Land og saga 45. tölublað

Page 94

LAND & SAGA

INNBLÁSIN AF NÁTTÚRUNNI OG VEÐRÁTTUNNI Listakonan Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir býr á Eyrarbakka og sækir innblástur í náttúruna og veðrið.

A

llt frá því að Ásta var barn vissi hún að hún myndi vinna einhvers konar skapandi vinnu en hún fór ekki strax út í list. „Ég hugsa að ég hafi ekki haft kjark til að fara beint í list og fór því í fatahönnun í Þýskalandi sem var fín leið að listinni. Ég lærði mikið af því.“ Hún flutti svo heim 1997 eftir 17 ára búsetu í Þýskalandi. Hún bjóst við því að þurfa að fara út í búningahönnun þegar hún flutti heim. „Mér fannst einhvern veginn eins og það væri ekki möguleiki að búa til föt á Íslandi. Mér datt það einhvern veginn ekki í hug. En svo var einhver stemning í samfélaginu á þessum tíma og ég stofnaði fatahönnunarfyrirtækið ásta créative clothes og búð á Laugaveginum. Það var mikil gróska á þessum tíma.“ Eftir hrunið 2008 varð Ásta að loka búðinni. „Reksturinn varð erfiður en það var í rauninni ágætt. Það var erfitt að loka en í raun það besta sem hefur komið fyrir mig. Ég ákvað þá að fara meira út í list.“ Eftir á hafi hún eiginlega verið frelsinu fegin, eftir 10 ár í verslunarrekstri. „Þetta var samt ótrúlega skemmtileg og góð reynsla.“ Síðan þá hefur hún verið að vinna að listinni, en grunnurinn er sá sami þar og í fatahönnuninni. „Ég sæki innblástur úr náttúrunni. Ekki bara íslenskri heldur allri náttúru. Íslenska veðrið er þó sér á báti og hefur mótandi áhrif á okkur. En það er ekkert eins fallegt og náttúran, hún er kennari okkar.“ Fyrir fjórum árum síðan tók hún svo þá ákvörðun að flytja vinnustofu sína á Eyrarbakka sem og að gera upp gamalt hús. „Það er ótrúlega fallegur staður og stutt

94 | www.landogsaga.com

í náttúruna. Ég er sérstaklega hugfangin af þangi og þara þessa stundina, enda ekki langt að sækja það. Mér finnst mest gaman að nota efniviðinn sem er í kringum mig.“ „Verkin mín eru þannig að það má yfirleitt koma við þau á sýningum. Mér finnst það vera partur af upplifuninni. Eitt sinn hélt ég sýningu sem kallaðist Rippling í Tokyo ásamt japanska listamanninum Takuya Komaba. Það var í frekar litlu rými og ég hélt að fólk myndi bara standa og skoða verkið sem var gert úr óteljandi þráðum. En svo var fólk alltaf að fara inn í verkið. Ég átti alls ekki von á því en fannst það frábært. Fólk var að skríða undir og leggjast á gólfið. Mér finnst geggjað að sjá fólk upplifa listina svona.“ Framtíðin er full af verkefnum. Hún mun halda vinnustofur og hátíð á Eyrarbakka, svo verður vinnustofa í Máritíus og ferðir til SuðurKóreu. Eins er hún einn af rekstraraðilum Kirsuberjatrésins. „Það er alltaf nóg að gera,“ segir Ásta brosandi að lokum. -HDB www.astaclothes.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ævintýralegt líf hreindýrabóndans

1min
pages 98-100

Fundinn Páll biskup eftir 750 ár

4min
pages 96-97

Landmótun Á Vesturlandi má finna náttúrufegurð

3min
pages 88-91

Innblásin af náttúrunni og veðráttunni

2min
pages 94-95

Steina Vasulka

2min
pages 86-87

Leitin að ægifegurðinni

3min
pages 84-85

Seglin Við Pollinn

2min
pages 82-83

Konan í Verkum Ásmundar Sveinssonar

2min
pages 80-81

Hlusta.is

3min
pages 78-79

Bílastæðahús undir Arnarhóli

4min
pages 76-77

GP Arkitektar

6min
pages 70-73

2000 eftir Hall Hallsson

4min
pages 64-65

Íslenskur æðardúnn ehf

2min
pages 74-75

Feldur

3min
pages 68-69

Kína og norðurslóðir

4min
pages 66-67

Verðlauna ljósmyndarinn Steinipíp ÍSAL, saga álversins í Straumsvík til

12min
pages 50-63

Trymbiltaktur Play hrífur Íslendinga Fullbúin íbúðarhús erlendis frá bylting

3min
pages 46-47

fyrir landsbyggðina

3min
pages 48-49

Frá Bíldudal til Grænlands

7min
pages 41-45

Glæsileg íslensk skartgripahönnun

6min
pages 36-39

Íslensk jarðvarmaþekking nýtist Kína vel

3min
pages 20-23

Uppreisn Ásgeirs Jónssonar Samtal við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands um samskiptin

11min
pages 4-9

Íslenska jarðvarmamódelið að bylta Kína

7min
pages 16-19

Hinn Margslungni William Morris

5min
pages 28-29

Viðtal við Harry Bilson listamann

5min
pages 24-27

Sérstakt samband

2min
pages 32-33

við Kína í forsetatíð hans

14min
pages 10-15

Færeyjar

2min
pages 34-35
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.