Heilsublað Nettó - September 2020

Page 108

D-Mannose frá NOW – Algengt hefur verið að ráðleggja trönuberjasafa, til að styrkja nýrun og koma í veg fyrir þvagfærasýkingar. Efnið sem gefur trönuberjasafa þennan heilandi eiginleika eru sykrur sem kallast D-Mannose. Þótt D-Mannose sé í sömu fjölskyldu og aðrar sykrur, eins og frúktósi, glúkósi, laktósi og súkrósi, virkar D-Mannose á allt annan hátt í mannslíkamanum. D-Mannose er það sem kallast glyconutrient (orkunæring) sem gerir hann að heilsueflandi sykri. Upptakan á D-Mannose er mun hægari en á glúkósa og hann þjónar ekki sem orkuforði fyrir líkamann eins og glúkósinn gerir. Vegna einstakra eiginleika sinna brotnar D-Mannose ekki niður fyrr en hann skilst út með þvagi. Hann safnast heldur ekki upp í líkamanum eins og glúkósi gerir. Sá D-Mannose sem þú tekur inn sem bætiefni síast í gegnum nýrun og þaðan um þvagfærin til útskilunar. Þegar D-Mannose fer um þvagrásina, festir hann sig við E. coli-bakteríur sem þar kunna að vera og við þvaglát skolast svo D-Mannose ásamt bakteríunum út úr líkamanum. Ýmsir læknar í Bandaríkjunum sem stunda heildrænar lækningar, telja D-Mannose vera bæði bestu vörn gegn sýkingum, svo og besta efnið til að meðhöndla þvagfærasýkingar. Cranberry Caps frá NOW – Þar sem trönuberin eru römm á bragðið eru ekki allir sem treysta sér til að drekka hreinan trönuberjasafa, sé hann sættur með sykri gerir hann meiri skaða en gagn. Hreinn trönuberjasafi hefur í margar aldir verið notaður af grasalæknum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, til að meðhöndla þvagfærasýkingar. Hylkin virka eins og safinn, nema þau eru ekki römm á bragðið. Ef þú velur að nota hylkin er ráðlegt að nota þau í sex mánuði samfellt til að ná viðvarandi árangri. Athugið! Ef slímhúð í blöðru er orðin þunn gætu trönuberjahylkin valdið sviða. Hættið þá að taka þau.

C-1000 með Rose Hip frá NOW – Stundum dugar að nota skyndilausn með C-vítamíni við þvagfærasýkingu. Þá eru tekin inn 1000 mg af því á tveggja tíma fresti. C-vítamínið gerir þvagið súrt og við það verður blaðran ekki eins aðlaðandi umhverfi fyrir skaðlegar bakteríur, auk þess sem C-vítamínið styrkir ónæmiskerfið. Þetta mikið magn af C-vítamíni á stuttum tíma getur leitt til niðurgangs og þá þarf að minnka inntöku á því. Ekki er hætta á að taka of mikið C-vítamín, því það er vatnsuppleysanlegt og það sem ekki nýtist skolast úr líkamanum. Gott er að drekka mikið vatn, helst eitt glas hverja klukkustund frá morgni og fram að kvöldmat, samhliða þessari meðferð við þvagfærasýkingu. Skili hún ekki árangri á tveimur til þremur sólarhringum þarf að leita annarra leiða. Women’s Probiotics – Rannsóknir hafa sýnt að heilsufarsástand æxlunar-, þvag- og kynfæra kvenna er mjög háð þeim örverum sem fara inn í, koma sér fyrir í eða hafa tímabundin áhrif á leggöngin eða kynfærin. Women‘s Probiotics góðgerlablandan er framleidd eftir klínískar prófanir með þremur góðgerlaafbrigðum, sem stuðla að bættri heilsu kvenna á öllum stigum lífsins. Rannsóknir sýna að góðgerlarnir koma sér fyrir í leggöngum kvenna og stuðla að réttu pH-gildi (sýrustigi) í þeim og stuðla að heilbrigðri starfsemi ónæmiskerfisins í þunguðum konum og konum með börn á brjósti. Góðgerlablandan dregur úr uppþembu og stuðlar að reglulegri hægðalosun. Hún stuðlar einnig að öflugra ónæmi hjá konum á öllum aldri.

109


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Góðgerlar fyrir ónæmiskerfið

2min
page 106

Viðhöldum vökvajafnvægi í líkamanum

2min
page 90

Heilbrigðari þarmaflóra og betri melting

1min
page 55

Mikilvægt að fræðast um allt sem viðkemur heilsu

3min
pages 104-105

Terranova bætiefni hámarka virknina

2min
page 102

Sérhönnuð vítamínlína fyrir Íslendinga

2min
page 96

Bólgur - Mataræði og náttúruefni

4min
pages 98-99

Litlu skrefin - bara eitt í einu!

4min
pages 74-75

Eru þvagfærasýkingar að angra þig?

5min
pages 108-109

Hjólreiðar og næring

5min
pages 92-93

Ég, Bjé og Djé!

2min
page 53

Járnskortur, slen og þreyta heyra sögunni til!

3min
page 81

Þinn hrausti líkami

5min
pages 78-79

Verndum náttúruna og veljum lífrænt

5min
pages 120-121

Vöffluuppskrift Maríu Kristu

1min
page 70

Ódýrasta en öflugasta fitubrennslustöffið á markaðnum

5min
pages 112-113

Öndum okkur í gegnum þetta

3min
page 94

Skólanesti - auðvelda aðferðin

3min
pages 46-47

Hampur - sannkölluð ofurfæða

5min
pages 118-119

Lífrænt fyrir umhverfi og lýðheilsu

2min
page 18

Krydd án aukaefna

2min
page 38

Kollagen súkkulaðibúðingur að hætti Ásdísar Grasa

1min
page 42

Mismunandi pizzur fyrir mismunandi smekk

3min
pages 32-33
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.