Heilsublað Nettó - September 2020

Page 118

Hampolía Hægt er að vinna olíuna (fituna) úr fræjunum og kallast hún þá hampolía og er seld í glerflöskum í matvöruverslunum við hlið annarra matarolía. Mikilvægt er að velja kaldpressaða olíu því sú aðferð varðveitir best næringarefnin og bragðgæðin auk þess sem engin kemísk efni eru notuð. Hampolíu er gott að taka inn sér til heilsubótar, t.d. eina matskeið á morgnana, en rannsóknir hafa sýnt að hún geti dregið úr bólgum og aukið heilbrigði húðar og hárs. Olían hefur gagnast sem meðferð við bólum, exemi, sóríasis og flatskæningi og gefur hári meiri gljáa. Af þeim sökum er hún mikið notuð í allskyns húð-, hár- og snyrtivörur. Eins er hægt að bera hana beint á húð. Hampolía er ekki hitaþolin og hentar því ekki til steikingar. Hana er hægt að nota út á salat, pasta og eldað grænmeti, en rétt er að hafa í huga að hún er bragðmikil og hefur einkennandi bragð sem hefur verið líkt við hnetur.

Hampolíu er gott að taka inn sér til heilsubótar, t.d. eina matskeið á morgnana, en rannsóknir hafa sýnt að hún geti dregið úr bólgum og aukið heilbrigði húðar og hárs.

Hampmjólk Hampmjólk er búin til úr hampfræjum (án skelja) með því að blanda þeim saman við vatn í blandara og bæta út í smá salti og sætu/ bragðefnum ef vill, t.d. vanilludufti, hunangi, döðlum, kakói eða berjum. Blönduna má sigta með fíngerðu sigti eða spírupoka til að fá hana tæra en það er ekki nauðsynlegt. Hægt er að kaupa hana tilbúna í fernum eða gera hana sjálfur/sjálf heima. Úr hampfræjum er einnig framleitt jurtasmjör, -ostur, -smurostur, -jógúrt og fleira. Hampprótínduft og hamphveiti Próteinduft eru vinsæl fæðubótarefni meðal íþrótta- og vaxtaræktarfólks sem og þeirra sem eru að reyna að þyngjast eða auka vöðvamassa og er jafnan sett út í drykki, þeytinga og svokallaðar próteinskálar.

Hamphveiti verður sífellt vinsælla í allskyns bakstur, bæði brauð og bakkelsi, en vegna þess hve bragðmikið það er, er það jafnan notað með öðru mjöli, en mælt er með hlutföllunum 1 á móti 3. Eins er hægt að bæta því út þeytinga, morgunkorn og jógúrt til að auka trefjainnihald.

Hamppróteinduft er búið til með því að fínmala fræ sem olían hefur verið pressuð úr, svokölluð fitusneydd frækaka. Mikilvægt er að kaldpressun hafi verið notuð þar sem heitpressun getur dregið úr meltanleika próteinsins um 10%. Það inniheldur meira magn af trefjum en önnur jurtapróteinduft eða um 26g í hverjum 100g, ólíkt eftir vörumerkjum.

Hampblöð og blóm Blöð hampplötunnar er hægt að djúsa, bæta í salat, heilsudrykki og þeytinga. Blómin og blöðin næst þeim er hægt að þurrka og nýta sem krydd- og tejurtir. Mikilvægt er að setja fitu, t.d. bragðlausa kókosolíu, út í hampteið ásamt sjóðandi vatni, þar sem hinir heilsusamlegu kannabínóðar eru fituleysanlegir. Af þeim sökum bæta teframleiðendur stundum kókosolíu út í tejurtirnar.

Hamphveiti eða hamptrefjaduft er einnig unnið úr fitusneyddri fræköku. Það er fínmalað og sigtað til að ná fram áferð hveitis. Það inniheldur töluvert minna prótein en próteinduftið, en afar hátt hlutfall trefja (um eða yfir 50%, breytilegt eftir vörumerkjum).

Nánar verður fjallað um næringargildi og heilsufarslegan ávinning þeirra í næsta heilsublaði.

119


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Góðgerlar fyrir ónæmiskerfið

2min
page 106

Viðhöldum vökvajafnvægi í líkamanum

2min
page 90

Heilbrigðari þarmaflóra og betri melting

1min
page 55

Mikilvægt að fræðast um allt sem viðkemur heilsu

3min
pages 104-105

Terranova bætiefni hámarka virknina

2min
page 102

Sérhönnuð vítamínlína fyrir Íslendinga

2min
page 96

Bólgur - Mataræði og náttúruefni

4min
pages 98-99

Litlu skrefin - bara eitt í einu!

4min
pages 74-75

Eru þvagfærasýkingar að angra þig?

5min
pages 108-109

Hjólreiðar og næring

5min
pages 92-93

Ég, Bjé og Djé!

2min
page 53

Járnskortur, slen og þreyta heyra sögunni til!

3min
page 81

Þinn hrausti líkami

5min
pages 78-79

Verndum náttúruna og veljum lífrænt

5min
pages 120-121

Vöffluuppskrift Maríu Kristu

1min
page 70

Ódýrasta en öflugasta fitubrennslustöffið á markaðnum

5min
pages 112-113

Öndum okkur í gegnum þetta

3min
page 94

Skólanesti - auðvelda aðferðin

3min
pages 46-47

Hampur - sannkölluð ofurfæða

5min
pages 118-119

Lífrænt fyrir umhverfi og lýðheilsu

2min
page 18

Krydd án aukaefna

2min
page 38

Kollagen súkkulaðibúðingur að hætti Ásdísar Grasa

1min
page 42

Mismunandi pizzur fyrir mismunandi smekk

3min
pages 32-33
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.