Heilsublað Nettó - janúar 2021

Page 40

hollusta

Lykillinn að markmiðasetningu - Kíktu í skápinn hans Begga Ólafs Janúar er nú genginn í garð og margir að stefna á betri útgáfu af sjálfum sér á nýja árinu. Markið er sett hátt og stefnt er á átta tíma svefn á hverju kvöldi, alveg sykurlaust og glútenlaust fæði, fara á hlaupabrettið á hverjum degi. Síðan á náttúrulega að verða framúrskarandi foreldri, öflugasti starfsmaðurinn og besti vinurinn, allt á sama tíma.

V

Beggi Ólafs leyfir okkur að kíkja í eldhússkápinn sinn og fræðast í leiðinni um lykilinn að markmiðasetningu. Hann er fyrirlesari með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði. Beggi hefur mikla reynslu úr íþróttum þá aðallega fótbolta þar sem hann var fyrirliði mest allan sinn feril og varð meðal annars Íslandsmeistari með FH árið 2016.

40

ið ætlum svo oft að sigra allan heiminn eins og skot og því eigum við það til að setja okkur of krefjandi markmið sem gerir það að verkum að við gefumst upp og erum fljót að detta í sama farið. Þess vegna er algjör lykill að setja raunhæf markmið til að byrja með. Markmið eiga að vera hæfilega krefjandi, hvorki of auðveld né of erfið. Sterkasti leikurinn er að ákveða að bæta einhvern einn hlut til að byrja með, þá næst jákvæður árangur. Þegar sá hlutur er orðinn eðlilegur hluti af deginum eða vikunni er kominn tími til að velta fyrir sér hvað er næst í röðinni á listanum og svo koll af kolli. Ef þessi nálgun er tekin er hún líkleg til að hrinda af stað röð jákvæðra breytinga sem endast. Það er með mataræði eins og annað: Það þarf að hugsa í langtímamarkmiðum sem fólk gefst ekki upp á og getur viðhaldið. Í skápunum mínum finnst alls konar fæða sem á þó sameiginlegt að vera úr jurtaríkinu. Mitt mottó er að borða heilnæma fæðu sem er eins óunnin og hægt er, en ég geri líka ráð fyrir nammi í hollari kantinum því eilífðar keppni við viljastyrkinn á ekki að vera hluti af lífsstíl. Ég hef einnig trú á að ýmis bætiefni geti hjálpað mér að ná mínum markmiðum og þau eru alltaf hluti af mataræðinu mínu. Vonandi finnið þið eitthvað á innkaupalistanum mínum sem getur hjálpað ykkur og stutt ykkur á vegferðinni að bættu og hollara líferni.

Hnetur og fræ Hnetur og fræ eru mikilvægur hluti af minni fæðu og ég mæli með að fólk prófi sig áfram með hnetur, sérstaklega þeir sem eru að færa sig yfir í plöntufæðið eða auka það. Margar hnetur er mjög næringarmiklar og innihalda holla fitu, gott próteinmagn og alls konar vítamín og steinefni. Kasjúhnetur Ég elska kasjúhnetur. Þær eru ekki bara hollar heldur finnst mér þær alveg ótrúlega góðar á bragðið og síðan eru þær næringarríkar og mettandi líka. Ég á yfirleitt alltaf kasjúhnetur í skápnum til að grípa í þegar mig vantar orku. Möndlur Möndlur henta vel sem millimál, sem hluti af næringarmiklum hádegismat eða út á grauta. Möndlur eru bæði prótein og trefjaríkar. En trefjarík fæða er mikilvægur hluti af hollu mataræði. Ég á alltaf til möndlur í skápnum heima og geri þær ómótstæðilegar með því að rista þær í ofni (sjá uppskrift á næstu opnu). Chia fræ Chia fræ geta t.d. verið hluti af góðum morgunmat eða hádegismat eða farið jafnvel beint í þeytinginn minn. Ég fæ mér mjög oft chiagraut með kanil, eplum og kasjúhnetusmjöri frá Monki. Ég mæli með að skella 3-4 matskeiðum af chia fræjum ásamt Isola möndlumjólk út í


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.