Boeing 757 flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Mynd: Icelandair Hildur María Jónsdóttir
Fiskur á fyrsta farrými
Snorri Rafn Hallsson
Íslenski fiskurinn er ein mikilvægasta útflutningsvara þjóðarinnar, og því er afar mikilvægt að framleiðendur hér á landi hafi greiðan aðgang að erlendum mörkuðum. Eftirspurn eftir ferskum fiski er enn sem áður mikil og gegnir Icelandair Cargo veigamiklu hlutverki í að koma íslenskum afurðum til viðskiptavina um heim allan. Blaðamaður Sjávarafls sló á þráðinn til Gunnars Más Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra Icelandair Cargo og tók púlsinn á starfseminni. Hvernig hefur árið verið það sem af er komið? Það hefur gengið á ýmsu, og við erum enn á þeirri vegferð sem hófst í ársbyrjun 2020 þegar Covid-faraldurinn hófst. Leiðakerfi Icelandair skrapp saman um 95% og þurftum við í raun að endurhanna fragtflutningakerfið okkar til að geta flogið fiskinum sérstaklega á markaði eins og í Bandaríkjunum. Fyrir Covid var um 70% af fragtinni flutt með farþegaflugvélum og inni í þeirri tölu var til að mynda allur sá fiskur sem fluttur var á Bandaríkjamarkað. Í mars 2020 hrundi farþegaflugskerfið og við stóðum uppi án flutningsleiða til Bandaríkjanna. Við þurftum því að endurskipuleggja okkur frá grunni og fórum að fljúga fragtvélum allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, milli Bandaríkjanna og Evrópu og svo flugum við farþegaflugvélum með fáa eða enga farþega með fiskinn til beggja áfangastaða. Þetta gerðum við fyrst og fremst vegna þess að við lögðum höfuðáherslu á að halda markaðnum opnum, að við værum að skaffa markaðnum
6
SJÁVARAFL DESEMBER 2021
Gunnar Már Sigurfinnsson, framvæmdastjóri Icelandair Cargo. Mynd: Icelandair
þær vörur sem hann er vanur að fá. Mér skilst að við höfum verið ein af fáum, ef ekki þau einu frá Evrópu sem voru að afhenda fisk reglulega inn á markaðinn í Bandaríkjunum, vegna þess að allar flutningsleiðir
Við höfum áður þurft að takast á við ýmsar skrýtnar aðstæður eins og gosið í Eyjafjallajökli og bankahrunið sem dæmi. Þá vorum við í svipaðri stöðu en lögðum einmitt allt kapp á að halda keðjunni óslitinni þannig að það væri til íslenskur fiskur í búðunum eins og hægt var.