hollusta
Indíana Nanna Jóhannsdóttir, stofnandi og yfirþjálfari GoMove Iceland hefur síðastliðið ár unnið að nýju netnámskeiði. Hún vill fræða þátttakendur um mataræði, svefn og öndun á einfaldan og mannlegan máta og aðstoða þá við að elda, sofa og anda betur. Námskeiðið er 28 dagar og er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á að gera aðeins betur þegar kemur að þessum grunnstoðum heilsunnar.
,,Ef eitthvað á að vera varanlegt, verður það að vera ánægjulegt’’ Sem þjálfari er mitt helsta hlutverk að auka sjálfstraust fólks á æfingum. Þegar kemur að mataræði, svefni og öndun snýst þetta um nákvæmlega sama hlutinn: Að auka sjálfstraust og kunnáttu einstaklingsins.
V
ið getum ekki gengið í gegnum lífið, gjörsamlega ómeðvituð um mataræði okkar. Sérstaklega ekki í dag þar sem sölumarkmið og framleiðslugeta fyrirtækja vega oft þyngra en að búa til næringarríka afurð sem er góð fyrir okkur neytendur. Það sem við veljum sem næringu hefur þar að auki ekki bara áhrif á okkur sjálf, heldur líka afkomendur okkar og afkomendur þeirra. Það er enginn með allt á hreinu þegar kemur að mataræði, svefni eða öndun. En ég vil ýta við fólki og fá það til að hugsa öðruvísi um hlutina. Stundum þarf maður bara smá aðhald og hvatningu til að taka loksins ákvörðun um eitthvað sem okkur hefur lengi langað til að vinna betur í eða bæta.
34
Það er enginn með allt á hreinu þegar kemur að mataræði, svefni eða öndun.
Ekki vera alveg sama en ekki hugsa of mikið heldur Í lífinu almennt er ég frekar létt, ljúf og kát. Ég reyni að taka hlutunum ekki of alvarlega en það þýðir ekki að mér sé alveg sama. Mér er nefnilega mjög annt um mína heilsu og heilsu fólksins í kringum mig. Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég setti saman námskeiðið. Mig langaði til að aðstoða aðra við að auka lífsgæði sín. Mér þykir gaman að gefa öðrum hugmyndir og deila því sem ég er að uppgötva hverju sinni. Þetta námskeið er bara skipulögð samantekt á því öllu saman. Getum gert betur og haft gaman að því Sem ágætlega meðvitaður einstaklingur og áhugamanneskja um mat og mataræði þá