Leiðari 2020
Þörf á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu
463
milljónir eru í heiminum í dag með sykursýki en 36 milljónir hafa fengið Covid 19. Ætla ekki að bera þetta saman en er athyglisvert. Starfið eða ekki starfið hefur heldur betur mótast af covid faraldrinum. Flest öll starfsemi út á við hefur verið felld niður og ekkert betra í sjónmáli. Ekkert lát á covid 19 aldrei fleiri smit enn í dag þegar þetta er skrifað 6. október. Okkur tókst þó að halda aðalfund þó seint væri og stjórnin er fullmönnuð sem betur fer. Við höldum rafræna fundi og erum í sambandi gegnum Facebook og aðra miðla. Mikið verið rætt um sykursýki og Covid19 hvort við séum í áhættu hóp eða ekki og ekki er sama sykursýki 1 og sykursýki 2.Efnaskiptavilla fylgir oft sykursýki 2 þá er háþrýstingur kominn til viðbótar og blóðfituröskun. Góð heilsa hefur aldrei verið eins mikilvæg. Covid 19 virðist leggjast ver á fólk með slæma heilsu eins og ofþyngd, háþrýsting og sykursýki 2. Formaður telur að best sé að stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Það sé langtíma markmið en á þeirri leið sé hægt að lækka þökin markvisst í greiðsluþátttöku fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Sú krafa sykursjúkra að hjálpartæki sem nota þarf við lyfjagjöf verði sett undir sama hatt og lyf (nálar og strimlar) er enn í fullu gildi. Við höfum verið í beinu sambandi við Sjúkratryggingar vegna væntanlegrar innleiðingar á FreeStyle. Einnig vegna hækkunar á einnota insúlín pennum fyrir börn. Fjöldi strimla per einstakling hefur einnig verið til umræðu. Það er alltaf þörf á fræðslu um sykursýki og hefur það verið markmið félagsins frá upphafi en ekki hvað síst er þörf á umfjöllun um heilbrigðan lífstíl. Hreyfiseðlar eru nýtt vopn í baráttunni, þeim er ávísað af lækni með öðrum lyfjum eða eingöngu og eiga að hvetja fólk til að hreyfa sig markvisst undir eftirliti sjúkraþjálfa, hreyfistjóra sem eru á hverri heilsugæslustöð. Talið er að hreyfiseðlar henti mjög vel fólki með sykursýki. Jafnvægi kemur út á árinu eins og venjulega. Það er afar mikilvægt að félagsmenn sendi á netfangið diabetes@diabetes.is rétt netföng svo hægt sé að senda öllum rafrænan póst. Einnig eru Samtök sykursjúkra á Facebook og með heimasíðuna www.diabetes.is og er hægt t.d að nálgast hana í flestum snjalltækjum. Í blaðinu er núna eins og í fyrra auglýst hálsmen. Við erum að selja hálsmen til styrktar okkar eigin samtökum. Við létum hanna fyrir okkur hálsmen bláan hring verulega fallegt hálsmen eftir Sif Jakobs. Gaman væri að sem flestir félagsmenn og velunnarar sæju sér fært að kaupa hálsmen, það kostar kr. 5.000. Formaður vill þakka þeim sem komið hafa að starfi félagsins og þakkar þeim fyrir þeirra framlag, einnig vil ég þakka stjórnarmeðlimum fyrir samstarfið. Með bestu kveðju Sigríður Jóhannsdóttir Formaður Samtaka sykursjúkra
4
J A F N VÆ G I N Ó V E M B E R 2020