Land og saga 45. tölublað

Page 66

LAND & SAGA

KÍNA OG NORÐURSLÓÐIR

Norðurslóðir skipta sífellt meira máli, ekki einungis löndin sem liggja að svæðinu heldur einnig fjarlæg lönd eins og til dæmis Kína sem er með stefnu í málefnum norðurslóða. Bráðnun íss vegna loftslagsbreytinga mun auðvelda skipaflutninga á norðurhveli jarðar og stytta siglingatíma sem þýðir minni kostnað auk þess sem mikil auðævi eru í jörðu víða á norðurslóðum sem margar þjóðir hafa áhuga á að nýta í einhverju magni. Ísinn á norðurslóðum bráðnar hratt vegna hlýnunar af völdum loftslagsbreytinga sem eykur hættuna á að það flæði yfir láglendi. Rannsóknir á svæðinu eru mikilvægar.

N

orðurslóðir er heimshlutinn í kringum Norðurheimskautið. Innan norðurslóða eru hlutar af Rússlandi, Alaska (sem tilheyrir Bandaríkjunum), Kanada, Grænland (sem tilheyrir Danmörku), Ísland og norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar og Finnlands en stærsti hluti svæðisins er hið ísilagða haf, Norður-Íshafið. Ríki utan norðurslóða hafa ekki yfirráð yfir svæðinu en þau hafa hins vegar réttindi varðandi vísindarannsóknir, siglingar, flug yfir svæðið, veiðar, lagningu sæstrengs og leiðslur í hafinu sem og réttindi til rannsókna og

66 | www.landogsaga.com

nýtingar auðlinda á svæðinu samkvæmt samningum eins og UNCLOS og almennum alþjóðalögum. Bráðnun íss á norðurslóðum getur haft bæði neikvæðar og jákvæðar afleiðingar. Bráðnunin hefur leitt til breytinga á náttúrulegu umhverfi svæðisins og getur meðal annars leitt til hraðari hlýnunar jarðar, hækkandi sjávarborðs, aukins veðurofsa, skemmdar á líffræðilegum fjölbreytileika og öðrum vandamálum á heimsvísu. Hins vegar geta breyttar aðstæður á norðurslóðum vegna bráðnunar íss boðið upp á tækifæri varðandi siglingaleiðir á svæðinu og nýtingu náttúruauðlinda.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ævintýralegt líf hreindýrabóndans

1min
pages 98-100

Fundinn Páll biskup eftir 750 ár

4min
pages 96-97

Landmótun Á Vesturlandi má finna náttúrufegurð

3min
pages 88-91

Innblásin af náttúrunni og veðráttunni

2min
pages 94-95

Steina Vasulka

2min
pages 86-87

Leitin að ægifegurðinni

3min
pages 84-85

Seglin Við Pollinn

2min
pages 82-83

Konan í Verkum Ásmundar Sveinssonar

2min
pages 80-81

Hlusta.is

3min
pages 78-79

Bílastæðahús undir Arnarhóli

4min
pages 76-77

GP Arkitektar

6min
pages 70-73

2000 eftir Hall Hallsson

4min
pages 64-65

Íslenskur æðardúnn ehf

2min
pages 74-75

Feldur

3min
pages 68-69

Kína og norðurslóðir

4min
pages 66-67

Verðlauna ljósmyndarinn Steinipíp ÍSAL, saga álversins í Straumsvík til

12min
pages 50-63

Trymbiltaktur Play hrífur Íslendinga Fullbúin íbúðarhús erlendis frá bylting

3min
pages 46-47

fyrir landsbyggðina

3min
pages 48-49

Frá Bíldudal til Grænlands

7min
pages 41-45

Glæsileg íslensk skartgripahönnun

6min
pages 36-39

Íslensk jarðvarmaþekking nýtist Kína vel

3min
pages 20-23

Uppreisn Ásgeirs Jónssonar Samtal við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands um samskiptin

11min
pages 4-9

Íslenska jarðvarmamódelið að bylta Kína

7min
pages 16-19

Hinn Margslungni William Morris

5min
pages 28-29

Viðtal við Harry Bilson listamann

5min
pages 24-27

Sérstakt samband

2min
pages 32-33

við Kína í forsetatíð hans

14min
pages 10-15

Færeyjar

2min
pages 34-35
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.