ANNÁLL Haraldur Grétarsson sjávarútvegsfræðingur
Af námi mínu í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og hvert það leiddi mig
É
g hóf nám í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri haustið 1990 og útskrifaðist fjórum árum seinna eða um vorið 1994. Námið hefur breyst og þróast heilmikið síðan ég var í háskólanum enda væri allt annað óeðlilegt. Á þessum tíma höfðu menn ekkert val eins og í dag nema þá þegar hægt var að velja lokaverkefnið á lokaönninni. Námið var líka fjögur ár í stað þriggja ára nú og til að fá inngöngu inn í deildina varð maður að hafa eins árs starfsreynslu tengda sjávarútvegi. Ég er Reykvíkingur og hafði aldrei starfað neitt tengt sjávarútvegi. Ég man að ég hringdi í Jón Þórðarson, sem var fyrsti forstöðumaður deildarinnar og raunar einskonar guðfaðir, til að reyna að fá undanþágu frá þessari reglu. Ég vissi að aðsóknin var frekar dræm og var að vonast eftir að komast beint inn án þess að hafa starfsreynsluna. Hann var grjótharður og sagði að það væri ekki hægt. Ég labbaði þá niður í Granda og fékk vinnu í frystihúsinu (gömlu Bæjarútgerðinni) við að flaka karfa. Ég var þar í hálft ár og svo hálft ár hjá Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins (RF) og komst svo inn um haustið 1990.
Kjalarnám Námið var byggt upp þannig að fyrsta önnin samanstóð af grunngreinum í stærðfræði og efnafræði. Síðan var byggt ofan á þetta matvælafræði, viðskiptafræði, tæknigreinar eins og vinnslutækni og skipatækni, félagsfræði og stjórnun, og svo sjávarlíffræði og hagfræði. Þeir sem voru á móti náminu sögðu að þetta væri „kjalarnám“, þ.e. að við lærðum að þekkja kjölinn á bókunum en ekki mikið meir.
48
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Þverfagleg nálgun þótti ekki heppileg Á þessum tíma mátti heyra ákveðnar gagnrýnisraddir sem sögðu að þessi þverfaglega nálgun væri ekki í heppileg á fyrsta stigi háskólanáms. Þessi gagnrýni kom aðallega að sunnan og mest frá vélaverkfræðideild Háskóla Íslands. Fram að þeim tíma hafði sú deild lagt sig fram við að bjóða ákveðna kúrsa eins og vinnslutækni til að reyna að uppfylla þarfir sjávarútvegsins á einhvern hátt. Tíminn hefur sannað að þessir aðilar höfðu rangt fyrir sér. Sjávarútvegur er svo margslunginn og kemur inn á svo mörg svið að það hefur sýnt sig að menntaðir sjávarútvegsfræðingur hafa verið eftirsóttir og góðir starfskraftar og verið vel undirbúnir að takast á við mismunandi verkefni á öllum stigum atvinnulífsins, hvort sem þau tengjast sjávarútveginum eða ekki.
Aðalkarlarnir í skólanum Þegar ég flutti norður til Akureyrar haustið 1990 hafði ég búið í Fossvoginum alla mína ævi, fyrir utan einhver sumur sem ég var í sveit. Ég fór í sjávarútvegsfræði og en kærasta mín í hjúkrunarfræði. Við útskrifuðumst síðan saman vorið 1994. Minningar mínar frá þessum tíma eru bara góðar. Það var gott að búa á Akureyri. Nemendur voru nánari en maður átti að venjast, t.d. frá menntaskólaárunum. Þá var maður bara í kringum sömu strákana sem voru úr hverfinu. Fyrir norðan var maður alltaf að kynnast nýju áhugaverðu og stundum skemmtilegu fólki. Við í sjávarútvegsdeildinni upplifðum okkur náttúrulega sem „aðalkarlana“ í skólanum, sem var auðvitað bara svona „raungreinarembingur“.
Mættu með sleggjur Sjávarútvegsdeildin var niðri á Glerárgötu í húsnæði með Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins og Hafrannsóknarstofnun. Við gengum um húsið eins og við ættum það og höfðum efstu