Heilsublað Nettó - janúar 2021

Page 60

ketó

Íslandsmeistari í megrun María Krista heiti ég og er 47 ára grafískur hönnuður að mennt, 3 barna móðir, amma og matgæðingur. Ég og eiginmaðurinn rekum einnig hönnunarfyrirtækið kristadesign.is og framleiðum saman íslenskar gjafavörur og skartgripi. Ég kalla mig oft Íslandsmeistara í megrun en eftir að ég kynntist lágkolvetnamataræðinu og ketó þá hef ég fundið mína hillu og hefur mér aldrei liðið eins vel. Ég elska að elda og baka og fyrir mér er það áskorun að útbúa ljúffengan mat og kökur án glútens og sykurs. Ég hef gefið út uppskriftabók og fjöldann allan af uppskriftaspjöldum og á blogginu mínu mariakrista.com er ég mjög iðin við að deila góðum uppskriftum og ráðum. Til að hafa fullan aðgang að uppskriftasafninu mínu er hægt að gerast meðlimur í vinaklúbbnum en þeir sem þar eru fá einnig aðgang að fræðslugreinum, matseðlum, uppskriftaspjöldum á pdf-formi og ýmsum skemmtilegum tilboðum.

Ketó kaffikaramellufrappi Maríu Kristu

Heilsan skiptir mig höfuðmáli og ég skora á ykkur að taka út sykur, glúten og unnin kolvetni úr fæðunni. Ég skora á þig að prófa, lífið er svo miklu léttara án þess.

9 g MCT powder salted caramel

Heilsukveðja María Krista eða #kristaketo á instagram.

60

Þessi kaffikaramellufrappi er ótrúlega bragðgóður og ferskur, stútfullur af góðri fitu, örfáum kolvetnum og koffíni. Mæli með að henda í svona og kippa með í bílinn. Fullt af góðri orku og svo auðvitað geggjað góður drykkur hvenær sem er. 100 g kaffi, kælt 130 g möndlumjólk, ósæt Isola 100 g ísmolar 20 g Sweet like sugar Good Good (fínmöluð) 4 dropar vanillustevía, French vanilla NOW Topping: Þeyttur rjómi, laktósafrír Sykurlaust síróp Good Good


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.