LAND & SAGA
KONAN Í VERKUM ÁSMUNDAR SVEINSSONAR
K
onan var Ásmundi Sveinssyni (1893-1982) myndhöggvara hugleikið myndefni. Hvort sem verk hans sýna munaðarfulla ástkonu, móður sem heldur verndarskildi yfir barni sínu, stritandi verkakonu eða tryllingslega tröllkonu, þá endurspegla þau mismunandi hlutverk og hliðar konunnar.
HIN VINNANDI KONA Á fjórða áratug síðustu aldar vann Ásmundur fjölmörg verk með íslenska alþýðu í huga. Þessi félagslegu raunsæisverk sýna oftar en ekki konur við vinnu sína og bera nöfn á borð við: Kona að strokka (1934), Vatnsberinn (1936) og Þvottakona (1937). Stytturnar, sem sýna stórgerðar og kraftmiklar konur, eru flestar gegnheilar sem gerir það að verkum að konan og vinnan virðast renna saman í eina massífa heild. Verkin má túlka sem lofsöng til íslenskra verkakvenna sem með eljusemi sinni ólu önn fyrir fátækri landbúnaðarþjóð. KONAN SEM TÁKN Það var fjallamynd Íslands sem var Ásmundi ofanlega í huga við gerð Vatnsberans. Konan sem tákmynd náttúrunnar er jafnvel enn greinilegri í verkunum Móðir jörð (1936) og Tröllkonan (1948). Móðir jörð sýnir konu
80 | www.landogsaga.com