hollusta
Horuð hamingja! Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er sálfræðingur að mennt með áherslu á heilsusálfræði ásamt því að vera lærður einkaþjálfari. Í dag leggur hún aðaláherslu á sálfræðimeðferð og fjarþjálfun þar sem unnið er með hugsanir og hugarfar (í bland við þjálfun sé þess óskað) til að auka líkurnar á varanlegum lífsstílsbreytingum. Þess á milli deilir hún gómsætum hollum uppskriftum með lesendum. Hér fer hún yfir það nýjasta í uppskriftabókinni sinni eða það sem hún kallar Klísturkakan.
Ef eitthvað á að fá Nóbelinn fyrir horaða hamingju þá er það þessi dásemd. Blauta stöffið 2 dl ósæt eplamús 2 egg 5-7 dropar Better Stevia english toffee Þurra stöffið 3 skóflur Vital Proteins Beef collagen prótín
Síðasta kvöldmáltíð Naglans í lífinu verður súkkulaðikaka með rjóma.
2 dl ósætt NOW hrákakó
Ef valið stæði milli heimsfriðar og að geta borðað súkkulaðiköku í öll mál alla daga án þess að fitna þyrfti Naglinn alvarlega að hugsa sig um.
1 tsk lyftiduft
Innri sykursnúðurinn hamast daglega og vill fixið sitt en hann er friðþægður með stöðugum blekkingum í formi hollustugúrmetis. Nýjast af nálinni í þeim geira er klísturskakan. Súkkulaðikaka úr prótíndufti sem tekur 3 mínútur og rétt innan við 150 kcal í kvikindinu. Viljið þið ræða þessa uppgötvun? Það sem er dásamlegt við að nota kollagen prótínduft er að það er algjörlega bragðlaust og veitir þykkelsi í baksturinn án þess að yfirtaka bragðið af sjálfri kökunni.
54
Hræra saman blauta stöffinu í eina skál. Blanda saman þurrefnunum í aðra skál. Sameina svo allt í eina harmoníu og hræra vel saman blautefnum og þurrefnum. Hella í sílikon-brauðform eða brúnkuform og baka í 45 mínútur á 180 °C.