JAFNVÆGI 1útg 43.árg

Page 14

Augnheilsa á COVID tímum C OVID-19 faraldurinn sem nú geisar hefur haft víðtæk áhrif um allan heim. Álag á heilbrigðisstarfsfólk hefur víða verið mikið og vegna farsóttarinnar hefur í sumum tilvikum verið gripið til þess ráðs að gera tímabundið hlé á ákveðnum þáttum í heilbrigðisþjónustu. Leitast hefur verið við að finna nýjar lausnir til að veita þjónustuna og hefur faraldurinn í raun hraðað innleiðingu ýmissa tækninýjunga og rafrænna heilbrigðislausna samfara aukinni símaþjónustu og rafrænum samskiptalausnum. Þessar tækninýjungar og stafrænu lausnir hafa í mörgum tilvikum gert störf heilbrigðisstarfsfólks skilvirkari, jafnað aðgengi fólks að þjónustu og gert þeim kleift að sækja sér heilbrigðisþjónustu að heiman sem ella þyrfti að sækja um langan veg. RetinaRisk er ein þessara stafrænu lausna sem hafa vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum um heim allan en yfir 600 þúsund manns í 150 löndum hafa nú þegar sótt appið. RetinaRisk reiknar einstaklingsbundna áhættu fólks með sykursýki á sjónskerðandi augnbotnaskemmdum sem koma má í veg fyrir ef þær eru greindar nógu snemma og með viðeigandi læknismeðferð. Til þess að reikna út áhættu sína þarf notandi að setja inn upplýsingar um kyn, tegund og árafjölda með sykursýki, blóðþrýstings- og blóðsykurmælingu (HbA1c) og hvort augnbotnaskemmdir séu þegar til staðar. RetinaRisk áhættureiknirinn var þróaður af Örnu Guðmundsdóttur innkirtlalækni, Einari Stefánssyni, augnlækni og Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands með styrk frá Tækniþróunarsjóði. RetinaRisk getur gegnt mikilvægu hlutverki á þessum viðsjárverðu COVID-19 tímum með því að leyfa fólki með sykursýki að fylgjast með eigin áhættu heima við og með forgangsröðun á þeim sem eru í mikilli áhættu á sjónskerðandi augnbotnaskemmdum í skimun og læknisskoðun í samkomubanni og til að vinna á biðlistum þegar augnskimanir hefjast að nýju. RetinaRisk appið gerir fólki með sykursýki kleift að fylgjast með áhættu sinni á sjónskerðandi augnbotnaskemmdum á einfaldan hátt í snjallsímanum heima í stofu. Í appinu má á skýran og auðskiljanlegan hátt sjá hverjir eru helstu áhættuþættir hvers einstaklings (oftast of hár blóðsykur (HbA1c) og/eða blóðþrýstingur) og hvernig betri sykursýkisstjórnun getur dregið úr áhættu á sjónskerðandi augnsjúkdómum. Þá er að finna í appinu ítarlegar leiðbeiningar og gagnlegar upplýsingar um sykursýki og augnbotnaskemmdir sem og yfirlit yfir þróun áhættunnar. Appið býður notendum upp á að setja sér markmið varðandi blóðsykur og blóðþrýsting en einnig er hægt að skrá dagsetningu síðustu augnskoðun og fá áminningu um næstu skoðun. RetinaRisk gerir þannig fólki með sykursýki kleift að skilja betur ástand sitt, eykur heilsulæsi og hvetur fólk til að verða virkari þátttakendur í eigin heilsugæslu. RetinaRisk getur einnig aðstoðað heilbrigðisstarfsfólk við forgangsröðun sjúklinga inn á spítala á COVID-19 tímum til að tryggja að þeir sem eru í mikilli áhættu á að fá sjónskerðandi augnbotnaskemmdir fái augnskimun og 14

J A F N VÆ G I N Ó V E M B E R 2020

viðeigandi meðferð en að hinir sem eru með minni áhættu geti verið rólegir heima án þess að klínísku öryggi þeirra sé ógnað. Klínískar rannsóknir á 25.000 einstaklingum með sykursýki í Bretlandi, Noregi, Danmörku, Hollandi og Spáni hafa sýnt að RetinaRisk getur áreiðanlega greint áhættustig einstaklinga og stýrt augnskimun þannig að einstaklingar í hárri áhættu séu skimaðir oftar, en hinir sjaldnar sem eru í lítilli áhættu á Sigurbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri blinduvaldandi breyt- RetinaRisk ingum. Að sama skapi getur RetinaRisk skipt sköpum þegar hafist verður handa við að vinna á biðlistum í augnskimun sem mörg lönd sjá fram á þegar COVID-19 ástandinu lýkur. Þá er hægt á vísindalegan hátt að kalla þá einstaklinga fyrst í augnskimun sem eru í mestri áhættu á augnbotnaskemmdum en þeir sem eru í minni áhættu geta komið sjaldnar í augnskoðun, allt eftir áhættumati hvers einstaklings. „Með þessari nýju nálgun má bjóða upp á persónumiðaða heilbrigðisþjónustu sem byggð er á áhættumati hvers einstaklings sem leiðir til aukins klínísks öryggis og hagræðingar í heilbrigðiskerfinu. Um leið fær einstaklingurinn betri upplýsingar og skilning á eigin sjúkdómsástandi sem aðstoðar hann við að stýra eigin örlögum.” Einar Stefánsson augnlæknir „Það hefur aldrei verið meira áríðandi en einmitt nú að sóa ekki fjármunum í heilbrigðiskerfinu með því að gera óþarfa skimanir eða fá fólk í ótímabærar rannsóknir.” Arna Guðmundsdóttir innkirtlalæknir Það er ákveðin vitundarvakning að eiga sér stað með aukinni notkun á tækninýjungum og stafrænum heilbrigðislausnum. Heilsulæsi er að aukast sem og áhugi sjúklinga á að taka aukna stjórn og ábyrgð á sjúkdómi í sínar hendur. Sykursýkismeðferðir byggjast í auknum mæli á notkun flókins tækjabúnaðar eins og sírita, dælu og smáforrita ásamt gögnum úr heilsuúrum en þar passar RetinaRisk vel inn með sína framvirku sýn á áhættu. Fá kerfi nýtast jafnmörgumn aðilum á sama tíma eins og RetinaRisk sem gagnast fólki með sykursýki við að skilja þróun sjúkdómsins; heilbrigðisstarfsfólki við ákvarðanatöku; og heilbrigðiskerfinu í hagræðingu. Frekari upplýsingar um RetinaRisk er að finna á www. retinarisk.com


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.