bara öllu í stóran pott og læt malla. Síðan tek ég stóra skammta af C-vítamíni, túrmeriki, engiferi og sólhatti. Bæti við extra Zinki Selen og L-Lysine. Auðvitað líður manni ömurlega en ég læt mig hafa það í nokkra daga meðan ónæmiskerfið er að berjast við vírusa og bakteríur. Ilmkjarnaolíur virka líka vel á mig og svo tek ég bara Pollýönnu á þetta. Ferðu einhvern tímann út af sporinu í heilbrigðu líferni? Prinsessutertur sem fást í bakaríum í Svíþjóð er minn veikleiki. Annars langar manni ekki í það sem er óhollt fyrir mann þegar maður er búinn að fræðast um skaðsemi t.d. gervisykurs, MSG, slæmrar fitu og HFCS (high-fruktose corn syrup) og finnur hve slæmt það er fyrir líkamann. Ég geri undantekningar með sumt í veislum og hjá gestum. Krossa mig í bak og fyrir og tek svo kol þegar ég kem heim til að hreinsa út ef einhver slæm efni hafa verið í matnum. Það eru til góð heilsuráð við flestu. Einhver heilsuráð sem þú vilt deila? Fræðist um heilsu og sækið fyrirlestra um allt sem viðkemur heilsu. Forðist gerviefni og eiturefni hvort sem er í matvælum, snyrtivörum, híbýlum, rafmagni, pípulögnum eða umhverfinu. Takið gæðabætiefni. Drekkið hreint kranavatn. Hreyfið ykkur og farið út í sólina. Syndið eða vaðið í sjó og vötnum. Farið í náttúrulaugar og sauna. Andið djúpt og sjáið til þess að fá nægan svefn. Látið gott af ykkur leiða. Látið ykkur dreyma, sáið fræjum og ræktið garðinn ykkar og framtíðin verður betri, sjálfbær, lífræn og eiturefnalaus.
105