LAND & SAGA
KÍNA OG NORÐURSLÓÐIR
Norðurslóðir skipta sífellt meira máli, ekki einungis löndin sem liggja að svæðinu heldur einnig fjarlæg lönd eins og til dæmis Kína sem er með stefnu í málefnum norðurslóða. Bráðnun íss vegna loftslagsbreytinga mun auðvelda skipaflutninga á norðurhveli jarðar og stytta siglingatíma sem þýðir minni kostnað auk þess sem mikil auðævi eru í jörðu víða á norðurslóðum sem margar þjóðir hafa áhuga á að nýta í einhverju magni. Ísinn á norðurslóðum bráðnar hratt vegna hlýnunar af völdum loftslagsbreytinga sem eykur hættuna á að það flæði yfir láglendi. Rannsóknir á svæðinu eru mikilvægar.
N
orðurslóðir er heimshlutinn í kringum Norðurheimskautið. Innan norðurslóða eru hlutar af Rússlandi, Alaska (sem tilheyrir Bandaríkjunum), Kanada, Grænland (sem tilheyrir Danmörku), Ísland og norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar og Finnlands en stærsti hluti svæðisins er hið ísilagða haf, Norður-Íshafið. Ríki utan norðurslóða hafa ekki yfirráð yfir svæðinu en þau hafa hins vegar réttindi varðandi vísindarannsóknir, siglingar, flug yfir svæðið, veiðar, lagningu sæstrengs og leiðslur í hafinu sem og réttindi til rannsókna og
66 | www.landogsaga.com
nýtingar auðlinda á svæðinu samkvæmt samningum eins og UNCLOS og almennum alþjóðalögum. Bráðnun íss á norðurslóðum getur haft bæði neikvæðar og jákvæðar afleiðingar. Bráðnunin hefur leitt til breytinga á náttúrulegu umhverfi svæðisins og getur meðal annars leitt til hraðari hlýnunar jarðar, hækkandi sjávarborðs, aukins veðurofsa, skemmdar á líffræðilegum fjölbreytileika og öðrum vandamálum á heimsvísu. Hins vegar geta breyttar aðstæður á norðurslóðum vegna bráðnunar íss boðið upp á tækifæri varðandi siglingaleiðir á svæðinu og nýtingu náttúruauðlinda.