Leikskrá Mfl. kv. í handbolta - Final 4

Page 1

Final 4 leikskra ’

Afram IBV, alltaf alls stadar! ’ ’-

Bikarúrslitahelgi HSÍ

Leikdagar final 4 kvenna
Úrslitaleikur 18. mars kl 13:30
STAVEY stoltir styrktaraðilar handknattleiksdeildar ÍBV www.viskave.is

Sunna Jónsdóttir

Fyrirliði kvennaliðs ÍBV

Sunna Jónsdóttir er fyrirliði kvennaliðs ÍBV. Sunna gekk til liðs við ÍBV haustið 2018 og

hefur verið einn af burðarásunum í liðinu allar götur síðan. Sunna er þrautreynd en hún lék um árabil í atvinnumennsku erlendis ásamt því að eiga fjölmarga landsleiki að baki. Við spurðum hana nokkurra spurninga í aðdraganda Final 4.

Hvernig líkar þér lífið í

Eyjum og hjá ÍBV?

Mér og fjölskyldunni líkar lífið í

Eyjum mjög vel. Hér er dásamlegt að vera og auðvelt að láta sér líða vel í því sem maður er að fást við. Samheldnin í samfélaginu er einstök og hér er stórbrotin náttúra og margt í boði.

ÍBV er frábær klúbbur. Umgjörðin og stemmningin í kringum liðið er flott og stuðningurinn magnaður. Í

ÍBV er aðstaða og tími til að þróast og þroskast sem

leikmaður óháð aldri eða hvaðan maður kemur. Hér er einnig hægt að vera hluti af góðri liðsheild og samstöðu. Ég væri allavega hvergi annars staðar til í að vera eins og staðan er núna.

Hvernig er leikdagsrútínan þín?

Ég hef svo sem aldrei verið föst í einhverjum rútínum og get alveg haft þær mismunandi á milli leikja. En mér finnst voða gott að ná að eyða smá tíma með peyjanum mínum, fá mér vatn, kaffi og smá súkkulaði, fara út í ferskt loft og hlusta á góða músík. Hinsvegar í ferðalögum með ÍBV er spilið gúrka orðið að mjög mikilvægari rútínu. Ég man ekki hvenær eða hvort ég hafi tapað í gúrku!

Besta minning úr handboltanum hingað til?

Finnst ég búin að upplifa margar góðar minningar á ferlinum og kynnast fullt af frábæru fólki en svona handboltalega þá er það stórmót með landsliðinu, Íslandsmeistarar í Fram, tíminn úti í atvinnumennsku og svo úrslitakeppnin hér 2021 á móti KA/Þór þar sem maður upplifði þessa mögnuðu Eyjastemmningu.

Hver eru markmið liðsins fyrir bikarhelgina?

VINNA og sigla bikarnum heim eins og okkur dreymir um.

Hvernig er stemningin í hópnum á þessum tímapunkti?

Frábær. Við erum full tilhlökkunar fyrir komandi leikjum bæði í Final 4, deild og svo úrslitakeppni. Hópurinn er mjög þéttur og liðsheildin er sterk. Það er mjög mikilvægt í hópíþrótt og ég veit að það skilar sér inn á völlinn. Ég hlakka alltaf til að hitta liðið hvort sem það eru æfingar, fundir, leikir, ferðalög eða fjáraflanir. Það eru margir ólíkir einstaklingar í hópnum en allir fá sitt pláss og andrúmsloftið og húmorinn er upp á 100.

Sunna Jónsdóttir

Fyrirliði kvennaliðs ÍBV

Hvernig finnst þér tímabilið hafa verið hingað til og hvernig sérðu framhaldið?

Tímabilið hefur að mestu gengið vonum framar. Við vissum fyrir að við værum með virkilega gott lið ef hlutirnir myndu smella og það hefur það svo sannarlega gert. Erum búnar að vinna 16

leiki í röð, efstar í deildinni, komnar í Final 4 og inn í því að geta unnið alla þrjá titlana sem í boði eru á tímabilinu. Við náttúrulega hefðum

kannski mátt spila betur í

Evrópukeppninni en það er samt sem áður alltaf ákveðin

reynsla sem við höfum nýtt

vel. Við höfum verið heppin

með meiðsli, liðsheildin er sterk, leikmenn eru í mikilli

framför, umgjörðin er til fyrirmyndar og við stefnum

ótrauð á alla titlana. Ég finn þó fyrir ákveðinni yfirvegun og við reynum að halda okkur á jörðinni þó flest gangi vonum framar þessa dagana. Við

tökum einn leik í einu og erum

meðvituð um að við þurfum að gefa allt í þetta ef við ætlum að láta draumana rætast.

Hefur þú einhver skilaboð til stuðningsmanna ÍBV?

Stuðningurinn og stemningin í kringum ÍBV er einstök. Stuðningsmenn ÍBV eru bestir á Íslandi og það er bara staðreynd. Þeir eru okkar helsta vopn og ég fullyrði að við hefðum aldrei skorað dramatískt úrslitamark á móti

Val um daginn nema af því stúkan var troðfull. Við finnum fyrir stuðningum og erum þakklát og ég hvet ALLA til að koma á Final 4 helgina og hvetja okkur áfram í að láta drauminn rætast. Svo siglum við þessu saman heim. ÁFRAM ÍBV, alltaf, alls staðar!

stoltir styrktaraðilar

handknattleiksdeildar ÍBV

Þrasi VE styður ÍBV

Sigurður Bragason

þjálfari meistaraflokks kvenna

Sigurður Bragason, er þjálfari meistaraflokks kvenna og

hefur sinnt því starfi frá haustinu 2019. Siggi Braga, eins og hann er iðulega kallaður, er aðili sem stuðningsmenn ÍBV og annað handknattleiksáhugafólk

þekkir vel. Hann lék um árabil

með ÍBV ásamt því að hafa starfað lengið við þjálfun hjá félaginu. Undir stjórn hans, og Hilmars aðstoðarþjálfara liðsins, hefur liðið nú sigrað 16 leiki í röð á íslenskri grundu. Við tókum hann í spjall í aðdraganda Final 4.

Hvernig hefur tímabilið verið hingað til?

Mjög gott. Það verður að viðurkennast að það tók okkur fyrstu 2 mánuðina að koma okkur í gang. Birna og Hanna að koma alvöru inn eftir meiðslin sín. Eftir það hefur þetta verið mjög gott og við á fínu róli.

Við hverju má búast í undanúrslitunum gegn Selfossi?

Bara týpískt held ég. Smá skrekkur í byrjun, eflaust frá báðum liðum. Eftir þetta ætti leikurinn bara að vera fjörugur. Ég á von á stemningu Selfoss megin enda eru nágrannar okkar ekki ólíkir okkur þegar í stóra leiki er komið.

Hvernig hefur undirbúningurinn hjá ykkur verið fyrir Final 4? Svosem ekkert mikill. Við vorum bara að spila um helgina á móti Haukum, þannig að undirbúningur okkar fyrir þennan leik er bara eins og fyrir aðra leiki. Æfðum sun, mán, þri og svo bara af stað.

Hvernig er staðan á hópnum – eru allar heilar?

Já, mér sýnist á öllu að standið á hópnum sé það besta í vetur. Einhver smámeiðsli en engin alvarleg og allar með.

Hver eru markmiðin ykkar fyrir helgina?

Ósköp einfalt. Vinna þetta. Það var markmiðið í fyrra líka og eflaust hjá öllum 4 liðunum.

Hvernig er að stýra liði til sigurs í bikar í Höllinni?

Þetta er auðvitað ógeðslega gaman og ekta þjóðhátíðarstemning. Kannski það leiðinlega núna er að þetta er ekki eins og áður (bikarhelgi) heldur er búið að teygja á þessu Final 4 í 4 daga. Þess vegna fáum við kannski ekki eins marga áhorfendur og áður á fyrri leikinn. Erum nánast á útivelli þar. En það er óskandi að við vinnum Selfoss og náum að koma okkur í úrslitaleikinn, þá er partý.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna ÍBV?

Bara sama og alltaf, vonast til að sem flestir komist. Frábært hjá Herjólfi að seinka síðustu ferð fyrir okkur svo við komumst heim eftir leik. Það ætti að kaupa auka stuðning.

stoltir styrktaraðilar

handknattleiksdeildar

Vigdís Sigurðardóttir

fyrrum bikarmeistari með ÍBV

Vigdís Sigurðardóttir, lék um áraraðir með kvennaliði ÍBV og lék á þeim tíma sem liðið var afar sigursælt. Hún varð m.a. bikarmeistari með ÍBV árið 2001 og 2002. Við tókum stutt spjall við hana í aðdraganda bikarhelgarinnar.

Hver er eftirminnilegasti bikarleikur þinn sem leikmaður? Það eru nánast allir bikarúrslitaleikir sem ég hef komist í. Þeir eru allir eftirminnilegir á sinn hátt. Fyrsta skiptið var með ÍBV '93 í leik sem við töpuðum en leikgleðin var svo mikil að þó að við töpuðum þá var eins og við værum sigurvegarnir. Svo vann ég 1997 með Haukum og sá leikur er mjög eftirminnilegur þar sem hann var fyrsti bikarmeistaratitillinn sem ég vann. Svo auðviðtað fyrsti bikarsigurinn með ÍBV 2001 það gleymist aldrei, þessi margumtalaða sigling með bikarinn heim, hún er eitthvað sem allir þurfa að upplifa.

Hvernig tilfinning er að lyfta bikarnum í Höllinni?

Hún er eiginlega ólýsanleg, þessi tilfinning að vinna bikar og lyfta honum upp fyrir framan fullt af stuðningsmönnum sem hafa lagt sig alla fram við að hjálpa að vinna bikar, það er yndislegt.

Hvernig metur þú möguleika ÍBV í bikarhelginni þetta árið? Ég er mjög bjartsýn, ég veit alveg að þetta verða erfiðir leikir en stelpurnar hafa verið að spila vel undanfarið og ég hef fulla trú á því að þær haldi því áfram. Bikarleikir eru líka aðeins öðruvísi leikir þannig að þú þarft að koma 110% undirbúin í báða leikina, því að í bikarleikjum getur allt gerst.

Hversu mikilvægur er stuðningur áhorfenda í svona leikjum? Ég held að hann skipti sköpum sérstaklega í svona leikjum. En þeir þurfa að vera virkir áhorfendur svo að það skili sér inn á völlinn til leikmanna. Það er best í heimi að heyra fögnuðinn og stuðninginn í áhorfendum þegar okkar lið skorar eða markmaður ver.

Hvernig er tilfinningin að fylgjast með börnunum þínum leika á stóra sviðinu? Það er mjög skemmtilegt. Ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með handboltanum og þá er ekki leiðinlegt að eiga smá í liðinu. Það er reyndar stundum svolítið erfiðara þegar þau eru að spila.

Besti Íslendingur og erlendi leikmaður sem þú hefur spilað með?

Þetta er svolítið erfið spurning og erfitt að gera upp á milli. Með erlendu leikmennina þá var Anita Andreasen frá Noregi ein sú eftirminnilegasta. Hún var hornarmaður sem gat nánast unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Einnig var Sylvia Straz miðjumaður frá Austurríki einnig mjög góð. Með íslensku leikmennina þá eru fullt af leikmönnum sem ég get eiginlega ekki gert upp á milli og ég held að það væri ekki sanngjarnt að nefna einn frekar en annan.

Eitthvað að lokum?

Áfram ÍBV, treysti á að ég fái siglingu með ykkur og bikarnum heim á

laugardaginn!

Meistaraflokkur kvenna

Tímabilið 2022-23

#11 - Birna Berg Haraldsdóttir

#15 - Karolina Olszowa

#8 - Herdís Eiríksdóttir

#2 - Ingibjørg Olsen

#34 - Amelía Dís Einarsdóttir

#7 - Hrafnhildur Hanna Þrastard.

#23 - Ásta Björt Júlíusdóttir

#29 - Sunna Jónsdóttir

Meistaraflokkur kvenna

Tímabilið 2022-23

#14 - Elísa Elíasdóttir

#5 - Alexandra Ósk Viktorsdóttir

#9 - Ólöf María Stefánsdóttir

#6 - Harpa Valey Gylfadóttir

#22 - Bríet Ómarsdóttir (v.mynd)

#21 - Sara Dröfn Richardsdóttir

#1 - Bernódía Sif Sigurðardóttir

#12 - Tara Sól Úranusdóttir

#16 - Ólöf Maren Bjarnadóttir

#27 - Marta Wawrzynkowska

stoltir styrktaraðilar

handknattleiksdeildar ÍBV

leikmaður kvennaliðs ÍBV

Marta Wawrzynkowska er og hefur undan farin ár verið einn af lykilmönnum kvennaliðs ÍBV. Hún kemur frá

Póllandi en kom til liðs við ÍBV haustið 2019. Hún hefur aðlagast lífinu í Eyjum afar vel og sýnt og sannað að hún er einn af albestu markvörðum Olísdeildarinnar. Við tókum hana í stutt viðtal.

Hvernig líkar þér lífið í Eyjum og að spila fyrir ÍBV?

Mér finnst frábært að búa í Vestmannaeyjum. Ég hef búið hérna í þrjú og hálf ár og kynnst mikið af dásamlegu fólki og eignast vini til lífstíðar. Hérna eru allir svo hjálpsamir og styðja við bakið á manni. Veðrið getur verið svolítið brjálað á köflum, samanborið við Pólland, en eftir þessi ár hérna veit maður hverju við er að búast.

Ég er ekki ennþá orðinn "jaxl" og að ferðast með Herjólfi til Þorlákshafnar er ekki mitt uppháld!

Ég hef aldrei áður spilað í litlu bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum en hérna hef ég kynnst alvöru samheldni og hvað fólk stendur með okkur í gegnum súrt og sætt.

ÍBV og Vestmannaeyjar eru eins og ein stór fjölskylda, við erum öll saman í þessu!

Hvernig er leikdagsrútnínan þín?

Ég get ekki sagt að ég sé með neina sérstaka rútínu, þannig séð. Ég borða aldrei brauð og pasta á leikdegi. Ég borða venjulega pönnukökur með ávöxtum í morgunmat. Fyrir upphitun með liðinu finnst mér gott að teygja vel á, ein á hljóðlátum stað, og næ þannig fram betri einbeitingu.

Hvernig er stemningin innan liðsins?

Við erum allar mjög hungraðar í að vinna allt sem í boði er. Okkur langar ótrúlega mikið til þess sigla titlum heim til Vestmannaeyja, fyrir fólkið okkar, og erum staðráðnar í að gera það. Við erum með frábært lið, andinn í hópnum er góður og við hvetjum hvora aðra til góðra verka!

Besta minning þín á handboltaferlinum?

Ég á erfitt með að nefna einhverja eina minningu, því ég hef átt svo mikið af góðum augnablikum á mínum ferli. Það sem stendur uppúr er hversu mikið af góðu fólki ég hef kynnst, sem ég get alltaf treyst á, og verð ég ævinlega þakklát fyrir það.

Hefur þú spilað einhverja úrslitaleiki/ Final 4 utan Íslands?

Ég lék tvisvar sinnum í bikarúrslitum í Póllandi. Ég spilaði svo líka einu sinni í úrslitum European Cup.

Hversu mikilvægt er að hafa fulla stúku af stuðningsmönnum?

Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkur. Stuðningsmenn ÍBV eru ómissandi hluti af félaginu. Þeir geta verið svolítið klikkaðir (á jákvæðan hátt) og við ELSKUM það! Það gefur okkur aukna orku á vellinum.

Eitthvað að lokum?

Herjólfur hefur breytt áætlun sinni á miðvikudag fyrir okkar stuðningsmenn. Ég vonast því til að sjá fulla stúku af hvítum treyjum í Höllinni! Þetta verður frábær vika!

Marta Wawrzynkowska

stoltir styrktaraðilar

handknattleiksdeildar ÍBV

Kynnumst henni aðeins betur!

Gælunafn: Yfirleitt kölluð Hanna

Aldur: 27 ára

Hjúskaparstaða: Einhleyp

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Árið 2010 með Selfossi

Uppáhalds drykkur: Vatnið stendur alltaf fyrir sínu en elska að fá góðan kaffibolla

Uppáhalds matur: Naut og með því (annað en Bernaise sósa!)

Hvernig bíl áttu: Suzuki Swift

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends

Uppáhalds tónlistarmaður: Margir sem koma til greina þar hjá mér, en Stuðlabandið hefur verið að gera góða hluti undanfarið.

Fyndnasti Íslendingurinn: Ari Eldjárn

Hver var fyrirmyndin þín í

æsku: Foreldrar mínir

Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar!

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei

Sætasti sigur: Síðasti sigur móti Val þegar við skorðum sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins eftir frábæran handboltaleik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sandra Toft

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Olga Bjarnadóttir, í fimleikum

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Karen Helga frænka og nýjasti leikmaður Selfoss

Mestu vonbrigðin: Endurtekin meiðsli, sem sum hafa haldið mér frá vellinum í marga mánuði í einu

Hvaða þrjá leikmenn úr liðinu tækir þú með þér á eyðieyju?

Ég gæti tekið með mér hvaða leikmenn sem er úr liðinu og verið ánægð með það, enda allar eintómir snillingar.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið, hver væri það? Af þeim sem eru að spila núna myndi ég velja Perlu Ruth mágkonu mína.

Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Mikið af efnilegu handboltafólki á landinu, Elísa okkar er ein af þeim

Hver er fyndnastur í liðinu: Birna Berg Haraldsdóttir

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Það vita það kannski ekki margir en ég var Evrópumeistari í hópfimleikum með unglingalandsliði Íslands árið 2012

Hrafnhildur Hanna Þrastard.
Stoltir styrktaraðilar
stoltir
handknattleiksdeildar ÍBV
stelpnanna okkar!
styrktaraðilar

stoltir styrktaraðilar

handknattleiksdeildar ÍBV

tölfræðihorn Himma Björns

Áhugaverðar staðreyndir frá tímabilinu

ÍBV er með bestu vítanýtinguna í Olísdeild kvenna - 84,8%

ÍBV er með bestu vítavörslu í Olísdeild kvenna - 26,4%

Marta Wawrzynkowska hefur 5x fengið hæstu mögulegu einkunn á HBstatz í vetur!

Hrafnhildur Hanna hefur skorað flest mörk að meðaltali í leik í Olísdeildinni í vetur - 8,1 mark í leik

Hægri skyttur ÍBV (Birna Berg og Ásta Björt) eru með flest mörk fyrir utan punktalínu í Olísdeild kvenna

ÍBV skorar að meðaltali 4,6 mörk í leik af línu. Það er það mesta í deildinni!

ÍBV er með hæstu heildareinkunn liða í Olísdeild kvenna í vetur - 6,02

Dröfn Haraldsdóttir lék 2 leiki með ÍBV á tímabilinu. Hún er með 50% hlutfalls markvörslu sem er það hæsta í deildinni

Í vetur hafa alls verið 15 mismunandi aðilar skráðir sem starfmenn á bekk hjá ÍBV.

Herdís Eiríksdóttir er yngsti leikmaður ÍBV til að skora á tímabilinu 2022-23

ÍBV sigraði KA/Þór á heimavelli, 33-25, í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar.

ÍBV sigraði Stjörnuna 23-22 á útivelli í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar, og tryggði sér þar þátttöku í Final 4

ÍBV og Selfoss, sem mætast í undanúrslitum Final 4, hafa fengið hlutfallslega flest rauð spjöld í deildinni í vetur. Heil 0,2 spjöld í leik!

Sunna Jóns er markhæsti leikmaður ÍBV í bikarkeppninni í ár. Hún hefur skorað 11 mörk í leikjunum tveimur, eða 5,5 mörk að meðaltali í leik

Marta hefur varið alls 250 skot í Olísdeildinni í vetur, 39,1% skota sem hún hefur fengið á sig

Hrafnhildur Hanna hefur skorað alls 145 mörk í deildinni í vetur!

Kvennalið ÍBV hefur ekki tapað handboltaleik á árinu 2023!

handknattleiksdeildar ÍBV

takk fyrir stuðninginn takk fyrir stuðninginn

stoltir styrktaraðilar

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.