Börnin og lífið Heilsuleikskólinn Laufás á Þingeyri er 33 ára síðan 19. nóvember sl. Heilsustefnan var tekin upp árið 2007 og hefur leikskólinn starfað fromlega eftir stefnunni síðan 2008. Í vetur eru börnin á Laufási 20 talsins sem er mikið miðað við barnafjölda undanfarin ár. Þessi barnafjöldi er mjög jákvæður fyrir skólahald á Þingeyri. Það eru ekki lengur stór fiskveiðiskip við höfnina hér á Þingeyri en höfnin iðar af lífi „aftur” vegna fiskeldis. Börnin á Laufási eru dugleg að borða fisk og hraust eftir því ásamt því að taka lýsi á morgnana. Þau dýrka útveru og eru góðir vinir. Hvað heitir þú? Ég heiti Alexander Logi Bouderno Hvað ertu gamall? Ég er fjögra ára. Hver eru mamma þín og pabbi? Okei, mamma heitir Kolbrún Ísleifsdóttir og pabbi minn heitir Máni. Veist þú hvað sjómenn gera? Já en þeir fara á skip og ná í fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? Umm nei Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Nei Finnst þér fiskur góður? Já Hefur þú farið á sjó? Nei eða jú á sjómannadaginn. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Ummm að fá pakka og fá dót í skóinn Viltu segja eitthvað meira? Nei ekki núna.
Hvað heitir þú? Bryndís Hvað ertu gömul? Fjögra ára nei fimm ára Hver eru mamma þín og pabbi? Inga jóna og Magnús heita þau. Veist þú hvað sjómenn gera? Veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? nei Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Nei ég veit það ekki Finnst þér fiskur góður? Já uppáhalds fiskur er bleikja Hefur þú farið á sjó? Nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Þegar jólasveinarnir komu Viltu segja eitthvað meira? Nei
Hvað heitir þú? Edda Björg Magnúsdóttir Hvað ertu gömul? Sýnir 3 putta og segir þriggja ára. Hver eru mamma þín og pabbi? Hún heitir Inga Jóna og Magnús Veist þú hvað sjómenn gera? Já, þeir synda í sjónum. Þekkir þú einhverja sjómenn? Já það er einn, veit ekki hvað hann heitir. Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Nei ekki alveg Finnst þér fiskur góður? Já hummhum já mjög góður Hefur þú farið á sjó? Nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Horfa á jólasveinana og fara í sparifötin Viltu segja eitthvað meira? Nei nei.
Hvað heitir þú? Gunnlaugur Bjarni Guðmundsson Hvað ertu gamall? Átta Hver eru mamma þín og pabbi? Mamma mín er á Þingeyri á meðan pabbi er heima. Veist þú hvað sjómenn gera? Já þeir ná í sjó fiskana Þekkir þú einhverja sjómenn? Já einn er blár Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Með veiðistöng Finnst þér fiskur góður? Já bestur soðinn Hefur þú farið á sjó? Já með bát Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Bara mjög gaman Viltu segja eitthvað meira? Hristir höfiðið-vil ekki
Hvað heitir þú? Ég heiti Halldór Rósenberg Oddþórsson Hvað ertu gamall? 5 ára Hver eru mamma þín og pabbi? Hann pabbi er heima og mamma líka Veist þú hvað sjómenn gera? Þau veiða fisk Þekkir þú einhverja sjómenn? Dýr, fiskar Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? Bara með veiðistöng Finnst þér fiskur góður? Já, bara með sósu. Hefur þú farið á sjó? Nei Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að jólasveinarnir gefi mér dót Viltu segja eitthvað meira? Einu sinni enn mig langar til að tala einu sinni enn (aftur)
52
SJÁVARAFL DESEMBER 2021