Gönguferðir 2020 Samtök sykursjúkra hafa staðið fyrir gönguferðum í tuttugu ár en óhætt er að segja að þetta gönguár hafi verið frábrugðið þeim fyrri. Árið byrjaði vel með reglubundnum hálfsmánaðar göngum en eins og vitað er skall covid-19 á landann í byrjun mars. Gönguferðirnar hafa því fallið niður frá upphafi samkomubanns og virðist veiran ætla að dvelja í samfélaginu okkur eitthvað áfram. Göngufélagar eru virkilega farnir að sakna gönguferðanna en þegar þær hefjast aftur munum við auglýsa þær og eru þá að sjálfsögðu allir velkomnir með. Gönguferðirnar á árinu voru um klukkustund og var gengið frá eftirfarandi stöðum: 5. janúar frá Hallgrímskirkju. 19. janúar frá Ísaksskóla. 2. febrúar frá Langholtskirkju. 16. febrúar frá Neskirkju. 1. mars frá Kjarvalsstöðum. Helga Eygló og gönguhópurinn. Ljósmynd: Jafnvægi
Fyrir hönd gönguhópsins, Helga Eygló Guðlaugsdóttir S: 6923715
Þegar mamma eða pabbi eru með sykursýki Nokkur góð ráð fyrir fjölskyldur 1. Haldið fjölskyldufund og farið yfir hvað börnin eiga að gera ef mamma eða pabbi fær sykurfall eða insúlínlost. 2. Gerið það sýnilegt fyrir börnin hver ber ábyrgðina, t.d. það foreldrið sem ekki er með sykursýki. Þannig má forðast að börnin taki of mikla ábyrgð. 3. Útskýrið sykursýki fyrir börnunum á máli sem hæfir aldri þeirra og þroska. 4. Það er líka nauðsynlegt að tala um erfiðar hugsanir og tilfinningar. 5. Hafið í huga að það getur verið erfitt fyrir börnin að
finna réttu orðin til að lýsa því hvernig þeim líður, og þau vilja heldur ekki særa mömmu eða pabba. 6. Sýnið að þið þorið að ræða um sykursýkina. 7. Ræðið málin við aðra í sömu aðstöðu. 8. Uppfærið þekkingu barnanna – er þörf á nýrri umræðu? Fræðið þau um sykursýki. 9. Spyrjið börnin reglulega um hvað þau eru að hugsa. 10. Spyrjið: Hvernig líður þér þegar mamma/pabbi hagar sér undarlega í sykurfalli? Útskýrið fyrir börnunum hvernig þeim sykursjúka líður við þær aðstæður.
JAFNVÆ GI NÓVEMBER 2 0 2 0
39