LAND & SAGA
LANDMÓTUN
Vinningstillögur verða að veruleika Landmótun er teiknistofa landslagsarkitekta og skipulagsfræðinga sem hefur veitt alhliða ráðgjöf um skipulag og hönnun síðan 1994. Á meðal nýrra verkefna Landmótunar er endurgerð svæða í miðborg Reykjavíkur. Starfsfólk teiknistofunnar hefur fengið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín og má þar nefna verðlaun í tengslum við skipulag og hönnun ferðamannastaða og útsýnispalla. Árið 2014 varð stofan hlutskörpust í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðis. Áhersla var lögð á að líta á hverasvæðið umhverfis Geysi heildstætt og með bættu stígakerfi og áningarstöðum ykist öryggi gesta. Sama ár vann Landmótun ásamt VA-
88 | www.landogsaga.com
arkitektum og Erni Þór Halldórssyni hugmyndasamkeppni um deiliskipulag og hönnun á Landmannalaugasvæðinu og byggðist tillagan meðal annars á að ný gönguleið myndaði samhangandi þráð sem næði frá nýju tjaldsvæði og móttökuhúsi við Sólvang og suður að Grænagili. Útsýnispallur á Bolafjalli er verðlaunatillaga Landmótunar og Sei Studio frá samkeppni árið 2019, pallurinn er hugsaður sem hluti af klettabeltinu og undirstrikar sérstöðu staðarins þar sem hann svífur í 600m hæð. Nú árið 2021 urðu Landmótun og Sei Studio aftur hlutskörpust í samkeppni um útivistarsvæði og nú á Langasandi á Akranesi. Landmótun hefur einnig unnið við hönnun á nýjum palli og gönguleiðum
við Dettifoss, Svartafoss og Hundafoss í Skaftafelli og svo var það pallur við Brimketil, stóran skessuketil sem lítur út eins og laug í sjávarborðinu í Staðarbergi skammt frá Grindavík. Áslaug Traustadóttir, landslagsarkitekt og einn eigenda Landmótunar, segir að það sem sum þessara verkefna eigi sameiginlegt séu grindur sem henta íslensku veðurfari en þær voru upphaflega hugsaðar fyrir olíuborpalla. Grindurnar eru léttar, festast á einfaldan hátt á stálundirstöður og minka þannig fótspor framkvæmda eins og hægt er. Starfsmenn Landmótunar leggja almennt áherslu á útfærslu og efni sem falla vel inn í náttúruna og má þar nefna timbur og ryðgaða áferð á stáli.