JAFNVÆGI 1. tbl 44. árg 2021

Page 6

Samtök sykursjúkra 50 ára Samtök sykursjúkra voru stofnuð árið 1971 af nokkrum einstaklingum með sykursýki og Þóri Helgasyni, innkirtlalækni á Landspítala. Tilgangurinn með stofnun félagsins var m.a. að stuðla að opnari umræðu um sykursýki í samfélaginu, eyða fordómum, fræða almenning en þó aðallega að þrýsta á um að stofnuð yrði sérstök göngudeild á spítalanum fyrir fólk með sykursýki. Það markmið náðist fljótlega og varð Þórir Helgason fyrsti yfirlæknir deildarinnar. Samtök sykursjúkra eru aðili að ÖBÍ, Öryrkjabandalagi Íslands. Þróunin hefur orðið sú með árunum að réttindabarátta hefur að miklu leyti færst inn á vettvang ÖBÍ. Það á ekki bara við Samtök sykursjúkra, heldur öll aðildarfélög ÖBÍ að sú vinna er unnin mikið til í samvinnu milli aðildarfélaganna og í vinnuhópum og nefndum innan Öryrkjabandalagsins. Öll, eða í það minnsta langflest, samtök sjúklinga og fatlaðra telja núorðið að heillavænlegra sé að vinna þetta saman og að þannig séum við sterkari baráttuhópur. Sífellt erfiðara verður að ná eyrum stjórnvalda, fá viðtöl við ráðamenn og að koma sjónarmiðum á framfæri við þá sem málum ráða; og þá er betra að sameina kraftana og koma fram sem einn hópur. ÖBÍ hefur auk þess yfir að ráða hópi starfsfólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum sem hefur betri tök á að fara yfir flókin mál, eins og t.d. lagafrumvörp, og koma athugasemdum á framfæri við yfirvöld. Segja má að starfið innan félagsins um þessar mundir snúist aðallega um tvo meginþætti: fræðslu og félagsstarf.

Fræðsla á vegum Samtaka sykursjúkra í dag felst aðallega í: útgáfu fræðsluefnis, t.d bæklingum ýmiskonar; farið er í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir; hingað leita nemar sem eru að skrifa ritgerðir eða vinna verkefni um sykursýki, t.d. nemar í fótaaðgerðafræði; á skrifstofuna leitar fólk sem vantar ráðgjöf og aðstoð, þá aðallega varðandi hvernig á að snúa sér í kerfinu, hvert er hægt að leita eftir aðstoð o.þ.h.. Útgáfan felst í annars vegar fræðsluefni og hins vegar tímaritinu Jafnvægi, sem í mörg ár hefur komið út árlega. Langmest af okkar útgáfuefni er komið frá hinum Norðurlöndunum, mest Danmörku, og efnið hefur svo verið þýtt og staðfært. Félagsstarfið felst í því að haldnir eru fræðslufundir, aðalfundur, jólafundur og ýmislegt fleira. Nú þegar heilbrigðiskerfið á í miklum erfiðleikum, erfitt er orðið fyrir sjúklinga að komast að hjá lækni og fjármagn til reksturs félaga eins og okkar er orðið mjög takmarkað er enn mikilvægara en áður að félagið sé sterkt og öflugt, en félag getur aldrei orðið meira en félagsmennirnir. Því hvetjum við ykkur félagsmennina til að láta okkur heyra ef þið hafið hugmyndir að félagsstarfi eða ábendingar um baráttumál. Alltaf er hægt að hafa samband við okkur í gegnum t.d. Facebook síðuna okkar, eða í netfangið diabetes@diabetes.is. Munum að nú þegar opinber framlög hafa dregist saman eru tekjurnar af Lottóinu okkur enn mikilvægari en áður, svo verið dugleg að spila Lottó!!! Fríða Bragadóttir Framkvæmdastjóri Samtaka sykursjúkra

Kynning á stjórn og framkvæmdastjóra Nafn: Fríða Bragadóttir, framkvæmdastjóri. Aldur: 58 ára Starf: Framkvæmdastjóri Samtaka sykursjúkra í hlutastarfi, starfa svo einnig sem framkvæmdastjóri LAUF – félags flogaveikra. Áhugamál: barnabörnin og hannyrðir. Tenging við sykursýki (sjálf/ur með sykursýki eða aðstandandi): sonur minn er með T1 sykursýki. Hvenær greindist hann? Hann greindist árið 1994, þá 10 ára gamall, en hann er nú 37 ára. Hvernig hefur gengið? Það hefur gengið upp og ofan, sérlega voru unglingsárin erfið, en eftir að hann náði fullorðinsaldri hefur þetta gengið ágætlega. Hverskonar meðferð notar hann? Hann notar insúlínpenna. Upplifun, er erfitt að vera með sykursýki í fjölskyldunni? Það hefur oft verið erfitt, en þó minna í seinni tíð. Hver eru að þínu mati helstu áherslu/baráttu mál núna? Að fræða samfélagið um sykursýki, orsakir hennar og afleiðingar, svo og forvarnir gegn T2 í samfélaginu. 6

J A F N VÆ G I N Ó V E M B E R 2021

Af hverju ákvaðstu að taka þátt í starfinu hjá samtökunum? Ég kom inn í stjórn árið 1996, og var varaformaður og gjaldkeri í stjórn til ársins 2006, en þá var ég ráðin sem starfsmaður félagsins. Sem móðir barns með sykursýki var mér mikilvægt að vera í sambandi við aðrar fjölskyldur barna með sykursýki. Nafn: Helgi Friðrik Kemp Georgsson, meðstjórnandi og tengiliður við Dropann. Aldur: 50tugur Starf: Tölvufræðingur Áhugamál: Tónlist, fjölskyldan og samvera góðra vina Tenging við sykursýki (sjálf/ur með sykursýki eða aðstandandi): Er með sykursýki og á dóttir sem er með sykursýki Hvenær greindist þú? 2007 svokallaður late bloomer Hvernig hefur gengið? Ekki vel fyrst en er nú komin á beinu brautina eftir að ég fékk dælu Hverskonar meðferð notar þú? Er með dælu Upplifun, er erfitt að vera með sykursýki? Að vissu leiti en þetta er bara verkefni sem þarf að takast við. Hver eru að þínu mati helstu áherslu/baráttu mál núna?


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.