Víkurfréttir 15. tbl. 44. árg.

Page 14

Brjálað að gera hjá pípurum og nám hefst við FS í haust

Nám í pípulögnum hefst í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á næstu haustönn. Pípulagningameistarar á Suðurnesjum munu aðstoða skólann við að koma upp námsbraut en skortur hefur verið á pípulagningamönnum á svæðinu og sækja hefur þurft bóklegt nám til Hafnarfjarðar. Mikið er að gera hjá pípulagningafyrirtækjum sem og öðrum verktakafyrirtækjum á Suðurnesjum.

Nánar er fjallað um málið á síðu 2 í Víkurfréttum í dag.

n Erfiðar aðstæður til slökkvistarfs í hvössum vindi þegar einbýlishús brann í Garðinum:

Mikið eignatjón í eldsvoða

Sextán slökkviliðsmenn börðust við eld í einbýlishúsi í Garði á föstudaginn langa. Tilkynning barst til Neyðarlínunnar kl. 16:37 þar sem tilkynnt var um mikinn svartan reyk frá íbúðarhúsi við Valbraut í Garði. Það voru nágrannar sem tilkynntu um eldinn. Bílar frá Brunavörnum Suðurnesja og lögreglunni á Suðurnesjum voru þegar send á staðinn.

Þegar slökkvilið kom á staðinn var mikill hiti í húsinu. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að ljóst væri að þarna hafi eldur náð að loga lengi

áður en hans varð vart. Teymi reykkafara var þegar sent inn í húsið til leitar. Enginn reyndist í húsinu. Húsráðendur voru erlendis.

Baráttan við eldinn í húsinu var erfið en hvass vindur hafði áhrif á slökkvistarfið.

Einn slökkviliðsmaður slasaðist við slökkvistörf og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Að sögn Jóns slökkviliðsstjóra skarst slökkviliðsmaðurinn á gleri við slökkvistörf.

Þegar slökkvistarfi var lokið var vettvangur afhentur lögreglu. Rannsókn beindist að mögulegum eldsupptökum í eldhúsi. Eignatjón er mikið.

Nacho Heras hefur fundið stöðugleika á Íslandi

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM 13.–16. apríl
á síðu 6 í blaðinu í dag.
Samherji fiskeldi hefur starfrækt áframeldisstöð fyrir bleikju á Vatnsleysuströnd í sautján ár. Sjá nánar umfjöllun
„Hérna eru aðstæður til áframeldis hagstæðar“
Frá slökkvistarfi í Garði á föstudaginn langa. VF/Hilmar Bragi
- VIÐTAL Á SÍÐU 14 Miðvikudagur 12. apríl 2023 // 15. tbl. // 44. árg.

Brjálað að gera hjá pípurum og fleiri verktökum

n Ný námsbraut í pípulögnum hefst á haustönn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. n Mörg verkefni í gangi og framundan á Suðurnesjum og á Keflavíkurflugvelli.

Nám í pípulögnum hefst í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á næstu haustönn. Pípulagningameistarar á Suðurnesjum munu aðstoða skólann við að koma upp námsbraut en skortur hefur verið á pípulagningamönnum á svæðinu og sækja hefur þurft bóklegt nám til Hafnarfjarðar. Mikið er að gera hjá pípulagningafyrirtækjum sem og öðrum verktakafyrirtækjum á Suðurnesjum.

Þeir Benedikt Jónsson og Rúnar Helgason sem báðir reka pípulagningafyrirtæki á Suðurnesjum sögðu í samtali við Víkurfréttir að námsbraut í FS myndi án efa hjálpa til við það að fjölga pípulagningamönnum á svæðinu. „Við munum aðstoða við að koma brautinni á laggirnar með ýmsu móti, t.d. með tækjum og tólum og einnig við

kennslu, alla vega í upphafi,“ sagði Benedikt.

Rúnar rekur Lagnaþjónustu Suðurnesja en það er stærsta pípulagningafyrirtækið á Suðurnesjum.

Á nokkrum árum hefur starfsmannafjöldi aukist mikið. Fyrir þremur árum síðan voru 16 til 18 starfsmenn hjá Lagnaþjónustunni en eru í dag tuttugu og fimm og

Vorhátíð FEBS 2023

verður haldin á Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl kl.15:30 á kaffi- og veitingastaðnum Bryggjunni (á 3ju hæð, lyfta) við höfnina í Grindavík.

Kaffiveitingar kr. 2000 á mann (ekki posi).

Suðurnesjamenn spila og syngja af sinni alkunnu snilld og nemendur Tónlistarskólans bjóða upp á tónlist og söng.

Eldri borgarar á Suðurnesjum og í Grindavík velkomnir – húsið opnar k.15:00.

þörf á fleirum. Svipuð staða er hjá Benedikt og fleiri aðilum, næg verkefni og mikið framundan.

„Það er bara brjálað að gera. Flugstöðin á auðvitað nokkuð stóran þátt í því. Við erum með tíu manns fasta í vinnu þar. Við erum líka með stór verkefni hjá Landhelgisgæslunni og svo í vinnu hjá sveitarfélögunum þar sem mygluvandamál hafa komið upp. Það mun skipta okkur miklu máli að hafa námsbraut í FS. Hún mun nokkuð örugglega hjálpa okkur í framtíðinni. Það skiptir miklu máli að hafa námið á heimaslóðum. Við vitum um dæmi þar sem ungir

menn hafa ekki getað af ýmsum

ástæðum, sótt námið út fyrir

Suðurnesin. Við höfum menntað

marga eldri starfsmenn sem við

höfum fengið til starfa því við

höfum ekki haft nema en vonandi

mun þessi nýja braut búa til fleiri

pípara á Suðurnesjum í framtíð-

inni. Það er alla vega markmiðið. Svo þurfum við í píparastéttinni að markaðssetja starfið. Það hefur loðað við það leiðinda stimpill sem við þurfum að leiðrétta. Pípulagningastarfið er fjölbreytt, skemmtilegt og vel launað,“ sagði Rúnar Helgason.

Píparar eru ekki þeir einu á Suðurnesjum sem búa við það

Bæjarráð leggst alfarið gegn tækifærisleyfi fyrir LUX

Bæjarráð Reykjanesbæjar leggst alfarið gegn því að LUX, Hafnargötu 30, 230 Reykjanesbæ, verði veitt tímabundið áfengisleyfi.

Vegna sögu eftirlitsaðila viðburðar, samkvæmt umsögn, telur bæjarráð það ámælisvert að veita tækifærisleyfi til viðkomandi. Bæta þarf eftirlit við viðburði staðarins, endurbæta húsnæði og umhverfi og ekki síst gæta betur að aldurstakmarki gesta. Þetta segir í bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi var til umfjöllunar.

Þá segir að sífelldar kvartanir nágranna vegna umgengni og hávaða síðustu mánuði bæta ekki málsvörn viðkomandi eftirlitsaðila. Bæjarráð leggst því alfarið gegn því að þetta tækifærisleyfi verði veitt. Undir bókunina rita Friðjón Einarsson (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D) og Margrét Þórarinsdóttir (U).

AÐALFUNDUR

STARFSMANNAFÉLAGS SUÐURNESJA

Verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl 2023 kl. 20:00 í Krossmóa 4a, 5. hæð, 260 Reykjanesbæ.

Kosning stjórnar skv. 6 gr. laga. Í kjöri er formaður í stjórn til tveggja ára. Í kjöri eru tveir aðalmenn í stjórn til tveggja ára. Í kjöri eru tveir varamenn í stjórn til eins árs. Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum félagsins. Önnur mál.

Kaffiveitingar

Félagar hvattir til að mæta.

Stjórn STFS

lúxusvandamál að það sé svo mikið að gera að þeir ráði varla við það. Sama er uppi á teningnum hjá fleiri iðnaðarmönnum, t.d. rafvirkjum og smiðum. Verkefnin eru næg á Suðurnesjum, verkefni sem ekki er hægt að sleppa eða hægja á vegna nauðsynlegrar stækkunar í og við flugstöðina, í miklum mygluverkefnum sem geta ekki beðið og mörgu fleiru. Isavia hefur nýlega gefið út framkvæmdaplan á Keflavíkurflugvelli til næsta áratugar upp á marga tugi milljarða króna. Sú stækkun kallar á mjög mörg störf á mörgum sviðum á Suðurnesjum.

Opið hús hjá Brunavörnum Suðurnesja á laugardag

Í tilefni af 110 ára afmæli Brunavarna Suðurnesja er Suðurnesjafólki boðið að koma og skoða slökkvistöðina við Flugvelli í Reykjanesbæ laugardaginn 15. apríl kl. 13 til 16.

Gestum er boðið að skoða slökkvistöðina og tækjabúnað slökkviliðsins. Þá er vakin athygli á ljósmyndasýningu en glerveggir í slökkvistöðinni eru prýddir ljósmyndum frá Víkurfréttum sem teknar eru á starfssvæði Brunavarna Suðurnesja. Boðið verður uppá kaffi og kleinur fyrir gesti. Allir eru velkomnir.

timarit.is

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á timarit.is

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Rúnar Helgason. Rafvirkjar frá Rafholti að störfum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
2 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Velkomin á Aðaltorg!

Verslun og þjónusta eflist til framtíðar

Courtyard by Marriott og The Bridge

Nýtt 150 herbergja hótel og nýr veitingastaður opnuðu á Aðaltorgi 2020 og 2021

Á hótelinu eru 150 deluxe herbergi og tvö fundarherbergi. Bæði hótelið og

veitingastaðurinn hafa fengið mjög góðar mótttökur þrátt fyrir miklar áskoranir

í heimsfaraldri. Courtyard by Marriott hefur þegar fengið viðurkenningar frá World Travel Awards sem leiðandi viðskiptahótel og Græna lykilinn sem er viðurkennt umhverfisvottunarkerfi fyrir ferðaþjónustuna.

Við trúum á framtíð Suðurnesja

Nýtt hótel Courtyard by Marriott í Reykjanesbæ opnaði árið 2020 og veitingastaðurinn The Bridge hóf starfsemi í byrjun janúar 2021.

Það verður að teljast í hæsta máta óeðlileg vinnubrögð ríkisstofnunar að yfirbjóða leigu á almennum markaði með þeim afleiðingum að fjölskyldur missa húsnæði sitt. Fjölskyldur sem hér hafa sest að, lagt sitt af mörkum til samfélagsins og séð fram á bjarta framtíð í Reykjanesbæ lenda á götunni. Þetta kemur fram í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ um stöðu í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 4. apríl.

„Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hörmum þá stöðu sem upp er komin í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og leggjum því fram þessa bókun. Í upphafi skal þess getið að gera verður greinarmun á umsækjendum um alþjóðlega vernd annars vegar og flóttafólki, sem fellur undir samning Reykjanesbæjar við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks hins vegar. Reykjanesbær hefur gert samning um samræmda móttöku flóttafólks. Sá samningur tekur til um 350 manns sem við tökum á móti, styðjum við aðlögun að samfélaginu og er markmiðið að minnka umfang samningsins á samningstímanum. Reykjanesbær gerði fyrst samning um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd árið 2004. Sá samningur hefur þróast í áranna rás og þeim sem þar falla undir fjölgað jafnt og þétt. Þróun undanfarinna ára er þó í engum takti við þann fjölda sem nú hefur fengið húsnæði í sveitarfélaginu og telur yfir 1.000 manns og fer hratt fjölgandi. Þessi fjölmenni hópur fólks er í umsjá Vinnumálastofnunnar og er okkur í Reykjanesbæ gert að hlíta einhliða ákvörðun stofnunarinnar um að útvega þessum fjölmenna hópi húsnæði í Reykjanesbæ með tilheyrandi áhrifum á innviði okkar og mannlíf.

Ekki hefur verið gerður samningur um þjónustu við þennan gífurlega fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd en um leið og Vinnumálastofnun hefur útvegað þeim hópi húsnæði, ber okkur skylda til að veita þeim ýmis konar þjónustu og aðgengi að innviðum sveitarfélagsins. Enginn fyrirvari hefur verið gefinn um áform Vinnumálastofnunar um að setja hér í hús hátt í 1.000 manns og því erum við ávallt að bregðast við því að efla þjónustu okkar og innviði til að mæta þessari fjölgun, eftir á.

Áhrifin á íbúa sveitarfélagsins eru þegar orðin víðtæk. Nú síðast berast fréttir af því að leigusalar kjósa að leigja Vinnumálastofnun húsnæði frekar en íbúum sveitarfélagsins.

Jafnvel virðist hagkvæmara að leggja niður rekstur hótels, segja öllu starfsfólki upp vinnunni og leigja ríkinu herbergin. Á fundi með bæjarfulltrúum Reykjanesbæjar þann 21. mars sl. var Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra spurður spurningarinnar „hvers vegna setur Vinnumálastofnun allt þetta fólk í húsnæði í Reykjanesbæ?”

Ráðherra svaraði því til að „það er svo mikið laust húsnæði í Reykjanesbæ”.

Við erum ekki viss um að það sé upplifun íbúa Reykjanesbæjar sem eru á leigumarkaði að hér sé allt fullt af lausu húsnæði. Sjálfsagt skal engan undra að húsnæði losni hratt og örugglega ef betra leiguverð

býðst frá ríkinu. Þrátt fyrir stöðuga og mjög hraða fjölgun, er eina loforð ráðherra að byggt verði húsnæði fyrir þennan hóp og að það húsnæði verði ekki byggt í Reykjanesbæ. Það er nokkuð ljóst að ríkisvaldið hefur engin úrræði

Aðalfundur

önnur en að þiggja allt húsnæði sem býðst. Það verður þó að teljast í hæsta máta óeðlileg vinnubrögð ríkisstofnunar að yfirbjóða leigu á almennum markaði með þeim afleiðingum að fjölskyldur missa húsnæði sitt. Fjölskyldur sem hér hafa sest að, lagt sitt af mörkum til samfélagsins og séð fram á bjarta framtíð í Reykjanesbæ lenda á götunni. Hvar endar þetta?

Vantraust til ríkisins og Vinnumálastofnunar í þessum efnum er réttilega ríkjandi á meðal íbúa sveitarfélagsins í ljósi þess hvernig mál hafa þróast og þess samráðsleysis sem einkennt hefur aðgerðir Vinnumálastofnunar.

Reykjanesbær er komin langt yfir þolmörk hvað varðar fjölda því er það skýlaus krafa okkar að ekki verði um frekari fjölgun á húsnæði og fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ. Við förum einnig fram á að okkur og íbúum sveitarfélagsins verði kynnt, hvernig Vinnumálastofnun hyggst standast freistinguna að þiggja enn fleiri leigurými þegar þau standa til boða. Það er ljóst að á meðan eftirspurn er frá ríkinu, traustum greiðanda sem gerir leigusamninga til langs tíma og á hærra leiguverði, verður framboðið til staðar. Ábyrgðin á að tryggja jafnari dreifingu umsækjenda um alþjóðlega vernd á milli sveitarfélaga er ríkisins og við hana verður það að standa.“ Undir bókunina skrifa þau Helga Jóhanna Oddsdóttir, Alexander Ragnarsson og Birgitta Rún Birgisdóttir.

Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis 2023 verður haldinn í Krossmóa 4, 5. hæð, þriðjudaginn 25. apríl kl. 20:00.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar.

Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs. Önnur mál.

Kaffiveitingar verða á fundinum.

Við hvetjum félaga til að fjölmenna.

Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfullrúi

Umbótar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar telur að félags- og vinnumarkasðráðherra geri sér enga grein fyrir því hve staðan er alvarleg hér vegna mikils fjölda hælisleitenda. „Hann

lofaði að fækka þeim en hefur ekki

staðið við það heldur þvert á móti

þá fjölgar þeim. Í dag eru um 1000 manns í úrræðum ríkisins á Ásbrú sem samsvarar rúmlega 20% allra

umsækjenda um alþjóðlega vernd

á síðasta ári,“ segir Margrét í bókun sem hún lagði fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku. Í bókuninni segir hún einnig:

„Við höfum séð að ráðuneytið hefur verið að taka blokk eftir blokk til leigu til að leigja undir hælisleitendur og þeir sem eru að missa leigusamninga sína á þessu ári fá ekki endurnýjun á samningi og eru sendir á götuna.“

Bókun Margrétar í heild sinni er hér að neðan:

„Síðastliðinn föstudag sat ég Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem málefni flóttafólks og hælisleitenda var á dagskrá. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var með framsögu og svaraði spurningum úr sal. Eftirfarandi spurningar lagði ég fyrir ráðherra.

1. Frumvarpið sem var kynnt á vef Stjórnarráðsins um að heimila leigu á iðnaðar og skrifstofuhúsnæði fyrir hælisleitendur. Hvers vegna var farið af stað án nokkurs samráðs við sveitarfélögin.

2. Nú hefur verið unnið að því að koma í veg fyrir að erlendir verkamenn séu hýstir í ólöglegu iðnaðarhúsnæði. Er þetta frumvarp ekki alveg þvert á það. Mun það ekki setja slæmt fordæmi.

3. Ef sveitarfélögin munu leggjast gegn frumvarpinu. Sem ég tel að þau muni gera. Mun þá ríkisstjórnin draga það til baka. Með þessu frumvarpi er ríkisstjórnin að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögum. Finnst ráðherra það eðlilegt.

Ráðherra brást illa við réttmætum spurningum mínum og athugasemdum sem íbúar hafa komið á framfæri við mig.

Við höfum séð að ráðuneytið hefur verið að taka blokk eftir blokk til leigu til að leigja undir hælisleitendur og þeir sem eru að missa leigusamninga sína á þessu ári fá ekki endurnýjun á samningi og eru sendir á götuna.

Mín skoðun er sú að ráðuneytið verður að falla frá þessum gjörningi sínum að reka fólk úr íbúðum sínum svo leigja megi hælisleitendum. Við sem samfélag getum ekki samþykkt slík vinnubrögð og verðum að standa fastar gegn stjórnvöldum.

Ég tel að ráðherra geri sér enga grein fyrir því hve staðan er alvarleg hér vegna mikils fjölda hælisleitenda. Hann lofaði að fækka þeim en hefur ekki staðið við það heldur þvert á móti þá fjölgar þeim. Í dag eru um 1000 manns í úrræðum ríkisins á Ásbrú sem samsvarar rúmlega 20% allra umsækjenda um alþjóðlega vernd á síðasta ári. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt hér og fjölmargir sem til þekkja hafa bent á að Reykjanesbær er löngu komin að þolmörkum við móttöku flóttafólks. Við hér í Reykjanesbæ höfum svo sannarlega staðið okkur vel í móttöku flóttafólks. Við vorum frumkvöðlar og boðin og búin að aðstoða flóttafólk. Ríkisvaldið þakkar hins vegar fyrir sig með því að senda enn fleira flóttafólk til okkar án nokkurs samráðs. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé komið langt yfir þolmörk. Ef þetta frumvarp sem mun heimila leigu á iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði mun ganga í gegn þá er samfélagið okkar komið í ógöngur og við búið að missa tökin á þeim fjölda sem kemur hingað,“ segir í bókun Margrétar Þórarinsdóttur.

Vegna leigu búsetuúrræðis fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ

Stjórnin

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Í fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga hefur meðal annars komið fram að Vinnumálastofnun hafi yfirboðið leiguíbúðir í Reykjanesbæ í því skyni að nýta þær sem búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í ljósi þess vill Vinnumálastofnun koma eftirfarandi á framfæri: Vinnumálastofnun er meðvituð um þann fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem stofnunin veitir þjónustu í Reykjanesbæ og það álag sem fjöldinn hefur í för með sér á innviði sveitarfélagsins. Vegna þessa hefur stofnunin ásamt öðrum aðilum átt í góðu og nánu samstarfi við Reykjanesbæ þar sem meðal annars er verið að leggja mat á þær áskoranir sem upp hafa komið auk þess sem unnið er að lausnum. Hvað varðar leigu á búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur Vinnumálastofnun falið Framkvæmdasýslunni/Ríkiseignum að finna slíkt úrræði fyrir

hönd stofnunarinnar. Í þessu sambandi tók Framkvæmdasýslan/ Ríkiseignir fyrir skemmstu á leigu húsnæði í Reykjanesbæ þar sem fyrir eru leigjendur en í því tiltekna tilviki hefur eigandi húsnæðisins staðfest við Framkvæmdasýslu ríkisins/ Ríkiseignir að öllum leigjendum verði boðið annað húsnæði sem er í eigu húseiganda þegar gildistími núverandi leigusamninga rennur út. Þá hefur Framkvæmdasýslan/ Ríkiseignir staðfest við Vinnumálastofnun að leigan sem greidd er fyrir það búsetuúrræði sem hér um ræðir sé sú sama og núverandi leigjendur greiða.

Er það von Vinnumálastofnunar að samtal og samstarf við Reykjanesbæ undanfarna mánuði og afrakstur þess verði grundvöllur fyrir áframhaldandi gott samstarf við Reykjanesbæ vegna málefna umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólks.

Ráðuneytið tekur blokk eftir blokk til leigu undir hælisleitendur
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
4 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Óeðlileg vinnubrögð ríkisstofnunar að yfirbjóða leigu á almennum markaði
Óskum Langbest
og glæsilegan
HÖNNUN OG SMÍÐI INNRÉTTINGA
til hamingju með nýjan
stað

Eins og undanfarin ár er hrygningarstopp í apríl en það hófst 1. apríl og stóð til 12. apríl og miðast við u.þ.b. 4 mílur út frá landi. Stoppið er á nokkuð stóru svæði, eða frá Dyrhólaey að Reykjanesi, inn í Faxaflóa meðfram Snæfellsnesinu, inn í Breiðafjörð og að Látrabjargi. Þeir bátar sem réru á þessum tíma fyrir páskastopp, fóru því út fyrir þessa línu og gekk nokkuð vel.

Sömuleiðis núna í apríl eru smábátasjómenn að koma sínum bátum á flot og gera þá klára, því 1. maí næstkomandi byrjar strandveiðitímabilið. Strandveiðitímabilið 2022 gekk mjög vel hjá bátunum og þeir voru nokkuð margir á þessu svæði. Svæðið sem Suðurnesin eru á kallast svæði D, og reyndar er það nokkuð langt en það byrjar á Hornafirði og nær að Akranesi, ansi sérstakt að Hornafjörður sé á svæði D, en ekki svæði C. Svæði C er frá Raufarhöfn og að Djúpavogi.

Fyrir páskastoppið voru nokkrir bátar sem réru og ef við lítum á netabátana þá var Erling KE með 56 tonn í þremur róðrum.

Grímsnes GK var með 35 tonn í fimm róðrum og Maron GK var með 16 tonn í þremur róðrum. Hjá dragnótabátunum hafa aðeins tveir bátar róið og eru það

Aðalbjörg RE sem er með 19,3 tonn í þremur og Maggý VE með 6,2 tonn í einum róðri en báðir lönduðu í Sandgerði.

Hjá togurunum er Áskell ÞH með 91 tonn í einum túr. Hann var reyndar að missa veiðileyfi vegna brottkasts. Þetta er þriðji stóri

Bílaviðgerðir Smurþjónusta

Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

báturinn sem landar á Suðurnesjunum sem missir veiðileyfið vegna brottkasts. Áskell ÞH mun þurfa að stoppa 1. maí næstkomandi og vera stopp í fjórtán daga út af brottkasti á 74 fiskum. Sturla GK var svo með 72 tonn í einni löndun, landað í Grindavík.

Hjá línubátunum heldur góða veiðin áfram. Hjá stóru bátunum var Sighvatur GK með 109 tonn, Páll Jónsson GK með 103 tonn, Valdimar GK með 101 tonn og Fjölnir GK 95 tonn. Allir eftir eina löndun í Grindavík.

Af minni bátunum er Kristján

HF með 49 tonn í þremur löndunum, Indriði Kristins BA með 46 tonn í fjórum, Tryggvi Eðvarðs SH með 38 tonn í þremur og Margrét

GK 16 tonn, allir lönduðu í Sandgerði.

Auður Vésteins SU 27 var með 27 tonn í þremur, Gísli Súrsson

GK með 26 tonn í þremur, Dúddi

Gísla GK með 25 tonn í tveimur, Hópsnes GK með 15 tonn í þremur, Særif SH með 14 tonn í einum, Geirfugl GK með 10 tonn í þremur og Gulltoppur GK með 10 tonn í tveimur róðrum, allir lönduðu í Grindavík.

Í mars var Addi Afi GK eini báturinn á Suðurnesjunum sem var á grásleppuveiðum en núna hefur Garpur RE líka hafið grásleppuveiðar og rær hann frá Grindavík. Grásleppubátunum mun eitthvað fjölga núna í apríl.

„Hérna eru aðstæður til

áframeldis hagstæðar“

Samherji fiskeldi hefur starfrækt áframeldisstöð fyrir bleikju á Vatnsleysuströnd á Reykjanesi í sautján ár. Stöðin tekur við seiðum, sem eru alin upp í sláturstærð. Vignir Stefánsson, stöðvarstjóri, segir í frétt frá Samherja að aðstæður á staðnum ákjósanlegar fyrir slíka starfsemi. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á stöðinni á undanförnum árum og segir Vignir að stöðin sé vel búin.

Fiskurinn fluttur lifandi í sérútbúnum bílum

„Við erum með leyfi til að framleiða 1.600 tonn á ári og höfum verið nálægt því magni á undanförnum árum. Seiðin koma til okkar frá Núpum í Ölfusi, einnig frá Stað í Grindavík og eru um 120 grömm að þyngd. Hérna eru þau svo alin upp í sláturstærð, þyngdin að meðaltali 1,5 kíló. Þegar fiskurinn nær sláturstærð er hann fluttur lifandi í sérútbúnum tankbílum til vinnslu í Sandgerði,“ segir Vignir Stefánsson.

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur

í hádeginu Opið: 11-13:30

alla virk a daga

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu

HEYRN.IS

Nálægðin við Keflavíkurflugvöll

Allt eldið fer fram utandyra í steyptum kerjum. Vignir, sem er menntaður fiskeldisfræðingur frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal, segir að fjórtán til fimmtán mánuði taki að ala seiðin.

„Hérna eru aðstæður til bleikjueldis hagstæðar, vatnsgæði eru góð, bæði hvað varðar seltu og hita en allt vatn kemur frá okkar eigin borholum. Allir innviðir til fiskeldis á svæðinu eru góðir, bæði hvað varðar mannauð, þjónustu og svo er nálægðin við Keflavíkurflugvöll ákjósanleg.“

Landeldi er vandasamt

Starfsmenn stöðvarinnar eru sjö talsins og sinna verkefnum á Stað. Vignir segir að stöðin hafi verið endurnýjuð verulega á síðustu árum.

„Allar þessar breytingar gera reksturinn, sem er að stórum hluta tölvustýrður, traustari. Á síðasta ári var nýtt fóðurkerfi tekið í notkun en hérna hafa verið gerðar margháttaðar endurbætur svo að segja á hverju ári. Ég segi hiklaust að stöðin sé nokkuð vel útbúin á

allan hátt, sem er nauðsynlegt til að standast þær kröfur sem gerðar eru til hágæða framleiðslu. Landeldi er á margan hátt vandasamt og þá er mikilvægt að allur tækjabúnaður

og aðbúnaður sé sem bestur og öruggastur. Á öllum okkarv starfsstöðvum starfar fólk sem er með mikla þekkingu á öllum þáttum fiskeldis. Samherji fiskeldi hefur lagt mikla fjármuni í endurbætur, enda má segja að tækniframfarir séu nokkuð örar þótt grunnurinn sé auðvitað alltaf sá sami.“

Bleikjan er herramannsmatur

„Já, ég borða reglulega bleikju og finnst hún betri en laxinn, sem er reyndar líka afskaplega góður. Ég steiki bleikjuna, grilla og baka í ofni en sýð svo að segja aldrei. Maður fær einfaldlega aldrei leið á bleikjunni, þetta er sannkallaður herramannsmatur,“ segir Vignir Stefánsson stöðvarstjóri áframeldisstöðvar Samherja fiskeldis á Vatnsleysuströnd.

Þegar fiskurinn nær sláturstærð er hann fluttur

Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF
Samherji fiskeldi hefur starfrækt áframeldisstöð fyrir bleikju á Vatnsleysuströnd á Reykjanesi í sautján ár. Vignir Stefánsson, stöðvarstjóri. Myndir/Sindri Swan/samherji.is Starfsmenn stöðvarinnar eru sjö.
lifandi í sérútbúnum tankbílum til vinnslu í Sandgerði.
Áskel ÞH í hálfan mánuð a F la F r É ttir á S uður NESJ u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Aðalbjörg RE kemur í land í
Mynd/Gísli
n Samherji fiskeldi hefur starfrækt áframeldisstöð fyrir bleikju á Vatnsleysuströnd í sautján ár. n Miklar endurbætur á síðustu árum. 6 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Brottkast á 74 fiskum stöðvar
Sandgerði.
Reynisson

Sálumessa Verdi og Örvar með uppistand fengu styrki úr Menningarsjóði Reykjanesbæjar

Alls bárust tuttugu og þrjár umsóknir í Menningarsjóð Reykjanesbæjar um verkefnastyrki upp á tæpar þrettán milljónir króna. Ellefu menningarhópar sóttu um endurnýjun á þjónustusamningi við Reykjanesbæ. Megin markmið sjóðsins er að styrkja verkefni sem eru líkleg til að efla menningarstarfsemi í Reykjanesbæ. Tíu verkefni hlutu styrk að þessu sinni að upphæð kr. 2.720.000. Stærsta styrkinn fékk Sálumessa Verdi upp á 800.000 kr. Þá fékk Örvar Þór Kristjánsson styrk fyrir uppistand og Marína Ósk fyrir tónleikaperlur úr Reykjanesbæ. Þá var kr. 2.200.000 var veitt í þjónustusamninga við ellefu starfandi menningarhópa í sveitarfélaginu.

Úthlutanir til þjónustusamninga:

Eldey, kór eldri borgara kr. 100.000.-

Danskompaní kr. 300.000.-

Norræna félagið kr. 100.000.-

Kvennakór Suðurnesja kr. 300.000.-

Félag harmonikuunnenda á Suðurn. kr. 100.000.-

Ljósop, félag áhugaljósmyndara kr. 100.000.-

Félag myndlistarm. í Reykjanesbæ kr. 50.000.-

Leikfélag Keflavíkur kr. 500.000.-

Karlakór Keflavíkur kr. 300.000.-

Faxi, málfundafélag kr. 150.000.-

Söngskóli Alexöndru kr. 200.000.-

Úthlutanir verkefnastyrkja:

Elma Rún Kristinsdóttir – fjölskyldusöngleikur - kr. 350.000.Adam Dereszkiewicz – Single Piece of Robe - kr. 150.000.Kvennakór Suðurnesja – Vortónleikar - kr. 200.000.-

Weronika Maria Naskrecka – Meet your Neighbor - vinnustofur - kr. 150.000.-

Marína Ósk Þórólfsdóttir – Tónleikar með perlum úr Reykjanesbæ - kr. 300.000.Norðuróp óperustúdíó – Sálumessa Verdi í Hljómahöll - kr. 800.000.-

Jón Rúnar Hilmarsson – Óður til Reykjanes - kvikmynd - kr. 200.000.-

Örvar Þór Kristjánsson – Dansað á línunni – uppistand - kr. 300.000.-

Fiðlu- og hörpustrengir

Laufeyjar Sigurðardóttur og Elísabetar Waage – Tónleikar fyrir eldri borgara á Suðurn. - kr. 270.000.-

Lóð og fasteign

Vatnsnesvegur 16 í Reykjanesbæ

Þessum verkefnum var hafnað:

Keilir – Keilishlaðvarp

Keilir – Heimsókn á Ásbrú, opið hús

Adam Dereszkiewicz – Colour my Art

Linnea Ida-Maria Falck - Lithological Scorescapes

Pétur Oddbergur Heimisson – Sönghópurinn Olga Vocal

Ensemble

Konstantín Shcherbak– Tónleikar/ördansiball með Fjaðrafok

Alexandra Chernyshova – Nýárstónleikar sjónvarpsþáttur

Norræna félagið í Reykjanesbæ – Þrír viðburðir í samstarfið við Bókasafn Reykjanesbæjar

Seweryn Ernest Chwala – Veggmynd tengd sögu Reykjanesbæjar

Natalia Chwala – Vinnustofur í myndlist fyrir börn af pólskum uppruna

Michael Richardt Petersen – Lifandi tónlistargjörningur

Guðmundur R. Lúðvíksson – Yfirlitssýning - myndlist

Guðmundur R. Lúðvíksson – Útgáfa á teikningum

Olís stefnir að sölu á fasteign sinni og lóð að Vatnsnesvegi 16 í Reykjanesbæ (fastanúmer 209-1117).

Í dag er rekin þjónustustöð í húsnæði lóðarinnar, en auk þess er þar starfrækt smurstöð á grundvelli leigusamnings.

Húsnæðið er 348,4 fm að stærð en auk þess eru eldsneytisstöðvarskyggni, þvottaplan og bílastæði á lóðinni. Lóðin sjálf er 2648,7 fm að stærð.

Lóðin býður upp á mikil tækifæri til þróunar eða áframhaldandi reksturs í sambærilegri mynd.

Frekari upplýsingar veitir Þorvaldur Þorláksson (thorvaldur@hagar.is)

Danskompaní
færð 300.000 króna styrk.
Leikfélag Keflavíkur fær hálfa milljón í þjónustusamning. Marína Ósk flytur perlur úr Reykjanesbæ. Norðuróp óperustúdíó fékk 800.000 króna styrk vegna uppfærslu á Sálumessu Verdi í Hljómahöll fyrr í vetur.
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 7

Óperan Skáldið og biskupsdóttirin komin á Spotify og geisladisk

Alexandra Chernyshova er sópran söngkona, píanóleikari og tónskáld frá Úkraínu en hún hefur búið á Íslandi síðan 2003. Hún kynntist eiginmanni sínum, Jóni Hilmarssyni á Spáni þegar hún vann þar um tíma og í dag búa þau í Reykjanesbæ. Saga hennar er athyglisverð en Víkurfréttir voru með stórt viðtal við hana árið 2020, hægt verður að nálgast það í rafrænni útgáfu þessarar greinar.

... Mig dreymir um að óperan verði verði flutt með stórri hljómsveit, kór og öllu tilheyrandi, það yrði frábært afrek ...

Píanótónar í Duus

Árið 2011 fór Alexandra í alþjóðlegt mastersnám fimm listaháskóla, m.a. Listaháskóla Íslands. Lokaverkefnið hennar var ekki af minni gerðinni, hún samdi eitt stykki óperu, Skáldið og biskupsdóttirin. Óperan var flutt nokkrum sinnum en var ekki hljóðrituð og því réðst Alexandra í það stórvirki að taka hana upp. Hún sótti um styrki og upptökur fóru fram í tveimur löndum, æskuslóðunum í Úkraínu og hér á Íslandi. „Ég ákvað að ég yrði að taka þetta upp en það er dýrt. Ég hafði áður sótt um styrki vegna ýmissa verkefna en ekki fengið en fékk styrk frá Seðlabankanum, styrk í minningu Jóhannesar Nordal og þá byrjaði boltinn að rúlla og ég gat hafist handa. Upptökur hófust í janúar í fyrra, ég vinn auðvitað mikla vinnu sjálf, bæði syng ég, tek upp, hljóðblanda og held utan um allt en mest af tónlistinni var tekin upp í óperuhúsinu í Kiev, Úkraínu. Gaman frá því að segja að hljómsveitarstjórinn, Oleksandr Gosachinskyi spurði mig hvernig ég ætlaði eiginlega að gera þetta, það væru kórar, dúettsöngvar og svo framvegis. Honum fannst flókið hvernig ég ætlaði að ná að blanda þessu öllu saman en ég var allan tímann sannfærð um að þetta væri hægt. Ég var búin að útsetja alla tónlistina fyrir sinfóníuhljómsveit og var í stöðugu sambandi við Oleksandr, upptökur gengu ótrúlega vel og hljómsveitin sem heitir Gosorchestra, spilaði tón-

listina fullkomlega. Allur söngur var tekinn upp hér á Íslandi, bæði leigði ég kirkjur og tók upp sjálf en ég hafði lært upptökustórn í fjarnámi við Berklee tónlistarskólann. Söngur var líka tekinn upp í stúdíó Sýrlandi. Ég þurfti líka að taka upp kirkjuorgel hér því orgelið sem átti að nota í Kiev brann, ég hef alltaf verið hrifinn af hljómburðinum

í Kópavogskirkju og fékk organ -

istann þar, Lenka Mátéová til að spila kirkjuorgelið. Upptökum lauk í desember á síðasta ári.“

Útgáfa

Alexandra er glöð að verkefninu er lokið en hvað tekur við? „Ég neita því ekki, þetta var mjög mikil vinna en ég var með svo mikla ástríðu fyrir verkefninu og því var þetta gaman í leiðinni.

Plötuútgáfa hefur auðvitað breyst, eldri kynslóðin kann ekki endilega að nota Spotify og því lögðu aðdáendur mínir þunga áherslu á að ég myndi líka setja tónlistina á geisladisk. Ég gaf plötuna út á Spotify 14. febrúar og lét svo gera 250 geisladiska, ég veit að fólk vill styrkja mig í minni tónlistarsköpun og er ofboðslega þakklát fyrir það. Mig dreymir um að óperan verði verði flutt með stórri hljómsveit, kór og öllu tilheyrandi, það yrði frábært afrek. Hvað tekur við núna kemur bara í ljós. Tónlist er mín ástríða og ég hlakka til að takast á við næstu verkefni, hver sem þau munu verða. Ég hlakka til framtíðarinnar,“ sagði Alexandra.

ÞANNIG VAR ÞAÐ

Espólín forlag kynnir nýja

bók: Þannig var það eftir norska höfundinn Jon Fosse.

Um er að ræða leikrit/eintal, í einum þætti og kom fyrst út 2019. Þýðandi er Suðurnesjakonan Kristrún Guðmundsdóttir.

Jon Fosse (f. 1959) er eitt þekktasta leikritaskáld Norðmanna

á eftir Henrik Ibsen. Leikverk

Laugardaginn 1. apríl voru haldnir píanótónleikar í Duus húsi en einn píanistanna er Keflvíkingurinn Sævar Jóhannsson. Hinir voru Eðvarð Egilsson og Pólverjinn Miro Kepinski. Tónleikarnir voru þeir þriðju í tónleikaröð sem haldin var til heiðurs alþjóðalega píanódeginum, sem ber upp á áttugasta og áttunda degi ársins, 28. mars eða 29. mars á hlaupaári.

Tónleikarnir heppnuðust mjög vel en allir eru píanóleikararnir að semja sína eigin tónlist og gefa út. Það var Eðvarð sem settist fyrst við píanóið og flutti nokkur lög, því næst var það Pólverjinn Miro sem flutti eitt langt tónverk og heimamaðurinn Sævar lauk svo tónleikunum. Hann endaði á lagi sem hann mun gefa út í apríl en hann vantar ennþá nafn á gripinn og auglýsti eftir hugmyndum. Faðir Sævars, stórsöngvarinn Jóhann Smári Sævarsson var fljótur að slá á léttu strengina og stakk upp á nafninu „Pabbi“.

Píanistarnir fengu standandi lófatak í lokin og var mjög góður rómur gerður að frammistöðu þeirra.

hans hafa verið sviðsett um allan heim, þar af þrjú á Íslandi. Jon hefur skrifað skáldsögur, ljóðabækur, barnabækur, ritgerðasöfn auk þess að vera þýðandi og hefur unnið til fjölda verðlauna bæði í Noregi og erlendis. Árið 2015 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir þríleikinn Andvaka, Draumar Ólafs og Kvöldsyfja ( Hjalti Rögnvaldsson þýddi á íslensku). Útgáfukynning verður í Gunnarshúsi við Dyngjuveg (hús rithöfunda) 18. apríl kl. 17.00.

HIN ÚKRAÍNSKA ALEXANDRA CHERNYSHOVA SEM RÉÐST Í ÞAÐ STÓRVIRKI AÐ SEMJA ÓPERU SEM LOKAVERKEFNI Í ALÞJÓÐLEGU MASTERSNÁMI NOKKURRA LISTAHÁSKÓLA, GAF ÓPERUNA NÝVERIÐ ÚT.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Kristrún Guðmundsdóttir.
8 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Staða smáríkja á tímum miskunnarlausrar samkeppni stórveldanna

NJARÐVÍKINGURINN HILMAR ÞÓR HILMARSSON HEFUR GEFIÐ ÚT SÍNA FJÓRÐU BÓK. ÍSLAND HEFUR AÐ MIKLA SÉRSTÖÐU MEÐAL NATO-RÍKJA. EKKI RAUNHÆFT AÐ STOFNA HER.

Njarðvíkingurinn Hilmar Þór Hilmarsson, sem starfar nú sem prófessor við Háskólann á Akureyri var að gefa út bók hjá virtu vísindaforlagi, Routledge. Bókin ber titilinn: The Nordic, Baltic and Visegrád Small Powers in Europe: A Dance with Giants for Survival and Prosperity. Hilmar var nýlega á heimaslóðum og átti spjall við Pál Ketilsson, ritstjóra Víkurfrétta.

Þetta er fjórða bókin sem þú skrifar á undanförnum tíu árum. Um hvað fjallar þessi bók?

„Bókin fjallar um stöðu Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegrád-landanna á tímum óvissu og aukinnar samkeppni stórveldanna. Flestir hér þekkja til Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna en kannski minna til Visegrádlandanna, sem eru Pólland, Slóvakía, Tékkland og Ungverjaland. Undantekning er Pólland sem er sérstaklega mikilvægt fyrir okkur, m.a. vegna þess hversu margir Pólverjar hafa flutt til Íslands og starfa hér.

Það er víða komið við í bókinni. fjallað er um stöðu þessara landa og bandalaga þeirra í Evrópu, stækkun ESB, vandamál evrusvæðisins, Brexit og áhrif COVID-19. Einnig er fjallað um stækkun NATO, harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína og um áhrif og yfirráð í heiminum og hvernig smáríki geta best hagað samskiptum sínum við stórveldi á tímum óvissu og spennu. Pólland er eina landið í þessum hópi sem ekki telst smáríki en Pólland hefur samt séð ástæðu til að vera bæði í NATO og ESB. Ítarleg umfjöllun er um Úkraínustríðið sem hefur haft áhrif á öll þessi lönd og þróun mála í Póllandi og Úkraínu eftir fall Sovétríkjanna er borin saman í sérstökum kafla.“

Stórveldasamkeppnin

„Öll löndin í þessum þremur hópum eru undir öryggisregnhlíf Bandaríkjanna og taka þátt í Evrópusamrunanum þó þau geri það á mismunandi hátt. Öll eru á evrópska efnahagssvæðinu og í Schengen. Öll löndin eru í NATO nema Finnland og Svíþjóð sem eru á leiðinni þangað. Þegar fjallað er um þessi lönd er líka mikilvægt

Ársfundur 2023

Ársfundur sjóðsins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, miðvikudaginn

4. maí 2023 og hefst kl. 18:00.

Dagskrá fundar:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins

3. Önnur mál

Í stjórn sjóðsins eru:

Anna Ágústa Halldórsdóttir, formaður

Sigurður Ólafsson, varaformaður

Kristín Magnúsdóttir

Eyrún Jana Sigurðardóttir

Örvar Ólafsson

Þór Hreinsson

Framkvæmdastjóri:

að skilja stóru myndina sem einkennist af samkeppni stórveldanna Bandaríkjanna, Kína og Rússlands. Flestar mikilvægar ákvarðanir í alþjóðasamskiptum eru teknar af stórveldum. Nokkrir kaflar í bókinni fjalla þess vegna um þessa stórveldasamkeppni og áhrifin á smærri ríki.“

Hvernig er staðan í öryggismálum Íslands? „Smáríki eins og Ísland eru alltaf í viðkvæmri stöðu í öryggismálum, samt held ég að staða Íslands sé nokkuð góð eins og ástandið er í heiminum í dag. Við erum langt frá núverandi stríði í Evrópu og hugsanlegum átakasvæðum í Asíu. Við erum aðilar að NATO og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Við erum ekki með landamæri við óvinveitt ríki og eigum ekki í deilum við stórveldi.

Við erum með aðgang að sameiginlegum markaði ESB og samskiptin við ESB eru almennt góð. Þó við séum undir öryggisregnhlíf Bandaríkjanna eigum við sem smáríki að mínu mati að forðast deilur við stórveldi eins og Kína. Ísland hefur sögulega verið í deilum við stærri ríki eins og Bretland vegna útfærslu landhelginnar en þá var

efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í húfi.“

Er að þínu mati raunhæft að Íslendingar stofni eigin her?

„Ég held að það sé ekki raunhæft fyrir Ísland að stofna eigin her. Íslenskur landher yrði aldrei nægilega öflugur til að verja landið yrði á okkur ráðist af einu stórveldanna. Við höfum heldur ekki ráð á að vera með flugher jafnvel þó við værum bara með fjórar til fimm þotur. Orrustuþotur eins og F-35 þotur og rekstur þeirra er of dýr fyrir okkur. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum bæði með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin og meðal stofnríkja NATO. Ísland hefur að mínu mati mikla sérstöðu meðal NATO-ríkja og ég

álít að við þurfum að bjóða NATO það sem við ráðum við og getum gert vel.“

Öflugri landhelgisgæsla

„Framlag Íslands gæti verið enn öflugri landhelgisgæsla með auknu eftirliti á Norður-Atlantshafi og á

Norðurslóðum. Mikilvægi Norðurslóða fer vaxandi og bæði Kína og Rússland verða sífellt fyrirferðameiri á þessu svæði. Með því að auka eftirlit á Norður-Atlantshafi gætum við aðstoðað NATO á svæði sem verður sífellt mikilvægara en um leið gætt okkar landhelgi enn betur sem er lykilatriði fyrir okkur. Það tók Ísland um 74 ár, frá 1901 til 1975, að færa landhelgina úr þremur mílum í 200 mílur. Styrking landhelgisgæslunnar þyrfti að fara fram í samráði við NATO og þá um leið hvernig NATO getur áfram tryggt öryggi landsins. Öfugri landhelgisgæslu ætti líka að mínu mati fylgja aukin notkun á hafnaraðstöðu á Suðurnesjum og aðstöðu á Keflavíkurflugvelli þar sem bandaríska varnarliðið var. Auk þess að efla landhelgisgæsluna þurfum við að vera með vel búna sérsveit til þess að bregðast við hugsanlegum hryðjuverkaárásum,“ sagði Hilmar að lokum.

Gylfi Jónasson Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu meðan á honum stendur. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér það eru beðnir um að skrá sig á festa@festa.is í síðasta lagi kl. 12:00 á aðalfundardegi og fá þá uppgefna slóð til að tengjast.

Ávöxtun séreignardeildar 2022

Hrein eign séreignardeildar nam 1.178 milljónum króna í árslok 2022, þ.a. námu eignir sparnaðarleiðar II 1.077 milljónum króna. Hrein nafnávöxtun sparnaðarleiðar I, sem hóf starfsemi á miðju ári 2018, nam -5,14% eða -13,24% í hreina raunávöxtun. Sparnaðarleið II skilaði -12,14% í hreina nafnávöxtun eða -19,65% í hreina raunávöxtun. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sparnaðarleiðar II undanfarin tíu ár er 2,76%.

Hilmar Þór Hilmarsson. Páll Ketilsson pket@vf.is
Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands Sími: 420 2100 - netfang: festa@festa.is
2022 2021 Breytingar á hreinni eign: Iðgjöld 14.195 11.890 Lífeyrir -6.050 -5.293 Hreinar fjárfestingatekjur -3.242 34.695 Rekstrarkostnaður -423 -359 Breyting á hreinni eign til greiðslu lífeyris 4.480 40.934 Hrein eign frá fyrra ári 247.507 206.573 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 251.987 247.507 Efnahagsreikningur: Eignahlutir í félögum og sjóðum 135.892 145.275 Skuldabréf og aðrar fjárfestingar 110.479 95.311 Fjárfestingar 246.371 240.586 Kröfur 2.141 1.625 Innlán og aðrar eignir 3.596 5.404 Viðskiptaskuldir 121 108 Annað 5.616 6.921 Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 251.987 247.507 Ýmsar kennitölur Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar -1,4% 16,4% Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar -9,8% 11,0% Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára 4,3% 7,6% Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára 4,8% 6,5% Tryggingafræðileg staða -4,6% -2,6% * fjárhæðir í milljónum króna víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 9

Mikil og neikvæð áhrif á rekstur Suðurnesjabæjar

Bæjarráð Suðurnesjabæjar gerir alvarlega athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Frumvarpið byggir á niðurstöðum og tillögum starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem kynntar voru nú í mars 2023. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar á skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ásamt drögum að lagafrumvarpi um heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Í skýrslu starfshópsins kemur m.a. fram að framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Suðurnesjabæjar mun lækka um 144,4 milljónir króna frá viðmiðunarárinu 2022 þegar breytt kerfi tekur að fullu gildi, eða um 23,4%. Það er ljóst að ef tillögur starfshópsins verða að lögum með samþykkt frumvarpsins og framlag Jöfnunarsjóðs lækkar eins og að framan er greint, þá mun það hafa í för með sér mikil og neikvæð áhrif á rekstur Suðurnesjabæjar til að standa undir lögbundinni þjónustu, sem og annarri

þjónustu og starfsemi sem sveitarfélög þurfa að halda úti í nútíma samfélagi. Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur til að skoðað verði sérstaklega hvort ekki er ástæða til að veita sérstök framlög úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga sem veita þjónustu og taka utan um fylgdarlaus börn sem koma til landsins og falla undir lög um barnavernd. Viðkomandi sveitarfélög þurfa að bera beinan og óbeinan kostnað vegna þessarar þjónustu sem er lögbundin og felur það í sér sérstakar

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í SUÐURNESJABÆ

Tillaga að deiliskipulagi við Iðngarða í Suðurnesjabæ

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti þann 5. apríl 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Iðngarða í Garði, Suðurnesjabæ skv. 41. og 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Leitast er við að nýta landkosti svæðisins sem best og byggja á þeim grunni sem fyrir er en á svæðinu eru nú 27 hús, íbúðar-, atvinnu- og iðnaðarhúsnæði. Samanlögð stærð svæðisins er um 21 ha, þar af 15,2 ha athafnasvæði, 2,5 ha iðnaðarsvæði og 2,0 ha íbúðasvæði ásamt opnum svæðum. Um er að ræða 40 misstórar lóðir undir fjölbreytta athafnastarfssemi og 2 nýjar íbúðahúsalóðir.

Við gildistöku skipulagsins fellur eldra deiliskipulag við Iðngarða út sem var samþykkt 12. mars 1992.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs

– Teiga- og Klapparhverfi

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar 2022, að auglýsa breytingu á efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs, Teiga- og Klapparhverfi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í tillögunni, dags. 14. janúar 2022, felst endurskoðun á efri hluta íbúðasvæðisins með það markmið að mæta þörf fyrir minni og hagkvæmari íbúðir. Í breyttri deiliskipulagstillögu af þessum hluta hverfisins er gert ráð fyrir alls 259 íbúð í 86 húsum sem er fjölgun um 118 íbúðir frá sama hluta af áður samþykktu skipulagi. Sjá svæði auðkennt ÍB9 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 - 2030.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis ofan Skagabrautar og Búmannasvæði í Suðurnesjabæ

Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkti þann 14. júlí 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis ofan Skagabrautar og Búmannasvæði í Garði, Suðurnesjabæ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að húsgerð F, keðjuhús á einni hæð við Þrastarland og Kríuland fellur út. Í stað húsagerðar F kemur ný húsagerð I, tvíbýlishús á tveimur hæðum. Íbúðafjöldi breytist ekki. Í stað 14 keðjuhúsa koma 7 tvíbýlishús á tveimur hæðum og lóðamörk breytast. Lega syðri hluta götunnar Kríulands er einfölduð og lögð í beinu framhaldi af Þrastarlandi.

Skipulagstillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, Garði frá og með miðvikudeginum 12. apríl til og með miðvikudagsins 24. maí 2023. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til miðvikudagsins 24. maí 2023. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa með tölvupósti á jonben@sudurnesjabaer.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Garður.

Jón Ben. Einarsson, Skipulagsfulltrúi Suðurnesjabæjar

áskoranir fyrir viðkomandi sveitarfélag og á slíkt sérstaklega við um Suðurnesjabæ. Jafnframt er ástæða til að benda á þau vinnubrögð ríkisins að án nokkurs samráðs við sveitarfélög er einstaklingum sem leita til landsins sem flóttamenn og leita eftir alþjóðlegri vernd komið fyrir í búsetu í sveitarfélögum sem ekki hafa gert samning við ríkið um samræmda móttöku flóttamanna. Vegna þessara vinnubragða ríkisins fellur beinn og óbeinn kostnaður á viðkomandi sveitarfélög, án nokkurs fyrirvara og án samráðs við viðkomandi sveitarfélög. Bæjarráð leggur til að skoðað verði sérstaklega hvort ekki er ástæða til þess að Jöfnunarsjóður veiti viðkomandi sveitarfélögum sérstök framlög til að mæta þeim kostnaði sem um ræðir. Nánar er fjallað um málið á vef Víkurfrétta, vf.is.

fyrir miðri mynd. VF/Hilmar Bragi

Þurfa að vera skýrar forsendur fyrir breytingu á landnotkun

- eða aflétta takmörkun á landnotkun á svæðinu

Fyrirspurn byggð á tveimur tillögum landeigenda um verulega íbúðauppbyggingu á landi Bræðraborgar sem kynnt var á 40. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar var tekin til afgreiðslu á síðasta fundi ráðsins í liðinni viku. Sigurður Helgi Magnússon, Gunnar M. Magnússon, Magnea Björk Magnúsdóttir Unnar Már Magnússon, Björgvin Magnússon, Sigfús Kristvin Magnússon, Hreinn Rafnar Magnússon og Kristvina Magnúsdóttir, allt eigendur Bræðraborgarlands, gerðu athugasemd við Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022 til 2034 og kröfðust þess að hverfisvernd verði tekin af Bræðraborgarlandi.

Í tillögu að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034, svo og í gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030, er ekki gert ráð fyrir íbúðasvæði á þeim hluta Bræðraborgarlands sem erindið snýr að. Rík áhersla er lögð á í skipulaginu að viðhalda ákveðnu búsetulandslagi og taka tillit til náttúru- og menningarminja á svæðinu og að við allar framkvæmdir á svæðinu verði horft til heildarmyndarinnar. Í því felst m.a. að uppbygging og endurgerð húsa og mannvirkja stuðli að heildaryfirbragði á svæðinu um leið og dregin sé fram sérstaða þess. Ómeðhöndluð opin náttúrusvæði verði varðveitt eins ósnortin og kostur er.

Stefna aðalskipulagsins, sem nær til þess hluta Bræðraborgarlands sem um ræðir, er mikilvæg og að það þurfa að vera skýrar forsendur fyrir því að breyta þessari stefnu um landnotkun eða aflétta takmörkun á landnotkun á svæðinu.

Erindi landeigenda Bræðraborgarlands fellur ekki að stefnu

Eigendur Nýlendu, Skagabrautar 56 í Garði, hafa óskað eftir að fá að byggja gestahús á grunni gamals hænsnahúss innan lóðar. Afgreiðslu var frestað á fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar á dögunum en

SUÐURNESJABÆR

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

sveitarfélagsins um hverfisvernd varðandi búsetulandslag, vernd náttúru- og menningarminja, byggðamynstur, heildaryfirbragð, staðaranda og ásýnd byggðar á svæðinu.

Á hinn bóginn er bent á að takmörkuð uppbygging íbúðarhúsnæðis á Bræðraborgarlandi gæti fallið að hverfisvernd svæðisins, þ.e. að því gefnu að uppbyggingin taki tillit til náttúru- og menningarminja á svæðinu og meginstefnu um yfirbragð byggðarinnar á svæðinu austan Útskála að Gerðavegi.

Þær tillögur sem lagðar eru fram af hálfu landeigenda samræmast á engan hátt þeirri stefnu sveitarfélagsins sem sett er fram í Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar eins og að ofan er útlistað og er því hafnað í óbreyttri mynd.

tekið á ný til afgreiðslu í síðustu viku. Í afgreiðslu ráðsins segir að lóðarréttindi umsækjanda eru ótvíræð. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi vegna endurbyggingu á grunni eldra húss.

...
Byggja gestahús á grunni hænsnahúss
fylgist með á vf.is
Bræðraborg og bræðraborgarland
10 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Andrými í Reykjanesbæ:

Sjálfbær þróun svæða

reykjanesbær hefur óskað eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að endurskilgreina torg og almenningssvæði sveitarfélagsins með tímabundum lausnum. verkefnið mun standa yfir frá maí fram í miðjan september en andrými er í grunninn skipulagstæki sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun svæða og auka fjölbreytta notkun almennings á svæðinu.

þeir sem hafa hugmyndir um framkvæmdastyrk í gegnum Andrými.

„Þetta getur verið hvað sem er; viðburðir, listaverk, gjörningar.

„Þetta er undir áhrifum verkefnisins Hughrif í bæ,“ segir Margrét Lilja Margeirsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála hjá Reykjanesbæ, „en það verkefni var ríkisstyrkt árin 2019 og 2020. Þetta var sumarverkefni sem menntamálaráðuneytið stóð fyrir til að bregðast við ástandinu í þjóðfélaginu og stuðla að virkni ungs fólks.

Síðan erum við með aðra fyrirmynd frá Reykjavíkurborg sem heitir Torg í biðstöðu og þaðan kemur þessi hugmynd. Við Hughrif í bæ vann fólk á vegum sveitarfélagsins á meðan þeir sem vinna við Torg í biðstöðu eru verktakar, eða styrkþegar. Þar liggur meginmunurinn á þessu tvennu,“ segir Margrét og útskýrir að í stað þess að sveitarfélagið ráði einstaklinga eða hópa til verkefnisins þá sæki

Þetta geta verið margskonar verkefni og tækifæri til að efla íbúa í samfélaginu til að gera betur í sínu hverfi, sínu samfélagi.“

Þannig að þetta er ekki bundið við áþreifanleg listaverk eða slíkt. Getur þetta verið hvað sem er?

„Já, hvað sem er. Bara eitthvað sem er skemmtilegt, í krafti fjölbreytileika, og við tökum fagnandi á móti öllum umsóknum sem berast. Síðan verðum við að taka afstöðu þegar við sjáum þær hugmyndir sem koma inn á borð til okkar, hvort við séum að fara að vera með mörg smáverk eða færri og stærri. Hvernig samsetningin verður því við erum auðvitað með ákveðið fjármagn sem fer í þetta og þetta er tilraunaverkefni sem ég

Góðar stundir

„Þetta geta verið margskonar verkefni og tækifæri til að efla íbúa í samfélaginu til að gera betur í sínu hverfi, sínu samfélagi.“

vona að verði til langs tíma. Torg í biðstöðu hefur verið í gangi frá árinu 2011 og það hefur gengið svo

víðsvegar um bæinn vöktu gríðarlega athygli. „Já og skapar jákvætt andrúms-

á verkefni ásamt myndum eða skissum, verk- og tímaáætlun og grófri kostnaðaráætlun. Verkefnið

Óseyrarbraut 29, Hafnarfirði

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
trefjar.is
Sauna tilbúin til notkunar Verð frá 1.167.000 kr. Verð frá 220.150 kr. Heitir pottar ...eða kaldir
Lilja Margeirsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála hjá Reykjanesbæ.
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 11

Organistinn sem spilar Daft punk

n Kom inn í tónlistarstarfið í Grindavík eins og stormsveipur n Auðveldara að fá fólk í kórinn núna því mörg spennandi verkefni eru framundan

kristján Hrannar pálsson, organisti grindavíkurkirkju, tók við stöðunni í fyrra en segja má að hann sé búinn að koma inn í tónlistarstarfið í grindavík eins og stormsveipur. Nokkrir tónleikar hafa verið haldnir, kirkjukórinn fór öðruvísi leið á síðustu jólatónleikum sínum og margt er framundan. Það blundar líka poppari í kristjáni en hann tók þátt í iceland airwaves í fyrra, flutti þá plötu daft punk, discovery, á klais-orgel Hallgrímskirkju.

GRINDAVÍK

Þegar blaðamann bar að garði var Kristján að klára sunnudagaskóla barnanna í kirkjunni en þar var mikið líf og fjör. „Ég er fæddur í Reykjavík, ólst upp í vesturbænum. Ég byrjaði að læra á píanó þegar ég var sjö ára gamall, þ.e. klassískt og var í því næstu árin en um fjórtán ára aldurinn fékk nóg af því og vildi fara læra jasspíanóleik og komst inn í FÍH. Kennarinn minn þar var goðsögnin Þórir Baldursson en á þeim tíma vissi ég ekkert hver hann var eða hvað hann hafði afrekað. Ég lærði mjög mikið af Þóri og út frá þessu fór ég í alls kyns hljómsveitir og spilaði mjög fjölbreytta tónlist, þjóðlaga-, jasstónlist, popp og jass svo dæmi séu tekin. Ég fann að ég vildi geta unnið við þetta en það er erfitt nema maður geti komist í fasta vinnu, eins og organistastöðu. Ég skráði mig því í slíkt nám í Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2017, í því er t.d. kennt að útsetja sálma, stjórna kór, spila á orgel, söngtækni en þetta er praktíkasta tónlistarnám sem ég get hugsað mér. Nánast allir sem klára þetta nám eru öruggir með vinnu sem tónlistarmaður. Ég kláraði námið 2019, hafði stofnað Óháða kórinn árið áður og var að leysa af, m.a. í Grindavík þegar Erla sem var organisti, var í fæðingarorlofi. Svo ákvað hún að fara annað og þá fékk ég stöðuna, hef verið fastráðinn í vetur og líst mjög vel á mig hér.“

Annar fóturinn í klassíkinni, hinn í poppinu

Þó svo að Kristján sé farinn að spila mikið á kirkjuorgelið þá blundar popparinn alltaf í honum.

„Segja má að ég sé með annan

fótinn í klassíkinni, hinn í poppinu. Stundum veit ég ekki alveg hvoru megin ég vil vera en þá er fínt að geta verið í báðu. Það er alltaf að verða algengara og algengara að organistar séu í fleiri en einni tónlistarstefnu. Fyrir utan að vera spila hér í Grindavík og í Óháða söfnuðinum, tek ég að mér fullt af öðruvísi giggum, það er mjög gott að geta gripið í það líka. Ísland er það lítið land að erfitt er að sérhæfa sig í einhverju einu. Eflaust spilar popparinn í mér rullu í því að ég hef komið með nokkuð af öðruvísi efni fyrir kirkjukórinn að flytja. Við héldum frábæra styrktartónleika fyrir framkvæmdum við Grindavíkurkirkju sl. haust og fluttum nokkur þekkt popplög við góðar undirtektir,“ segir Kristján.

Öðruvísi jólatónleikar og Jesus Christ Superstar á páskum?

Síðustu jól fór kór Grindavíkurkirkju aðra leið en venjulega á sínum árlegu jólatónleikum. „Ég tók ástfóstri við jólaplötuna Hátíð fer að höndum ein með Þremur á palli þegar ég var ungur og árið

2019 flutti Óháði kórinn plötuna í heild sinni. Ég bar þetta undir kór Grindavíkurkirkju og þau voru mjög jákvæð og við fluttum plötuna. Á næstu jólatónleikum verður jólaplata Mariu Carey, Merry Christmas, flutt ásamt einsöngvara og hljómsveit. Það er

mikil gróska í grindvísku tónlistarlífi og fullt af flottu tónlistarfólki hér.

Næstu páska er planið að flytja tónlist úr Jesus Christ Superstar en við þurfum væntanlega utanaðkomandi hjálp til að framkvæma það. Þetta er kannski það sem ég brenn fyrir, að vinna í tónlist sem mér finnst skemmtileg og ég tel henta. Ef að mér og kórnum finnst tónlistin skemmtileg, þá smitar það pottþétt út frá sér. Ég er góður í því sem ég er góður í og er ekki góður í því sem ég er ekki góður í, ef þú skilur mig. Ég myndi ekki geta sett á svið klassísk verk, eins vel og aðrir sem eru betri í því.“

Daft punk í Hallgrímskirkju

Kristján Hrannar tók þátt í síðustu Iceland Airwaves tónlistarhátíð.

„Ég útsetti plötuna Discovery með Daft Punk og flutti í Hallgrímskirkju, sem var ein af svokölluðum „partner venue“ tónleikastöðum.

Ég spilaði þetta fyrst í Lauganeskirkju árinu áður og það var uppselt og mjög vel lukkað. Organisti Hallgrímskirkju, Björn Steinar Sólbergsson vissi af því og spurði mig hvort ég myndi vilja endurtaka leikinn og ég sló til. Ég ætlaði varla að trúa eigin augum þegar það seldist upp á tónleikana, alls 650 miðar en venjulega eru orgeltónleikar ekki svo vel sóttir. Þetta concept er greinilega að virka og það eru uppi áform um að ég spili þetta erlendis, t.d. í Frakklandi sem er heimavöllur Daft Punk. Ég er mikið fyrir svona raftónlist því hún hentar mjög vel til flutnings á kirkjuorgeli, syntar sem eru mikið notaðir í raftónlist urðu t.d. til út frá kirkjuorgeli, segja má að kirkjuorgelið sé afi syntans.“

Vill fjölga í kirkjukórnum

Kristján þekkir ófáa tónlistarmennina en á dögunum fékk hann trommuleikarann góðkunna, Matthías Hemstock og bassaleikarann Birgi Stein Theodórsson, til að flytja tónlist með sér á venjulegu sunnudagskvöldi á svokallaðri jassmessu í Grindavíkurkirkju en hvað er framundan? „Starfið í vor og sumar verður með nokkuð

hefðbundnum hætti en ég mun halda áfram að fá tónlistarmenn með mér af og til. Kórinn mun svo hefja undirbúning fyrir jólatónleikana í haust en ég vil gjarnan fjölga í kórnum. Ég held að það verði auðveldara að fá fólk í kórinn núna því mörg spennandi verkefni eru framundan. Ég hvet alla til að koma og prófa, sérstaklega vantar karlraddir. Það er mjög gaman að vera í kór, góður félagsskapur og fólk fær fría söngkennslu því ég er í raun að kenna fólki að syngja. Það er frábært að sjá framfarirnar sem fólk sýnir, það gefur mér mjög mikið,“ sagði Kristján Hrannar að lokum.

Ertu með ábendingu um áhugavert efni á fréttasíðu Grindavíkur?

Sendu okkur línu á sigurbjorn@vf.is

vf
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
is
Kristján Hrannar Pálsson, organisti Grindavíkurkirkju.
12 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Úr sunnudagaskólanum í Grindavíkurkirkju.

50 ára afmælisnefnd Grindavíkurbæjar skipuð

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt samhljóða erindisbréf og tillögu bæjarráðs um skipun 50 ára afmælisnefndar Grindavíkurbæjar. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða að nefndin skipi sér sjálf formann.

Tillaga bæjarráðs að skipun nefndarinnar er eftirfarandi. Aðalmenn eru Aðalgeir Johansen, Ásrún Helga Kristinsdóttir, Emilía Ósk Jóhannesdóttir, Kristín E. Pálsdóttir og Lára Lind Jakobsdóttir. Varamenn í nefndinni eru Tómas Breki Bjarnason og Valdís Inga Kristinsdóttir.

Við 20 ára tímamótin var t.a.m. sundlaugin vígð, í apríl 1994. Þá var mikið húllumhæ þegar 40 ár voru liðin og fóru þá fram einhverjir stærstu og veglegustu tónleikar sem haldnir hafa verið í íþróttahúsinu. Þá komu fram Fjallabræður ásamt bæði lúðrasveitum frá bæði Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.

Tekist á um húsnæðismál Fisktækniskóla Íslands

Bæjarráð Grindavíkur hefur falið bæjarstjóra að gera viljayfirlýsingu um gerð leigusamnings til tíu ára með heimild til framleigu til Fisktækniskóla Íslands. Að liðnum fimm árum tekur Fisktækniskóli Íslands við skyldum leigutaka samkvæmt samningi á Hafnargötu 8, þ.e. Hælsvíkurhúsinu. Með þessari viðleitni Grindavíkurbæjar er skorað á ríkisvaldið að tryggja skólanum húsnæðisframlag á fjárlögum til framtíðar í samræmi við aðra einkarekna framhaldsskóla. Þessi tillaga var samþykkt með tveimur atkvæðum meirihluta en Hallfríður Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans, greiddi atkvæði á móti.

Málið var tekið fyrir að nýju á fundi bæjarráðs á dögunum þar sem Hallfríður lagði fram eftirfarandi bókun:

„Fisktækniskólinn sendi Grindavíkurbæ erindi og er að óska eftir að bærinn taki að sér að leita lausna og tryggja skólanum viðunandi aðstöðu þar til hið opinbera hefur tekið til endurskoðunar þá samninga sem gilda við skólann en Fisktækniskólinn er að missa núverandi húsnæði og þurfa því að komast í aðra aðstöðu um áramótin næstu. Fisktækniskólinn er í eigu fjölda hluthafa og er Grindavíkurbær stærsti hluthafinn, með 31,6% hlutafjár. Við undrumst mjög vinnubrögð meirihlutans að ætla að gangast í ábyrgðir fyrir skólann sem er í eigu margra hluthafa án þess að leitast hafi verið eftir aðkomu annarra eigenda að málinu. Ábyrgðir sem um ræðir er húsaleigusamningur á Hafnargötu 8, oftast kallað Hælsvíkurhúsið, og getur hlaupið á tugum ef ekki hundruðum milljóna. Meirihlutinn

er þess fullviss um að hið opinbera komi að þessum málum með gerð nýs samnings við skólann þar sem styrkur verður greiddur af hendi hins opinbera fyrir húsaleigunni og það komi því aldrei til greiðslu frá Grindavíkurbæ.

Ef og hefði eru aldrei góð blanda þegar verið er að gangast í miklar ábyrgðir og vert að benda á að við erum að sýsla með fjármuni Grindvíkinga og getum ekki réttlætt svona ákvarðanir.“

Hallfríður Hólmgrímsdóttir, bæjarfulltrúi M-listans.

Eftir fundarhlé var eftirfarandi bókun fulltrúa B-, D- og U-lista lögð fram:

„Í máli þessu er meirihluti að fela bæjarstjóra að kanna möguleika á drögum að leigusamningi. Frekari umræða og eftir atvikum afgreiðsla málsins fer fram síðar í bæjarráði eftir fund bæjarstjóra með eigendum Hælsvíkurhússins. Innihald bókunar fulltrúa M-listans á því ekki við á þessu stigi málsins.“

Á meðfylgjandi mynd eru þau Helga og Reynir í verslun sinni ásamt

Rafbúð R.Ó. full af ljósum

VÍKURFRÉTTIR Í DESEMBER 1993

Nú er nýlokið breytingum á Rafbúð R.Ó. við Hafnargötu. Breytingarnar hafa reyndar staðið yfir í tvö ár, en punkturinn var settur yfir i-ið nú á dögunum. Innréttingar í versluninni eru hannaðar af Hilmari Guðjónssyni innan -

hússarkitekt, sem m.a. hannaði verslun Rafkaupa í Reykjavík og fleiri verslanir.

Rafbúð R.Ó. er reyndar margþætt fyrirtæki, stofnað fyrir tæpum 15 árum. Auk verslunar er alhliða rafmagnsþjónusta fyrir hús, báta og bíla. Þá þjónustar fyrirtækið DNG handfærarúllur. Rafbúð R.Ó. er aðili að

Borgarljósa-keðjunni, en selur einnig ljós frá Rafkaupum og Ljós og Orku. Verðið á ljósunum er nákvæmlega það sama og í Reykjavík. Þau Reynir Ólafsson og Helga Ragnarsdóttir í Rafbúð R.Ó. segjast ánægð með hvernig jólaverslunin fer af stað. Þá eigi bæjaryfirvöld hrós skilið fyrir skreytingar í miðbænum.

Auglýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags

Grindavíkurbær auglýsir í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tvær skipulagstillögur, samhliða.

n Aðalskipulagsbreyting vegna íbúðarsvæðis ÍB3 í Grindavík

n Deiliskipulag fyrir Laut sem er innan íbúðarsvæðis ÍB3 í Grindavík

Kynningargögn vegna ofangreindra tillagna má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is, og í afgreiðslu á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 (2. hæð) frá kl. 8.00 til 15.00 á þriðjudögum og fimmtudögum og frá kl. 9.30 til 15.00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Tillagan eru í auglýsingu frá og með 12. apríl 2023 til og með 31. maí 2023. Eru þeir sem hafa hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir eða ábendingar skal senda skriflega á netfangið atligeir@grindavik.is eða til Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík eigi síðar en 31. maí 2023.

Hafnargata 8 í Grindavík. VF/Hilmar Bragi
- á nákvæmlega sama verði og í Reykjavík GAMLA FRÉTTIN OG MYNDIN
tíkinni Perlu. Mynd: hbb.
438 þættir af Suðurnesjamagasíni
á Youtube-rás Sjónvarps víkurfrétta ... og nýr þáttur í næstu viku!
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 13
Atli Geir Júlíusson skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar.

sport

Hefur fundið stöðugleika á Íslandi

– Var við það að skrifa undir samning við spænska úrvalsdeildarliðið Espanyol

Ígnacio „Nacho“ Heras Anglada hefur verið mikilvægur hlekkur í röðum Keflvíkinga síðustu árin. Nacho átti frábært tímabil í fyrra í Bestu deild karla í knattspyrnu og var valinn besti leikmaður Keflavíkur á leiktíðinni. Víkurfréttir spjölluðu við Nacho en Íslandsmótið í knattspyrnu karla hófst um páskahelgina þar sem Keflavík hafði betur gegn Fylki í fyrsta leik.

Hvernig var leikurinn á móti

Fylki?

„Við áttum skilið að vinna. Við vorum betri aðilinn og spilamennskan var betri en hún hefur verið á undirbúningstímabilinu,“ segir Nacho sem var vitanlega í byrjunarliði.

„Í seinni hálfleik voru við mikið betri en þeir og skoruðum tvö mörk. Þetta eflir sjálfstraustið og við erum tilbúnir að taka á móti KR í næsta leik.“

Ólukkan bankaði upp á

Nacho hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 þegar hann gekk til liðs við Víking Ólafsvík. Hann flutti sig til Keflavíkur fyrir tímabilið 2020 og hefur síðan þá verið lykilmaður í liðinu.

Nacho kemur frá spænsku borginn Madrid þar sem hann lék með Real Madrid og Atletico Madrid en hann þótti efnilegur knattspyrnumaður, svo efnilegur að hann var við það að skrifa undir samning við úrvalsdeildarlið Espanyol þegar ólukkan bankaði upp

á hjá honum.

„Allt breyttist hjá mér á augabragði. Ég fór til Barcelona og var að spila með varaliði Espanyol en lenti í slæmum hnémeiðslum, braut á mér hnéð,“ segir Nacho sem var þá við það að komast í aðallið Espanyol. „Þetta gerðist á versta tíma. Ég hafði talað við íþróttastjórann viku fyrr um að skrifa undir samning en svona er þetta.

Ég reyndi að koma til baka en hlutir voru ekki að ganga upp á Spáni, ástandið þar var slæmt. Þá fór ég til Ungverjalands og spilaði í annarri deild. Þar fengum við leikmenn ekki borgað í sex mánuði og þá fór ég til Bandaríkjanna. Þar lenti ég líka í vandræðum, liðið vildi semja við mig en hafði ekki

pláss fyrir fleiri erlenda leikmenn. Ég fór því aftur heim til Spánar og var satt að segja við það að hætta í fótbolta, á þessum tíma var ekkert að ganga upp.“

Fann stöðugleika á Íslandi

Nacho sem var 25 ára þegar hann sneri aftur til Spánar segir að kunningi hans, sem var að spila hérlendis, hafi þá sett sig í samband og stungið upp á því að Nacho kæmi til Íslands.

„Hann hafði reyndar stungið upp á því áður en í þetta skipti sagði ég já, því ekki. Mér var lofað samningi, ég fengi greidd laun. Efnahagsástandið á Spáni var í molum og ég myndi segja að hér á Íslandi hafi ég fundið stöðugleika. Eftir að hafa spilað hér í tvö, þrjú ár var fólk farið að þekkja mig; leikmenn, dómarar, þjálfarar – ég fann að fólkið elskaði mig og fór að að velta fyrir mér til hvers ég hefði að snúa aftur á Spáni. Ferillinn minn er hér og konan mín er hér. Við giftum okkur í desember og eigum von á barni bráðlega, það er upphafið að öllu,“ segir lukkulegur Nacho sem hefur aðlagast vel að íslensku samfélagi.

„Ég held að það sé mikilvægt fyrir erlenda leikmenn að verða hluti af samfélaginu. Sumir koma hingað bara í nokkra mánuði til að verða sér út um smá pening

Ég

til

KSÍ en það hafi verið lagt niður fyrir mörgum árum.

„Þetta er svipuð hugmynd, að gefa þeim færi á að þróa sinn leik og taka skrefið upp á við. Við reynum að fá æfingaleiki gegn meistaraflokksliðum og það færir þá kannski nær því að komast í meistaraflokk. Hver veit?

og vinna í kringum fótboltann. Ég ákvað að vera hér í nokkur ár, þannig að ég verð hér líklega í einhver ár til viðbótar. Við konan mín erum hamingjusöm hérna en ég reikna ekki með að við komum til með að verja allri ævinni hér því veðrið er ekki alveg það ákjósanlegasta,“ segir hann og hlær. „Við verðum hér í einhver ár í viðbót, jafnvel einhver ár eftir að fótboltaferlinum lýkur hjá mér. Svo flytjum við örugglega á einhvern hlýrri stað en Ísland.“

Nacho þjálfar fjórða flokk hjá Keflavík og þar að auki þjálfar hann bláa liðið í Keflavík en bláa liðið er hugsað sem vettvangur fyrir efnilega leikmenn sem eru líklegir til að verða meistaraflokksleikmenn.

„Við höfum verið prófa okkur áfram með þetta bláa lið í nokkur ár en það er í raun og veru lið á milli meistaraflokks og annars flokks. Þetta er úrvalshópur efnilegra leikmanna í Keflavík og það er eitt af markmiðum félagsins að hjálpa okkar leikmönnum til að þroskast og ná fram því besta.

Þetta gerum við með aukaæfingum en í þessum hópi eru strákar úr öðrum og þriðja flokki. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt og góð hugmynd.“ Við ræddum það að áður fyrr hafi liðin getað teflt fram fyrsta flokki sem tók þátt í Íslandsmóti

Ég hef heyrt að þá sé verið að undirbúa deild fyrir varalið á Íslandi, eitthvað svipað fyrirkomulag og þegar fyrsti flokkur var býst ég við. Ég veit ekki hvað er til í því en þetta hef ég heyrt. Að mínu mati er það mjög mikilvægt fyrir liðin, það heldur leikmönnum á tánum og gerir þá betur undirbúna til að leika í meistaraflokki þegar kallið kemur.“

Hefur trú á tímabilinu

Hvernig leggst tímabilið í Bestu deildinni í þig?

„Allir eru að segja að þetta verði erfitt hjá okkur. Satt best að segja hefur okkur ekki vegnað allt of vel á undirbúnigstímanum og kannski er liðið veikara en fyrir ári síðan, það hafa orðið miklar mannabreytingar. Um leið og við erum komnir á völlin þá er ég viss um að allir munu leggja sig 100% fram og við sjáum hvað gerist. Allavega ætlum við að reyna að byrja tímabilið betur en í fyrra þegar mig minnir að við höfum tapað fyrstu fjórum leikjunum.

Það sem ég get lofað er að við munum berjast frá fyrstu mínútu eins og alltaf, Keflavík er erfitt lið að spila á móti. Látum aðra um að tala okkur niður og vonandi náum við að stinga upp í þá,“ sagði Nacho

borubrattur að lokum. Nacho og Kaj gengu í hjónaband í desember og eiga von á barni í sumar. Þau eru hamingjusöm á Íslandi þótt hitastigið sé kannski ekki alveg þeim að skapi en Nacho er spænskur og Kaj frá Brasilíu. Mynd aðsend Keflvíkingar byrja vel og unnu góðan sigur á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu 2023. Nacho er hér með boltann. Mynd/Guðmundur Sigurðsson Nacho í leik með varaliði Espanyol. Mynd aðsend
fór því aftur heim
Spánar og var satt að segja við það að hætta í fótbolta, á þessum tíma var ekkert að ganga upp ...
ÍÞRÓTTIR Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Frábær árangur ungmenna á Scania Cup 2023 BESTI

ÚRSLITAKEPPNIN Í GANGI

Úrslitakeppnir Subway-deilda karla og kvenna í körfuknattleik eru í fullum gangi þessa dagana. Víkurfréttir fylgjast vel með stöðunni og færa fréttir af stöðu mála jafnt og þétt á vef sínum, vf.is.

Fjögur körfuknattleikslið frá reykjanesbæ, þrjú á vegum körfuknattleiksdeildar keflavíkur og eitt frá Njarðvík, tóku þátt í Norðurlandamótinu Scania Cup í Svíþjóð um síðustu helgi og stóðu sig frábærlega.

Keflavík sendi lið í 7. flokki karla og 7. flokki kvenna sem spiluðu sex leiki hvort um sig og unnu þá alla. Keflavík stóð því uppi sem Scania Cup-meistarar í báðum þessum flokkum og þess má geta að 7. flokkur kvenna er fyrsta íslenska kvennaliðið til að verða Norðurlandameistari – árangurinn er sá besti sem íslenskt kvennalið hefur náð.

Frá Keflavík fór einnig 10. flokkur kvenna sem spilaði sex leiki á mótinu. Þær sigruðu fjóra leiki af sex og enduðu í fimmta sæti á mótinu sem er virkilega flottur árangur á þessum aldri.

Njarðvík sendi lið í 9. flokki kvenna sem stóð sig einnig frábærlega en þær unnu sinn riðil, átta liða úrslit og undanúrslit en þurftu að lokum að játa sig sigraðar í úrslitaleiknum.

Eftirtöldum iðkendum einnig var veitt einstaklingsverðlaun:

n Scania Queen 2008 stúlkur:

Hulda María Agnarsdóttir (Njarðvík)

n Scania Queen 2010 stúlkur:

Björk Karlsdóttir (Keflavík)

n Scania King 2010 drengir:

Sigurður Karl Guðnason (Keflavík)

n Fighting spirit 2010 stúlkur:

Kamilla Nótt Bergsveinsdóttir (Keflavík)

n Fighting spirit 2010 drengir: Ágúst Ingi Kristjánsson (Keflavík)

n MVP í úrslitaleik 2010 stúlkur: Lísbet Lóa Sigfúsdóttir (Keflavík)

n MVP í úrslitaleik 2010 drengir: Arnar Freyr Elvarsson (Keflavík)

Að lokum voru Keflvíkingarnir Björk Karlsdóttir, Sigurður Karl Guðnason og Bartosz Porzezinski öll valin í úrvalslið Scania Cup í sínum aldurshópi og Njarðvíkingarnir Hulda María Agnarsdóttir og Sara Björk Logadóttir voru valdar í úrvalslið 2008 árgangsins. Frábær árangur og ljóst að körfuknattleikurinn á bjarta framtíð í Reykjanesbæ.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Akurskóli – Kennari í smíði og hönnun

Myllubakkaskóli – Umsjónarkennari á miðstigi Myllubakkaskóli – Umsjónarkennari á unglingastigi Myllubakkaskóli – Umsjónarkennari á yngsta stigi

Menntasvið – Sálfræðingur

Menningar- og þjónustusvið

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri (sumarstarf)

Umhverfis- og framkvæmdasvið

Deildarstjóri eignaumsýslu

Verkefnastjóri framkvæmda

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

ÍSLENSKS KVENNALIÐS Á MÓTINU
ÁRANGUR
Sigurður Karl Guðnason Scania King 2010. Björk Karlsdóttir Scania Queen 2010. Hulda María Agnarsdóttir Scania Queen 2008. Keflavík, 10. flokkur kvenna. Scania Cup-meistarar Keflavíkur í 7. flokkur karla. Scania Cup-meistarar Keflavíkur í 7. flokkur kvenna.
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 15
Hulda María Agnarsdóttir og Sara Björk Logadóttir í úrvalsliði 2008 árgangsins.

Það er rétt vika í sumardaginn fyrsta, sem gengur í garð fimmtudaginn 20. apríl. Gamli vitinn á Garðskaga er einn af útvörðum Suðurnesja og þangað venja margir komur sínar á fallegum vor- og sumarkvöldum. Farfuglarnir eru margir farnir að láta sjá sig. Lóan er mætt í stórum hópum á Garðskaga og fjölmargir aðrir fuglar sem ætla að halda til hér á Suðurnesjum í sumar. Einnig má þessa dagana sjá fugla á Garðskaga sem eru á ferðalagi yfir hafið á leið til sumarstöðva sinna. Garðskagi er einstakur á heimsvísu þegar kemur að fari fugla en þar er mikilvægur millilandaflugvöllur fyrir farfugla á leið sinni milli Evrópu og Ameríku. Svo hópast mannfólkið einnig á Garðskaga til að horfa á sólina súnka í hafið, sem gerist seinna og seinna með hverjum deginum sem líður.

Framtíðin er björt

Stemmningin í úrslitakeppninni í körfuboltanum er algjörlega einstök rétt eins ég talaði um í síðasta pistli mínum. Þetta er allt saman komið á fulla ferð og meira að segja fótboltinn er farinn af stað, óvenju snemma. Til lukku Keflavík með góðan sigur í fyrstu umferð, frábær byrjun! Körfuboltaliðin okkar í Reykjanesbæ eru í misjafnri stöðu, þegar þetta er skrifað eru Keflavíkurkarlar með bakið upp við vegg en Keflavíkur stelpurnar í vænlegri stöðu gegn Njarðvíkurstúlkum. Njarðvíkur drengir eru í frábærri stöðu gegn Grindavík og eru ansi nálægt að

tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Ég vil ítreka þá hvatningu til ykkar bæjarbúa að fjölmenna á þessa leiki sem eftir eru því það skiptir félögin og leikmenn gríðarlega miklu máli. Auk þess er þetta einhver besta skemmtun sem er í boði. Leikirnir hafa verið algjörlega frábærir til þessa og lofa góðu upp á framhaldið. Við fengum svo heldur betur áminningu um páskana að framtíðin sé svo sannarlega björt því tvö lið Keflavíkur í 7. flokki karla og kvenna sigruðu á óopinberu Norðurlandamóti félagsliða í körfubolta. Hið öfluga Scania Cup var haldið um páskana í Svíþjóð.

Keflavík sigraði til dæmis fyrst allra íslenskra liða í kvennaflokki sem er ótrúlegt afrek í langri sögu mótsins. Þá fengu Njarðvíkur stúlkur í 9. flokki silfurverðlaun og þrír leikmenn félaganna voru svo valdir bestu leikmenn mótsins! Svo sannarlega magnaður árangur og vil ég senda öllum þessum krökkum, þjálfurum og aðstandendum mínar hamingjuóskir. Veit það fyrir víst að félögin munu heiðra þau og vonandi fyrir troðfullu íþróttahúsum.

Þau eiga það skilið.

Þetta er annar pistillinn minn í röð um sama málefnið en nú er sá mikilvægi tími ársins þegar úrslita-

keppnin er í hámarki. Við getum ekki látið stuðningsmenn Tindastóls stela öllum fyrirsögnum! Því þegar á reynir þá er besta stemmningin í Reykjanesbæ eða hvað?

Allir á völlinn! (Aftur)

Það er ekki hægt að segja að píparar séu í skítamálum.

Yfir þúsund gestir á

Safnahelgi

Safnahelgi á Suðurnesjum fór fram 18.–19. mars sl. Markmiðið með helginni er að kynna fyrir íbúum og landsmönnum hin fjölbreyttu söfn og sýningar sem sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða upp á. Söfn Reykjanesbæjar tóku virkan þátt í Safnahelginni og buðu upp á skemmtilega dagskrá í tilefni hennar. Yfir eittþúsund manns lögðu leið sína í Duus safnahús þessa helgi og margt fólk var einnig í Rokksafni Íslands og bókasafni Reykjanesbæjar. Þá fengu tveir hópar á eigin vegum einnig aðstoð frá Reykjanesbæ til þátttöku í Safnahelgi; stríðsminjasafnarar og hópur víkinga og vöktu báðar sýningar mikla athygli og drógu að sér mikinn fjölda gesta.

OPIÐ HÚS

LAUGARDAGINN 15. APRÍL

KL. 13:00 TIL 16:00

Í tilefni af 110 ára afmæli Brunavarna Suðurnesja er Suðurnesjafólki boðið að koma og skoða slökkvistöðina við Flugvelli í Reykjanesbæ

Glerfín ljósmyndasýning

Ljósmyndir frá Víkurfréttum prýða glerveggi á slökkvistöðinni.

Myndirnar eru teknar á starfssvæði Brunavarna Suðurnesja. Njótið!

laugardaginn 15. apríl kl. 13 til 16. Kaffi og kleinur fyrir gesti.

Allir velkomnir!

Mundi
ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.