Heilsublað Nettó - September 2020

Page 120

Umhverfisvæn lífræn mannvæn og mild þvottaefni fara mikið betur með fötin en hefðbundin þvottaefni. Fötin halda lengur lit og líta betur út lengur, verða síður snjáð.

a Fyrir börn og fullorðna með exem og/eða viðkvæma húð eru Sonett þvottaefnin tilvalin. Sem og fyrir alla hina.

a Börn eru oft að sleikja spegla og glugga og þá er öruggast að vera með eiturefnalaus efni.

Ég þvæ nærbuxur og sokka saman (ljóst annars vegar og dökkt hins vegar) á 60°C og lengi. Yfirleitt stilli ég á forþvott líka. Ég nota þvottaduftið í gula pakkanum þegar ég þvæ nærbuxur og sokka og set ilmkjarnaolíur út í duftið í sápuhólfinu til að fá góða lykt. Ilmkjarnaolíur eins og sítróna og piparmynta eru bakteríu-, vírus- og sveppadrepandi. Ég sýð svo aftur á móti allar tuskur og öll handklæði og mæli með því að sjóða reglulega í þvottavélinni til að drepa alla sveppi og óværu sem þar gæti leynst. Þegar ég sýð þá nota ég líka þvottaduftið í gula pakkanum og alltaf set ég ilmkjarnaolíur, nokkra dropa út í duftið í sápuhólfinu, áður en ég set vélina af stað. Bleikiefnið í bleiku dollunni er frábært til að hressa upp á hvítan þvott, hvít lök, kodda og annað sem er komið með gráa/gula slikju á sig. Þá set ég væna mæliskeið í það hólf sem maður notar þegar maður leggur í bleyti (ég get lagt í bleyti í þvottavélinni minni). Svo set ég um 50 g í aðal þvottavélahólfið og allt verður skínandi hvítt og fallegt á ný. Teygjulök set ég á 60°C út af teygjunni, svo hún fari ekki (sem myndi frekar gerast ef ég syði þau). Bleikiefnið fjarlægir enn fremur rauðvínsbletti, teog kaffibletti, grasbletti o.fl. Æskilegt er að nota 50°C eða meiri hita svo það virki vel. Mér var sagt fyrir löngu að hefðbundin mýkingarefni geti ýtt undir sveppagróður í þvottavélinni. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en ég kaupi þau aldrei. Til er mýkingarefni frá Sonett ef manni finnst maður þurfa mýkingarefni á suman þvott.

Í Sonett línunni eru allar þær hreinlætisvörur sem maður þarf fyrir heimilið Alþrif sprey Annað sem er í uppáhaldi hjá mér er svokallað alþrif sprey (multi-surface and glass cleaner) sem er með fjólubláum miða. Það hreinsar hratt og vel alla spegla, glugga og allt annað sem maður vill sjæna aðeins til og skilur ekki eftir sig neinar rákir eða eiturefni í loftinu. Eingöngu lífrænar ilmkjarnaolíur sem gefa dásamlegan og náttúrlegan ilm inn á heimilið. Í þessu spreyi er blanda af lavender og lemongrass sem eru tvær af mínum uppáhalds ilmkjarnaolíum. Þess má geta að ilmkjarnaolíur eru náttúrulega sveppa-, bakteríu- og vírusdrepandi. Sonett notar eingöngu lífrænar og biodýnamískar ilmkjarnaolíur til að fá góðan ilm. Ég nota sjálf ilmkjarnaolíur sem ilmvötn því ég þoli enga kemíska lykt.

Sótthreinsisprey Sótthreinsispreyið eða surface disinfectant er upplagt að spreyja á rök svæði, eins og í glugga, inni á baðherbergi, í eldhúsinu, yfir rúmdýnur o.fl. Skilur eftir sig mjög ferska og góða lykt. Samsetning alkóhóls og ilmkjarnaolía í sótthreinsispreyinu eyðir á áhrifaríkan hátt öllum sveppa- og bakteríugróðri, salmonellu, E-coli o.fl. á einungis 2 mínútum.

Handsápur sem næra Handsápurnar frá Sonett eru mildar og nærandi og þurrka því ekki hendurnar. Sápurnar fást með rósa-, sítrónu- og lavenderilmi. Góð fyrir viðkvæmar og þurrar hendur og allar hinar hendurnar líka. Munið þó að það þarf ekki að þvo mikið handarbökin sem eru oft viðkvæm, sérstaklega þegar veturinn gengur í garð. Aðal óhreinindin eru á fingrunum. Kennið öllum á heimilinu að nota bara lítið af sápu. Maður þarf bara smá, heitt vatn tekur mest af óhreinindunum.

121


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Góðgerlar fyrir ónæmiskerfið

2min
page 106

Viðhöldum vökvajafnvægi í líkamanum

2min
page 90

Heilbrigðari þarmaflóra og betri melting

1min
page 55

Mikilvægt að fræðast um allt sem viðkemur heilsu

3min
pages 104-105

Terranova bætiefni hámarka virknina

2min
page 102

Sérhönnuð vítamínlína fyrir Íslendinga

2min
page 96

Bólgur - Mataræði og náttúruefni

4min
pages 98-99

Litlu skrefin - bara eitt í einu!

4min
pages 74-75

Eru þvagfærasýkingar að angra þig?

5min
pages 108-109

Hjólreiðar og næring

5min
pages 92-93

Ég, Bjé og Djé!

2min
page 53

Járnskortur, slen og þreyta heyra sögunni til!

3min
page 81

Þinn hrausti líkami

5min
pages 78-79

Verndum náttúruna og veljum lífrænt

5min
pages 120-121

Vöffluuppskrift Maríu Kristu

1min
page 70

Ódýrasta en öflugasta fitubrennslustöffið á markaðnum

5min
pages 112-113

Öndum okkur í gegnum þetta

3min
page 94

Skólanesti - auðvelda aðferðin

3min
pages 46-47

Hampur - sannkölluð ofurfæða

5min
pages 118-119

Lífrænt fyrir umhverfi og lýðheilsu

2min
page 18

Krydd án aukaefna

2min
page 38

Kollagen súkkulaðibúðingur að hætti Ásdísar Grasa

1min
page 42

Mismunandi pizzur fyrir mismunandi smekk

3min
pages 32-33
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.