Sjávarafl 4.tbl 9.árg 2022

Page 1

SJÁVARAFL

Gleðileg jól

Desember 2022 4. tölublað 9. árgangur Gott samstarf við skóla á Norðurlöndum Lækning við kvefi Hafa framleitt fæðubótarefnið úr kítósani Nýtur þess að vera staðsettur í Eyjum

Styrkja gerð minnisvarða

Hefur þorskur að geyma vörn gegn kvefvírusum?

Faxaflóahafnir verða aðalbakhjarl frumkvöðlaseturs í Húsi sjávarklasans við Grandagarð 18 „Verðum að nýta tækifæri sem eru til staðar“ 24 Hvert er hlutverk Háskólaseturs Vestfjarða? 28 Fisktækniskóli Íslands fagnar stórafmæli 36 Tækifæri felast í að stunda nám 42 Lífsspeki barnsins 44 Kynnir drög að verndun hafsvæða fyrir botnveiðum 44 Gunnar Tryggvason ráðinn hafnarstjóri Faxaflóahafna 44 Allt er gott þegar endirinn er góður

Framtíðin er björt Þ

á er enn einu ári senn að ljúka og aðventan gengin í garð. Þeir sem koma með fiskinn að landi eða hetjur hafsins, streyma í land rétt fyrir jól. Nú á tímum eru sem betur fer, færri til sjós yfir jól og áramót og því geta sjómanns fjölsyldur átt gæðastund í faðmi fjölskyldu og vina. Þá hafa stjórnvöld stefnt að því að auka markvisst öryggi í samgöngum á sjó og skal öryggi vera eins og gerist best hjá öðrum þjóðum, enda skiptir það öllu að allir komi heilir og ómeiddir heim.

Undanfarin ár hefur íslenskur sjávarútvegur vaxið stöðugt. Allt er nýtt, verið er að búa til fæðubótarefni sem er byggt er á íslensku hugviti og framleiðslu. Skipin eru með fullkomnasta tækjabúnað sem völ er á og sannkölluð tæknibylting hefur átt sér stað í sjávarútvegs geiranum. Frystihúsin hafa unnið saman að þróun og útfærslu tækjabúnaðar í frystihúsinnu. Má segja að hugvit landanns sé ótæmandi og skilar þetta okkur aukningu á útflutningi, Þrátt fyrir að vægi sjávarútvegs hafi minnkað á liðnum árum. Íslenskur sjávarútvegur hefur þó nokkra sérstöðu hvað varðar arðsemi samanborið við sjávarútveg nágrannaþjóðanna. Höfum við lyft okkur úr sárri fátækt og erum meðal ríkustu þjóða. Saga okkar lands og þjóðar hefur byggst upp á sjómennsku sem er okkur mikilvæg fyrir hagkerfið. Menningararfur er allt það sem tengist sögu okkar og því sem við gerum. Ég vil þakka öllum sem hafa lagt mér lið við útgáfu blaðsins í gegnum árin. Megi góður Guð gefa ykkur lesendur góðir, fjölskyldu ykkar nær og fjær, gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi árið 2023 verða ykkur gæfuríkt og gjöfult.

Útgefandi: Tímaritið Sjávarafl ehf Sími: 6622 600

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Elín Bragadóttir Vefsíða: www.sjavarafl.is Netfang: elin@sjavarafl.is

Umbrot og hönnun: Anna Helgadóttir anna.helgadottir55@gmail.com

Ljósmyndir: Óskar Ólafsson oskar@sjavarafl.is

Forsíðumynd: Anna Helgadóttir

Prentun: Prentmet Oddi ehf

Alda Áskelsdóttir, blaðamaður Anna Helgadóttir, umbrot og hönnun

Óskar Ólafsson, ljósmyndari

Snorri Rafn Hallsson, blaðamaður

Sigrún Erna Geirs dóttir, blaðamaður

Efnisyfirlit
BLAÐSÍÐA
Elín Bragadóttir ritstjóri
Ásgerður
dóttir,
4
6
10
12
12
Jóhanns
blaðamaður
Gleðilega aðventu kæri lesandi
Forsaga
Verðmætasköpun í íslensku fiskeldi
Starfsþjálfun á sjó
14
16

Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði.

Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.

Högg- og rispuþolið

Blettaþolið Sýruþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT HITAÞOL by COSENTINO

Gleðilega aðventu kæri lesandi

frábærar aðstæður. María og Jósef fóru til Betlehem þetta kvöld og voru fjarri heimili sínu. María var þunguð og alveg komin að því að eiga barnið. Hún sat á asnanum sem Jósef teymdi áfram og þau leituðu að gistingu, en hvergi var gistingu að finna. Loks var það á einu gistiheimilinu þar sem gistihúsaeigandinn gat þó allavega leyft þeim að nota fjárhúsið sitt. Það var ekkert annað í stöðunni fyrir þau á þessum tímapunkti en að þiggja það boð. Þar fæðist barnið og allt gengur að óskum sem betur fer. En þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá er þessari sögu lýst þannig að það var friður og ró. Hirðar sem gættu kinda sinna úti í haga urðu varir við að það var eitthvað sérstakt við þessa nótt. Þeim birtist engill sem flutti þeim gleðitíðindin um að frelsarinn væri fæddur - ekkert var lengur eins og það hafði áður verið.

Ég get alveg ímyndað mér að þessi unga móðir hafi haft aðrar væntingar fyrir fæðingu barnsins. Þarna var hún stödd í erfiðum aðstæðum á flótta. Barnið var ekki barn maka hennar. Þetta út af fyrir sig hefur verið erfitt að útskýra og standa undir sem ung tilvonandi móðir. Þau þurftu svo að ferðast langa vegalengd því konungurinn var hræddur um að þessi nýi frelsari myndi taka völdin. Við getum rétt ímyndað ykkur hvort það hafi verið þægilegt að vera fullgengin á meðgöngu að ferðast langa vegalengd á asna. En það var svo sem ekkert annað í stöðunni. Barnið fæddist síðan þarna í fjárhúsi þar sem engin læknishjálp var í návígi. Þar var eflaust kalt og skítugt og kvíðvænlegar aðstæður fyrir unga móður að eiga sitt fyrsta barn.

enn líður að jólum og undirbúningurinn gengur sinn vanagang. Það eru aðventuhátíðir um allt land, búðir auglýsa jólavarning, jólahlaðborðin eru þétt setin og skrautið sest á sinn stað. Reyndar er það þannig að hlutirnir eru ekki alltaf eins ár frá ári, það er ekki sami jólavarningurinn í búðum og skrautið kannski breytist í tímanna rás. Við höfum einnig séð það undanfarin tvö ár að jólahlaðborðin geta fallið niður til dæmis vegna heimsfaraldurs. Við setjum væntingar fyrir jólin, að þau eigi að vera svona og hins vegin og stundum standast væntingarnar, og stundum ekki.

Við getum þó gengið út frá einu vísu og það er að saga jólanna af fæðingu frelsarans hún breytist ekki ár frá ári. Það var sannarlega ekki fínt jólahlaðborð og skraut þar sem Jesús fæddist – og það var alls ekki allt upp á 10. Hann fæddist ekki inn í fullkomnar og

Þrátt fyrir eflaust brostnar væntingar, þá fór allt vel. Og sagan er svo falleg einmitt svona. Í erfiðum aðstæðum er samt alltaf von. Það er hægt að upplifa innri ró þrátt fyrir að aðstæður okkar séu erfiðar eða krefjandi. Boðskapur jólanna er fyrir alla – vonin um að allt muni blessast. Boðskapur jólanna breytist aldrei ár frá ári. Hann er einstakur og hann er persónulegur. Við getum tekið mismunandi á móti boðskapnum eftir aðstæðum í lífi okkar hverju sinni, en kjarninn er þó alltaf sá sami. Guð gefur okkar það fyrirheit að allt geti endað vel, alveg eins og þessi saga. Ég upplifi alltaf einhverja óútskýrðan innri frið og kærleika á aðfangadagskvöld. Sama hvernig aðstæður mínar eru, sama hvort ég hef verið á góðum stað í lífinu eða erfiðum. Jólin koma alltaf og jesúbarnið mætir okkur alltaf hvar sem við erum stödd í lífinu - með vonina um það að við séum aldrei ein og vonina um að við getum alltaf unnið sigra.

Amen. Guð gefi ykkur gleðileg jól.

JÓLAHUGVEKJA
Þóra Björg Sigurðardóttir prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli
S 4 SJÁVARAFL DESEMBER 2022

Streymi yfir kaðal fer lengri leið. Meiri hraði = Minni þrýstingur

Streymi yfir kaðal fer lengri leið. Meiri hraði = Minni þrýstingur Streymi

Þantæknin
Þantroll Helix þantæknin er einkaleyfisvarin
undir
.Opnast fljótt við kast .Meiri opnun í togi .Heldur lögun vel í beygjum .Hljóðbylgjur beinast innávið HELIX
kaðal fer styttri leið. Minni hraði = Meiri þrýstingur

/ Tilgangurinn

A Forsaga Forsaga

TVIK-sjómenn var þróað árið 2017 af tryggingarfélaginu VÍS í samvinnu við Slysavarnskóla sjómanna, Rannsóknarnefnd samgönguslysa og nokkrar af stærri útgerðum í viðskiptum við VÍS. Tilgangurinn var að aðstoða útgerðir við að fá betri yfirsýn um slys og atvik um borð í skipum er snýr að vinnuumhverfi og vinnslysum sjómanna.

Á sjómannadaginn árið 2021 gaf VÍS svo kerfið til Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Síðan þá hefur verið unnið að útfærslu kerfisins og frekari þróun og núna í lok október var kerfið aðgengilegt öllum útgerðum til notkunar þeim að kostnaðarlausu. Samhliða geta

6 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
Skapa yfirsýn á slysum og hættum í vinnuumhverfinu Greina orsakir atvika og tíðni þeirra Stuðla að úrbótum og forvörnum Öruggari vinnustaður um borð og verkferlar Reglulegt upplýsingastreymi til áhafnarmeðlima varðandi atvik og úrvinnslu þeirra Uppfylla lög og reglugerðir um öryggi sjómanna
ANNÁLL
Þorsteinn Þorkelsson – SGS sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild

Hvernig lítur þetta út? Kerfið er mjög notendavænt og auðvelt í notkun. Allar upplýsingar og leiðbeiningar um aðgang og notkun eru aðgengilegar á heimasíðu Samgöngustofu á slóðinni: https://www.samgongustofa.is/siglingar/oryggi-og-fraedsla/atviksjomenn/ Á meðfylgjandi mynd (bls. 6 efri) má sjá tilganginn með kerfinu: Auk þess að tilkynna um slys sem hafa orðið er tilgangur kerfisins, einnig sá að koma með ábendingar um mál sem geta valdið slysum. Þar má nefna atriði eins og skortur og röng notkun á öryggisbúnaði, hættur um borð, burnavarnir og hættulega hegðun. Einnig má þar nefna í því samhengi „næstum“ slys um borð. Þar má nefna hluti eins og:

• Næstum dottinn

• Hlutur féll á þilfar nálægt skipverja

• Slæmar umbúðir

• Frágangur á netum

Umhverfið

Kerfið er auðvelt í notkun og hér á eftir eru nokkrar myndir sem sýna viðmót þess: Á efri myndinni á bls. 8 er bent á að gott er að senda myndir með til skýra hvað gerðist eða getur gerst?

Hverjir nýta þessar upplýsingar?

Fyrir utan að senda tilkynningar um slys til Rannsóknarnefndar samgönguslysa geta útgerðir nýtt upplýsingar um slys og næstum því slys hjá sínum skipum í forvarnarskyni. Til þess að auðvelda þeim þá

7 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
& PÖKKUN
100% RE CYCLABL E . %001 ER LBALCYC E Ferskfiskkassar 100% endurvinnanlegir Suðurhraun 4a - 210 Garðabæ - 5758000 - sala@samhentir.is - www.samhentir.is
UMBÚÐIR
ER OKKAR FAG
Gámakassi vélreistur með styrkingu í hornum, skýr og góð prentun Flugkassi, tvöföld langhlið sem tryggir meiri styrk og betri einangrun
Áprentaðir kassar og öskjur
sjómenn og minni útgerðir tilkynnt slys rafrænt beint á heimasíðu Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Forritið leiðir mann áfram í skráninguna

Skrá lýsingu

Fylla út reiti Flettigluggi með vali

vinnu hafa þau aðgang að mælaborði sem sýnir tilkynningar sem hafa borist bæði slys og ábendingar um slysagildrur.

Persónuvernd

Kerfi fullnægir ítrustu kröfum um persónuvernd og er sett upp á þann hátt að ekki sé hægt að greina persónugreinanlegar upplýsingar.

Frekari þróun Í dag er hægt að senda auk tilkynninga til Rannsóknarnefndar samgönguslysa tjónstilkynningu til VÍS og einnig hægt að komast að eyðublöðum Sjúkratrygginga Íslands á heimasíðu þeirra. Samtal er hafið við önnur tryggingarfélög og stefnt að því að samræma

tjónstilkynningar til þeirra að upplýsingum sem gefnar eru upp í Atvik sjómann. Þá gæti viðkomandi útgerð sent tjónstilkynningu samhliða til viðkomandi tryggingarfélags. Einnig á að skoða hvort hægt sé að gera slíkt sama gagnvart Sjúkratryggingum Íslands.

Það er von okkar að kerfið muni bæta upplýsingar um slys og næstum því slys á sjó hér við land. Með því að fá réttar upplýsingar er hægt að leggja réttar áherslur á slysavarnir við sjó. Ef tekst að nýta þetta góða tæki til að samræma skráningu slysa og atvika á sjó er örugglega um að ræða eitt stærsta framfaraskref síðan Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður árið 1985.

Dæmi um skýrslu fyrir hverja skráningu

8 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
Hlaða niður mynd Sjálfvirki áminningarpóstar til skráningaraðila um úrvinnslu atvika
FISKTÆKNISKÓLINN ICELANDIC COLLEGE OF FISHERIES V ikurbraut 56 204 Grindavík S:412-5966 info@fiskt.is FRAMTÍÐIN LIGGUR Í TÆKNINÁMI Tækifærin sem felast í haftengdum greinum eru stórkostleg. Gæðaviðmið munu hækka á næstunni auk þess sem það blasir við mikill vöxtur í nýsköpun, þróun nýrrar tækni og bættra vinnsluaðferða. Fisktækniskóli Íslands býður uppá fjölbreytt nám sem undirbýr nemendur fyrir störf við haftengda starfsemi. Námið er byggt þannig upp að önnur hver önn er kennd í skóla en hin á vinnustað þar sem stefnan er að bjóða nemendum upp á vinnustað sem starfar innan þess sérsviðs sem stefnan er tekin á. Á námstímanum er farið í fjölmargar heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir sem starfa innan bláa hagkerfisins auk þess sem farið er í tvær námsferðir erlendis til samstarfsskóla okkar í Danmörku og Noregi. FISKTÆKNI tveggja ára framhaldsnám er grunnurinn að náminu en í framhaldinu er hægt að bæta við sig þriðja árinu í sérhæfingu í eftirfarandi greinum: FISKELDISTÆKNI VINNSLUTÆKNI GÆÐASTJÓRNUN SJÁVARAKADEMÍA – HAFTENGD NÝSKÖPUN VEIÐARFÆRATÆKNI (LÖGGILD IÐNGREIN) C M Y CM MY CY CMY K 281122_sjavarafl.pdf 1 28/11/2022 10:08:49

Verðmætasköpun í íslensku fiskeldi

10 SJÁVARAFL DESEMBER 2022 ANNÁLL

Hliðarstraumum í fiskeldi er að mestu skipt í tvo flokka, þ.e. K2 sem er sjálfdauður fiskur sem drepst í kvíum, og K3 sem er slóg sem fellur til við slátrun, auk hausa, hryggja og afskurðar sem fellur til við fullvinnslu. Ekki má vinna hráefni frá K2 til manneldis né í fóður fyrir dýr sem ræktuð eru til manneldis, og þess vegna þarf að líta til annarra markaða t.d. gælu- eða loðdýr. K3 getur hins vegar farið til framleiðslu til manneldis eða í fóður dýra sem neytt er af mönnum.

Um verulegt magn er að ræða sem leggst til sem hliðarafurðir við fiskeldi á Íslandi. Gert er ráð fyrir rúmlega fimm þúsund tonnum af K2 og

rúmlega tvö þúsund tonnum í K3. Í dag eru þessi hráefni að mestu unnin í meltu, sem flutt er út til Noregs til frekari vinnslu í dýrafóður. Vinnsla á hliðarafurðum frá flakavinnslu hefur verið fryst  og notuð í fóðurgerð fyrir loðdýraeldi. Sjálfdauður fiskur úr kvíum (K2) er unninn í meltu strax um borð í fóðurprömmum og afhent norskum kaupendum á staðnum um borð í flutningaskip. Vegna takmarkaðrar notkunar á þessu hráefni, eru verðmæti undir kostnaðarverði við framleiðslu á meltu. Meiri möguleikar eru á framleiðslu á á meltu úr K3, sem hægt að nýta til fóðurgerðar fyrir eldisdýr og jafnvel til manneldis sem eykur verðmæti töluvert. Samið hefur verið við kaupendur að taki þeir K2 fái þeir K3 jafnframt, án greiðslu fyrir afurðir beggja flokka. Í þessu verkefni „Verðmætasköpun í íslensku fiskeldi“ sem að hluta var fjármagnað af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi/Matvælasjóði er bent á leiðir til að auka verðmætasköpun við meltuvinnslu. Í verkefninu var leitað leiða til að lækka kostnað og auka verðmæti við meltuframleiðslu úr hliðarstraumum fiskeldis, þar sem einkum var horft til þess að lækka flutningskostnað með því að vinna meltuna meira, taka úr henni lýsi og vatn, sem minnkar umfang og vigt við flutning og gefur tækifæri á að vinna hana í dýrari afurðir. Laxeldi á Íslandi í dag er dreift um Austurland og Vestfirði, auk þess sem umfangsmikið landeldi er í undirbúningi á a.m.k. þremur stöðum á Suðurlandi, og því mikilvægt að finna lausnir til að safna saman og flytja hliðarhráefnin frá eldi og slátrun til áframvinnslu, en töluverðan tækjabúnað þarf til þess. Í verkefninu er velt upp mikilvægum möguleikum í nýtingu á K2 og K3 sem hingað til hefur verið kostnaður fyrir fiskeldið og gæti snúið því yfir í verðmætasköpun. Til að koma þessum hugmyndum lengra er nauðsynlegt fyrir rannsóknarsamfélagið að vinna þétt með fiskeldisfyrirtækjum og yfirvöldum sem skapa regluverkið. Þykkingin er framkvæmd með gufun við undirþrýsting sem á sér stað við 30-50°C og þess vegna varðveitast eiginleikar próteina að mestu. En við þurrkun er hluti af þessum eiginleikum rýrðir vegna hás uppgufunarhita við þurrkun. Í framtíðinni væri hægt að hugsa sér að nýta þykkni beint í fóðurframleiðslu og sleppa þurrkunarþrepinu sem er kostnaðarsamt (stofnkostnaðar er hár og einnig rekstrakostnaður) og ekki umhverfisvænt. Þannig væri hægt  draga úr verulega sótspori við þessa vinnslu og fóðrið yrði umhverfisvænna.

Til að komast lengra er mikilvægt að þróa þessar hugmyndir í samtarfi við greinina og rannsóknasamfélagið. Einnig er mikilvægt að stjórnvöld og eftirlitsstofnanir komi að málinu til að tryggja að regluverkið gangi í takt við þarfir og kröfur allra hagaðila.

11 SJÁVARAFL DESEMBER 2022

Víglundur Laxdal Sverrisson skólastjóri Skipstjórnarskólans og Véltækniskólans

Ný leið fyrir nemendur í skipstjórn og vélstjórn Starfsþjálfun á sjó

Fram undan eru margþættar áskoranir fyrir sjávarútveg og skipafélög. Áskoranirnar sem fagfólk í greininni standa frammi fyrir eru margþættar og flóknar, orkuskipti, hnattvæðing, þvermenningarleg tengsl og hraðar tæknibreytingar svo eitthvað sé nefnt. Menntun skipstjóra og vélstjóra er síst minni áskorun og mikilvæg svo fagfólk framtíðarinnar sé undirbúið að mæta þessum verkefnum. En hvaða leið á að fara, hvaða kennsluaðferðum á að beita og hvar eiga áherslunnar að liggja ? Þetta eru skemmtilegar og flóknar áskoranir sem við í fagskólunum tökumst á við með hagsmunaaðilum til að tryggja nemendum okkar gæði í menntun. En það þarf meira til, það þarf einnig að brúa bilið milli menntunar og þjálfunar til þess að skapa framtíðarsérfræðinga og samþætta faglega færni með haldbærri menntun.

Fram til dagsins í dag hefur þessi þjálfun fengist með svokölluðum sjótíma, það eru skráðir tímar á sjó í ýmsum störfum jafnvel ótengdum náminu, í nágrannalöndum okkar hefur þessi þjálfun hins vegar færst í að vera hluti af náminu og nemandinn því sem nemi á skipinu í því starfi sem hann er að læra. Nám í skóla er góður grunnur en ef þú vilt læra að sigla verður þú á einhverjum tímapunkti að fara um borð í skip og fá hagnýta reynslu Starfsþjálfunarleiðin er samstarf Tækniskólans, SFS og SVÞ. Námssamningur er gerður á milli nemandans, Tækniskólans og þeirrar útgerðar/skipafélags sem nemandi siglir með. Fyrirkomulagið er samkvæmt reglugerð IMO og STCW samþykktinni og styttir námstímann í samanburði við fyrra fyrirkomulag en tryggir hins vegar nemandanum að hann fái gæða þjálfun á þessum tíma sem fyrra fyrirkomulag gerði ekki.

Kerfið byggir á því að leiðbeina og kenna nemendunum undirstöðuatriði greinanna á skipulagðan hátt af reynslumiklum fagmönnum um borð í skipunum. Við kennsluna er notuð ferlibók til að tryggja að nemandinn komi að þeim atriðum sem hann þarf að

Styrkja gerð minnisvarða

Á vef stjórnarráðsins kemur fram að ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita 15 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja gerð minnisvarða um þátt síldarstúlkna í íslensku atvinnu- og efnahagslífi á síðustu öld. Minnisvarðinn verður staðsettur á sérbyggðu plani við Síldarminjasafnið á Siglufirði, Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Síldveiðar við Ísland hófust fyrir rúmum 150 árum og á næsta ári verða liðin 120 ár frá því að Norðmenn hófu síldveiðar frá Siglufirði. Fyrirhugað er að minnisvarðinn verði vígður í lok júlí á næsta ári með

þjálfa og læra. Leiðbeinendur um borð í skipunum sækja námskeið hjá Tækniskólanum til þess að undirbúa sig fyrir þetta mikilvæga hlutverk, að leiðbeina og þjálfa fagfólk framtíðarinnar. Það er enginn vafi að starfsþjálfun sem hluti af námi eykur gæði og yfirfærslu frá bóknámi í verknám og þeir starfsnáms möguleikar sem hún veitir muni auka vinsældir námsins. Ég hvet nemendur Skipstjórnar- og Véltækniskólans ásamt skipaútgerðum landsins til að kynna sér starfsþjálfunarleiðina, hún er frábært tækifæri fyrir alla aðila sem býður upp á aukin gæði og styttingu siglingatíma og skilar nemandann fyrr og betur undirbúnum á atvinnumarkaðinn.

Með kærri jólakveðju frá starfsmönnum skólanna.

veglegri helgardagskrá á Siglufirði þar sem framlag síldarstúlkna verður sérstaklega heiðrað. Þegar mest var á síldarárunum voru síldarstúlkurnar á Siglufirði um þúsund talsins og voru þær tilbúnar til að bjarga verðmætum dag og nótt, hvernig sem viðraði. Gerð hefur verið frummynd af minnisvarðanum en unnið verður að gerð hans í vetur á vélaverkstæðum á Siglufirði. Minnisvarðinn verður gerður úr sérstöku stáli sem norðlenskt veðurfar, sjóselta, rok, rigning, snjór og frost, vinnur ekki á. (Birt af vef stjórnarráðsins 28. október 2022)

12 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
ANNÁLL

Síldarvinnslan hf. sendir öllum landsmönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur

13 SJÁVARAFL DESEMBER 2022

Hefur þorskur að geyma vörn gegn kvefvírusum?

Hvern hefði grunað að í slóg úr bolfiski mætti finna vörn gegn kvefvírusum?

Sú er þó raunin. Vísindamenn líftæknifyrirtækisins Zymetech hafa sýnt fram á að efnablanda sem inniheldur ensím, unnin úr slógi bolfiska, veiti vörn gegn vírusum sem valda kvefi.

Á síðustu áratugum hefur fullvinnsla fiskafurða orðið æ mikilvægari. Hver fiskur sem dreginn er að landi ber kostnað. Sá kostnaður er margþættur, bæði fyrir þann sem veiðir og fyrir vistkerfið sem heild. Því er mikilvægt að nýta hvern fisk til hins ýtrasta, ná góðum bitum og flökum með sem minnstum afskurði og sem bestri nýtingu til manneldis, vinna hliðarafurðir og koma sem mestu af fisknum í verð.

Hátt nýtingarhlutfall íslenska þorsksins Í greiningu Sjávarklasans frá 2021, kemur fram að nýting á þorski á Íslandi sé hátt í 90% en einungis 45-55% hjá nágrannaþjóðunum. Stór þáttur í þessu háa hlutfalli er góð nýting á hliðarafurðum. Hrogn og svil, lifur, roð og innyfli, marningur og mjöl, lýsi, gæludýra- og eldisfóður, allt eru þetta afurðir sem unnar eru hér og hafa náð festu á markaði.

Ný tækifæri til nýtingar sjávarfangs Bætt meðhöndlun afla og tæknivæðing vinnslunnar hefur bætt gæðin til muna. Það gerir fullnýtingu afurða enn auðveldari og hagkvæmari. Það er þó enn hægt að gera betur.

Þar hafa vísindamenn líftæknifyrirtækjanna á Íslandi stigið inn og tekið við keflinu. Þessi fyrirtæki, sem mörg hver byggja á sterkum tengslum við háskólasamfélagið, hafa náð að opna nýja möguleika á nýtingu sjávarfangs með áratuga rannsóknar- og þróunarstarfi, oft við erfiðar aðstæður. Árangur hjá þessum íslensku nýsköpunarfyrirtækjum er þó á heimsmælikvarða, gagnreyndar lækningarvörur (medical devices) hafa komið á markað, svo og efni í snyrtivörur og fullunnin bætiefni.

Margfalt verðmæti

úr hliðarafurðum

Zymetech, sem er í dag sameinað sænska fyrirtækinu Enzymatica, er í hópi leiðandi líftæknifyrirtækja á Íslandi. Zymetech hefur um árabil unnið að einangrun og nýtingu ensíma úr annars verðlausum hliðarafurðum NorðurAtlantshafsþorsks. Virðisaukinn af þessari framleiðslu er margfaldur á við hefðbundna vinnslu. Hlutverk vísindanna á þessu sviði skiptir því sköpum fyrir fullvinnslu og verðmætaaukningu auðlindar, sem er ein af grunnstoðum íslenska hagkerfisins.

Sjávarensím úr þorski í húðvörum og lækningavörum Stofnendur fyrirtækisins, Prófessor Jón Bragi Bjarnason, doktor í lífefnafræði (lést árið 2011) og Prófessor Ágústa Guðmundsdóttir, doktor í örverufræði, stóðu saman að upprunalegu rannsóknunum og þeirri vöruþróun sem Zymetech byggir starfsemi sína á.

Afrakstur allrar þeirrar gífurlegu rannsóknar- og þróunarvinnu, sem frumkvöðlar Zymetech lögðu á sig, voru húð- og lækningavörur sem innihalda trypsín, ensím úr Norður-Atlantshafsþorski. Húðvörulína þeirra, PENZIM®, kom á markað árið 1999 og náði snemma fótfestu á Íslandi sem fjölvirk heilsuvara sem örvar endurnýjun húðarinnar, hefur sefandi áhrif á ertingu og vinnur gegn myndun öra eftir sár.

Einkaleyfi á nýtingu þorskensíma í lækingavörur, lyf og snyrtivörur Innan fyrirtækisins hefur verið lögð mikil áhersla á grunn- og klínískar rannsóknir á virkni

14 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
Ásgerður Jóhannsdóttir
Bjarki Stefánsson. Gunnar Birgir Sandholt.

varanna, ásamt því að verja nýtingu ensímanna með einkaleyfi. Rannsóknarstarf fyrirtækisins er öflugt. „Við höfum í gegnum tíðina lagt áherslu á að rannsaka áhrif ensím efnablandna okkar gegn veirum og bakteríum í þeim tilgangi að nýta ensímin í lækningavörur,” segir Dr. Bjarki Stefánsson, rannsóknar- og þróunarstjóri Zymetech, en hann hefur unnið hjá fyrirtækinu um árabil. „Rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif ensím efnablandna okkar gegn ýmsum húðkvillum, við sáragræðslu og gegn bakteríum og veirum.” Byggt á rannsóknum Zymetech var veitt einkaleyfi á notkun þorskensíma í lækningavörur, lyf og snyrtivörur.

Hátækniframleiðsla ensíma

Framleiðsla ensímanna fer fram á Íslandi. Vinnsluferlið var þróað á Íslandi en að baki liggur mikil þrautseigja, þekkingarþróun og góð samvinna við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem hefur skipt sköpum. ,,Við fáum okkar hráefni frá Skinney-Þinganesi og erum afar ánægð með samvinnuna við fyrirtækið, þeir útvega okkur hágæða hliðarafurðir,“ segir Bjarki. „Gott samstarf við sjávarútveginn er grundvöllur góðrar framleiðslu hjá okkur og við höfum verið mjög heppin með samstarfsaðila.“

Vörn gegn veirum Tækifæri til áframhaldandi vöruþróunar lágu

ekki síst í getu ensím efnablandna fyrirtækisins við að hamla gegn veirusýkingum. Þannig undirritaði Zymetech, árið 2007, samning við sænska fyrirtækið Enzymatica um þróun og sölu á vörum sem innihalda trypsín úr þorski. Afrakstur þeirrar vinnu er munnúði gegn kvefi sem Enzymatica hefur markaðsett á alþjóðavísu sem ColdZyme®. Samvinna fyrirtækjanna gekk vonum framar og að endingu sameinuðust Zymetech og Enzymatica sem studdi enn frekar við sölu og vinnslu á vörum sem innihalda sjávarensím úr

Vernd gegn kvefi

ColdZyme® er munnúði, efnablanda sem inniheldur trypsín úr þorski, sem meðhöndlar og dregur úr einkennum kvefs. Munnúðann er hægt að nota fyrir og á meðan á sýkingu stendur. ColdZyme® myndar varnarhjúp í munnholi gegn kvefveirum þar sem ensímin sem Zymetech hefur einangrað og unnið úr hliðarafurðum þorsks draga úr getu kvefveira við að smita frumur. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að varan verndar gegn kvefveiru, styttir kveftímabilið og léttir á einkennum kvefs.

Uppfylla strangar kröfur til lækningavara

Þar sem ColdZyme® er CE-merkt lækningavara þarf allt framleiðsluferlið að lúta ströngum reglum. Mikil vinna hefur farið í að straumlínulaga framleiðsluferlið við vinnslu ensímanna á Íslandi, bæði til að uppfylla þær kröfur sem núverandi löggjöf setur og til að mæta kröfum framtíðarinnar. „Sameining okkar við Enzymatica gekk í gegn 2016 og síðan þá höfum við lagt í mikla vinnu og rannsóknir til að uppfylla reglugerðir,“ segir Bjarki. ,,Þar sem ColdZyme® er flokkað sem lækningatæki, fellur varan undir mjög strangt regluverk, og í farvatninu eru breytingar á þeirri löggjöf sem við leggjum áherslu á að vera búin undir.“

Samvinna við alþjóðleg lyfjafyrirtæki Undanfarin ár hefur áhersla verið lögð á að styrkja markaðsstöðu fyrirtækisins í samvinnu við stór lyfjafyrirtæki í Evrópu.

„Við erum í samvinnu við Stada og Sanofi, sem er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims,“ segir Bjarki. „Samvinnan við Stada og Sanofi er gott dæmi um árangursríkt samstarf, þar sem þau selja ColdZyme® undir sínu eigin vörumerki og við undir okkar á öðrum mörkuðum.“

Traustir samstarfsaðilar Fyrirtækið hefur alla tíð lagt áherslu á mikilvægi þess að vinna hágæða afurðir úr sjávarfangi. Afurðir sem stuðla að aukinni sjálfbærni og valda ekki auka álagi á vistkerfi sjávar. „Við erum í góðu samstarfi við SkinneyÞinganes með hráefni,“ segir Dr. Gunnar Birgir Sandholt, framleiðslustjóri Zymetech. „Við erum mjög þakklát fyrir þann sveigjanleika sem þeir sýna. Það er ekki sjálfgefið að þetta efni sé tekið til hliðar í vinnslunni, því það skref hefur áhrif á þeirra ferli, en saman náum við að leggja okkar af mörkum til aukinnar sjálfbærni í iðnaðinum.“

15 SJÁVARAFL DESEMBER 2022

Sterkari markaðsstaða

Innyfli úr þorski eru flutt til Zymetech þar sem þau eru sett í sérhæft vinnsluferli í húsnæði Zymetech á Fiskislóð í Reykjavík. Útkoman er Penzyme, hráefnið sem notað er í Penzim húðvöruna og ColdZyme® munnúðann.

„Með þeirri vinnu sem átt hefur sér stað með ColdZyme® hefur orðið til þekking í fyrirtækinu sem greiðir götu okkar til frekari sölu og markaðsetningar í framtíðinni,“ bætir Bjarki við. „Við erum þannig komin með ColdZyme® inn á marga markaði í Evrópu og stefnum á fleiri markaði utan Evrópu.“

Aukin framleiðsla á Íslandi

Ensímframleiðslan hefur margfaldast eftir velgengni ColdZyme® á erlendum mörkuðum og verksmiðjan á Fiskislóð hefur verið endurbætt með það í huga að styrkja enn frekar vinnsluna á Íslandi. „Við höfum getað bætt framleiðsluferlið, endurnýjað tækjabúnað og náð fram enn meiri hagkvæmni í okkar ferli á síðustu árum,“ segir Gunnar.

„Framleiðslan hér á Fiskislóð fellur að þeim ströngu kröfum sem við þurfum að uppfylla og við erum sífellt að horfa á hvar við getum bætt framleiðsluna enn frekar til að mæta þeim framtíðarkröfum sem við vitum að eru í farvatninu. Tengingin við íslenskan sjávarútveg er sterk og það er sú samvinna sem skipti höfuðmáli þegar ákvörðun var tekin um að styrkja framleiðsluna hér.“

Virðið liggur í samvinnu vísinda og vinnslu Þróun líftæknilausna krefst þolinmæði, stuðnings bæði ríkis og markaðar og ekki síst þrautseigju vísindamanna sem oft leggja mikið í sölurnar. „Samvinnan við íslenskan sjávarútveg er okkur mikilvæg og við erum að fá gæða hráefni frá okkar birgjum sem aftur tryggir gæði okkar vöru,“ segir Bjarki. „Okkar vísindastarf byggir á þessari góðu samvinnu og við höfum í gegnum tíðina unnið að rannsóknum með ómetanlegum stuðningi innlendra aðila, háskólasamfélagsins og hins opinbera svo sem í formi styrkja frá Tækniþróunarsjóði. Annars hefði þetta ekki verið hægt.“

Styrkir sjálfbærni í báðum geirum Fullnýting fiskafurða er gríðarlega mikilvægt skref í átt að aukinni sjálfbærni í íslenskum fiskiðnaði. Þróun íslensks þekkingarsamfélags skiptir sjávarútveginn því miklu máli. Samstarf sjávarútvegsins við fyrirtæki eins og Zymetech er mikilvægur hlekkur í að móta vistvænna hagkerfi. „Þessi samvinna er hagkvæm fyrir báða aðila og styrkir sjálfbærni í báðum greinum,“ segir Gunnar. „Okkar vinna felst í því að auka nýtinguna á hliðarafurðum í sjávarútvegi. Kröfurnar eru allar í þessa átt, bæði í okkar geira og þeirra. Við leggjum því okkar á vogarskálarnar til að auka nýtingu á grunnfiskveiðistofninum með því að framleiða afar verðmæta lækningavöru, úr því sem áður taldist úrgangur.“

Faxaflóahafnir verða aðalbakhjarl frumkvöðlaseturs í Húsi sjávarklasans við Grandagarð

Eitt viðamesta verkefni Sjávarklasans þau rösk tíu ár frá því að Hús sjávarklasans var opnað hefur verið að hlúa að frumkvöðlafyrirtækjum með ýmsum hætti. Veigamesti þátturinn hefur verið að skapa samfélag fyrir þessa sprota þar sem þau eiga kost á að hitta aðra frumkvöðla, stærri fyrirtæki og fjárfesta. Sjávarklasinn starfrækir nú rými sem er 120 fermetrar að stærð í Húsi Sjávarklasans þar sem frumkvöðlar hafa aðstöðu. Auk aðstöðunnar hafa frumkvöðlar aðgang að fundarýmum klasans auk margvíslegrar þjónustu sem Sjávarklasinn býður upp á.

Framtíðarsýn Faxaflóahafna er að vera meðal fremstu hafna í Norður-Atlantshafi og með áherslu á uppbyggingu hafnarinnviða styrkja samkeppnisstöðu Íslands. Faxaflóahafnir eru grænar, öruggar og skilvirkar hafnir með sjálfbærni að leiðarljósi. Skipulagning svæða er með grænum áherslum fyrir fjölbreytt samfélag og nýsköpun í hafnsækinni starfsemi. Það glæsilega

starf meðal sprotafyrirtækja sem hefur fengið að blómstra í frumkvöðlasetri Húss sjávarklasans er í takti við framtíðarsýn og stefnu Faxaflóahafna. Þess vegna er mikilvægt að styðja við nýsköpun svo að Faxaflóahafnir séu drifkraftur viðskipta- og atvinnulífs á Faxaflóasvæðinu, segir Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna.

Í allt hafa um eitt hundrað nýsköpunarfyrirtæki nýtt sér frumkvöðlasetur Húss sjávarklasans frá því það var opnað árið 2012. Frumkvöðlasetrið hefur reynst dýrmætur stökkpallur fyrir þessi nýsköpunarfyrirtæki. Fyrirtækin sem hafa haft aðstöðu í frumkvöðlasetrinu eru m.a. Ankra/Feel Iceland, Norðursalt, Optitog, Fisherman, Flow, Nordic Wasabi, Norðurbragð, Oculis, Florealis, Codland, Dropi, Fisheries Technologies og Collagen. Stuðningur Faxaflóahafna er því mikilvægur liður í að stuðla að aukinni starfsemi og stofnun nýsköpunarfyrirtækja. (Birt: 24. október 2022 af vef Faxaflóahafna sf)

16 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
LANDSBANKINN.IS
Í LANDSBANKANN Við tökum virkan þátt í sjávarútvegi um land allt og hjálpum þér og þínu fyrirtæki að koma hugmyndum í framkvæmd.
samstarfsaðili í sjávarútvegi
VELKOMIN
Öflugur

„Verðum að nýta tækifæri sem eru til staðar“

Norðlenskt fyrirtæki þróar lyf úr kítósani

Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði hefur framleitt fæðubótarefnið Benecta úr kítósani undanfarin ár og vinnur nú að því að fjármagna næsta áfanga. Hyggst fyrirtækið þróa frumlyf úr kítósani úr rækjuskel, auk þess sem það vinnur að þróunarverkefni á sviði beinendurnýjunar. Við tókum forstjóra fyrirtækisins, Sigurgeir Guðlaugsson, tali og spurðum út í þá spennandi hluti sem Genís fæst við.

Byggt á grundvelli rannsókna

„Saga Genís hófst 2005 þegar fyrirtækið er stofnað á Siglufirði. Það má þó segja að sagan nái lengra aftur því fyrirtækið er stofnað á grundvelli rannsókna á lífvirkni kítíns úr rækjuskel sem höfðu staðið yfir talsvert lengur,” segir Sigurgeir. Kítín er náttúrulegt byggingarefni og finnst í ýmsu sem er í náttúrunni, eins og humarskel, sveppum, skordýrum o.fl. Kítósan er svo efni sem unnið er úr kítíni. Stærstur hluti framleiðslunnar fer fram á Siglufirði og þar er einnig rannsókna- og þróunardeildin. Genís hefur svo skrifstofu í húsi Grósku í Vatnsmýrinni. Sigurgeir segir að það hafi legið

beint við að byrja á því að feta braut fæðubótarefna þegar rannsóknir voru á upphafsmetrunum. Upp úr því hafi fæðubótarefnið Benecta orðið til en því er ætlað að draga úr bólgum og styðja við uppbyggingu vefja. Benecta hefur verið á markaði í nokkur ár og selst vel hérlendis. „Við höfum aðeins dýft tánum í erlenda markaði, t.d Bretland og Þýskaland. Markaðssókn erlendis var að hefjast þegar við duttum í heimsfaraldur kórónuveirunnar og það kom því ákveðið stopp í þá sókn.” Aðstæður hafi breyst síðan þá og nú sé verið að undirbúa sókn á erlenda markaði enda gefist mörg tækifæri erlendis fyrir öflug fæðubótarefni.

Fæðubótarefnið fyrir dýr og menn

„Sala Benecta hefur gengið vel á þeim stöðum sem selja vöruna og nú ætlum við að sjá til hver næstu skref verða. Við þurfum m.a að skoða hvort við verðum öflugri sjálf í svona markaðssókn eða hvort það væri betra að fara í samstarf við stærri, erlenda aðila sem hafa reynslu á

„Saga Genís hófst 2005 þegar fyrirtækið er stofnað á Siglufirði. Það má þó segja að sagan nái lengra aftur því fyrirtækið er stofnað á grundvelli rannsókna á lífvirkni kítíns úr rækjuskel sem höfðu staðið yfir talsvert lengur.”

18 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
Sigrún Erna Geirsdóttir
Höfuðstöðvar Genís á Siglufirði.

markaði. Við verðum klárlega að nýta tækifæri sem eru til staðar. Varan virkar, hún selst vel og þrátt fyrir að hlutfallslega lítið fjármagn hafi farið í að kynna vöruna síðustu misseri heldur hún alltaf sinni kjarnasölu, mánuð eftir mánuð. Þetta væri ekki til staðar ef varan væri ekki að gera fólki gott,” segir Sigurgeir. Rannsóknir fyrirtækisins hafa þó ekki einungis verið nýttar til þess að framleiða fæðubótarefni fyrir fólk heldur dýr líka. „Við erum í samstarfi við innkaupasamband dýralækna í Þýskalandi, WDT, og þróuðum vöruna í samstarfi við þá. Í Þýskalandi heitir hún Agil senior en á Íslandi höfum við notast við nafnið Second half plus og er hún hugsuð fyrir eldri hunda til að hjálpa þeim seinni hluta ævinnar.” Upphaflega átti að kynna vöruna 2020 í Þýskalandi en það frestaðist til ársbyrjunar 2021 vegna Covid-19 og kynning hennar fór því hægar af stað en ætlað var. Sigurgeir segir að salan sé hins vegar í stöðugum og góðum vexti og því sé nú verið að meta hvort félagið muni leggja aukinn þunga í markaðssetningu vörunnar líka á Íslandi en hingað til hefur hún einungis fengist á einum stað. „Við sjáum mikið af tækifærum í gæludýrageiranum. Lífvirkni kítósans er jú til staðar hjá dýrum, alveg eins og hjá okkur. Lífvirknin og kostirnir við notkun vörunnar byggir á sama

grunni.” Samlegðaráhrifin séu mikil og þetta geti orðið að annarri traustri stoð í rekstrinum.

Lyfjaþróun

Genís stefnir þó enn hærra með rannsóknir sínar á lífvírkni kítósans. „Kjarnafókusinn hjá okkur núna er lyfjaþróun og fókusinn er tvíþættur. Annars vegar erum við í forklínískum rannsóknum fyrir nýtt frumlyf, þ.e lyf sem við byggjum frá grunni, á þekkingu okkar á kítósansameindum, og hins vegar erum við að rannsaka möguleika kítósans á sviði beinendurnýjunar. Kítósan hefur ákveðna virkni við beinvöxt, það þéttir bein og hraðar vexti. Það sem við viljum gera er að þrívíddarprenta stoðgrindur inn í bein, sem er nokkuð nýtt í beinendurnýjunargeiranum, og blanda kítósani saman við þær.” Í dag fari t.d einstaklingur með slæmt úlnliðsbrot í spelku en þeirra hugmynd sé að sjúklingurinn fari í ítarlega myndatöku og að henni lokinni sé prentuð út þrívíddarstoðgrind sem

19 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði hefur framleitt fæðubótarefnið Benecta úr kítósani undanfarin ár.
„...Varan virkar, hún selst vel og þrátt fyrir að hlutfallslega lítið fjármagn hafi farið í að kynna vöruna síðustu misseri heldur hún alltaf sinni kjarnasölu, mánuð eftir mánuð. Þetta væri ekki til staðar ef varan væri ekki að gera fólki gott.”
Höfuðstöðvar Genís.
Sigurgeir Guðlaugsson, forstjóri Genís.

passi beint inn í beinbrotið. Stoðgrindin sé mjög létt því í henni séu lífvirk efni sem leysist upp og svo loft. Fyrirtækið verði með einkaleyfi á kítósanblöndunni í stoðgrindinni. „Þetta myndi ekki virka í dag í stór stoðbein vegna þyngdarinnar en væri fullkomið í minni bein eins og í fingri eða í úlnlið. Stoðgrindin leysist svo upp, kítósanið seytlar út í beinbrotið og beinið vex hraðar og betur en ella.” Sigurgeir segir að lyfið sem fyrirtækið sé að vinna að hafi verið í þróun hjá vísindafólki Genís síðustu misseri. „Virka efnið í fæðubótarefninu er kokteill af mörgum kítósansameindum. Okkur hjá Genís hefur tekist að einangra hverja kítósansameind fyrir sig og við vitum hverjar hafa mesta virkni og möguleika á að geta orðið að nýju virku lyfjaefni.” Þar sem sameindirnar bindist við bólguprótín í líkamanum og breyti virkni þeirra þá einbeiti Genís sér að lyfi gegn bólgusjúkdómum, eins og astma, lungnaþembu, slit- og liðagigt. Þarna liggi miklir möguleikar fyrir lyf byggð á kítósani.

Fjármögnun næstu missera

Margt er framundan hjá Genís og ætlar fyrirtækið því að fjölga starfsmönnum í náinni framtíð, ásamt því að hafa nýverið lokið fjármögnun upp á 2,4 milljarða. „Við stefnum í fyrsta lagi á að halda áfram okkar lyfjaþróunarvegferð sem er langt og dýrt ferli. Á sama tíma viljum við tryggja okkur fjármagn fyrir markaðsstarf á fæðubótarefninu og

halda áfram tilraunum vegna dýra. Við þurfum því bæði að tryggja okkur fjármagn til næstu missera og fjölga í starfsmannahópnum. Um mitt næsta ár ætti starfsmannahópurinn því að vera á milli 20 og 30 manns.” Að sögn Sigurgeirs taka svona lyfjaþróunarferli auðveldlega tíu ár sem er stór biti fyrir lítið fyrirtæki. „Við erum að vinna að því núna að fjármagna fasa 1, svo sjáum við til með fasa 2 og 3. Fasi 3 er sérstaklega tímafrekur og dýr. Fyrir lítið líftæknifyrirtæki er það ærið verkefni að fara í gegnum alla þrjá fasana svo oftast fara þau í samstarf við aðra. Við munum skoða það síðar hvort við gerum slíkt líka, þá myndum við finna okkur réttan samstarfsaðila og klára ferlið með þeim.”

Þrautseigja og menntun vega þungt

Það var árið 1999 sem stjórnvöld bönnuðu rækjuvinnslum að henda rækjuskel þar sem vitað var að í skelinni væru efni sem gætu nýst við sköpun verðmæta. Við þetta mynduðust ákveðin tækifæri. „Það myndaðist pressa á að fullnýta allt hráefni og henda sem minnstu, skoða allt sem var þá flokkað sem úrgangur,” segir Sigurgeir. Rannsóknir hófust fyrir alvöru á skelinni og á grundvelli þeirra rannsókna var Genís stofnað. Lítið tæknifyrirtæki sem nýtti sér íslenskt hráefni og hugvit, eins og Kerecis gerði líka og Zymetech. „Það eru nánast endalaus tækifæri fyrir okkur Íslendinga að fullvinna það sem við fáum úr hafinu, við erum ennþá að klóra í yfirborðið í nýtingu og virðisaukningu,” segir hann.

20 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
„Það myndaðist pressa á að fullnýta allt hráefni og henda sem minnstu, skoða allt sem var þá flokkað sem úrgangur.”

Íslendingar séu ekki eina þjóðin sem vinni sjávarafurðir en við séum hins vegar komin lengra en margir aðrir. Aðspurður um ástæður þess segir Sigurgeir að svarið sé samspil margra þátta eins og stuðningsríks fjármögnunarumhverfis, menntunarstigs þjóðarinnar og þrautseigju frumkvöðla. „Við erum ekki með sérfræðinga á öllum sviðum en almennt séð erum við vel menntuð. Fólk fékk hugmynd og fylgdi henni eftir, það trúði á tækifærin og gafst ekki upp.”

Við þurfum þolinmótt fjármagn Gott viðskiptaumhverfi er mikilvægt fyrir sprotafyrirtæki og Sigurgeir segir að það hafi almennt verið að batna undanfarin ár, skattaívilnanir

og annar stuðningur stjórnvalda hafi skipt miklu og geri enn. „Það er nauðsynlegt að það sé stuðningur í kerfinu við nýsköpunarfyrirtæki. Fjármögnunarumhverfið skiptir miklu máli, fyrir félag eins og okkar sem er í lyfjaþróun þá skiptir það sköpum. Frumkvöðull fær ekki hugmynd á fimmtudegi og á mánudegi er hann kominn með 100 manna fyrirtæki. Frumkvöðullinn þarf að vera mjög þrautseigur og umhverfið þarf að fylgja með.” Á Íslandi séum við að auki svo fá að hér séu ekki margir sérhæfðir fjárfestar sem fylgja ákveðnum geirum, eins og tíðkast erlendis. „Við eigum þó öfluga sprotasjóði eins og Frumtak, Nýsköpunarsjóð, Brunn o.fl sem eru grundvöllurinn fyrir því að svona sprotastarfsemi sé möguleg á Íslandi. Við þurfum samt að gera betur og vera klókari að sjá tækifæri sem ganga ekki út á að skila strax jákvæðu peningainnstreymi og arðgreiðslum. Frumkvöðlar þurfa þolinmótt fjármagn.” Sprotafyrirtæki byggi á áfangamiðuðum viðskiptamarkmiðum, vegferð fyrirtækisins endi oft á því að heilu kerfin séu seld í heilu lagi og allur arðurinn komi í lokin. Það sé nauðsynlegt að hugsa út fyrir boxið. ,,Okkur hefur borið gæfa til þess að sjá tækifæri í því sem áður var litið hornauga og það er lykilatriði að umhverfið styðji

Að störfum í Genís, en fjölmargir starfa þar. ,,Okkur hefur borið gæfa til þess að sjá tækifæri í því sem áður var litið hornauga og það er lykilatriði að umhverfið styðji vel við þessa frumkvöðla.”
vel við þessa frumkvöðla.
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Snæfellsbær
Vestmannaeyjabær
24 SJÁVARAFL DESEMBER 2022 Hvert er hlutverk Háskólaseturs Vestfjarða? Menntun í fiskeldi á Vestfjörðum: ANNÁLL
Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða

Nýlega hittust fulltrúar Menntaskólans á Ísafirði, Fræðslumiðstöðvar og Háskólaseturs, ásamt fulltrúum fiskeldisfyrirtækja til að skipuleggjaframtíðar menntun í fiskeldi. Það var Vestfjarðastofa sem stuðlaði að þessum fundum og er menntun í fiskeldi mikilvægur þáttur í menntastefnu Vestfjarða, sem verið er að vinna að.

Fiskveiðar á heimsvísu hafa skilað svipuðu magni af afla í þrjá áratugi, þrátt fyrir miklar umbætur í veiðarfærum, meðan ör vöxtur hefur verið í eldi og ræktun sjávardýra á þessu tímabili og framleiðslumagnið hefur margfaldast. Þetta á ekki síst við um Ísland og megnið af íslenskri

framleiðslu kemur frá Vestfjörðum.. Bara sá eldisfiskur sem fer í gegnum eitt sláturhús á Bíldudal er 3% af útflutningsverðmætum Íslands. Menntun í lagareldi almennt, eða í fiskeldi í sjó í þrengri merkingu, hefur þó ekki fylgt þessari þróun. Eins og er, er á Íslandi ekki í boði sérhæfð menntun í lagareldi sem lýkur með bakkalárgráðu. Ítrekað hefur verið ýjað að því hvort Háskólasetur Vestfjarða eigi ekki að bjóða upp á nám í fiskeldi og koma þessar hugmyndir bæði frá fólki á svæðinu, en heyrast líka af og til úr ráðuneytum. Háskólasetur leitaði, fyrir tæplega ári síðan, til nokkurra stærri fyrirtækja í greininni til að afla upplýsinga um hvaða væntingar fyrirtækin hafi eiginlega til Háskólaseturs. Fyrirtækjunum er ljóst að Háskólasetrið er lítil stofnun sem er takmörkum háð, en hvetja til þess að Háskólasetrið leiti leiða til að bjóða heimamönnum, Vestfirðingum, haldbæra grunnmenntun í þessari grein.

Fyrirtækin á Vestfjörðum í fiskeldi mundu gjarnan vilja ráða fleiri Vestfirðinga í framtíðarstörf, enda líklegt að þeir haldist lengur í þessum störfum. Á sama tíma hljóta vestfirskir útskriftarnemendur að sjá að hér er um framtíðarstarfsemi að ræða. Þetta verður framtíðaratvinnugrein á Íslandi og ekki síst á Vestfjörðum. Eftir samræður við fyrirtækin var ljóst að ef námið eigi að miða við nemendur sem koma beint úr menntaskóla þarf námið að vera fyrir fáa. Nám sem miðar við tvo til þrjá nema á ári þarf af fjárhagslegum ástæðum að byggja upp á allt annan hátt en nám sem miðar við 20-30 nema í árgangi. Mörgum finnst vissulega að gera megi ráð fyrir töluvert fleiri nemendum í slíku námi, en það er best að hafa varann á. Háskólasetrið býr hins vegar yfir reynslu af námi sem er hannað fyrir mjög fáa nemendur: Námsleiðin í Sjávartengdri nýsköpun var þróuð hjá Háskólasetri á árunum 2012-2013 og miðaði við einn eða tvo nemendur á ári. Samstarfsaðili var Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem nú er búið að leggja niður og námsleiðin er í endurskipulagningu. Það er einmitt sú námsleið og sú reynsla sem horft er til þegar rætt er um nýtt nám í eldi. Í einstaklingsmiðuðu námi getur kennsluáætlun verið lausari, en utanumhald utan um hvern og einn nemanda verður meira. Ábyrgð nemanda á eigin námi verður sömuleiðis meiri. Þáttur kennslu í bekkjum á staðnum minnkar og takmarkast við mjög fá námskeið, aðallega í byrjun náms.

Hins vegar er nemendum beint í námskeið sem eru í boði í fjarnámi/ sveigjanlegu námi eða lotunámi í íslenskum og erlendum háskólum. Samstarfsnet opinberra háskóla auglýsir einmitt svokallað gestanám, sem auðveldar nemendum mjög að taka stök námskeið í hinum opinberu háskólum. Markmiðið er hins vegar að leyfa nemendum að verja einmitt sem mestum tíma fyrir vestan, þar sem megnið af fiskeldinu er. Þess vegna er hjá Háskólasetri mikið hugsað til vinnustaðatengds náms þar sem haldið er vel utan um nemendur með leiðbeinanda innan fyrirtækis en sömuleiðis einum eða fleiri leiðbeinendum innan háskólakerfis, sem tengir það sem nemandinn sér og lærir innan fyrirtækis við inntak kennsluáætlunnar í heild. Vinnustaðatengt nám með mikla eftirfylgni er tímafrekt þegar um stóra bekki væri að ræða, enda utanumhaldið ærið. Þegar um fáa nemendur er að ræða er þetta hins vegar kjörin aðferð til að koma nemendum í bein tengsl við viðkomandi atvinnulíf og fá nasasjón af starfseminni beint í æð, og til að tengja skólabókalærdóm við viðfangsefni sem þar blasa við dags daglega. Til þess að tryggja að nemendur fái sem mest úr vinnustaðanámi þarf að gera í samstarfi við viðkomandi fyrirtæki skýra áætlun um hæfniviðmiðin sem eiga á nást og að vera með virka eftirfylgni. Námið væri hagnýtt og mundi fyrir vikið svipa til fagháskólanáms, en er það ekki það sem vantar? Það virðist allavega vera það sem fiskeldisfyrirtækin vantar. Háskólasetur Vestfjarða er þessa daga í samræðum við Háskólann á Hólum og Háskólann á Akureyri um nám í fiskeldi. Samræðurnar eru í tengslum við umsókn sem Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum er að skrifa inn í Samstarfssjóð háskólanna í samstarfi við aðra íslenska háskóla. Markmið umsóknarinnar er undirbúningur fyrir

25 SJÁVARAFL DESEMBER 2022

uppbyggingu fyrsta flokks náms á BS og MS stigi um eldi og ræktun á lífverum í sjó og ferskvatni, í samræmi við sjónarmið sjálfbærrar þróunar og stefnu stjórnvalda um lagareldi, fæðuöryggi og matvælastefnu sem og stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Samstarfið nær einnig til þverfaglegra rannsókna, nýsköpunar, samnýtingu og eflingu rannsóknainnviða. Í dag er Háskólinn á Hólum eini skólinn á Íslandi sem býður upp á nám í fiskeldi á háskólastigi.  Aðrir háskólar á landinu bjóða þó upp á töluvert af námskeiðum sem kunna að nýtast í námi í lagareldi í víðari skilningi. Hér telur sig Háskólasetur Vestfjarða hafa eitt og annað til brunns að bera. Stök

námskeið í núverandi námsleiðunum gætu nýtst í slíkt nám, en styrkur Háskólaseturs Vestfjarða er væntanlega aðallega reynsla af einstaklingsmiðuðu námi annars vegar og nánd við atvinnulífið og nemendur á Vestfjörðum hins vegar. Það er mjög líklegt að nám í fiskeldi verði þáttur í menntastefnu Vestfjarða sem er í bígerð. Hún leggur til að byrja með áherslu á nám innan Menntaskóla Ísafjarðar og námskeið hjá Fræðslumiðstöð. Þáttur Háskólaseturs þarf að skýrast. Háskólasetrið fyrir sitt leyti vill sjá nám í fiskeldi til að byggja undir faglegt og sjálfbært fiskeldi á Vestfjörðum og er opið fyrir samstarfsmöguleikum sem kunna að bjóðast.

26 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
Staðan í afla einstakra tegunda innan kvótans Teikningar: Jón Baldur Hlíðberg ÞORSKUR Aflamark 165.106.871 kg Veiddur afli: 28,6% UFSI Aflamark 71.747.913 kg Veiddur afli: 14,2% KARFI Aflamark 24.035.596 kg Veiddur afli: 24,3% ÝSA Aflamark 49.916.295 kg Veiddur afli: 31,0%

Því tíminn flýgur

Gleðilega hátíð

icelandaircargo.is

Við óskum Íslendingum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs – og þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Við hlökkum til að starfa saman áfram á næsta ári.

Fisktækniskóli Íslands fagnar stórafmæli

að svifu eftirvænting og bjartsýni yfir vötnum þegar starfsfólk Fisktækniskólans mætti til starfa í byrjun árs sem helgaðist kannski fyrst og fremst af því að hugsanlega værum við laus við það þunga farg sem Covidpestin lagði á starfsfólk skólans líkt og alla aðra. Önnur ástæða fyrir því að starfsmenn mættu glaðir og reifir að loknu jólafríi var sú að á þessu ári fagnar skólinn 10 ára afmæli sínu sem framhaldsskóli og 15 ára afmæli stofnunar undirbúningsfélags að stofnun skólans. Það var árið 2012 sem skólinn fékk fyrst formlega viðurkenningu sem einkaskóli á framhaldskólastigi til kennslu á Fisktæknibraut með fjárveitingu frá ríkissjóði. Aðrar brautir sem bæst hafa við eftir það eru Veiðarfæratækni, löggild iðngrein þar sem skólinn sinnir kennslu faggreina, og svo fjórar framhaldsbrautir undir sameiginlega yfirheitinu Haftengd auðlindatækni. En það eru Gæðastjórnun, Vinnslutækni og Fiskeldistækni og Haftengd Nýsköpun. Allar brautirnar eru hannaðar í nánu samstarfi við atvinnulífið. Áður

voru þessar brautir greiddar með styrkjum frá fyrirtækjum og með þátttökugjöldum en nú hafa þær verið samþykktar af ráðuneyti og falla undir formlegt framhaldsskólanám. Önnur starfsemi er greidd með tekjum af sölu náms og námskeiða til starfsgreinanna. Í dag er því kennt á sex brautum og frá því 2012 hafa um 500 nemendur stundað nám við brautir skólans, þar af 200 nemendur frá samstarfsskólum víða um land sem sérhæft starfsfólk í veiðum, vinnslu og fiskeldi.

Janúarmánuður fór í undirbúning nemenda fyrir vinnustaðanámið en það var sá hluti námsins sem mest fór úr skorðum á Covid tímanum þar sem fyrirtæki lokuðu fyrir hverskyns heimsóknir og verkkennslu. Það náðist samt fín lending í þeim málum þar sem skólinn vann að því að koma nemendum sínum í vinnu í sjávarútvegsfyrirtækjum í heimabæjum nemenda og er skólinn mjög þakklátur fyrir þau jákvæðu viðbrögð sem fyrirtækin sýndu við þessari málaleitan. Nemendur héldu

28 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
ANNÁLL
Páll Valur Björnson umsjónarmaður grunnnáms
Þ
Nemendur í heimsókn í Fiskkaup.

síðan til þessara vinnustaða sem samningar höfðu náðst við og öfluðu sér ómetanlegrar reynslu og þekkingar sem er nauðsynlegur hluti af náminu. Hefðbundin starfsemi skólans hélt svo áfram en á vorönn er verið að sinna námskeiðum hverskonar út um allar koppagrundir auk þess sem og Gæðastjórnun og Fiskeldisnám sem er kennt eru í lotum allan veturinn.

Fisktækniskólinn hefur alla tíð átt í góðu samstarfi við samsvarandi skóla á Norðurlöndum og víðar og í lok apríl fóru kennari og tveir nemendur ásamt einni stúlku úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík á námskeið og ráðstefnu á vegum Norsafe verkefnisins í Nuuk á Grænlandi. NorSafe verkefnið er þriggja ára verkefni sem hleypt var af stokkunum af Grænlenska utanríkisráðuneytinu og

Norræna ráðherraráðinu í tengslum við formennsku Danmerkur í ráðinu. Í verkefninu hefur verið lögð áhersla á lífið við strandlengjuna í Grænlandi og sérstaklega á ungu kynslóðina. NorSafe tekur einnig þátt í tveimur systurverkefnum sem felst í samvinnu við Ilinnarifik/ Grænlandsháskóla og Pinngortitaleriffik/Náttúrustofnun Grænlands. Þau verkefni felast í veiðum á lúðu í Norður- Atlandshafinu og hvernig efla má virðisaukann í fiskveiðum við Grænland. Verkefninu lýkur í árslok 2022.

Ein helsta ástæða þess að NorSafe býður til þessarar ráðstefnu ungmenna og forráðmanna menntastofnana á sviði sjávarútvegs er sú að leitast eftir þeirri þekkingu og reynslu sem þetta fólk hefur öðlast í gegnum nám sitt og störf. Eins vill NorSafe heyra um framtíðardrauma þeirra nemenda sem stundað hafa þetta nám og hvernig þau sjá sig eftir að hafa lokið því. NorSafe vill einnig heyra um hvort þátttakendur utan Grænlands hafi einhverjar hugmyndir og lausnir sem gætu leitt til þess að draga úr dauðsföllum á og við sjóinn á Grænlandi sem eru alltof mörg. Eins og við öll sem störfum við menntun í sjávarútvegi eru þau að leita eftir hugmyndum hvernig auka megi áhuga ungmenna á öllum Norðurlöndum á námi tengdu sjávarútvegi og bláa hagkerfinu öllu. Ógleymanleg ferð fyrir alla sem þátt tóku í stórkostlegu en afar framandi landi sem Grænland er og það var þreyttur en glaður hópur og reynslunni ríkari sem lenti aftur á Íslandi níu dögum síðar.

Það var stutt stórra högga á milli hjá kennara og nemendunum tveimur því einum degi eftir komuna frá Grænlandi hélt nemendahópurinn allur í langþráð skólaferðalag til Danmerkur og Noregs. Það er kunnara er frá þurfi að segja að allar svona ferðir hafa legið niðri síðastliðin tvö ár vegna heimsfaraldursins Covid-19. Það ríkti því enn meiri eftirvænting og tilhlökkun í mannskapnum að halda nú loks af stað á vit ævintýranna með þessum nágranna- og vinaþjóðum okkar sem við hjá Fistækniskólanum höfum átt svo gott og farsælt samstarf við. Fyrsti viðkomustaður okkar var Fiskeriskolen en hann er eini sjómannaskóli Danmerkur og er staðsettur í Thyborøn, þar sem Limfjörðurinn rennur út í Norðursjó, en þar er fjarlægð frekar stutt frá miðunum að frábæru hafnarumhverfi og fiskuppboði enda er miklu magni af fiski og hverskonar sjávarfangi landað þar.

Hjá Fiskeriskolen er lögð mikil áhersla á þá staðreynd að sjávarútvegur er alþjóðleg starfsgrein og er skólinn því í góðu samstarfi við aðra sjávarútvegsskóla víðsvegar um Evrópu. Þetta þýðir að kennarar þeirra eru upplýstir um alþjóðlegar aðstæður sem uppi eru hverju sinni í atvinnugreininni sem gerir það að verkum að þeir hafa góð tækifæri til að aðstoða nemendur sína og þátttakendur í að ná sambandi við útlönd ef hugur stefnir þangað. Það var tekið á móti okkur með kostum og kynjum eins og venjan er hjá þessum góðu vinum okkar og nemendur okkar hlutu m.a. kennslu í meðferð slökkvitækja og hvernig berjast á við hverskyns eldsvoða. Eins fengu þeir mjög mikilvæga kennslu í meðferð á björgunarbúnaði um borð í skipum og síðan verklega kennslu í björgun á sjó þar sem nemendur tókust á við krefjandi aðstæður út á Limafirðinum um borð í Athene, skipi Fiskeriskólans.

Frábær heimsókn og afar lærdómsrík en að henni lokinni hélt hópurinn frá Hirtshals yfir sundið til Noregs en okkar viðkomustaður var bærinn Tau sem liggur í grennd við Stavanger en gestgjafar okkar þar eru Strand Videregående Skole, hvers einkunnarorð eru að skólinn ætti að vera góður staður til að vera á og góður staður til að læra á. Nemendur verða að upplifa að vera í stöðugri faglegri og félagslegri þróun. Öll viðhorf þurfa að mótast af fagþekkingu og verða að einkenna þjálfun í öllum greinum. Skólinn skal skila bestu menntun í fiskeldi, sjávarútvegi og fiskiðnaði. Öllum nemendum, án undantekninga og óháð bakgrunni og hegðun, verður að mæta af kurteisi og af virðingu. Það var nákvæmlega þannig sem okkur var tekið og einkenndust allir dagar okkar í Noregi af námsfýsi og gleði. Nemendur okkar fengu mikla og góða innsýn í þá kennslu sem fram fer í skólanum ásamt mjög lærdómsríkum heimsóknum í stór fyrirtæki í fiskeldi.

29 SJÁVARAFL DESEMBER 2022

Frábærir, skemmtilegir og fræðandi dagar sem við áttum í yndislegu umhverfi. Það var þreyttur en ánægður hópur sem labbaði út úr flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík eftir 10 daga ferðalag þar sem blandaðist saman skemmtun og nám. Ferðalag sem mun án efa lifa í hugum þeirra sem þátt tóku um ókomna tíð, ferðalag þar sem nemendur Fisktækniskóla Íslands fengu að upplifa og fræðast um ótrúlega marga þætti sjávarútvegsins bæði til sjós og lands. Ferðalag sem hefur aukið skilning nemenda okkar jafnt sem kennara á þeirri stórkostlegu þróun sem hefur átt sér stað á öllum sviðum bláa hagkerfisins. Þessi námsferð var hið besta hópefli því auk þess að vera fræðandi, eftirminnileg og skemmtileg lærðu nemendur betur að umgangast hvert annað, taka tillit, virða skoðanir og rökræða. Það er nú bara þannig að í svona hópi koma alltaf upp einhver vandamál og það gerðist hjá okkur en við leystum þau farssællega innan hópsins á þann hátt að allir voru sáttir. Nemendur lærðu að takast á við það verkefni að vera útlendingar í öðru landi, kynnast framandi menningu, öðrum siðum og ferðast á mismunandi vegu. Þau upplifðu það að ferðast með flugvélum, bílum, ferjum, lestum, bátum og svo að sjálfsögðu fótgangandi við mismunandi aðstæður. Það er ekki nokkur vafi á því að þetta ferðalag hefur gefið þessum einstaklingum aukna sjálfsvirðingu, sjálfstraust, umburðarlyndi og auðmýkt sem mun nýtast þeim um ókomna framtíð.

Það var hátíðleg stund í Gjánni í Grindavík þann 25. maí s.l. en þá fór fram glæsileg útskrift fjölmennasta nemendahóps sem lokið hefur námi frá Fisktækniskóla Íslands. Alls luku 53 nemendur formlegu námi frá skólanum á vorönn. Segja má að þessi athöfn hafi verið þriðja og síðasta útskrift vorannar, en fyrr í mánuðinum hafði farið fram hátíðleg athöfn í höfuðstöðvum Marel í Garðabæ, þar sem sjö nemendur fengu afhent skírteini sín sem Vinnslutæknar og deginum áður luku níu nemendur námi í Fiskeldistækni á Bíldudal. Sérlega ánægjulegt var að meðal útskriftarnemenda voru fimm nemendur sem útskrifuðust

úr Veiðarfæratækni (áður netagerð), skólinn sinnir kennslu faggreina í veiðarfæratækni en það er enn sem áður löggild iðngrein. Einnig hófst á ný kennsla í smáskipanámi sem Fisktækniskólinn hafði reyndar áður kennt um árabil en vegna uppfærslu námskrár hafði verið nokkurt hlé á því að skólinn hafi getað boðið uppá það nám. Fátt er gleðilegra fyrir starfsmenn skólans en að útskrifa nemendur sem lagt hafa á sig þá krefjandi vinnu sem skólaganga er.

Á síðustu árum hefur Fisktækniskólinn í samstarfi við Grindavíkurbæ og Codland starfsrækt sumarskóla þar sem nemendum 9. bekkja sem starfa við Vinnuskóla bæjarins býðst fjögurra daga sjávarútvegsnámskeið. Markmiðið með sumarskólanum er að veita ungmennum innsýn í fjölbreytt störf innan bláa hagkerfisins og opna augu þeirra fyrir hversu áhugverð tækifæri er að finna við sjávarútveg í sinni heimabyggð. Við kynntum þeim hin rótgrónu sjávarútvegsfyrirtæki bæjarins sem hafa verið og munu vera hornsteinn atvinnulífs í bænum okkar. Áhersla er lögð á að kynna fullvinnslu aukaafurða úr sjávarfangi og mikilvægi sjávarútvegsins fyrir land og þjóð ásamt því að kynna fyrir þeim þau fjölmörgu afleiddu störf sem fylgja sjávarútveginum. Eins fá nemendur innsýn í starf Björgunarsveitarinnar og að sjálfsögðu er sögu Grindavíkur gerð skil en saga bæjarins er samofin sögu sjávarútvegs og fiskvinnslu. Einnig heimsóttum við höfuðborgina þar sem nemendur fengu innsýn í starf Sjávarklasans og Slysavarnaskóla sjómanna, um borð í Sæbjörgu. Rannsóknarsetur Bláa lónsins var og heimsótt ásamt Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði. Frábærir fjórir dagar þar sem nemendur snéru heim mun meðvitaðri um hversu mikilvægur sjávarútvegur er landi og þjóð og þau fjölmörgu tækifæri sem felast þar, t.d. tækifærin sem tengjast þróun og nýsköpun líkt og hefur sýnt sig í greininni á undanförnum misserum.

Á árinu fóru fram tvær stórar sjávarútvegssýningar eftir Covid hlé, „Icefish 2022“ var haldin 8-10. júní í Kópavogi og Íslenska

30 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
Starfsfólk Fisktækniskóla Íslands. Norðmenn í heimsókn.

sýningum og það var eins nú. Með þessari þátttöku gefst gestum og gangandi kostur á að kynna sér starfsemi skólans. Þessar sýningar eru einnig partur af námi skólans en þar fá nemendur gríðarlega góða innsýn í þá stórkostlegu þróun sem átt hefur sér stað í greininni á síðustu áratugum. Þessar sýningar hafa einnig mikla þýðingu fyrir skólann þar sem stjórnendum og starfsfólki gefst kostur á að hitta og eiga samskipti við öll helstu fyrirtæki sjávarútvegsins bæði heima og erlendis. Það er skólanum afar dýrmætt að eiga í góðum samskiptum og samstarfi við þessa aðila með það að leiðarljósi að þróa skólann og námið í takt við þá öru þróun sem á sér stað í atvinnulífinu.

31 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
sjávarútvegssýningin/ Iceland Fishing EXPO fór fram 21-23. september í Laugardalshöll. Fisktækniskólinn hefur ávallt tekið þátt í þessum Norrænir kennarar og nemendur á Norsafe Nemendur úr sumarskólanum.

Það er óhætt að segja að haustmánuðir þessa árs hafi verið viðburðarríkir og skemmtilegir í Fisktækniskólanum. Hefðbundið nám hófst að venju í lok ágúst en það sem stendur kannski uppúr á þessari haustönn er sá mikli heiður sem skólanum hlotnaðist í október en þá hlaut skólinn Nordplus Aurora verðlaunin sem eru veitt því verkefni á sviði leik-, grunn- og framhaldsskóla, sem talið er hafa skarað frammúr á árinu. Verkefni Fisktækniskólans, sem hlaut verðlaunin í ár, var til þriggja ára og hefur að markmiði að mynda samstarfsnet allra sérskóla á Norðurlöndum á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis. Þetta verkefni hófst fyrir rúmum 13 árum þegar Fisktækniskóli Íslands fékk stuðning Vest-norrænu skrifstofunnar í Færeyjum (NORA) til að tengja saman skóla í Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og vestanverðum Noregi. Samstarfið víkkaði síðan út hægt og rólega og eru nú alls níu skólar í samstarfsnetinu - og frá öllum Norðurlöndum og svæðum – nema reyndar Svíþjóð en til stendur að bæta þeim við í næstu lotu.

Skólinn fékk einmitt heimsóknir nú haust frá þessum skólum en kennarar frá tveimur norskum samstarfsskólum og einum dönskum, sá danski kom með stóran nemendahóp sem kynnti sér starfsemi okkar ásamt að heimsækja valin fyrirtæki í sjávarútvegi.

Sjávarútvegsráðstefnan var haldin með glæsibrag í Hörpu dagana 10-11. nóvember 2022. Þar fóru fram mörg áhugaverð erindi og kynningar. Fisktækniskólinn hafði umsjón með einni af málstofunum á ráðstefnunni Menntun í sjávarútvegi þar sem raðað var saman áhugaverðum erindum tengdum menntun í nútímalegu umhverfi sjávarútvegsins auk þess að vera með kynningarbás.

Í lok málstofunnar undirrituðu svo Brim og Fisktækniskóli Íslands viljayfirlýsingu um samstarf í eflingu menntunar ungs fólks og hvers

Á æfingu í Danmörku.

kyns símenntunar/þjálfunar starfsfólks Brims í sjávarútvegi á Íslandi. Markmiðið með yfirlýsingunni er tvíþætt; þ.e. það snýr annars vegar að mannauði Brims, símenntun, hæfni og starfsþróun, -og hins vegar að því að stuðla að aukinni nýliðun í starfsgreinum sem lúta að haftengdri starfsemi. Til að vinna að þessu verkefni verður skipuð samstarfsnefnd skipuð tveimur fulltrúum frá Fisktækniskóla Íslands og eins fulltrúa frá Brimi auk viðeigandi fagaðila frá fyrirtækinu (framleiðslustjórar, gæðastjórar, verkstjórar, útgerðarstjórar, skipstjórnarmenn o.fl.) sem munu hafa aðkomu að verkefninu eftir þörfum. Hlutverk samstarfsnefndarinnar er að marka stefnu, skilgreina verkefni og hafa umsjón með samstarfi aðilanna. Brim hefur gegnum tíðina verið í miklu samstarfi við Fisktækniskólann í tengslum við símenntun starfsfólks og undirritun þessi kemur til með að treysta það góða samstarf enn frekar. Það má svo sannarlega segja að árið 2022 hafi verið gott og gjöfult í Fisktækniskóla Íslands og ljóst að með enn frekari stuðningi ríkisvaldsins, sveitarfélaganna á Suðurnesjum og svo fyrirtækja í Sjávarútvegi þá á skólinn eftir að vaxa og dafna og vera leiðandi í menntun og þróun tæknináms í sjávarútvegi.

32 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
Útskrift úr Fisktækniskóla Íslands 2022. Þátttakendur frá skólanum í Grænlandi.

Gleðilega hátíð!

Vísir óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar, friðar og farsæls árs.

7788 ÖS
Visirhf.is
Óskum starfsfólki í sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Pantone 485 Pan one 116 Hvítur Stærð: Hvítur Hvítur 29 x 4 sm Stærð: 18,5 x 3,5 sm Stærð: 7,5 x 2 sm Héðinn Kongsberg hedinn.com
REYKJANESBÆR

Tækifæri felast í að stunda nám

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum nýtur þess að vera staðsettur í Eyjum þar sem sjávarútvegur er okkar mikilvægasta atvinnugrein og þarf á að halda vel menntuðu fólki. Vinnumarkaðurinn er að taka miklum breytingum og það á einnig við um sjávarútveginn. Mikil tækniþróun, sjálfvirknivæðing, gervigreind allt leiðir þetta til að sum störf hverfa en önnur verða til. Þessi þróun hefur áhrif á samfélagið sem við búum í og auðvitað einnig á skólanna.

Það felast mikil tækifæri í að stunda nám í dag og við vitum sífellt meira með rannsóknum um hvernig nám á sér stað hjá einstaklingum. Það er því mikil breyting sem hefur átt sér stað í kennslustofunni.

Áhersla er á fjölbreyttar leiðir til náms og fleiri skilningarvit eru virkjuð. Námið er sveigjanlegra og nemendur hafa meira svigrúm til að skipuleggja tímann sinn út frá eigin þörfum. Í Framhaldsskólanum er starfrækt öflug Vélstjórnarbraut og hefur ásókn í námið verið nokkuð stöðug síðast liðin misseri en við getum alltaf bætt við okkur öflugum nemendum. Einstaklingar sem hafa starfsreynslu og eru orðnir 23 ára geta farið í raunfærnimat og stytt tímann sem námið tekur. Nemendur sem útskrifast af vélstjórnarbraut fá starfsréttindi og geta einnig haldið áfram námi, bætt við sig nokkrum áföngum til að fá stúdentspróf og eftir D réttindi þarf einungis nokkra áfanga í viðbót, auk starfstíma til að fá heimild til að taka sveinspróf í rafvirkjun. Mikil eftirspurn á vinnumarkaðinum eftir vélstjórum og bjóða sum fyrirtæki nemendum námsstyrki ef þeir leggja stund á vélstjórnarnám ásamt vinnu með námi og í skólaleyfum.

36 SJÁVARAFL DESEMBER 2022
ANNÁLL
Helga Kristín Kolbeins skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum Tinna, Magdalena, Bikir Freyr, Bogi, Eva, Aron Steinar, Guðmundur, Arnar Gauti, Mikael, Sindri, Símon, Ægir, Einar Örn, og Andri Snær, nemendur á vélstjórnarbraut.

Það er alveg ljóst að þörfin fyrir einstaklinga sem hafa góðan skilning á vélum minnkar ekki við breytta samfélagsgerð og allar þessar öru tæknibreytingar, heldur þvert á móti, þörfin á vel menntuðum vélstjórum á bara eftir að aukast.

Námið á brautinni er krefjandi og er bæði bóklegt og verklegt. Þegar nemandi hefur lokið námi af vélstjórnarbraut býr hann yfir hæfni sem samanstendur af þekkingu, færni, viðhorfum og gildum.

Einar Örn nemandi á véltjórnarbraut.

37 SJÁVARAFL DESEMBER 2022

Birkir, Tinna, Aron, Birgir og Einar nemendur á vélstjórnarbraut.

Nemandinn hefur hæfnina til að takast á við breytingar sem fela í sér að geta skapað ný gildi, hann getur tekið ábyrgð og tekist á við erfið úrlausnarefni. Þannig erum við að mennta fagmenn sem geta sinnt þeim störfum sem þeir eru ráðnir til, bætt við sig námi og tekist á við sívakandi kröfur.

Í skólanum er mikið er lagt upp úr að bjóða nemendum sem best kennsluumhverfi og er skólinn vel tækjum búinn en nám í vélstjórn krefst öflugs tækjabúnaðar, auk þess sem þar þurfa að vera kennsluhermar en í þeim kynnast nemendur öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum sem upp kunna að koma þegar þeir eru komnir til starfa og geta leyst viðfangsefnin í hermunum og eru þá betur undirbúnir þegar þeir koma til starfa.

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum leggur áherslu á að búa nemendur undir framtíðina með virkri þátttöku í þjóðfélaginu og þannig að efla ábyrgðarkennd þeirra gagnvart samferðafólki sínu og samfélagi. Nemendur verða að hafa vilja og getu til að hafa jákvæð áhrif á eigið líf og samfélagið í kringum sig, getu til að setja sér markmið sem endurspegla ábyrg viðbrögð til breytinga.

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og fengsæls nýs árs bæði til sjávar og uppbyggilegu námi til framtíðar.

Ingimar Óli á rennibekknum

Ægir, Simon, Birkir og Arnar nemendur á vélstjórnarbraut, að sjóða.

38 SJÁVARAFL DESEMBER 2022

Hátíðarkveðjur

Við sendum öllum landsmönnum til sjávar or sveita hátíðarkveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Sjávarafl óskar starfsmönnum sínum og lesendum um land allt, gleðilegra jóla með ósk um farsæld, frið og gæfu á nýju ári.

40 SJÁVARAFL DESEMBER 2022

Lífsspeki barnsins

Ísabella Maren Aronsdóttir

Hvað heitir þú ? Ísabella

Hvað ertu gömul? Þriggja ára líka Ágúst og Tanja.

Hvað heita mamma þín og pabbi ? Aron og Aðalheiður Jóna.

Veist þú hvað sjómenn gera? Nei ég veit ekkert hvað þeir gera.

Þekkir þú einhverja sjómenn? já, afi

Veist þú hvernig sjómenn veiða fisk? nei

Finnst þér fiskur góður? já, en hann bítur mig alltaf

Hvað er skemmtilegast þegar mamma kemur heim úr vinnuni? Að koma heim.

Hvað er skemmtilegast þegar pabbi kemur heim úr vinnuni? Að koma heim og keyra vörubílinn.

Hefur þú farið á sjó? Nei, bara í sund.

Hefur þú farið á hestbak? Já, gobbidí gobbididí gobb

Hvað finnst þér skemmtilegast um jólin? Að búa til jólin með skrauti.

Hafnir Múlaþings óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Kynnir drög að verndun hafsvæða fyrir botnveiðum

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram reglugerðardrög í samráðsgátt um verndun svæða fyrir botnveiðum. Drögin eru byggð á skýrslu sem Hafrannsóknastofnun skilaði til ráðuneytisins árið 2021 og fjallar um verndun viðkvæmra botnvistkerfa í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Lagt er til að botnveiðar verði samtals bannaðar á átján svæðum, utan veiða á uppsjávarfiski með flotvörpu og hringnót. Með verndun þessara svæða eru tæplega 2% af efnahagslögsögu Íslands vernduð fyrir botnveiðum.

Í skýrslunni er gerð grein fyrirliggjandi þekkingu á svæðunum og forsendum verndunar. Einnig eru einkennistegundum viðkvæmra vistkerfa gerð skil og skilgreint hvaða skilyrði svæði þarf að uppfylla til að teljast viðkvæmt. Skýrslan er mikilvægt innlegg fyrir næstu skref þar sem horft verður til þess að vernda viðkvæm vistkerfi með markvissum hætti. Reglugerðin nær yfir öll þau svæði sem friðuð eru fyrir botnveiðum í landhelgi Íslands.

Einnig eru tilgreind þrjú ný svæði þar sem botnveiðar hafa ekki verið bannaðar áður en talin er ástæða til að vernda. Þá eru listuð í reglugerðinni fimm svæði þar sem allar veiðar með línu og fiskibotnvörpu eru bannaðar. Þau svæði eru nú þegar í reglugerð um friðunarsvæði við Ísland og hafa flest verið lokuð fyrir fyrrgreindum

Á myndinni má sjá skyggð svæði á kortinu en lagt er til að þau verði friðuð fyrir botnveiðum. Ljósmynd/Stjórnarráðið

veiðum allt frá árinu 1971. Einnig hafa tíu svæði til verndunar kóralla verið færð inn í reglugerðina en botnveiðar hafa verið bannaðar í hluta þeirra í tæp tuttugu ár (Birt af vef stjórnarráðsins 16. nóvember 2022).

Gunnar Tryggvason ráðinn hafnarstjóri Faxaflóahafna

Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fundi sínum í morgun að ráða Gunnar Tryggvason sem hafnarstjóra Faxaflóahafna. Stjórn byggði ákvörðun sína á tillögu ráðgefandi hæfnisnefndar sem mælti einróma með ráðningu Gunnars í stöðuna.

Gunnar hefur verið starfandi hafnarstjóri frá maí síðastliðnum. Gunnari er óskað til hamingju með starfið og óskað velfarnaðar í starfi.

(Birt: 25. nóvember 2022 af vef Faxaflóahafna sf).

Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Ljósmynd/Faxaflóahafnir sf

Allt er gott þegar endirinn er góður

Úr skýrslu Rannsóknanefndar samgönguslysa, má lesa að Amelía Rose var komin aðeins 123 metra frá landi þegar tókst að koma skipinu í tog 1. júlí síðastliðinn. Skipið hafði verið á siglingu á Engejarsundi og veðuraðstæður góðar, þegar skipverjar urðu varir við högg. Skipið hafði rekið sífellt nærri landi, þar sem slökt var á vélunum, þar sem þær hitnuðu. Í ljós kom að landfestatóg hafði flækst í stjórnborðsskrúfuna. Segir að lokum í skýrlu Rannsóknarnefndar að, málið hafi verið skráð og gefur ekki tilefni til frekari rannsóknar.

44 SJÁVARAFL DESEMBER 2022

Verðmæti á þínum vörum

Verðmætasköpun í krafti rannsókna og þekkingar

Wisefish

Við fylgjum fiskinum alla leið

Sérsniðnar tæknilausnir fyrir nútímasjávarútveg

Við erum með lausnina wisefish.com

Markus Lifenet ehf. (Björgunarnetið Markús)

Er sérhæft í þróun og framleiðslu búnaðar til að bjarga fólki úr sjó. Meðal þekktra framleiðsluvara eru Markúsarnet og léttabátanet en einnig eru framleiddir þar neyðarstigar og kastlínur sem henta einkar vel um borð í smábátum.

Neyðarstigi í dekkbáta með allt að 1,8 m borðhæð sem haga má þannig að maður í sjó geti kippt stiganum niður og klifrað upp.

Gefðu öryggi í jólagjöf

Fyrir allar tegundir skipa og báta

Léttabátanet / Veltinet

Er létt, auðvelt að festa og fljótlegt til björgunar, tekur lítið pláss og pakkast hratt og örugglega, leggst mjúklega utan um einstaklinginn og er einfalt í notkun.

Stök kastlína í kastpoka fyrir allar gerðir skipa og báta og til að hafa merðferðis á ferðalögum.

Markus Lifenet ehf., Hvaleyrarbraut 27, 220 Hafnarfirði Sími: 565 1375 sales@markusnet.com www.markusnet.com

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.