Sjávarafl 4. tbl 8. árg 2021

Page 34

Vörur Margildis fást með og án bragðefna og einnig í pilluformi. Mynd: aðsend

Sexfalda verðmæti síldarlýsis með einkaleyfi að vopni M argildi er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á lýsi, eða fiskolíu eins og þau kjósa að kalla það, úr uppsjávarfiski eins og síld, makríl og loðnu. Margildi beitir við það sérstakri kaldhreinsunaraðferð og fékk útgefið einkaleyfi á henni í þessu ári. Hafa vörur fyrirtækisins vakið verulega athygli á erlendri grundu og seljast þær á ríflega sexföldu verði samanborið við hrálýsi til fóðurgerðar. Margildi hóf nýlega samstarf við norska lýsisframleiðendur undir forystu SINTEF sem er stærsta matvælarannsókna- og þróunarstofnun í Noregi. Margildi hefur ákveðið að byggja eigin lýsisverksmiðju og er unnið að fjármögnun undir forystu Stefáns Péturssonar stjórnarformanns Margildis en ráðgjafar eru Mar Advisors. Margildi hefur m.a. fengið ómetanlega nýsköpunarstyrki frá Tækniþróunarsjóði Rannís, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt AVS (nú sameinaður Matvælasjóði). Blaðamaður Sjávarafls sló á þráðinn til Snorra Hreggviðssonar, framkvæmdastjóra Margildis og forvitnaðist um tilurð og starfsemi fyrirtækisins.

Snorri Rafn Hallson

Tækifæri í vannýttum hráefnum Grunnhugmynd Margildis felst í því að framleiða fiskolíu til manneldis úr hráefnum sem annars færu til fóðurgerðar. Snorri er véla- og iðnaðarverkfræðingur að mennt og hefur fengist við margt í gegnum tíðina, bæði í verkefnastjórnun, verkfræðiráðgjöf og sem markaðs-, sölu- og innkaupastjóri innan rafiðnaðargeirans. En hvernig kemur það til að verkfræðingur fer að framleiða fiskolíu? „Það er hægt að gera allt mögulegt ef maður setur sig inn í málin og opnar á sér kollinn fyrir nýjum hugmyndum,“ segir Snorri og bætir við að hugmyndin hafi kviknað þegar hann vann sem verkefnastjóri hjá Lýsi: „Þar var ég fenginn til þess að finna aukaafurðum nýjan og betri farveg, það er að segja að finna út úr því hvernig hægt væri að nýta þær á skynsamlegri hátt í stað þess gefa þær eða urða eins og þá var gert. Á þessum tíma var talað um aukaafurðir, en nú erum við farin að bera meiri virðingu fyrir slíkum hráefnum og köllum hliðarafurðir. Þetta vakti athygli mína og ég fór að velta því fyrir mér hvernig hægt væri að fullnýta

34

SJÁVARAFL DESEMBER 2021

afurðir betur og sá fljótlega að í þessum iðnaði heilt yfir væru töluverð tækifæri til nýsköpunar sem fælust í því að vinna vörur úr nýjum eða vannýttum hráefnum.“ Erlingur Viðar Leifsson stofnaði Margildi ásamt Snorra. Hann bendir á að síldarlýsið frá Margildi hefur hlotið frá 2017 ár eftir ár hin eftirsóttu „Superior Taste Award“ matvælagæðaverðlaun. Góðar umsagnir þeirra sem neyta fiskolíunnar frá Margildi koma einnig að góðum notum í markaðssetningu. Til gamans má vitna í nýja stjórnarsáttmálann um að ekki verði gefin út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Margildi þarf ekki að hafa áhyggjur af því þar sem aðgengi þess að hinni frábæru Fiskolíu er að finna í góðu hrálýsi síldarinnar sem syndir um Íslandsmið og er veidd og unnin af skynsemi.

Krókaleiðir vöruþróunar Leiðir sprotafyrirtækja og þeirra sem leggja stund á nýsköpun liggja ekki alltaf eftir beinum brautum. Það getur krafist mikils tíma og vinnu að finna lausn sem virkar þegar farið er eftir ótroðnum slóðum. Þegar Snorri lét af störfum hjá Lýsi fór hann á stúfana og hóf að leita uppi möguleika í kringum slóglýsi, fiskolíu sem unnin er úr slógi fisktegunda eins og þorsks og ufsa. Snorri kynntist þá fyrirtækinu Haustaki á Suðurnesjum sem hafði gert tilraunir til að vinna slóglýsi til manneldis sem óhreinsað hrálýsi. Snorri fór þá að huga að því að þróa fullvinnsluaðferðir til þess að koma slóglýsi á manneldismarkað. Slóg er hins vegar viðkvæmt og vandmeðfarið hráefni sem skemmist hratt og setti það strik í reikninginn hvað varðaði fyriráætlanir Haustaks og Snorra. „Meðhöndlun slógs við veiðar og fiskvinnslu reyndist vandasöm og ekki nægilega góð þar sem betri kælingu og flokkun vantaði,“ segir Snorri. „Það kom ekki

Það er hægt að gera allt mögulegt ef maður setur sig inn í málin og opnar á sér kollinn fyrir nýjum hugmyndum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.