JAFNVÆGI 1. tbl 44. árg 2021

Page 4

Leiðari 2021

50 ára afmæli Samtaka sykursjúkra S

amtök sykursjúkra voru stofnuð í nóvember fyrir 50 árum síðan eða árið 1971 það voru framsýnir baráttumenn sem börðust fyrir réttindum sykursjúkra og vildu efla fræðslu um sykursýki.

Markmiðið er það sama i dag eins og sjá má á lögum Samtaka sykursjúkra . I ár eru einnig 100 ár síðan vísindamaður í Kanada uppgötvaði insúlin og ári seinna eða 1922 fékk deyjandi 14 ára drengur fyrsta insúlín skammtinn og braggaðist undrafljótt. Þanning að við höldum upp á tvöfalt afmæli í ár, 100 ára afmæli insúlíns og 50 ára afmæli samtakanna okkar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum 50 árum miklar framfarir orðið í meðferð en engin lækning enn í sjónmáli. Aftur á móti eykst fjöldi manna með sykursýki, sérstaklega þeirra með tegund 2 og er talað um þessa miklu aukningu sem næsta heimsfaraldur meðal manna um allan heim með tilheyrandi kostnaði og þjáningum. Samtök sykursjúkra ætla að fagna 50 ára afmæli sínu með því að gera sér glaðan dag þann 14. nóvember n.k. og bjóða öllum félagsmönnum og velunnurum til samsætis að Grand hótel Reykjavik klukkan 16,00. 14. nóvember er sameiginlegur dagur allra sykursjúkra um heim allan og dagur bláa hringsins Samtök sykursjúkra hafa að undanförnu staðið fyrir ímyndarherferð á samfélagsmiðlum og auglýst í hefðbundnum miðlum. Við vonum að sem flestir hafi orðið varir við þessa herferð sem er ætluð til að upplýsa almenning um sykursýki og hennar ólíku birtingarmyndir. Undanfarin tvö ár hafa verið mjög svo öðruvísi en vanalaga vegna covid 19 en vonandi er allt á leið í rétta átt og við getum farið að starfa á hefðbundinn hátt aftur. Til hamingju allir félagsmenn Samtaka sykursjúkra á þessum tímamótum. Sigríður Jóhannsdóttir formaður samtaka sykursjúkra

4

J A F N VÆ G I N Ó V E M B E R 2021


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.