LAND & SAGA
GLÆSILEG ÍSLENSK SKARTGRIPAHÖNNUN Hendrikka Waage, hönnuður, kynnir skartgripi og list
H
endrikka Waage er hönnuður afar glæsilegrar skartgripalínu, Baron, sem samanstendur af hringum, eyrnalokkum og hálsmenum. Fínleg en jafnframt flókin smáatriði silfurs og gulls í bland við smágerða steina eru áberandi við hönnunina og gefa tígulegt yfirbragð, enda skartgripirnir ætlaðir nútímalegum og fáguðum konum. Við hönnun Baron línunnar leitaði Hendrikka innblásturs í fjölskyldusögu sína og þá helst erfðagrips, karöflu, sem hefur gengið á milli margra kynslóða. Karaflan var í eigu athafna og tónlistarmannsins Baron Charles Francois Xavier Gauldree Boilleau, sem bjó á Íslandi um aldamótin 1800. Líkt og barónninn sjálfur er hönnunin sveipuð fínlegri dulúð sem og tignarleika.
Að sækja innblástur frá heiminum
Verandi íslensk, fædd og uppalin í Reykjavík, er Hendrikka vön náttúrufegurð hins kröftuga, fallega og andlega umhverfis Íslands. En verk hennar og stíll takmarkast ekki við Ísland. Það mætti frekar segja að hönnun hennar væri undir áhrifum þeirra landa þar sem hún hefur búið og starfað, þar á meðal Rússlands, Japan og Bandaríkjanna. Sem stendur ver Hendrikka tíma sínum hendrikkawaage.com
36 | www.landogsaga.com