Sjávarafl 4. tbl 8. árg 2021

Page 30

ANNÁLL Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða

Rík áhersla er lögð á hagnýta nálgun í námskeiðum Háskólasetursins.

Námskeiðslotur á besta áfangastað Lonely Planet 2022 Háskólasetrur Vestfjarða býður upp á tvær námsleiðir á meistarastigi í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun. Námið hannað þannig að það er aðgengilegt fyrir þátttakendur úr atvinnulífi, þó það sé eingöngu í boði í staðnámi. 30

SJÁVARAFL DESEMBER 2021

Kennsluáætlun Háskólaseturs er byggð upp í lotum og auðveldar þetta fyrirkomulag þátttakendum mjög að sækja stök námskeið. Loturnar taka frá einni og upp í þrjár vikur, og eru stútfullar af kennslu, vettvangsferðum og verkefnum, svo ekki er ráðlagt að taka þær með mikilli vinnu. Kosturinn er hinsvegar sá að þær dragast ekki á langinn, þegar lotan er búin er hún búin. Þetta fyrirkomulag getur því hentað vel sem endur- og símenntun starfsmanna í sjávartengdum greinum. Eins og góðir veiðitúrar er þetta törn en hún borgar sig.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.