ketó
10
skotheld ketóráð!
Nú munu eflaust einhverjir hella sér í heilsuátak, hvort sem það er að kæla í klaka, æfa crossfit, hlaupa 100 km á mánuði eða taka á mataræðinu en ef þú, lesandi góður, ert spenntur fyrir ketómataræðinu þá eru hér nokkur ráð sem ég mæli með að lesa áður en þú byrjar.
1.
María Krista Hreiðarsdóttir er grafískur hönnuður og einn helsti ketósérfræðingur Íslands. Hún segir að ketó- og lágkolvetnamataræði hafi breytt lífi sínu til hins betra.
#kristaketo mariakrista.com
64
2.
Fyllið magann af næringu og vatni og ef þið eruð slöpp (oftast sykur og bjúgur að skila sér úr líkamanum) þá mæli ég með súputening eða dufti t.d. frá Knorr, eitt bréf í heitt vatn og smá smjörklípa, jafnvel harðsoðið egg, þetta er hin mesta orkubomba. Ekki gleyma svo vítamínum og lýsi eða góðum omega-3 olíum og svo má finna góðar steinefnatöflur í vítamíndeildinni sem hjálpa til við vökvaskort.
Borðið einfaldan mat eins og egg, kjöt, avókadó, álegg, fisk, smjör, sviðasultu, harðfisk og grænt grænmeti. Steikið stóra pönnu af grænmeti með smjöri, sveppum, tómötum, kúrbít, papriku og ólífuolíu. Notið prótín að eigin vali með, hvort sem það er kjöt, kjúklingur eða fiskur. Reynið að nota mest kolvetnaskertar mjólkurvörur. Ég er mjög hrifin af laktósafríum mjólkurvörum, þar sem þær fara betur í magann. Ég spara rjómann í kaffið en leyfi mér rjóma í vissa rétti og deserta í staðinn. Notið chiafræ, möndlur, hampfræ, kókoshveiti sólblóma-og graskersfræ í bakstur og haldið ykkur við hollar olíur eins og kókosolíu og ólífuog avókadóolíu. Þetta mataræði er nefnilega mjög einfalt í grunninn. En ekki bíða, byrjið strax.