LAND & SAGA
ÍSAL,
saga álversins í Straumsvík til 2000 eftir Hall Hallsson
Í
sland skartaði sínu fegursta í heiðríkjunni. Jöklar breiddu út hvíta faldana, jökulár mörkuðu rákir í svart landflæmið. Ferðalangarnir horfðu hugfangnir á svipsterka náttúru Íslands á leið sinni yfir landið. Þeir voru á ferð vestur um haf með bandaríska flugfélaginu Pan American, frá Sviss til Los Angeles í Bandaríkjunum. Þetta var í lok september árið 1960. Emanuel Meyer forstjóri og dr. Paul Müller, tæknilegur framkvæmdastjóri, stýrðu svissneska álfélaginu Aluminium Industrie Aktien Gesellschaft – AIAG. Svisslendingarnir þekktu vel til jökulfljóta
64 | www.landogsaga.com
og skynjuðu kyngikraft íslenskra fallvatna. Fallvötnin í svissnesku Ölpunum höfðu verið beisluð. Hugmyndin að alúminíumverksmiðju, sem fengi orku úr íslenskum jökulám, kviknaði í flugvél á sólríkum haustdegi árið 1960. Müller og Meyer voru þess fullvissir að Ísland byggi yfir ómældri orku sem skapaði kjöraðstæður fyrir kraftmikinn alúminíumiðnað. Þeir létu hendur standa fram úr ermum. Við komuna til Bandaríkjanna lögðu þeir á ráðin um alúminíumverksmiðju á Íslandi þar sem væri næg orka, miðja vegu milli Evrópu og Ameríku. Þann 2. október 1960 voru þeir í Los Angeles, daginn eftir í San Fransisco og þaðan flugu þeir til New York. Þeir höfðu samband við skrifstofu iðnaðarráðherra og bókuðu fund áður en þeir flugu til stálborgarinnar Pittsburgh þar sem þeir voru í sömu erindagjörðum. Þeir ætluðu að vera í Reykjavík mánudaginn 10. október. Dvölin í Pittsburgh drógst á langinn svo að þeir sendu skeyti til Reykjavíkur og báðu um að fundinum yrði frestað til þriðjudags. Mánudaginn 10. október hóf DC 7 vél Pan American sig á loft áleiðis til Íslands
Litla þjóð … reistu í verki viljans merki, vilji er allt, sem þarf. Einar Benediktsson með viðkomu í Gander á Nýfundnalandi. Flugið tók um 10 klukkustundir og vélin lenti snemma morguns þriðjudaginn 11. október. Fundur í iðnaðarráðuneytinu hófst klukkan hálfellefu. Iðnaðarráðherra, Bjarni Benediktsson, bauð hina svissnesku gesti velkomna en ásamt honum sátu fundinn Ingólfur Jónsson, ráðherra raforkumála, og embættismennirnir Gunnlaugur Briem og Guðmundur Benediktsson: Meyer gerði stutta grein fyrir fyrirtækinu Aluminium Industrie … Það vildi ekki sjálft reisa raforkuver, heldur kaupa raforku til reksturs alúminíumverksmiðju og þá væri aðalatriðið að fá ódýra raforku – ekki yfir 2 U.S. mill/kwh. Bjarni Benediktsson sagði að íslenska ríkisstjórnin hefði áhuga fyrir því að athuga möguleika á því að