Undirbúningur fyrir sjóferð við Filippseyjar
Að fæða heiminn til framtíðar Samstarfsverkefni Matís, Utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans Matís tók þátt í tveimur samstarfsverkefnum á vegum Alþjóðabankans og Utanríkisráðuneytisins þar sem markmiðið var að veita ráðgjöf og aðgang að sérfræðiþekkingu Íslendinga á matvælaöryggi, fiskveiðistjórnun og eldi í sjó. Annars vegar var farið til Filippseyja og var hlutverk fulltrúa Matís í þeirri ferð að styðja við tillögur Alþjóðabankans um uppbyggingu á eldi í sjó, með sérstaka áherslu á ræktun á þangi. Hins vegar var farið til Indónesíu með það að markmiði að aðstoða þarlend yfirvöld við sjálfbæra fiskveiðistjórnun og tillögur varðandi fiskeldi ásamt því að auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu.
Ræktun á þangi á Filippseyjum Filippseyjar eru þriðju mestu ræktendur á þangi í heiminum, næstir á eftir Kína og Indónesíu, og rækta um 1,5 milljónir tonna á ári. Megin hluti þessarar ræktunar er notað sem hráefni í carageenens framleiðslu, sem fer síðan í útflutning og meðal annars notað til framleiðslu á matvælum. Ræktun á þangi er mikilvæg fyrir efnahag landsins og afkomu fólks, en um ein milljón manna hafa lifibrauð af
24
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Gunnar Þórðarson, svæðisstjóri Matís á Ísafirði er höfundur greinarinnar
atvinnugreininni. Ræktunin er þó frumstæð og bændur búa við mikla fátækt og óvissu. Hver fjölskylda ræktar þara á svæði sem er um hálfur til einn hektari, og fer ræktunin aðalega fram á grunnsævi til að bændur geti athafnað sig án þess að nota báta. Það eru margskonar ógnir sem bændur búa við, stormar geta lagt ræktunina í rúst og breytingar á hitastigi sjávar eða seltustigi geta valdið sjúkdómum sem eyðileggja uppskeruna. Bændur hafa ekkert borð fyrir báru, og þó að þeir geti náð 4-6 uppskerum á ári, þarf ekki marga bresti til að þeir hafi ekki efni á að kaupa nýjan búnað eða græðlinga og þá er ræktunin sjálfstopp og fjölskyldan án lífsviðurværis.
Að bjarga heiminum Í skýrslu sem Alþjóðabankinn gaf út fyrir skömmu er dregin upp mynd af því sem mögulega væri hægt að gera til að auka ræktun á þangi í hitabeltinu, svolítið eins í fullkomnum heimi. Þar kemur fram að fram til ársins 2050 þarf að auka heimsframleiðslu á próteini um 50 – 70% til að fullnægja fæðuþörf jarðarbúa. Það verður varla gert