SÉRSTAKT SAMBAND
Halla Nolsøe Poulsen
Ísland og Færeyjar deila sterkum menningar- og viðskiptahagsmunum
F
æreyjar og Ísland hafa átt náið samband í áratugi. „Sambandið nær aftur áratugi,“ sagði Halla Nolsøe Poulsen, sendiherra Færeyja á Íslandi. „Margir Færeyingar fóru til Íslands til að vinna í sjávarútvegi og dvöldu í marga mánuði í senn. Margir urðu ástfangnir og fundu sér íslenskan maga og settust að á Íslandi. Það leiddi að hluta til þess sterka sambands á milli landanna.“ Það eru ótal dæmi um tengsl Færeyja og Íslands. „Í hvert skipti sem kreppa hefur verið á Íslandi tóku Færeyingar sig til og reyndust
32 | www.landogsaga.com
vera vinir í neyð,“ sagði Halla. „Þegar kreppan skall á árið 2008 gáfu Færeyingar Íslandi sitt fyrsta lán. Þetta var mjög gott merki um bræðralag þjóða.“ Annað dæmi er þegar skriða féll í Súðavík fyrir mörgum árum og eyðilagði nokkur hús. „Færeyingar söfnuðu peningum til að hjálpa við endurbyggingu leikskólans í bænum,“ sagði hún. „Það hafa alltaf verið náin tengsl á milli okkar og vilji til að hjálpa þegar mögulegt er.“ „Íslendingar eru góðir í að upphefja okkur í stærri heimsmálum,“ sagði Halla. „Þegar við
tölum um norrænt samstarf vilja Færeyingar hafa fulla aðild og Ísland hefur alltaf stutt þann metnað. Aðrar þjóðir myndu segja að það þyrfti að ræða við Dani og myndu ekki taka afstöðu, en við höfum alltaf notið stuðnings Íslands.“ Hin árlega Arctic Circle ráðstefna er annað dæmi. „Fyrrum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur tekið okkur opnum örmum og bent á að Færeyingar ættu að eiga erindi á Arctic Circle, vera með í stefnumótun og umræðu um norðurslóðamál.“