R I F F 2021
MIA
HANSEN-LØVE VERÐLAUN FYRIR FRAMÚRSKARANDI LISTFENGI CREATIVE EXCELLENCE AWARD Mia Hansen-Løve fæddist í París árið 1981 og lærði leiklist og starfaði sem gagnrýnandi á fornfræga tímaritinu Cahiers du Cinema áður en hún fann fjöl sína sem leikstjóri. Höfundarverk hennar samanstendur af sjö kvikmyndum í fullri lengd sem hafa hlotið verðlaun (Silfurbjörninn á Berlínarhátíðinni m.a.) og lof áhorfenda sem og gagnrýnenda. Kvikmyndir hennar eru einkar persónulegar og blanda því sjálfsævisögulega og skáldaða á merkilegan máta. Þaulhugsaður og hófstilltur stíll, sem hefur verið lýst sem gagnsæum, er sérkenni myndanna og leiðir áhorfendur rakleitt inn í söguheiminn. Frásagnirnar einkennast af miklum samtölum og setja persónusköpun og andrúmsloft í forgrunn. Einstakar og tilfinningalega djúpar kvikmyndir hennar skipa framvarðasveit franska bíósins í dag.
40
Born in Paris in 1981, Mia Hansen-Løve attended the National Academy of Dramatic Arts, and then worked as a film critic at Cahiers du Cinema before moving on to her first passion: directing. Her body of work consists of seven features, which have won her awards (Silver Bear at Berlin Film Festival among others) and the acclaim of audiences and film critics alike. Her films are always personal and strike an interesting blend between fiction and the autobiographical. They are defined by an understated style, sometimes described as transparent, which provides for the viewer a clear pathway into the world of each story. Intelligent and dialogue-driven, Hansen-Løve‘s narratives put characters and atmosphere at the forefront and always contain a strong emotional grounding. Her emotionally-deep and distinct films are at the forefront of contemporary French cinema.
MEISTARAR OG HEIÐURSGESTIR