uppbygging
Er grunnbrennslan orðin léleg? Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, leiðir okkur í gegnum hvernig grunnbrennsla líkamans virkar og hvaða bætiefni geta hjálpað þér að ná líkamlegri frammistöðu.
Þ
róunarsagan okkar hefur gert líkamann að aðlögunarmaskínu. Þegar ekki er nóg að bíta og brenna fer hann í tímavélina aftur um þúsundir ára og upplifir hungursneyð sem þýðir að nú þarf að spara orkuna. Hann lagar sig að kroppuðum horuðum máltíðum sem hann telur vera ógn með að hægja á grunnbrennslunni niður í fyrsta gír. Að lifa af er alltaf fyrsta markmið líkamans og þá verður hann hagsýnn með hitaeiningar ... eitthvað sem þú vilt ALLS EKKI. Ef við hendum síðan inn haug af þolæfingum þar sem þú svitnar eins og grís á teini til að brenna sem flestum hitaeiningum, bregst skrokkurinn við með að minnka vöðvamassa og styrk því hann er óþarfa farangur í úthaldsþjálfun. Vöðvar eru mjög orkufrekur vefur og þegar hann yfirgefur bygginguna þá lækkar grunnbrennslan.
Dagleg hreyfing eins og að skokka niður í kjallara eða ryksuga gólfið minnkar, því líkaminn vill spara þá litlu orku sem er til staðar.
Fátæklegar hitaeiningar og ómanneskjulegt magn af æfingum Þegar við hömumst eins og rolla á girðingastaur í þolæfingum og hitaeiningar dagsins duga varla til að halda gamalmenni í dauðadái boðar líkaminn til krísufundar.
Grunnefnahvörf líkamans: Efnahvörf sem verða í frumum líkamans til að viðhalda lágmarks líkamsstarfsemi eins og líkamshita og virkni í líffærum. Grunnefnahvörf eru u.þ.b. 60% af heildarhitaeininganýtingu dagsins.
Strákar!! Þessi vitleysingur sem á þennan líkama er að hlunnfara okkur um orku. Við þurfum að draga saman seglin og vera hagsýnir með orkuna.
Dagleg hreyfing: Öll hreyfing sem ekki er skipulögð og strúktúruð æfing. Trítla út í búð. Labba upp stigann. Setja í þvottavél. Ryksuga og skúra.
Rétt eins og fyrirtæki í rekstrarörðugleikum eru settar sparnaðaraðgerðir í gang til að spara orku. Slökkva ljósin. Skrúfa fyrir ofnana. Loka gluggunum. Líkaminn verður nískur á hitaeiningabrennslu á æfingum.
104
Út með vöðvana því þeir eru orkufrekir! Hvað felst í grunnbrennslunni? Til að skilja hvernig grunnbrennsla líkamans virkar þurfum við fyrst að skilja hvernig líkaminn nýtir heildarhitaeiningar dagsins en það ferli samanstendur af fjórum þáttum.
Brennsluáhrif matar er sú orka sem líkaminn notar til að brjóta niður orkuefnin prótín, kolvetni og fitu - þessi þáttur nýtir u.þ.b. 1015% of heildarhitaeiningum dagsins.