ANNÁLL Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS
Loðna, Covid, kerfið og framtíðin L
oðnan. Það er fyrsta orðið sem kemur í hugann, þegar færður skal til bókar annáll íslensks sjávarútvegs fyrir árið 2021. Ekki eingöngu vegna þess að hennar hefur verið beðið með nokkurri óþreyju, heldur er hún undirstaða í fæðukeðju annarra nytjafiska við Ísland, eins og til dæmis þorsks. Það má því vænta þess að viðkoma þeirra tegunda verði með ágætum og vonandi ganga vonir manna eftir um góða loðnuvertíð. En kvótinn sem kemur í hlut Íslands er á sjöunda hundrað þúsund tonn. Magnið segir þó fjarri því alla söguna. Takmarkað framboð leiðir til hærra verðs, mikið framboð af afurðum mun vafalítið lækka verðið. En hvernig sem fer er mikils um vert að loðnan skuli nú finnast í viðlíka magni og raunin varð.
Þorskurinn þrautseigur Tíðindi af þorski í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarsksafla voru síður ánægjuleg. Um 13% samdrátt var að ræða á milli fiskveiðiára, en lögð voru til 223.000 tonn fiskveiðiárið 21/22 eða 34.000 tonnum minna
en fiskveiðiárið 20/21. Samdrátturinn bættist ofan á 6% samdrátt á milli fiskveiðiáranna 19/20 og 20/21. Til að setja þennan samdrátt í samhengi, er þetta jafnvirði veiða í 1-2 mánuði. Í hönd hefur því farið erfitt tímabil hvað þorskveiðar varðar og það þarf að stíga ölduna. Ekki má gleyma því að þorskstofninn er eftir sem áður sterkur, við sýnum ábyrgð með því að taka á vandanum og atvinnugreinin stendur nokkuð sterk fjárhagslega. Flestum verður vonandi ljóst hversu mikils virði það er að eiga öflug
12
SJÁVARAFL DESEMBER 2021