Land og saga 45. tölublað

Page 98

LAND & SAGA

Isortoq: Stefán heindýrabóndi

I

sortoq: Stefán hreindýrabóndi er ævisaga Stefáns Hrafns Magnússonar, hreindýrabónda á Suður-Grænlandi. Stefán Hrafn ólst upp í Reykjavík á veturna en á sumrin var hann í sveitinni hjá ömmu sinni og afa fyrir vestan og dreymdi um að gerast bóndi. Hann heillaðist ungur af norðurslóðum og hafði mikinn áhuga á landkönnuðum. Hann fór einn til Grænlands 15 ára gamall og kynntist þá landinu sem hann átti eftir að búa í. Stefán lærði búfræði hér heima, flutti til Noregs þar sem hann vann við hreindýrhjarðmennsku á meðal Sama í ævintýralegu umhverfi Noregs og bjó um tíma í hefðbundnu Samatjaldi. Hann vann um tíma á nautabúgarði í Kanada og gekk svo yfir freðmýrarnar frá Inuvik til Tuktuyaktuk. Stefán vann

98 | www.landogsaga.com

ÆVINTÝRALEGT LÍF HREINDÝRABÓNDANS síðar við hreindýragæslu í Guðbrandsdal og Jötunheimum í upplöndum SuðurNoregs og gekk hann um veturinn um 3600 kílómetra á skíðum við hreindýragæsluna. Stefán lærði meira um hreindýrarækt á hreindýraræktarbraut menntaskóla í Svíþjóð og síðar hélt hann á freðmýrarnar í Alaska og vann við ráðgjöf og þjálfun á starfsfólki við hreindýrarækt. Þar kynntist hann kúrekanum Bud Williams sem skildi öll dýr að sögn Stefáns. Stefán tók svo flugmannspróf í Kanada. Íslendurinn víðförli hafði á þessum tíma kynnst grænlenskum hreindýrabónda sem hann átti síðar félag með í áratugi. Stefán fékk til dæmis árið 1984 1100 ferkílómetra beitiland á Suður-Grænlandi í viðbót við þá 400 ferkílómetra sem félagi hans var með fyrir.

Stefán hefur í um þrjá áratugi verið hreindýrabóndi á bújörðinni Isortoq á Suður-Grænlandi og lent þar í ýmsum ævintýrum og áskorunum. Fyrir utan að tala um ævi sína talar Stefán í bókinni meðal annars um slysin sem hann hefur lent í sem og veiðimennsku og veiðiþjófa og svo segir hann nokkrar veiðisögur. Fjöldi veiðimanna víða að úr heiminum dvelur á svæðinu ár hvert en íslenskt fyrirtæki er þar með glæsilegar veiðibúðir auk þess sem fólk getur gist á svæðinu í kringum búgarðinn sjálfan. Náttúrubarnið talar auk þess um hið fjölbreytta dýralíf sem er á Suður-Grænlandi, Grænlandsjökul og loftslagsbreytingar sem hafa haft áhrif á reksturinn og grænlenskt samfélag. Fjöldi dagbókarfærsla er í bókinni en Stefán hefur skrifað í dagbækur í áratugi. -SJ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Ævintýralegt líf hreindýrabóndans

1min
pages 98-100

Fundinn Páll biskup eftir 750 ár

4min
pages 96-97

Landmótun Á Vesturlandi má finna náttúrufegurð

3min
pages 88-91

Innblásin af náttúrunni og veðráttunni

2min
pages 94-95

Steina Vasulka

2min
pages 86-87

Leitin að ægifegurðinni

3min
pages 84-85

Seglin Við Pollinn

2min
pages 82-83

Konan í Verkum Ásmundar Sveinssonar

2min
pages 80-81

Hlusta.is

3min
pages 78-79

Bílastæðahús undir Arnarhóli

4min
pages 76-77

GP Arkitektar

6min
pages 70-73

2000 eftir Hall Hallsson

4min
pages 64-65

Íslenskur æðardúnn ehf

2min
pages 74-75

Feldur

3min
pages 68-69

Kína og norðurslóðir

4min
pages 66-67

Verðlauna ljósmyndarinn Steinipíp ÍSAL, saga álversins í Straumsvík til

12min
pages 50-63

Trymbiltaktur Play hrífur Íslendinga Fullbúin íbúðarhús erlendis frá bylting

3min
pages 46-47

fyrir landsbyggðina

3min
pages 48-49

Frá Bíldudal til Grænlands

7min
pages 41-45

Glæsileg íslensk skartgripahönnun

6min
pages 36-39

Íslensk jarðvarmaþekking nýtist Kína vel

3min
pages 20-23

Uppreisn Ásgeirs Jónssonar Samtal við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands um samskiptin

11min
pages 4-9

Íslenska jarðvarmamódelið að bylta Kína

7min
pages 16-19

Hinn Margslungni William Morris

5min
pages 28-29

Viðtal við Harry Bilson listamann

5min
pages 24-27

Sérstakt samband

2min
pages 32-33

við Kína í forsetatíð hans

14min
pages 10-15

Færeyjar

2min
pages 34-35
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.