmtilega hressir strákarnir á Hagavelli. Snjór hefur verið yfir öllu en grænir blettir hafa birst hér og þar í hlákunni síðustu daga. Slegið er á grænu blettunum og ef slegin golfkúla

136

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019

tapast er önnur slegin. Sú tapaða er þá týnd í snjónum þar til hún kemur í ljós er hlánar, ef Orri verður þá ekki búinn að finna hana. Svartar, rauðar og gular golfkúlur eru vinsælar en ekki alltaf til taks enda ekki lánaðar manna á milli. Gæsir og rollur berjast um grænu blettina við félagana. Heyrst hefur að Palli og Jói hafi sést með byssur í golfpokunum síðustu daga. Eftir hvern hring er kaffispjall í golfskálanum. Gleðin leynir sér ekki hjá félögunum þegar þeir rifja upp að aðeins eru nokkrir dagar í golfferðina til Spánar. Þeir hafa hlerað að brautirnar þar séu þær lengstu í Evrópu og mjög krefjandi. Allar æfingar þessa dagana miðast því að

lengja og styrkja sveifluna til að brautarhöggin verði lengri og stilla vel af „Háin 3“, húmorinn, höfuðið og hugarfarið. Nýjar brautarkylfur og dræverar berast í pósti nær daglega. Leynd mikil hvílir yfir sendingu sem er nýkomin í hús hjá einum lávarði GSF. Prófanir og sýnikennsla á nýjum tólum eru í gangi um hverja helgi sem dregur að sér áhugasama. Félagar úr Héraði mæta og taka þátt í fjörinu. Nú bíða Spánarfarar spenntir eftir því að sjá hvernig golfbolirnir líta út sem GSF félagarnir klæðast alltaf á ferðum sínum erlendis. Ómar Boga og Guðjón Harðar ráða allri för varðandi hönnun og útlit. „Við ætlum sko ekki að láta klæða okkur í hvað sem er,“ segir „yfirlord“ Jónsi Magg og lávarður Óli Fúsa tekur undir. Já, það er ekki skrítið, en altalað, að Lávarðarnir í GSF neita að eldast og vilja bara leika sér áfram eins og áhyggjulausir strákar alla daga á Hagavelli. Það fer ekki illa um þá í logninu á milli Bjólfs og Strandatinds Eða eins og þeir segja brosandi út að eyrum „Lífið er núna. Golfið er allra meina bót.“ Apríl 2019 Kveðja frá Hagavelli Þorvaldur Jóhannsson

GSF félagar hafa farið saman í golfferðir til Spánar árlega frá 2003. Hópurinn saman á Islantilla í apríl 2018. Mynd: Ómar Bogason.

Nutril


ERU LIÐVERKIR AÐ HÆKKA FORGJÖFINA? GOLD

MEST SELDA LIÐBÆTIEFNI Á ÍSLANDI

Nutrilenk golf A-4.indd 1

10/05/2019 18:48:34


Ólafía Þórunn og Bláa lónið áfram í samstarfi:

„Gott að finna þennan stuðning“ Bláa lónið og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa endurnýjað samstarfssamning sinn til tveggja ára og verður Bláa lónið því áfram einn af aðalstyrktaraðilum atvinnukylfingsins sterka. Ólafía og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, undirrituðu samninginn fyrir skemmstu en markmiðið með honum er líkt og áður að veita Ólafíu stuðning til keppni og æfinga. „Við höfum átt frábært ár saman og áframhaldandi stuðningur frá Bláa lóninu er mér mikilvægur. Eftir gott síðasta ár, dansandi á línunni rétt vitlausu megin, í íþrótt þar sem hársbreidd getur munað til að ná árangri, er gott að finna þennan stuðning. Það getur verið svo stutt í toppinn og því verður maður að halda áfram að vinna hörðum höndum og sjá hversu langt maður kemst,“ sagði Ólafía við undirritunina. Grímur Sæmundsen fagnar einnig áframhaldandi samstarfi enda hafi það verið einkar ánægjulegt. „Ólafía sýnir mikla vinnusemi og hefur einstakan metnað og trú á því sem hún tekur sér fyrir hendur.

138

GOLF.IS // „Gott að finna þennan stuðning“

Hún er þeim eiginleikum gædd að draga fram það besta í fólki og hefur meðal annars veitt okkur innblástur með fyrirlestrum sínum og jákvæðni innan vallar sem utan. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.“ Ljóst er að Ólafía mun hafa í nógu að snúast á næstunni en keppnistímabilið er þegar hafið. „Ég fór til Flórída í byrjun mars til að undirbúa mig fyrir fyrsta mótið mitt og þar með byrjaði ballið. Þetta ár verður skemmtilegt og mikið af nýjum áskorunum sem ég mun vonandi læra mikið af og ná settum markmiðum,“ segir Ólafía Þórunn.


ENNEMM / SÍA / NM85689

HVAR SEM ÞÚ ERT Með Heimavörn+ stjórnar þú, stillir og fylgist með í appinu og getur bætt við skynjurum, snjalltengjum og aukabúnaði eins og þér hentar. Sólarhringsvakt Securitas og samstarf við Alarm.com tryggir þér fullkomið heimiliskerfi og öruggar lausnir sem þjóna milljónum heimila um víða veröld. Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI

GOLF.IS

139


Brautarholt á topp 100 lista Golfklúbbur Brautarholts fær frábæra kynningu í umfjöllun um 100 áhugaverðustu/glæsilegustu golfvelli veraldar. Golfvefurinn golfscape.com setur listann saman. Ýmsir sérfræðingar leggja hönd á plóginn við að velja velli á listann. Við valið var lögð áhersla á að koma á framfæri golfvöllum sem eru einstakir, eftirminnilegir og bjóða gestum upp á upplifun í hæsta gæðaflokki. Brautarholtsvöllur er í 62. sæti á listanum.

140

GOLF.IS // Brautarholt á topp 100 lista


Golfbuxurnar sem allir elska Okkar vinsælustu buxur undanfarin ár hjá körlum og konum. Eigum úrval í litum, bæði regular fit og slim fit.

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is


Vallarstjóri ársins

Ellert og Magnús fengu viður­ kenn­ingu Ellert Þórarinsson vallarstjóri á Brautarholtsvelli og Magnús Valur Böðvarsson vallarstjóri á Kópavogsvelli fengu viðurkenningu sem vallarstjóri ársins 2018 í febrúar á þessu ári.

142

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ellert og Magnús fengu viðurkenningu


Laugarnar í Reykjavík

Fyrir líkama og sál

fyrir alla

fjölskyld una

í þí nu hv erfi

Fr á m or gn i

t il kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is


Kjörinu var lýst á aðalfundi SÍGÍ sem fram fór í klúbbhúsi Keilis í Hafnarfirði. Fundargestir voru yfir 45, fundarstjóri var kosinn Ólafur Þór Ágústsson og Birgir Jóhannsson ritari. Steindór Kr. Ragnarsson formaður SÍGÍ fór yfir liðið ár hjá félaginu og Jóhann G. Kristinsson gjaldkeri SÍGÍ fór yfir rekstrarreikning félagsins. Rekstur félagsins gekk vel á árinu og var hagnaður upp á tæpar 73.356 kr.

144

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ellert og Magnús fengu viðurkenningu

Stjórn SÍGÍ árið 2018 skipuðu Steindór Kr. Ragnarsson formaður, Jóhann G. Kristinsson gjaldkeri, Einar Gestur Jónasson, Birgir Jóhannsson og Róbert Már Halldórsson meðstjórnendur og varamenn voru Ellert Jón Þórarinsson og Arnaldur Freyr Birgisson. Kosnir voru í stjórn SÍGÍ fyrir 2019 þeir Steindór Kr. Ragnarsson formaður til 1 árs,

Ellert Jón Þórarinsson og Jóhann G. Kristinsson gjaldkeri til tveggja ára. Varamenn voru kosnir Haukur Jónsson og Hólmar Freyr Christiansson til eins árs. Einar Gestur Jónasson og Birgir Jóhannsson voru ekki í kjöri og sitja sitt seinna ár.


LEXUS UX NÚ GERIST EITTHVAÐ ALVEG NÝTT Í japanskri byggingarlist vísar „Enagawa“ til þess þar sem hið innra og hið ytra rennur snurðulaust saman. Lexus UX er glænýr bíll þar sem nýjasta tækni er nýtt til hins ítrasta til að skapa ökumanni og farþegum umhverfi sem er í senn opið, frjálst og einstaklega öruggt. UX 250h — HYBRID SNJALLJEPPI

Lexus-Ísland — Kauptúni 6, Garðabæ — lexus.is


Golfsaga

Ég var að leika hring á Oddi í yndislegu veðri ásamt tveimur sona minna og vini þeirra. Allir riðlar sem við sáum til á ágætu skriði, hvergi bið, engir að stinga af. Sem sagt góður dagur. Er við lékum upp elleftu braut sáum við tvo menn koma niður þá tíundu og fara geyst. Greinilega hafði kvarnast um 50% úr riðli þeirra. Við feðgar héldum okkar striki og lukum þeirri tólftu. Stóð á endum sem við gengum á þrettánda teig voru undanfarar okkar að ganga af flötinni. Við slógum teighöggin á þessari fallegu par þrjú braut og ég lagði af stað niður brekkuna rétt á undan piltunum. Þá stigu fram tvímenningarnir, eins og þýskir Stormsveitungar úr seinni heimsstyrjöld, og vildu fram úr. Strákarnir kölluðu til mín að víkja til hliðar en ég kallaði til baka að til þess væru engar forsendur, enda leikhraðinn í fullu jafnvægi. Enn kölluðu piltarnir og nú nokkru hærra, að ég yrði að víkja fyrir þeim Snarfara og Léttfeta. Skyndilega var þetta orðin spurning um að halda andliti! Ekki vildi ég gera lítið úr sonum mínum með því að hunsa ákallið og vék því af leið.

Komu síðan Stormarnir niður brekkuna eftir misgóð teighögg. Var þar fátt um kveðjur. Þegar drengirnir komu á flötina spurði ég þá hvaða atgangur hefði átt sér stað við teiginn. Sögðu þeir mennina engu hafa eirt og þegar þeim var bent á að riðillinn á undan væri staddur á næsta teig svöruðu þeir einfaldlega „látið okkur um þá“. Töldu synirnir að degi þeirra væri betur borgið með því að losna við friðleysingjana. Áfram héldum við, nú með tvo undanfara í stað fjögurra. Er við vorum að klára púttin á sautjándu flöt stóðu þeir Snarfari og Léttfeti heimóttalegir á átjánda teig. Þeir slógu teighöggin og gengu síðan að kerrunum með hökur við bringubein. Ég stóðst ekki mátið að ávarpa þá: „Segið mér eruð þið í hljómsveit?“ „Nei því heldurðu það?“ „Ja þeir voru að tala um það strákarnir að þið væruð ljótu hálfvitarnir!“

HVÍTA HÚSIÐ / Actvais

911051

Jón Hjaltason.

146

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfsaga


Valaciclovir Actavis HVÍTA HÚSIÐ / Actvais

911051

– til meðhöndlunar á frunsum NÚ ÁN S Y L FSEÐIL

Valaciclovir Actavis 500 mg, filmuhúðaðar töflur. Lyfið er notað við meðhöndlun á frunsum hjá heilbrigðum einstaklingum með eðlilega nýrnastarfsemi, sem eru 18 ára og eldri, hafa áður verið greindir af lækni með áblástur (frunsur) og þurfa endurtekna meðferð vegna áblásturs. Gleypa skal töflurnar heilar með vatni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is


KOMDU Í

GOLF

KOMDU

GOLF

GOLF.IS


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.