R I F F 2021
JOACHIM
TRIER
VERÐLAUN FYRIR FRAMÚRSKARANDI LISTFENGI CREATIVE EXCELLENCE AWARD Joachim Trier fæddist í Osló árið 1974 og ólst þar upp í fjölskyldu kvikmyndagerðarmanna. Sjálfur steig hann í fyrsta sinn á bak við myndavélina á unglingsaldri og tók upp hjólabrettamyndbönd. Síðar stundaði hann kvikmyndagerðarnám í Danmörku og Bretlandi þar sem stuttmyndir hans vöktu strax athygli. Fyrstu tvær kvikmyndir hans í fullri lengd, Reprise (2006) og Ósló 31. ágúst (2011), gerast í höfuðborg Norðmanna og mætti lýsa sem klassískum raunsæissögum af ungu fólki á krossgötum. Báðar nutu mikillar velgengni á kvikmyndahátíðum beggja vegna Atlantshafs. Þeim fylgdi hann eftir með frumraun sinni á enskri tungu, Louder Than Bombs (2015), sem skartaði stjörnum á borð við Isabelle Huppert og Jesse Eisenberg. Í kjölfarið tók hann furðusöguna upp á sína arma í Thelma (2017), þroskasögu unglingsstúlku með undrakrafta. Nýjasta mynd hans, Versta manneskja í heimi (2021), var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni og er lokamyndin í Óslóar þríleik leikstjórans. Verk hans eru tilfinninganæmar frásagnir af sálarflækjum fólks, þar sem tilvistarleg stef eru aldrei langt undan. Joachim Trier er án nokkurs vafa meðal fremstu núlifandi leikstjóra Norðurlanda. 38
Joachim Trier, born in 1974, grew up in Oslo, Norway in a family of filmmakers. His first foray into filmmaking came as a teenager, making skateboard-montage videos with friends. Later he studied filmmaking in Denmark and the UK, and his short films promptly brought him acclaim. His first two features, Reprise (2006) and Oslo, August 31st (2011), are classic tales of young people on crossroads in the Norwegian capital told in realist fashion. Both earned praise and awards at film festivals on both sides of the Atlantic. His two following features presented different challenges– Louder than Bombs (2015), featured stars such as Isabelle Huppert and Jesse Eisenberg and was his English-language debut, and Thelma (2017), brought Trier into the realm of the fantastic in a coming-of-age tale of a young woman. His newest feature, The Worst Person in the World (2021), premiered at Cannes Film Festival and completes his Oslo Trilogy. His work revolves around character-driven stories with existential themes, commonly told with rich emotional sensitivity. Joachim Trier is one of Scandinavia’s leading modern filmmakers.
MEISTARAR OG HEIÐURSGESTIR