LAND & SAGA
ÍSLENSKA JARÐVARMAMÓDELIÐ AÐ BYLTA KÍNA Viðtal við Hauk Harðarson aðaleiganda Arctic Green Energy Ísland var eitt fátækasta land Evrópu um aldamótin 1900. Þjóðskáldið Einar Benediktsson orti þá til þjóðar sinnar:
Þú fólk með eymd í arf ! Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda, litla þjóð, sem geldur stórra synda, reistu í verki viljans merki, – vilji er allt sem þarf.
O
g sannarlega létu Íslendingar hendur standa fram úr ermum með heimastjórn 1904 og fullveldi 1918. Reykvíkingar tóku Elliðaárvirkjun í notkun árið 1921. Landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson hafði kennt landnámsbæ við gufuna sem steig upp frá kvosinni. Litli höfuðstaðurinn út við ysta haf þurfti að takast á við svört kolaský sem grúfðu yfir bænum í stilltu veðri. Kolakraninn við höfnina var eitt helsta kennileiti Reykjavíkur og mengun frá kolahitun húsa var Reykvíkingum þyrnir í augum.
16 | www.landogsaga.com
Churchill heimsækir jarðhitalaug á Íslandi.
Winston Churchill