Heilsublað Nettó - September 2020

Page 32

lífrænt

Mismunandi pizzur fyrir mismunandi smekk! Föstudagar eru pizzudagar á mörgum heimilum og tilvalið tækifæri fyrir fjölskylduna að eiga góða stund saman. Margir mikla fyrir sér að útbúa sitt eigið pizzudeig en það er í raun eitt af því einfaldasta sem hægt er að gera í eldhúsinu. Í venjulegt gómsætt pizzudeig þarf einungis 5 hráefni og þú færð margfalt betra deig heldur en það sem þú færð út í búð. Það er því tilvalið að henda saman deigi og leyfa því að hefast á meðan fjölskyldan undirbýr saman það sem á að fara ofan á hana. Hver og einn getur svo raðað á sína pizzu því sem hann elskar. Íris Kjartans er matgæðingur og bloggari.

32

Á mínu heimili eru alltaf gerðir tveir mismunandi pizzubotnar svo allir fái það sem þeir elska, hinn klassíska heilhveiti-pizzubotn og svo spínat-pizzubotn. Hvorn tveggja er einfalt að gera og tekur enga stund. Ofan á þessa botna er svo hægt að setja allt milli himins og jarðar. Gott er að byrja eldamennskuna á að gera heilhveiti-pizzubotninn og leyfa honum svo að hefast á meðan þú græjar restina.

Ég ætla að deila með ykkur uppskrift að þessum tveim botnum ásamt mildri pizzusósu, sem er eins og þær sem maður fær á Ítalíu. Það sem er svo frábært við að útbúa þetta tvennt sjálfur, sósu og botn, er að við sleppum við alls kyns efni sem annars eru sett út í bæði sósur og botna sem fást út í búð til þess að láta þá endast lengi og líta vel út. Við vitum nákvæmlega hvað er í því sem við útbúum sjálf og með því að nota hágæða lífræn hráefni erum við að næra kroppinn okkar eins vel og við mögulega getum. Ég prufa oft að bæta einhverju nýju við á mínar pizzur en það sem er alltaf á þeim í grunninn er sósan hér til hliðar; rifinn ostur, rjómaostur, mjúkar döðlur frá Himneskri Hollustu, kirsuberjatómatar og svo ruccola, sem ég set á eftir að pizzan hefur verið bökuð. Svo finnst mér guðdómlegt að setja muldar wasabihnetur, pekan-hnetur og fleira. Þetta er svo toppað með hvítlauksolíunni sem er uppskrift að hér til hliðar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Góðgerlar fyrir ónæmiskerfið

2min
page 106

Viðhöldum vökvajafnvægi í líkamanum

2min
page 90

Heilbrigðari þarmaflóra og betri melting

1min
page 55

Mikilvægt að fræðast um allt sem viðkemur heilsu

3min
pages 104-105

Terranova bætiefni hámarka virknina

2min
page 102

Sérhönnuð vítamínlína fyrir Íslendinga

2min
page 96

Bólgur - Mataræði og náttúruefni

4min
pages 98-99

Litlu skrefin - bara eitt í einu!

4min
pages 74-75

Eru þvagfærasýkingar að angra þig?

5min
pages 108-109

Hjólreiðar og næring

5min
pages 92-93

Ég, Bjé og Djé!

2min
page 53

Járnskortur, slen og þreyta heyra sögunni til!

3min
page 81

Þinn hrausti líkami

5min
pages 78-79

Verndum náttúruna og veljum lífrænt

5min
pages 120-121

Vöffluuppskrift Maríu Kristu

1min
page 70

Ódýrasta en öflugasta fitubrennslustöffið á markaðnum

5min
pages 112-113

Öndum okkur í gegnum þetta

3min
page 94

Skólanesti - auðvelda aðferðin

3min
pages 46-47

Hampur - sannkölluð ofurfæða

5min
pages 118-119

Lífrænt fyrir umhverfi og lýðheilsu

2min
page 18

Krydd án aukaefna

2min
page 38

Kollagen súkkulaðibúðingur að hætti Ásdísar Grasa

1min
page 42

Mismunandi pizzur fyrir mismunandi smekk

3min
pages 32-33
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.